Morgunblaðið - 23.10.1962, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.10.1962, Blaðsíða 12
12 MORGinSBL AÐ1Ð ÞriSjudagur 23. október 1962 IWttlfSlMltfrtfr Otgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæxndastjóri: Sigfús Jónsson. - Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjóm: Aðalstræti 6. Auglýsingar og aígreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 4.00 eintakið. NEHRU OG HL UTLEYSIÐ TVTehru, forsætisráðherra Ind lands, hefur talið sig frum kvöðul hlutleysisstefnunnar í alþjóðamálum. Hann hefur lagt sig mjög fram um að fara það sern hann kallar meðalveginn í átökunum milli Austurs og Vesturs, hins alþjóðlega kommún- isma og hins vestræna lýð- ræðis. Það hefur verið bjarg- föst skoðun Nehrus og Krishna Menons landvama- ráðherra hans, að hlutleysis- stefnan væri líklegust til að tryggja frið x heiminum og halda árásaröflunum í skefj- um. En margt bendir til þess að þeim Nehru og Krishna Men- on ætli að verða hált á þess- ari skoðun sinni. Rauða Kína hefur sl. 12 mánuði haldið uppi stöðugum skærum á landamærum Indlands og Kína. Hafa herir Peking- stjórnarinnar hvað eftir ann- mðst inn á indverskt land og til vopnaðra átaka hefur kom ið hvað eftir annað. Nú síðast lítur út fyrir að hersveitir kínverskra kommúnista hafi hafið skipulega sókn inn í Indland. Nú er líka svo komið að þeim Nehru og Krishna Men- on er nóg boðiö. Nehru hefur fyrirskipað indverskum herj um að hrinda sókn Kínverja og reka kommúnistaherina út úr landamærahéruðum Ind- lands. En Pekingstjórnin hef ur svarað þessari ákvörðun Nehrus með því að efla lið sitt á þessum slóðum að mikl- um mun og herða sóknina á hendur Indverjum. ★ Enda þótt fregnir af þeim bardögum er þarna hafa ver- ið háðir síðustu daga séu frekar óljósar virðist þó af þeim mega ráða að Indverj- ar hafi goldið þarna mikið af- hroð og séu á undanhaldi undan herjum Peking-stjórn- arinnar. Kommúnistar lýsa því að sjálfsögðu yfir eins og ævin- lega að á þá hafi verið ráðizt. Indverjar hafi hafið sókn inn í Kína. Kommúnistaherirnir séu því einungis að verja hendur sínar. Eftir er nú að sjá hvernig þeim Nehru og Krishna Men- on gengur að tryggja öryggi Indlands gegn ofbeldisárás- xxm kínverskra kommúnista með því að halda fast við hlutleysisstefnu eins og áður. Ekki er heldur óeðlilegt að þeirri spurningu sé varpx.ð fram, hvort Krishna Menon ætli að halda áfram að styðja inntökubeiðni Rauða Kína í Sameinuðu þjóðimar. En Menon hefur ýins og kunn- ugt er verið formaður ind- versku sendinefndarinnar á allsherjarþinginu undanfarin ár. — Árás Kínverja á Indland felur í sér mikla hættu fyrir heimsfriðinn. Enn sem fyrr eru það kommúnistar, sem ógna friði og öryggi í heim- inum. SÍLDIN OG MARK- AÐARNIR BÍÐA Cennilega hefur aldrei horft ^ eins vel. og nú um sölu Suðurlandssíldar. Vegna sí- aukinnar tækni og reynslu sjómannanna má einnig gera ráð fyrir að veiðimöguleikar séu nú einnig betri en oftast áður. En skipin liggja í höfn. Það er verið að rífast um kaup og kjör og í þeim við- ræðum gengur hvorki né rek ur. Horfur eru helzt á því að langur tími geti'liðið enn þar til skipin komast á miðin. Þetta er í senn háskaleg og sorgleg staðreynd. Um hvað er verið að deila? í raun og veru um svipaða hluti og sl. vor, þegar við borð lá að sumarsíldveiðin stöðvaðist al gjörlega og ríkisvaldið varð að grípa í taumana til þess að koma flotanum á veiðar. Ágreiningurinn er um það, hvort hlutur útgerðarinnar eigi að verða nokkru ríflegri vegna þess stórkostlega kostn aðar, sem hún hefur orðið að leggja í í sambandi við kaup á nýjum tækjum og full- komnari útbúnaði. Allir enx sammála um það að sjómennirnir eigi að hafa, og verði að hafa góðar tekj- ur. Sem betur fer hafa líka tekjur þeirra stórhækkað í skjóli viðreisnarstefnunnar. Á tímabili uppbótakerfisins þurfti að flytja hundruð eða jafnvel þúsundir erlendra sjómanna til landsins vegna þess að íslendingar fengust ekki á sín eigin fiskiskip. Nú er þetta gerbreytt. Nú þarf enga erlenda sjómenn á skip- in. Tekjur íslenzkra sjó- manna hafa stórhækkað og afkoma þeirra er öll miklu betri en áður var. Þessu ber vissulega að fagna. En sjó- mennirnir verða líka að skilja það að atvinnutækin verða að bera 'sig. Annars veita þau hvorki þeim né öðrum arð og atvinnu. Hlýtur John Steinheck bókmenntaverbtaun