Morgunblaðið - 23.10.1962, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.10.1962, Blaðsíða 23
Þriðjudagur 23 október 1962 MORGVNBLAÐ1B 23 — Kennedy Frarcih. af bls 2 og eldiflaugar eru svo fljótar í förum, að auikinn möguleiki á notkun þeirra, eða breyting á notkun þeirra, verður að teljast ibein ógnun við friðinn. Árum saman hafa Sovétríkin og Bandarílkin gert sér grein fyr ir þessari staðreynd, og umgeng- ist kjarnorkuvopn af mikilli var- úð, og aldrei hreyft við því jafn- vægisástarcdi, sem tryggði, að þau yrðu ekki notuð, nema því aðeins, að um mákla hsettu væri að ræða. Okkar eiigin eldflaug- ar hafa aldrei verið fluttar til neins annars lands með slíkri leynd og blekkingum: saga okk- ar — sem er ólík sögu Sovétríkj- anna eftir heimstyrjöldina síðari — sýnir, að við höfum enga löng- um til að sigra aðrar þjóðir eða þröngva þeim ti‘l að taka upp etjórnarfarskerfi okkar. Samt sem áður hafa bandariskir borg- arar vanizt því að búa í miðju skotmarki rússneskra eldflauga, eem geymdar eru á sovézkri grund eða í kafbátum. Þannig auka eldflaugar á Kúbu á þá hættu, sem þegar er augljós — þótt taka verði fram, að fram til þessa hafa þjóðir S-Ameríku ekki orðið fyrir slíkri hættu af kj arnorkuvopnurp. Þessi hraða, leynilega og sér- stæða eldflaugahervæðing komm únista — á svæði, sem þekkt er fyrir sérstakt sögulegt samiband við Bandaríkin og þjóðir Amer- iku — algerlega í bága við full- yrðingar Rússa og gegn stefnu Bandaríkjanna og landa álfunn- ar — þessi skyndilega, dulbúna ákvörðun um að komia fyrir hættulegum vopnum 1 fyrsta skipti utan Sovétríkjanna, verð- ur að teljast ögrandi og í bága við það jafnvægisástand, sem ríkt hefur Hún verður ekki þol- uð af okkur, ef nokkur, vinur eða óvinur á að treysta jrfir- lýsingum okkar og því, að við stöndum við þá ábyrgð, sem við höfum tekizt á hendur Árin eftir 1930 voru okkur lærdómsrík: hernaðarundirbún- ingur, sem ber keim árásar, leið- ir til styrjaldar Þjóð okkar er á móti styrjöld. Við stöndum einniig við loforð okkar. Óhagg- anlegur tilgangur okkar hlýtur því að verða að koma í veg fyrir að þessar eldflaugar verði notaðar gegn ofckar landd eða inokkru öðru landi. Við verðum einnig að tryggja, að þær verði fjarlægðar úr þessum hluta heims. Við höfum fylgt stefnu þolin- mæði og varúðar, eins og frið- samleg og voddug þjóð, sem — Norskt skip Framh. af bls. 1 manns, sem í þeim voru, fluttir til Rórvik. 25 lík hafa fundizt. Hafnarstjórinn í Rörvik, O.B. Tordesen, stjórnar björgunarstarf inu, og sagði hann að lítil von yæri um að fleirum yrði bjargað. Enginn ótti Þeir, sem björguðust, komu til Rörvik um kl. 2 e.h. í dag, og báru allir einhver merki eftir volkið. Binn farþeganna var Anker Pedersen, sem er skip- stjóri á öðru strandferðaskipi. Hann sagði í blaðaviðtali í dag að hann hafi verið neðanþilja þegar skipið strandaði. Fór hann etrax upp og rétt á eftir slokkn- uðu Ijósin um borð Eftir stutta stund losnaði skipið af skerinu, en það flaut og var þá gefin fyrirskipun um að setja út björg unarbátana. Engin hræðsla greip þó um sig og allir voru rólegir Um leið og bátarnir fylltust af farþegum Var þeim róið á brott. Allt í einu sökk skipið undir mér, sagði Pedersen Ég sogaðist niður, en tókst að komast upp ® yfirborðið og synda að litlum björgunarfleka, sem átta menn voru á. Flekann rak í fimrn eða eex tíma þar til vélbáturinn Vito fann hann. Einn eldri maður, eem á flekanum var, þoldi ekki volkið og lézt áður en björgun kiom. stendur I broddi samtaka þjóða heiniís á að gera Við