Morgunblaðið - 23.10.1962, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 23.10.1962, Qupperneq 6
6 MORCVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 23. október 1962, Bridge $%%%%%%%%%%% EINS og áður hefur verið skýrt frá, er væntanleg til landsins hollenzk bridgesveit, sem mun m. a. keppa í borgakeppni milli Reykjavíkur og Amsterdam. — í borgakeppninni verða spiluð 64 spil, og verða 32 þeirra spiluð nk. fimmtudagskvöld í Klúbbn- um og hefst kl. 8. Síðari 32 spil- in verða spiluð nk. mánudags- kvöld á sama stað. í hollenzku sveitinni eru 4 kunnir spilarar, og eru það þess- ir: Yuri Lengyel, Bob Slaven- burg, Hans Kreyns og Herman Filarski. Allir eru þessir spilarar mjög þekktir, en þó mun Filarski þeirra frægastur, og er það eink- um sökum skrifa hans um bridge. Filarski er fyrirliði sveit- arinnar, 49 ára að aldri. Hann hefur keppt mörgum sinnum í hollenzka landsliðinu og í ýms- um öðrum alþjóðlegum mótum, nú síðast á heimsmeistarakeppn- inni í Cannes, þar sem hann varð í 2. sæti í sveitakeppninni. Hann skrifar, eins og áður segir, mkiið um bridge, og er ritstjóri bridgeblaðs hollenzka bridge- Filarski sambandsins. Auk þess birtast greinar eftir hann í 17. hollenzk- um dagblöðum, og í dagblöðum í Danmörku, ítalíu, Suður- Afríku og fleiri stöðum. Auk alls þessa er hann mjög kunnur sem keppnisstjóri og hefur m. a. stjórnað mörgum Evrópumótum og heimsmeistara- keppnum. 1 .keppninni nk. fimmtudags- kvöld verður sýningartjald, þar sem öll spilin verða sýnd og út- skýrð, og mun Hallur Símonar- son annast það. Keppnisstjóri verður Guð- mundur Kr. Sigurðsson. íslendingnr og Donir skipt- ost n íerðamnnnahópum CHltlSTXAN Bönding, ritstjóri Nordisk Pressebureau í Kaup- mannahöfn, er nú staddur hér á landi — á stýfck frá íslenzka ut- anríkisráðuneytinu. — Bönding flutti á laugardagskvöldið er- indi fyrir landa sína í félaginu „Da»nebrog“ í Reykjavík, sagði hann þar frá ýmsu, sem borið hefur fyrir hann í ferðalögum um Norðurlönd. Gat hann sér- staklega um, að í íslandsferðum sínum hefði hann orðið fyrir djúpum áhrifum. — Christian Bönding hefur fjórum sinnum heimsótt fsland og sagði hann, að í hvert sinn hefði hann séð nýja hlið á landinu, ef svo mætti segja. Hann hefur komið hingað í febrúar, júní, ágúst og í októ- ber, í alla landshluta, því hann hefur stefnt að því að kynnast öllu landinu — með góðri að- stoð Flugfélags íslands. Bönd- ing ritstjóri greindi svo frá, að mikill áhugi sé á að fella fs- land inn í heildaráætlunina um ódýr ferðalög milli Norðurlanda. Vegna vaxandi velmegunar geta nú æ fleiri Norðurlandabúar veitt sér utanlandsferðir. — En straumurinn suður á bóginn hefur verið svo stríður, að ferða- lögin þangað hafa orðið þreyt- andi í stað þess að veita hvíld og ró, sem ætti að vera tilgang- ur sumarferðalaga. Þess vegna hefur áhuginn beinzt til norðurs- ins. — Bönding ritstjóri hefur á ferðalögum sínum tekið lit- • t ritstjórnargrein dagblaðs ins „Dagblað alþýðunnar“ í Peking segir í dag, að Júgó- slavía sé ekki lengur sósíal- Iskt ríki. Tító forseti hafi inn- leitt bar kapitalLsmann og i'ari ógn hans vaxandi. skuggamyndir og kvikmyndir, einnig hér á landi. íslandsmynd- irnar hafa verið sýndar á meira en 100 samkomustöðum víðs vegar um Danmörku og hefur reynzt geysimikill áhugi þar á ýtarlegri upplýsingum um land og þjóð. Næsta sumar verður efnt til einnar ferðar í tilrauna- skyni. Félagið Norden á Mið- Fjóni, en Christian Bönding er formaður