Morgunblaðið - 23.10.1962, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.10.1962, Blaðsíða 8
ð MORGUISBLAriÐ Þriðjudagur 23. oMóber 1962 Tilraun til að sætta vinnu og fjármagn Tillaga Sjálfstæðismanna á Alþingi Tillaga komin fram um stofnun sjóvinnuskóla ÞRÍR þingmenn Sjá'lfstæðis- flokksins, þeir Sigurður Bjarna- son, Magnús Jónsson og Matthías Mathiesen hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um hlutdeild- ar- og arðskiptifyrirkomulag í at vinnurekstri. Er hún á þessa leið: Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að láta rannsaka og gera tillögur um, hvar og hvernig megi hezt koma á hlutdeildar- og arðskiptifyrirkomulagi í at- vinnurekstri íslendinga og á hvern hátt þing og stjórn geti stuðlað að eflingu slíks fyrir- komulags. Skal ríkisstjórnin hafa samráð við fulltrúa frá samtök- um atvinnurekenda og launþega um þetta undirbúningsstarf, er skal lokið eins fljótt og mögu- leikar eru á. í greinargerð er m. a. komist að orði á þessa leið: Hagsmunaárekstrar tíðir „Tillaga um þetta efni hefur verið flutt á Alþingi nokkrum sinnum sinnum áður, en ekki hlotið lokaafgreiðslu. Á Alþingi árið 1937 fluttu þeir Jóhann G. Möller og Thor Thors tillögu svipaðs efnis og þá, er hér að ofan greinir. Skyldi samikvœmt henni skipuð 5 manna milliþinga nefnd til þess að rannsaka og gera tillögur um hlutdeildar- og arðskiptifyrirkomulag í atvinnu- rekstri íslendinga. Tillaga þessi var samþykkt og nefndin kosin samkvæmt henni. En við það sat. Nefndin hélt að- eins einn fund, og engar tillög- ur komu frá henni. Það er skoðun flutningsmanna þessarar tillögu, sem nú er flutt, al hér sé um svo merkilegt mál að ræða, að gera beri tilraun til að koma því á frekari rekspöl. Hagsmunaárekstrar ernu tíðir milli vinnuveitenda og verkalýðs í hinu íslenzka þjóðfélagi. Efna- hags- og afkomugrundvöllur þjóð arinnar verður við þessar deilur ótraustari. Engra úrræða má því láta ófreistað til þess að sætta vinnu og fjármagn, koma á friði milli þeirra, sem stjórna atvinnu- tækjunum og þeirra, sem vinna við þau. Mjög líklegt verður að telja, að stórt spor væri stigið í þá átt með því að gera verka- mennina, sjómennina og iðnaðar mennina að meðeigendum og meðstjórnendum í atvinnufyrir- tækjunum, þar sem því verður við komið. Að því marki stefnir þessi tillaga. f greinargerð þeirri, sem fylgdi tillögu þeirra Jóhanns G. Möllers og Thor Thors árið 1937, var því skipulagi greinilega lýst, sem hér er um að ræða. Leyfa flutn- ingsmenn þessarar tillögu sér að prenta þann kafla greinargerðar þeirrar upp hér á eftir. En þar var m.a. komizt að orði á þessa leið: Hlutdeild í arði og stjórn „Hér skal atvinnufyrirkomu- lagi þessu lýst nokkuð. Arðskipti fyrirkomulagið gengur út á það að veita starfsmönnum fyrirtækj anna hlutdeild í arði þeirra. Er það út af fyrir sig mjög þýðing- armikið atriði og mjög til bóta frá því, sem nú er víða. Oft er samfara arðskiptingunni eftirlit og nokkur stjórnaríhlutun af hálfu verkamannanna. En hlut- deildarfyrirkomulagið sjálft (co- partnership) miðar að því að veita starfsmönnum fyrirtækj- anna áhrifavald í fyrirtæikjun- um, ekki einungis með þeim hætti að gera þá hluttakandi í arði fyrirtækjanna, heldur með því að gera þá beinlínis að með- eigendum þeirra. Yfirleitt er það Á FUNDI efri deildar Alþingis í gær gerði Jón Árnason grein fyrir