höfum hald- ið fast við stefnu okkar, og lát- um ekki ofstopamenn eða leið- indaseggi leiða okkur til að hverfa frá henni Nú er hins veg ár þörf fyrir frekari aðgerðir — og til þeirra verður að grípa samt kunna þær aðeins að verða upphafið. Við munurn ekki hætta á alheimiskjarnorku- styrjöld fyrr enn í fulla hnefana því að ávöxtur sigursins yrði ekki annað en aska í munni okk- ar — hins vegar munum við ekki hræðast við að taka á okk- ur þá hættu hvenær, sem það yrði óumflýjanlegt. Því, til þess að verja öryggi okkar og þjóða Ameríku, og með því valdi, sem mér er falið með 'Stjórnarskránni og staðfest hefur verið af þingi, þá hef ég ákveðið, að eftirfarandi ráðstafanir skuli gerðar strrix: 1. Til að stöðva uppbyggingu þessara árásarstöðva verður sett strangt aðlutningsbann á öll her- gögn til Kúbu. Öllum skipum, hverrar þjóðar, sem þau eru og frá hvaða höfn sem þau korna, verður snúið aftur ef í ljós kem- ur að í farmi þeirra eru árásar- vopn. Þetta aðflutningsbann verð ur, ef nauðsyn krefur, látið ná til annars varnings og annarra flutningatækja. Við erum hins vegar ekki að svo stöddu að loka 'fyrir aðflútning á lífsnauðsynj- um, eins og Sovétríkin reyndu að gera er þau settu aðflutnings- bann á Berlín 1948. 2. Ég hef fyrirskipa" áfram- (haldandi og aukið náið eftirlit með Kúbu og hervæðingunni þar. Utanríkisráðherrar Ameríku ríkjasamtakanna mótmæltu allri leynd í þessum málum í sam- þykkt sinni frá 6. október. Ef þessi undirbúningur undir hern- aðarárás heldur áfram, og eykur þannig hættuna, sem Vesturálfú stafar frá Kúbu, eru frekari að- gerðir réttlættar. Ég hef fyrir- skipað bandaríska hernum að vera viðbúnum hverju sem að böndum kann að bera. Og ég vona. vegna kúbönsku þjóðarinn- ar og rússnesku sérfræðinganna á eldflaugastöðvunum, að hætt- urnar sem stafa af áframhaldi á þessum ógnunum, séu öllum Ijós- ar. 3. það verður stefna þjóðar minnar að líta á sérhverja eld- flaug, sem skotið yrði frá Kúbu gegn einhverju landi í Vestur- álfu, sem árás Sovétríkjanna á Bandaríkin, ser.i svara verði með gagnárás á Sovétríkin. 4. Sem nauðsynlega hernaðar- lega varúðarráðstöfun, hef ég sent aukið herlið til flotastöðv- ar okkar við Guantanamo, látið flytja burt fjölskyldur hermanna okkar þar í dag og fyrirskipað viðbótarherliði að vera til taks. 5. Við höfum boðað í kvöid til fundar ráðgjafanefndar Sam- 'taka Ameríkurík j anna til að ■ræða þessa ógnun við öryggi álf- unnar og til að koma í fram- kvæmd liðum 6 Og 8 í Rio-sátt- málanum til stuðnings við allar aðgerðir. Stofnskrá Sameinuðu þjóðanna gerir ráð fyrir svæðis- bundnum öryggiráðstöfunum — og ríki þessarar heimsálfu hafa fyrir löngu fordæmt dvöl erlends hers í álfunni. Einnig höfum við látið önnur bandalagsríki okkar fylgjast með málinu. 6. Samkvæmt stofnskrá Sam- einuðu þjóðanna höfum við í fcvöld farið fram á það að ör- yggisráð SÞ verði án tafar boðað til aukafundar til að gera ráð- stafanir gegn þessari nýju ógnun Sovétríkjanna við heimsfriðinn. 'Munum við krefjast þess að öll órásarvopn verði rifin niður og send burtu frá Kúbu, áður en unnt verður að aflétta aðflutn- ingsbanninu. 