Morgunblaðið - 23.10.1962, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.10.1962, Blaðsíða 10
10 MORCUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 23. október 1962 1 STYJtJALDARÁSTAND það, sem ríkir á landamærum Ind lands og Kína, er nú komið á það stig, að Nehru, forsætis- ráðherra Indlands ,hefur beð ið um heijnaðaraðstoð frá Bret um. Óstaðfestar fregnir herma að hann hafi einnig leitað til Bandaríkjanna. Fram. til þessa hafa Indverj ar ekki talið sig geta þegið hernaðaraðstoð, þar eð þeir væru hlutlausir. Öll vopn, er þeir hafa fengið, hafa verið keypt. Að visu hafa Indverj ar fengið vopn frá. Rússum með mjög góðum kjörum. Hafa það m.a. verið þyrlur, sem Indverjar hafa greitt fyr- ir með vörum. Ekki er kunnugt um, hvaða vopn það eru helzt, sem Ind verjar vilja fá frá Bretum, en vitað er, að þeir hafa á- huga fyrir bandariskum flutn ingaflugvélum af gerðinni C- 130. Þær eru smíðaðar af Lockheed verksmiðjunum. Landamærastyrjöld Kín verja og Indverja • Deilt er um landsvæði, sem eru nokkru stærri en Island Bandarísk blöð ræddu nokk uð ír.öguleikann á því fyrir helgina, að Indverjar myndu vilja afla sér vopna á Vestur löndum. Þar var þeirri skoð un haldið á lofti, að banda- ríska stjórnin kynni ekki að vera fús til að styrkja Ind- verja (ljóst var þá að Indverj ar myndu ekki liafa nægilegt fé til að greiða fyrir vopnin), I:ar eð það gæti leitt til fulls stuðnings Rússa við Kínverja í þeim deilum, sem nú standa Myndi það torvelda alla lausn málsins. Fari hins vegar svo, að Ind verjar þiggi nú hernaðarað- stoð erlendra ríkja. þá verð ur að telja, að þeir hafi vik ið frá hlutleysisstefnu sinni. Landamæri Indlands og Kína em um 4000 km lömg. Þau liggja að miklu leyti um Himalayafjöll, og hafa lengi verið talin óljós. Undanfarin ár hefur deila þessara tveggja stórvelda Asíu harðnað mjög, er Kínverjar hafa krafizt þess að fá yfirráð yfir svæðum er Indverjar telja að séu ekki þeirra. Orðsendingar árum saman Á þessum árum hafa hundr uð orðsendinga farið milli Kín -ja og Indverja um þetta mál. Allan þennan tima hefur Nheru sýnt mikla þolinmæði — of mikla telja snmir. Loks kon. þó þar, fyrir rúmri viku, að l.ann lýsti því yfir, að ind verjar myndu emgar viðræður eiga við Kínverja um lausn málsins, fyrr en Kíinverjar hefðu farið * brott með allt sitt lið af hinum umcieildu svæðum. Uir.Ieildu svæðin Þau eu tvö, aðallega. K>n- verjar krefjast um 84 þús fer kílómetra lands á norðaustur svæðinu, við landamæri Tí- bets og Bhutan. Þeir neita að viðurkenna landamæralínu þá sem almennt er kölluð McMa- hon lína, og dregin var 1914. Þá krefjast Kínverjar um 39 þús ferkm. svæðis, er ligg ur um 1500 km norðvestar, í Ladakh i Kasmír. Kinverjar höfðu, áður en bardagar hóf ust nú um helgina. lagt undir sig um 34 þús ferkm. svæðis. Þær kröfur, sem Kínverjar gera til Indverja, eru þær, að NEHRU, forsætisráðherra Indlands. þeir afsali sér yfirráðum yfir landsvæði, sem alls er um 135 þúsund ferkílómetrar, eða nokkru stærra en ísland. Frekari landvinningar í Asíu Sérfræðingar telja, að anncð og meira búi að baki ákvörð- un Kínverja um að heimta þetta landsvæði, en það eitt að öðlast 135 þús. ferkm. lands Fái þeir yfirráð yfir því, þá muni opnast leið til frekari landvinninga á láglendi Asau. Óvæntir bardagar nú Atburðir þeir, sem nú hafa gerzt, voru óvæntir. Erlend blöð, t.d. „New York Times“, segir sl. fimmtudag að ekki sé líklegt, að til meiriháttar tíðinda dragi milii Indverja og Kínverja fyrr en eftir nokkra mánuði, í fyrsta iagi. Sömu skoðunar gætti víðar. Vetur er nú að skella á í ' Himalayafjöllum, og var það álitið, að sá tími yrði ekki val inn til að hefja stórbardaga heldur myndu báðir aðilar kjósa að bíða enn um sinn, og styrkja aðstöðu sína. Aðstaða Kínverja betri. Talið er, að Kínverjar hafi mun betri aðstæður til hern- aðar