frumvarpi um tunnuverk- smiðjur ríkisins sem hann er flutningsmaður að. Frumvarpinu var vísað til 2. umræðu og sjáv- arútvegsmálanefndar. Heildarframleiðslan nam 110 þús. tunnum Jón Ámason (S) gat þess í upphafi máls síns, að hann hefði flutt frumvarp samhljóða þessu á síðasta þingi. Það hefði þá verið samþykkt einróma í efri deild, en ekki unnizt tími til eða afgreiða það í neðri deild. Kvaðst hann vænta þess, að frumvarpið mundi njó>ta sama stuðnings og fyrirgreiðslu sem þá. í frumvarpinu er gert ráð fyrir, að ríkisstjórn- inni sé heimilt að byggja og starfrækja tvær tunnuverksmiðj ur til viðbótar, aðra á Akranesi og hina á Austur eða Norðurlandi, ef þess þykir þörf. í þessu sam- bandi kvaðst hann sérstaklega vilja undirstrika, að á s.l. ári hefði heildarframleiðslan af Faxa síld numið tæpl. 110 þús. tn. á stefnumið þeirra manna, sem berjast fyrir þessu máli, að allir verkamenn fyrirtækjanna hafi hluttöku í arði þeirra, eignist hluti í þeim og hafi íhlutun um stjórn þeirra eða eftirlit með henni. Má í sem stytztu máli segja, að grundvallarsetningar þessa fyrirkomulags séu: 1. að verkamennirnir fái auk hinna föstu launa einhvern hluta í arðinum; 2. að þeim gefist kostur á að safna arðhluta sínum, eða ein- hverjum hluta hans til þess með honum að eignast hluta í atvinnu fyrirtækjunum; 3. að þeir fái hlutdeild í stjórn fyrirtækjanna, annaðhvort með því: ja.) að eignast hlutafé og verða á þann hátt aðnjótandi rétt inda venjulegra hluthafa, eða með því: b) að nefnd verka- manna hvers fyrirtækis hafi íhlut un um rekstur þess. Eru þetta þær grundvallar- setningar, sem sérstaklega hefur verið byggt á í þessu efni. En fjöl breytni fyrirkomulagsins er svo að segja takmarkalaus, enda hægt að beita því við svo til allrar greinar atvinnulífsins. Er fengin í þessum efnum mikil reynsla erlendis. sex verstöðvum, þar hefðu rúm- lega 30 þúsund tn. verið saltaðar á Akranesi. En allmikið hefði skort á, að þær tunnuverksmiðj- ur, sem fyrir eru og báðar eru staðsettar á Norðurlandi, hafi fullnægt þörfinni. Þess vegna sýnist eðlilegt, að slík verksmiðja verði reist á Akranesi. Enda mætti teljast fullvíst með skír- skotum til reynslu undanfarinna ára, að framleiðsla saltsildar á Suð-vesturlandi sé árviss atvinnu vegur, sem orðinn sé allstór þátt- ur í útflutningsframleiðslu þjóð- arinnar. Á FUNDI efri deildar í gær gerði Bjarni Benediktsson dóms- málaráðherra grein fyrir frum- varpi um þinglýsingar og fylgi- frumvörp þess, 10 að tölu. Vai þeim öllum vísað til 2. umræðu og allsherjarnefndar. Á fundi neðri deildar gerði Skúli Guðmundsson grein fyr- ir frumvarpi um Siglufjarðar- veg ytri, er vísað var til 2. um- ræðu og samgöngumádanefndar, og Ragnar Guðleifsson grein fyr- ir frumvarpi um landshöfn í Keflavíkurkaupstað og Njarð- víkurhreppi, er vísað var til 2. umræðu og sjávarútvegsnefndar. Þinglýsingar Bjarni Benediktsson dóms- málaráðherra kvað þennarr mikla lagabálk um þinglýsingar sam- inn af prófessor Ármanni Snæv arr háskólarektor og Ólafi Páls- syni fulltrúa borgarfógetans í Reykjavík. En það væru þeir tveir menn, sem annars vegar væri mest kunnugir þessum málum fræðilega og hefðu hins vegar mesta reynsluna. Hin gamla löggjöf hefði bæði ver- ið úrelt hvað tækni snerti og þess ekki gætt er lögin voru síðast endurskoðuð að nýjar og skýrari reglur þyrfti um þessi