þess, og Ferðaskrif- stofa ríkisins hér í Reykjavík munu skiptast á ferðamanna- hópum. Dönsku gestirnir munu búa á einkaheimilum á íslandi og jafnstór hópur íslendinga mun gagnkvæmt búa á dönskum heimilum á Fjóni. (Grein þessi varð" eftir af sunnudagsblaðinu vegna rúm- leysis). Vetrarstarf Æskulýðsráðs Reykjavíkur að hefjast NÝLBGA hefur borgarstjórn kosið fulltrúa í nýtt æskulýðs- ráð samkvæmt nýrri reglugerð fyrir Æskulýðsráð Reykjavíkur. Formaður og fulltrúi borgar- stjórnar er Baldvin Tryggvason, framkvæmdastj. Varaform. er Jónas B. Jónsson, fræðslustjóri Aðrir í æSkulýðsráði eru: Bjarni Beinteinsson, lögfræð- ingur, Auður Eir Vil'hjálmsdótt- ir rand. theol Bendt Bendtsen, forstjóri, Böðvar Pétursson, verzl unarmaður, Eyjólfur Sigurðsson prentari. Ennfremur munu taka þar sæti tvö ungmenni, stúlka og piltur. Framkvæimdastjóri er séra Bragi Friðrikson. Starfsemin er nú að hefjast á ýmsum stöðum í bænum. í Tóm stundaheimilinu að Lindargötu 50 verður starfað alla daga, og geta unglingar 12 ára og eldri tekið þátt í þessum viðfangsefn um: Ljósmyndaiðja, mánudaga — fimmtudaga kl. 7,30 e.h. Bast-tága og perluvinna, þriðju daga kl. 7 e.h. Bein- og hornvinna, mánudaga kl. 7 e.h. Leðuriðja, þriðjudaga kl. 7 e.h. Taflkiúbbur, fimmtud. kl. 7,30 Málm- og rafmagnsiðja, þriðju daga kl. 7,30 Frímerkjasöfnun, miðvikudaga kl. 6 e.h. Fiskiræktarkynning, þriðjudaga kl. 6 e.h. Flugmódelsmiíði, fimmtudaga kl. 7,30. Kvikmyndasýningar fyrir börn 11 ára og yngri, laugardaga kd. 4 e.h. „Opið hús“ fyrir 12 ára og eldri laugardaga kl. 8,30.. í tómstundaheimilinu við Bræðra'borgarstíg 9, 5. hæð, gefst kostur á margs konar fönduriðju leiklistaræfingum, kvikmynda- fræðslu, skartgripagerð o.fl. Au'k þess verður efni til skemmit starfsemi. Nánari upplýsingar og innrit un á staðnum, þriðjudag og föstudag kl. 4 e.h. Háagerðisskóla verður í sam vinnu við skólanefnd Bústaðar- sóknar starfað að bast-tága og leðurvinnu, mánud. og miðvikud. kl. 8,30. Upplýsingar og innrit un á staðnum á sama tíma. Einnig verða þar kvikmynda sýningar fyrir böm á laugar- dögum kl. 3,30—4,45 e.ih. birtar fréttir af þeim síðar. í Kvikmyndasal Austurbæjar skólans verður kvikmyndaklúbb um fyrir börn, sunnudaga kl. 3 og 5 e.h. í Áhaldabúsi borgarinnar •• ð Skúlatún verður trésmíði pilta uppl. og innritun á staðnum miðvikudaga kl. 8 e.h. Klúbbstarfsenrá: Leikhús æskunnar. Fólag fyrir áhugafólk 16 ára og eldri um leiklist. Klúbbfundir og innr/t- un á miðvikudögum kl. 8,30 e.h. að Lindargötu 50. Leiksýningar fara fram í Tjarnarbæ. Fræðafélagið Fró®i. Málfundir á fimmtudögum. Ritklúbbur æskufólks. Fundir annan hvern föstudag kl. 8 að Lindargötu 50. Vélhjólaltlúbburinn Elding. Klúbbur fyrir eigendur vélhjó.a vikulegir fundir hjólreiðaæfing- ar, fræðsla um umferð, hjálp í viðlögum og meðferð vélhjóla. Kvikmyndaklúbbur æskufólks. Fræðsla um kvikmyndir og sýn ingár úrvalsmynda. Starfsemin fer fram í Tjarnarbæ. Tilkynnt verður síðar um störf annarra klúbba. Æskulýðsráð vinnur að ýmsum málum, og munu verða birtar fréttir af þeim síðar. Ríkisreikningur- inn lagður fram RÍKISREIKNINGURINN fyrir árið 1961 hefur nú verið lagöur fram og gerði Gunnar Thorodd- sen fjármálaráðherra grein fyrir frumvarpi honum til staðfesting ar á fundi efri deildar í gær. Yfirskoðunarmenn Alþingis hafa gert 28 athugasemdir við reikninginn og telja þeir svör ráð herra ýmist fullnægjandi eða til athugunar framvegis; hins vegar hafa þeir ekki séð ástæðu