Nobels? SENN fer að líða að því, að tilkynnt verði veiting bókmenntaverðlauna No- bels árið 1962 og eru þeg- ar uppi miklar getgátur um, hver hnossið hljóti. Í Stokkhólmi hallast margir að því, að verð- launahafinn í ár verði John Steinbeck. Aðrir telja líklegastan Bretann Robert Graves, ljóðskáld, rithöf- und, þýðara og gagnrýn- anda. Ennfremur hefur israelski rithöfundurinn og heimspekingurinn Martin Buber verið nefndur sem líklegur. Það er, sem kunnugt er, konunglega sænska akademí- an, sem bókmenntaverðlaun- in veitir, en í forsæti hennar er dr. Anders österling, rit- John Steinbeck. höfundur. Hann mun að öll- um likindum tilkynna hver verðlaunin hlýtur næstkom- andi fimmtudag, 25. október. ★ John Steinbeck hefur oft, komið til greina við úthlutun Nobelsverðlauna, en líkurnar fyrir veitingu honum til handa hafa aldrei verið eins miklar og nú. Hann þótti hafa unnið til verðlaunanna þegar eftir útkomu bókar- innar „Grapes of Wrath“ (Þrúgur reiðinnar) og aftur er hann reit „Of Mice and Men" (Mýs og menn). En eftir útkomu síðustu bóka hans, „The Winter Of Our Discontent“ og „Travels with Jimmy“, hafa möguleik- ar hans enn aukizt. Fyrstu bókmenntaverðlaun Nobels féllu í hlut franska skáldsins Sully Prudhomme, árið 1901. Þrettán brezkir rit- höfundar hafa hlotið verð- launin, hinn fyrsti var Rudy- ard Kipling, árið 1907. m***m^* * *0*e»rw>. ! Herréttur de Gaulle ógiltur af rikisráði París, 20. október — AP I DAG var tilkynnt í París, að ríkisráð Frakklands hafi dæmt ólöglegan herrétt þann, er de Gaulle forseti setti á laggirnar í sumar, eftir að dómur hafði verið kveðinn upp í máli Salans hershöfð- ingja, ieiðtoga OAS. Eru all- ir dómar herréttarins felldir úr gildi. Það er þjóðarhneyksli ef vetrarsíldveiðarnar tefjast lengur. Síldarmarkaðir okk- ar eru þegar í mikilli hættu. Ekki hefur reynzt mögulegt að standa við gerða samn- inga við einstakar þjóðir. Af- leiðingar þess eru ófyrirsjá- anlegar. „GRÖÐATIL- HNEIGING" í SOVÉT Kommúnistar eiga í stöðug- um vandræðum með framkvæmd Marxismans. — Hið kommúníska skipulag heldur niðri framleiðsluaf- köstum og veldur margvís- legum erfiðleikum í efnahags lífi þeirra landa, sem því hef- ur verið þröngvað upp á. Er nú svo komið að Rússar neyð Fréttamenn í París segja, að ákvörðun ríkisráðsins sé mikið áfall fyrir de Gaulle. • Það var í júní sl. að de Gaulle setti á laggirnar fyrr- nefndan herrétt, eftir að herdóm- stóll, er fyrir var, lét undir höf- uð leggjast að dæma Salan, hers- höfðingja OAS-ieiðtoga til dauða. Herrétturinn hefur síðan fjallað um mál margra hryðjuverka- manna OAS og dæmdi til dauða André Canal er stjórnaði hryðju ast til þess að hverfa frá ein- stökum kennisetningum kommúnismans og flýja á náðir „kapítalismans.“ Er raunar langt síðan þeir gerðu sér ljósa nauðsyn þess. Síauk- in ákvæðisvinna í rússnesk- um iðnaði er m. a. sönnun þess. En nú virðast kommúnist- ar í Rússlandi vera farnir að viðurkenna réttmæti „gróða- tilhneigingar“ og hagnaðar- vonar einstaklinganna. — Hverfa þeir nú stöðugt meira að aukagreiðslum til verka- manna fyrir góð vinnuafköst. Kommúnistar hafa þannig gert sér ljóst að persónuleg hagnaðarvon einstaklingsins er nauðsynleg til þess að hann leggi sig fram og fram- leiðslan geti aukizt. Áður fyrr kölluðu kommúnistar allt slíkt „arðrán“ og „auð- valdsspillingu.“ verkum innan Frakklands. Hann hefur enn ekki verið tekinn af lífi, því að iögfræðigar hans beindu því til ríkisráðsins, sem er æðsti dómstóll landsins, hvort dómar herréttar væru gildir frönskum lögum samkvæmt. Fólk það, er herrétturinn hefur áður dæimt er nú frjálst að því að krefjast nýrra réttarhalda. Dœmdur til 8 ára hegningar- vinnu Karslruhe, 19. okt. (AP) BODGAN STASHINSKY, út- sendari sovézku leyniþjónust- unnar, sem flúði til Vestur- Berlínar í ágúst 1961 og gaf sig síðar fram við vestur- þýzk yfirvöld, var í dag dæmd ur til átta ára hegningar- vinnu. Johannesborg, S-Afríku 19. okt. AP, • Dagblaðið Johannesborg Star skýrir frá því í dag, að áður en langt um líði, veröi meira en sex þúsund mena undir vopnum í Jóhannesborg, og næsta nágrenni, Nokkrar óeirðir hafa verið í Johannes- • borg undanfarið, meðal ann- ars var sprengd upp rafstöð i einu úthverfi borgarinnar fyr- ir nokkrum dögum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.