flóknu mál. En á hin- um Norðurlöndunum hafa ítar- leg fyrirmæli verið sett til úr- bóta um réttarreglur varðandi þinglýsingar. Frumvarpið var áður lagt fyr- ir Alþingi 1958-1959 og er flutt I nú nær óbreytt á ný. PÉTUR Sigurðsson og Egg- ert G. Þorsteinsson hafa bor- fram á Alþingi þingsálykt- unartillögu um endurskoðun laga um Stýrimannaskóla ís- lands og athugun á stofnun sjóvinnuskóla o. fl. Er m .a. gert ráð fyrir í tillögunni, að ríkisstjórnin láti fara fram athugun á því, hvort ekki sé tímabært,- og þá hvernig, að stofnsettur verði sérstakur sjóvinnuskóli, þar sem vænt- anlegir nemendur stýri- mannaskólans og aðrir fái m. a. kennslu í sjóvinnu, fisk- verkun, meðferð sjávaraf- urða, fiskmati og verkstjórn. Tillaga, sem flutt var upp- haflega á síðasta þingi, en varð þá ekki útrædd, er á þessa leið: „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að láta endurskoða lög og reglugerðir um Stýri- mannaskóla íslands og inntöku- skilyrði í hann. Við endurskoð- un þessa skal sérstaklega hafa í huga, h.vernig auka megi þekk- ingu væntanlegra nemenda i meðferð og notkun nýrra sigl- inga- og fiskileitartækja, sjó- vinnu, fiskverkun og meðferð sjávarafurða. Jafnframt láti ríkisstjórnin Tekur sæti á Alþingi VALTÝR Guðjónsson hefur tekið sæti Jóns Skaftasonar á Alþingi, en hann dvelst erlend- Örugg bátahöfn í Ytri-Njarðvík Ragnar Guðleifsson (A) gerði grein fyrir frumvarpi um lands- höfn í Keflavík og Njarðvíkum, þar sem ríkisstjórninni sé heim- ilað að taka láon fyrir hönd ríkis- sjóðs, allt að 70 millj. kr., er endungreiðist að % úr ríkissjóði og % úr hafnarsjóði En þær framfcvæmdir, sem verfcáætlun landshafnarstjórnar gerir ráð fyrir, eru áætlaðar kosta um 50-60 millj. kr. Nú mun lands- höfnin hafa notað þá heimild, sem veitt er í landshafnarlögun- um, allt að 10 millj. kr. m. svo að vart verði komizt af með lægri lánsheimild en 70 millj. kr. En aðalframkvæmdin er fólg in í því að gera örugga báta- höfn í Ytri-Njarðvíik, jafnhliða því að bæta sem mögulegt er afgreiðsluskilyrðin innan hafnar- innar við Vatnsnes. Landshöfnin á Rifi á sama rétt Gísli Jónsson (S) minnti á, að lögin um landishafnir næðu einn- ig til hafnarinnar á Rifi, því hefði hún einnig sama rétt og lands- höfnin í Keflavík. Kvaðst hann því mundu geyma sér allan rétt til að flytja breytingartillögu við frumivarpið um sérstafca lán- töku til handa henni, ef frum- varpið vœri flutt án vitundar sjávarútvegsmálaráðherra. En En sem kunnugt væri hefðu fram kvæmdir dregizt á Rifi, m.a. vegna þess sjónarmiðs, að fjár- framlag það, er landshöfnunum sé ætlað í lögum, eigi að vera þeim nóg. í þessu samibandi gat fara fram athugun á, hvort ekki sé tímabært og þá hvernig: 1. að auka og taka upp kennslu í síðasttöldu greinunum við verknám gagnfræðastigsins, 2. að stofnsettur verði sérstak- ur sjóvinnuskóli, þar sem væntanlegir nemendur stýri mannaskólans og aðrir fói m. a.^ennslu í sjóvinnu, fisfc verkun, meðferð sjávaraf- urða, fiskmati og verk- stjórn.