til að vísa til aðgerða Alþingis eins og þó hefur oft komið fyrir áður. Þá skýrði fjármálaráðherra frá því að nokkuð væri á reiki, hverj ar reglur skyldu vera um út- reikning greiðslujafnaðar ríkis- sjóðs. En samkvæmt þeim regl um, er ríkisbókhaldið notaði, væri hann hagstæður um 57 millj. kr. og um 72,4 millj. kr. eftir þeim reglum, er notaðar eru í Seðlabankanum. Nú sé í ítarlegum undirbúningi nýjar reglur, þar sem gert er ráð fyrir verulegri breytingu á upp setningu fjárlaga og ríkisreikn- ings, svo að samræmi verði á milli. Svo og verða settar fastar reglur um greiðslujöfnuð ríkis- sjóðs, svo að samræmi verði frá ári til árs. „Árvakur“ flytur sement á smáhaf nir ÁKVEÐIÐ hefir verið að vita- skipið ,,Árvakur“ annist flutn- inga á sementi um leið Og skipið fer með birgðir til vitanna, eftir því sem rúm leyfir. Flytur Ar- vakur sement aðallega á smá- hafnir, sem stærri skip eiga erf- itt með að fara til. Skipið hefir þegar farið með einn farm til Austfjarða og s.I. fimmtudag lestaði það aftur þang að, en næsta ferc verður til Vest- fjarða. % Sensasjónin. Hreiðar skrifar Velvakanda um íslenzkar sensasjónir: „Mikil og almenn gleði greip um sig meðal hina stoltu er Eddafilm hleypti af stokkun- um kvikmyndinni „79 af stöð inni.“ —Var látið í veðri v-aka og ég held fullyrt, að hér væri um að ræða fyrstu íslenzku kvikmyndina. Síðan höfum við blaðalesendur orðið fyrir nær stanzlausri skothríð af sensa- sjónum í kringum þetta mikla afrek, leiðarar í blöðum eru helgaðir afrekinu og einstök um mönnum þakkað framlag og afrek í þágu íslenzkrar menningar. En þessi mynd er hvergi nærri fyrsta íslenzka kvikmynd in. — Svo virðist sem allir séu búnir að gleyma mynd Lofts Guðmundssonar ljósmyndara: Milli fjalls og fjöru, og ekki man ég betur en sjálfur aðal- lei'karinn í „sjötíuogníu" hafi verið aðalleikandinn í annari íslenzkri kvikmynd. Eins má minna á að Óskar Gíslason gerði myndina „Síðasti bærinn í dalnum". En hvernig stendur á því að enginn hreyfir neinum mótmælum, eða öllu heldur minnir á þetta. En nú er öldin önnur, öld hina íslenzku sensa sjóna. Síðasta sensasjónin var svo hátíðleg tilkynning frá Eddafilsn og kvikmyndaeftir- litinu um að aðilar hafi orðið sammála um að banna yngri en 16 ára aðgang að „sjötíuog- níuafstöðinni“, sem skólakrakk arnir kalla 65 úr buddunni." • „Fáránleg gatnagerð“ Skrifstofa borgarverkfræðings ings skrifar: „ í dálkum Velvakanda 1 Morgunblaðinu þ. 19. þ.m. birt ist grein undir fyrirsögninni „Fáránleg gatnagerð". Æskilegt hefði verið að leita að hefði verið upplýsinga til gatnadeildar borgarverkfræð- ings áður en grein þessi birt- ist, þar sem þá hefði strax ver ið hægt að gefa þær upplýsing ar, sem hér fara á eftir: í gangstéttum þeim, sem um er ræbt eru lagnir rafmagns- veitu, bæjarsíma og hitaveitu. Áður en gatnagerðin hófst voru uppdrættir gatnanna end- urskioðaðir og dregið úr breidd gangstétta sem frekast var irnnt vegna lagna fyrrnefndra stofn ana. í greininni er minnst á aS bifreiðaeigendur séu margir við hvert hús. Á lóðunum er gert ráð fyrir 1—2 bílastæðum við hvert hús og er mikill mia brestur á að þau séu nýtt“ Við þökkum þessa ágætu skýringu, en viljum aðeins bæta þvd við hvort ekki væri ráð fyrir borgarvergfræðing að fá sér svo verfcfræðilærðan marin að hann gæti með einhverju móti komið fyrrgreindum lögn um fyrir á mjórra svæði en sem svarar 3-4 rnetrum í gang- stéttarbreidd

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.