Morgunblaðið - 23.10.1962, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.10.1962, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 23. október 1962 MOKCT VBÍ. AÐIÐ 15 ; Hartini kona Sukarnos, heilsar Mao og konu hans (i miðið). Frú IMao Tse-Tung var leikkona Þessar konur eru frú Mao Tse-Tunig, kona formanns kommiúnistaflokks Kína og frú Liu Shao-Chi, kona naest æðsta mannsins innan flokks ins. Ástæðan til þess, að kon- urnar komu fram við hátíða- höldin að þessu sinni er tal- in sú, að Hartini, kona Suk- arnos Indónesíuforseta var í opiniberri heimsókn í Kína á hátiðisdaginn. Annars er það ekki til siðs 1 Kina að eiginkonur æðstu manna landsins láti sjá sig opinberlega. Þó er kona for- sætisráðherrans Chou En-Lai, undamtekning. Hún hiefur lemgi verið virkur meðlimur kommúnistaflokksins og er oft í sviðsljósinu. Kona Mao Tse-Tung er 45 ára. Hún lék í- kínverskum kvikmyndium áður en hún giftist undir nafninu Lan Pin, en nú kallar hún sig Chiang Ching. Mao kvæntist Chiang Ching 1939 og er hún fjórða konan hans. Wang Kuang-mei, kona Liu, er á milli tvítugs og þrítugs, um 25 árum yngri en hann. Hún er fjórða kona hans, sú fyrsta lézt í borgarastyrjöld- inni, en hinar tvær hefur hann skilið við. 1. okt. s.l. voru 13 ár liðin frá því að baráttu kommún- ista og þjóðernissinna í Kína lauk. Dagurinn var haldinn hátíðlegur á meginlandi Kína í ár, sem endranær. Hátíða- höidin gengu fyrir sig með svipuðum hætti og venjulega, en það vakti athygli manna, að tvær konur, sem annars láta yfirleitt ekki sjá sig opin berlega voru viðstaddar há- tíðahöldin með eiginmönnum sínum. StúEka með Verzlunarskóla-prófi, helzt vön vélritun, getur fengið atvinnu á skrifstofu okkar til vors, eða fasta atvinnu. Björn Steffensen & Ari Ó. Thorlacius 1 endurskoðunarstofa Klapparstíg 26 — Sími 22210. Verkamenn óskast sirax Byggingafélagið Brú h.f. Borgartúni 25 — Sírúar 16298 og 16784. Sendisveinn Röskur' sendisveinn óskast fyrir hádegi. L H Hfuller Austurstræti 17. Skrifstofuhúsnœði 5—6 herbergi eða ca. 150 ferm. húsnæði óskast hið fyrsta í miðbænum. Helzt í nýju húsi. Tilboð sendist afgreiðslu blaðsins merkt: „3618“. — Sumarauki Framhald af bls. 13 18 ára, sem voru svona útlærðtr Það var bifreiðasali sem kom upp um piltana. — Þá hefur stór- vaxið sjóðþurrðarmál verið á döfinni undanfarna viku. Gamall víxlari, Erling Slotfeldt Elling- sen hefur tekið við stórfé hjá vinum og vandamönnum og átti að kaupa verðbréf fyrir. Hafði hann lofað þeim að ráðstafa peningunum svo vel, að fólk fengi 9% vexti af þeim. Þeir sem létu ginnast fá langt nef í staðinn. Allir peningarnir xiala lekið niður, Ellingsen er eigna- laus en kröfurnar frá þeim 38, sem þegar hafa gefið sig fram, nema 3.660.000 srónum. Seytján Islendingar búa nú í stúdentabænum á Sogni, en einn þeirra er þó ekki stúdent, enda er hann efeki ársgamall. Þarna eru sem sé tvenn hjón og önnur þeiri;a eiga þennan unga Garð- búa. Vjðrir íslendinganna leggja stund á dýralæfeningar og aðrir fjórir á veðurfræði, en einn á jarðfræði og einn sjúkraleikfimi en hinir á málfræði og bók- menntasögu, En margir aðrir eru til lengri eða skemmri námsdval ar í Osló og - i. Frú Helga Weisshappel opnaði sýningu í Halvorsens Kunstlok- aler (beint á móti málverkasafni ríkisins í Universitetsgaten) á föstudaginn var. Á sýningunni eru nær 60 myndir, smærri og stærri, flest vatnslitamyndir og margar þeirra blómamyndir.' Blöðin tala mjög vinsamlega um sýninguna og telja hana mjög eftirtektarverða, en ítarlegir dómar um hana eru ekki komn- ir þegar þetta er skrifað. Fjöldi gesta kom á sýninguna opnunar daginn. Stendur hún til 12. októ ber. í tilefnd af sýningunni hafðj Haraldur Guðmundsson boð inni síðdegis á laugardaginn. Var þar samankominn fjöldi fólks og í hópnum voru margir norskir listamenn, svo sem Stinius Fred rikssen, Odd Hilt og frú hans (Þorsteinsdóttir Briem), Stále Kyllingstad og frú hans, skáld- konan Carlsson. Ennfremur frú Helga Sivertsen (menntamálaráð herra).______ skúli Bílleyfi Vil kaupa bílleyfi fyrir notaðri bifreið á Vestur- Þýzkaland. Tilboð merkt: „Bílleyfi — 3554“ sendist afgr. Mbl. fyrir n.k. fimmtudagskvöld. BALLOCRAF KULUPENNAR eru búnir til í Svíþjóð og vandaðir að vinnu og efni svo af ber. í hverjum penna er stórt og vandað blekhylki, en blekið er sérstök tegund, sem ekki dofnar með aldrinum. —ftmtrtJiufii ff" -M A . .Wl.vj-l.ljjl J Skriftin er jöfn, mjúk og létt. Kúlan er af nýrri gerð sem tryggir ætíð jafna blek- gjöf. * BALLO CRAF LÖNG ENDING VERÐ frá kr. 35.00 Seldir um allt land. IJmboð: ÞÓRÐIJR SVEIMSSON & CO HF.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.