“ Eiturlyfja- nautn ALFREÐ Gíslason læknir hef- ur lagt frm á Alþingi svohljóð- andi tillögu til þingsályktunar um baráttu gegn eiturlyfjanautn „Alþingi ályktar að fela rífcis- stjórninni að skipa nefnd sér- fróðra manna til að rannsaka hve mikil brögð eru í landinu af ofneyzlu eiturlyfja, annarra en áfengis og tóbafcs Skal jafnframt athugað, hvaða lyf eða eiturefni hér er helzt um að ræða hvað- an þau berast á markaðinn oig hvernig sölu þeirra og dreifingu er hagað. í starfi sínu sfcal nefnd in njóta fyrirgreiðslu opinberra aðila, — heilbrigðisyfirvalda, lög reglu og annarra, — eftir því sem hún telur þörf á. Rannsókn inni skal hún hraða eftir fÖngum og skila, að henni lokinni, skýrslu um niðurstöðu ásamt tillöigum um aðgerðir til úrbóta. Alþingi væntir þess, að ríkis- stjórnin láti síðan á grundvelli þessarar rannsóknar gera allt, sem unnt er, til þess að hefta þessa eiturlyfjaneyzlu og til þess að veita fórnarlömbum hennar nauðsynleg sfcilyrði til lækningar.“ alþingismaðurinn þess, að hann hefði á sl. þingi flutt frumvarp um nýjan tekjustofn fyrir Hafn- arbótarsjóð, sem ekki hefði hlot- ið samþyfcki, þar sem alþimgis- mönnum hefði efcki verið ijós nauðsyn þess, að útgerðarmenn tæfcju þátt í hafnarkostnaðinum. Halldór E. Sigurðsson (F) fcvaðst vilja taka það fram, að stjórn landshafnarinnar á Rifi ynni nú að framkvæmdaáætlun er yrði vœntanlega tilbúin á þessu þingi. Kvaðst hann vænta þess, að þá mundi efcki standa á -.fyrirgreiðslu ríkisstjórnarinnar um útveg lántöku í því skyni enda gæfi þetta frumvarp góð fyrirheit þar um. Siglufjarðarvegur ytrl Skúli Guðmundsson (F) gerði grein fyrir frumivarpi þess efnis að ríkisstjórninni sé heimilt að taka lán, allt að 15 millj. kr., til að greiða kostnað við laigningu Siglufjarðarvegar ytri (Stráfca- vegar), og verði við það miðað. að vegagerð þessari verði lokið á árinu 1964. Frumvarpið er flutt að tilmælum bæjanstjórnar Siigiu fjarðar, en samihljóða frumvarp var flutt á síðasta þingi, en náði þá ekki afgreiðslu. Einar Ingimundarson (S) kvaðst vilja tafca það fram, að það vœri efcki safcir álhugaleys- is, sem hann væri efcki með- flutningamaður að frumvarpinu. Heldiur væri ástæðan sú, að hann treysti ríkisstjórninni til að leysa þetta brýna hagsmunamál svo, að Siglfirðimgar mættu vel við una. Bygg'ngarframvæmdum i Reykholti hraðað LÖGÐ hefur verið fram á Alþingi þingsályktunartillaga um að skora á ríkisstjórnina að hraða undirbúningi næstu byggingar- framkvæmda við Reykholts- skóla og staðsetja þær þannig, að sem fyrst verði unnt að ljúka fornleifarannsóknum á staðnum. Flutningsmaður tillögunnar er Benedikt Gröndal. í greinargerð sinni með til- lögunni kveður flutningsmaður tvö verkefni blasa við augum í Reykholti. Annað sé að búa héraðsskólann fullnægjandi húsa kosti til allra greina starfsemi sinnar, en hitt sé að ljúka forn- leifagreftri á staðnum. Síðan seg- ir m. a.: „Hið gamla og ófullnægjandi íþróttahús stendur einmitt þar, sem göng Snorra lágu frá bæ hans til laugarinnar. Þess vegna hefur ekki verið unnt að ljúka uppgrefti á þessum merkilegu göngum, en fræðimönnum og leikmönnum er mikil forvitni að vita, hvað í ljós kemur, þegar unnt verður að ljúka þeim grefti og komið verður að sjálfum bæj- arrústunum. Þegar þeim grefti lýkur, verður væntanlega unnt að ganga frá lauginni eftir göng- unum í bæinn, sömu leið og Snorri fór, hvað sem annað kann að koma í ljós. Þessar fornleifa- framkvæmdir er ekki hægt að vinna, fyrr en gamla íþróttahús- ið verður fjarlægt, en það má skólinn ekki missa, fyrx en hann fær nýtt hús“. Þörf nýrrar tunnuverksmiðju 1 s. Þinglýsingar, landshöfn og Siglufjarða rvegur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.