en Indverjar. Indverjar verða að sækja upp í móti og er það mi'kill ókostur. Auk þess er flutningavandaimálið mun erfiðara fyrir þá en Kín verja. Vegir liggja í nánd víg stöðvanna, Kínarrtegin, en eng ir vegir eru Indlandsmegin, og því aðeins um tvær leiðir að ræða — landflutninga með múldýrum — síðar á baki her manna, er of bratt verður fyr ir dýrin, — eða þá í lofti. Til þess hafa Indverjar notað þyrlur, m.a. rússneskar, en þær vélar þurf'a að vera sér- staklega útbúnar til að koma að gagni í 3000 — 4000 m hæð Slíkar þyrlur skortir Ind- verja. Aukin eining Kínverja á þrengingartímum? Ein ástæða er m. a. talin til þess, að K'nverjar kunni að hafa látið til skarar skríða nú, önnur en yfirlýsing Nehr- us, sem áður er getið: er það sú, að eining heima fyrir auk- izt frekar en hitt, er Kínveriar eigi í slíku landamærastríði. Talið er, að kínverskir ráða- menn, sem heima fyrir kenna Ind/erjum um hvernig kom ið er, líti þannig á, og er víst ekki talin vanþörf á nú, er mikill matarskortur rí'kir í landinu. Með þeirri frótta- þjónustu, sem rekin er af opin berum aðilum í Kína, þá leik ur lítiil vafi á því, að þjóðin muni standa einihuga gegn Indverjum. Afstaða Indverja í Indlandi líta menn landa mæradeiluna og síðustu átök mjög alvarlegum augum. Jafn vel indverski kommúnisita- flokkurinn hefur fordæmit af stöðu Kínverja, Hann lýsti því yfir í lok þriggja daga fundar nú nýverið, að Mac- Mahon línan væri hin réttu landamörk, og þau bæri að verja með öllum ráðum. Enn atlhyglisverðari er af- staða flokksins, þegar tekið er tillit til þess, að brot hans fylgir kínverskum kommúnist um að máli. Svik Kínverja Afstaða indverskra kommún ista er af mörgum talin mun harðari, en annars kynni að vera, fyrir þær sakir, að þeir telja Mao Tse-tung hafa geng- ið á bak orða sinna. Einn af helztu leiðtogum indversku kommúnistanna, Ajoy Gosh, sem nú er látinn, fór til fund- ar við þá Mao Tse-tung og Kort þetta sýnir bardaga- svæðin á landamærum Ind- lands og Kína. örin lengst til vinstri táknar sókn Kín- verja inn í norðurhéruð Ladakh. Næsta ör er við Pangong vatn, þar sem Kín- verjar tefla fram skriðdrek- um. Þriðja örin er við landa mæri Bhutan, þar sem har- dagar hófust á laugardag, og fjórða örin við landamæri Burma, þar sem bardagar hófust í gær. Chöu En-lai 1959. Er hann kom heim aftur, lýsti hann því yfir við félaga sína, að kinversku ráðamennirnir tveir hefðu sagt, ‘að Kínverjar myndu viðurkenna McMahon- línuna Og að aldrei kæmi til árásar af þeirra hálfu. Flókksbrot það, sem áður er getið, hefur fram til þessa tekið þá afstöðu til málsins, að Kínverjar hafi aldrei farið yfir landamerkin og því sé afstaða indversku stjórnarinn ar fáránleg. Hins vegar hafa talsmenn þessa flokksibrots aldrei beinlínis varið Kín- verja. Aðeins einn þeirra hef- ur ger.t það opinberlega, en það er Jyoti Basu, í V-Bengal, þekktur maður innan flokks- ins. Hann hefur hins vegar orðið fyrir aðkasti flokks- bræðra sinna sakir afstöðu sinnar. Brezkir stjórnmálafréttarit- arar telja þó, að nú, þegar til svo alvarlegra tíðinda hef- ur dregið, þá muni rödd Basu einnig þagna — flokkurinn hafi ekki efni á því, fylgis síns vegna, að verja árásar- aðgerðir á sitt eigið land. Stórveldi í stríði Þegar bardagar hefjast milli ríkja eins og Indlands og Kína, þá vérður það að telj- ast til alvarlegra tíðinda, Þetta eru þéttbýlustu lönd í heimi, og fólksmergð þeirra gífurleg. íbúatala Indlands, ef Kasm- ír og Jammu eru talin með (íbúatala þeirra héraða er um 4 milljónir og 400 þús.), er um 360 milljónir. íbúatala Kína er (1960) talin vera rúm ar 700 milljónir, þótt óljósar upplýsingar séu um íbúafjölda sumra héraða, enda heldur stjórn landsins því fram, að fyrsta skipulagða manntalið hafi verið tekið 1953. SAMVINNUTRYGGINGAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.