7. í sjöunda og síðasta lagi: Ég heiti á Krúsjeff forsætisráð- herra að stöðva og binda enda 'á þessa hjúpuðu, ófyrirleitnu og ögrandi ógnun við heimsfriðinn og traust samband milli hinna tveggja þjóða okkar. Ennfremur heiti ég á hann að yfirgefa þessa 'heimsyfirráðastefnu, og taka í þess stað þátt í að marka tíma- mót — sem fólgin yrðu í enda- lokum hins hættuþrungna víg- búnaðarkapphlaups og þannig mundu leiða af sér alger um- skipti í sögu mannkynsins. Hön- um gefst nú tækifæri til að leiða 'heiminn frá barmi eyðilegging- arinnar — með því að hverfa til orða sinnar eigin ríkisstjórnar, þar sem því var lýst yfir, að 'hún þyrfti ekki að koma fyrir eldflaugum utan síns eigin lands, og flytja þessi vopn í burtu frá Kúbu. Einnig með því að gripa ekki til neinna þeirra aðgerða, sem aukið geta eða magnað þær deilur, sem nú eru uppi. Og loks með því að gerast þátttakandi i leit að friðsamlegri og varan- legri lausn vandamálanna. Þjóð mín er reiðubúin til að ræða ógnanir Sovétveldisins við heimsfriðinn, og tillögur sínar um verndun heimsfriðarins, hvar og hvenær sem er r— í Samtökum Ameríkuríkjanna hjá Samein- uðu þjóðunum, eða á hvaða vett- vangi öðrum, sem gagnlegt yrði talið — án þess þó að fyrirgera athafnafrelsi okkar. tTig höfum á liðnum árum lagt mikið á okk- ur til þess að hindra útbreiðslu kjarnorkuvopna. Við höfum gert tillögur um takmörkun herstöðva á grundvelli raunhæfs samnings um afvopnun. Við erum reiðu-'- húnir til viðræðnc. um ráðstaf- anir til þess að drága úr spenn- unni hjá báðum aðilum — sem m. a. gæfu Kúbu möguleika til að njóta hins sanna sjálfstæðis, er geri henni kleift að ákveða sjálf örlög sín. Okkur fýsir ekki að heyja styrjöld við Sovétríkin — því að við erum friðsöm þjóð, sem þráir að lifa í friði við allar aðrar þjóðir. En það er erfitt að leysa og jafnvel að ræða ríkjandi vanda- mál, þegar andrúmsloftið er þrungið ógnunum. Það er ástæð an. til þess ,að þessum síðustu ógnunum Sovétveldisins — og hverskyns ógnunum öðrum, sem á vegi kunna að verða, hvort sem þær eiga sér sjálfstæð upp- tök eða verða sprottnar af ráð- stöfunum okkar þessa daga — verður að mæta og mun verða mætti með fullri festu. Hvar í heiminum, sem gripið kann að verða til fjandsamlegra aðgerða gegn öryggi og frelsi þjóða, sem við erum Skuldbundnir — þar á meðal alveg sérstaklega hinum 'hugrökku í'búum Vestur-Berlín- ar — mun verða gripið í taum- ana með hverjum þeim hætti, sem nauðsyn krefur. . Að síðustu vil ég ávarpa nokkr um orðum hina kúbönsku þjóð, sem nú er hneppt í viðjar, en sérstakar ráðstafanir hafa verið gerðar til þess að útvarpa til hennar þessari ræðu. Ég ávarpa ykkur sem vinur, sem sá, sem þekkir djúpstæða hollustu ykk- ar við ættjörðina, sem sá, sem tekur þátt í leit ykkar að frelsi og réttlæti öllum til handa. Og ég hefi hryggur í huga fylgzt með þvi, hverni.g þjóðbylting ykkar hefur verið svikin — og hvernig ættjörð ykkar hefur komizt undir erlend yfirráð. Svo er nú komið, að ieiðtogar ykkar eru ekki lengur kúbanskir leið- togar innblásnir af kúbönskum hugsjónum. Þeir eru leikbrúður og handibendi allþjóði.egs sam- særis, sem snúið hefur Kúbu gegn vinum ykkar og nágrönn- um í Vesturálfu — og gert land ykkar að fyrsta landi Suður- Ameríku, sem verður skotmark kjarnorkuvopna — fyrsta landi Suður-Ameríku, sem hefi»r slik vopn á sinni grund. Þessi nýju vopn eru ekki í okkar þágu. Þau leggja ekkert af mörkum fyrir frið okkar né velferð. Þau geta aðeins grafið undan því. En þetta land óskar ekki eftir því að valda ykkur sársaufca, eðá að þröngva upp á ykkur neins konar stjórnarfari. Við vitum að líf ykkar og land er notað sem peð af þeim, sem neita ykkur um frelsi. Oftsinnis á liðnum árum hef- 0 ur kúbanska þjóðin risið upp og steypt af stóli harðstjórum, sem hafa eytt frelsi þeiira. Og ég er hafa eytt frelsi hennar. Og ég er búar horfa í dag fram til þess dags, þegar þeir verða raunveru lega frjálsir, — frjálsir undan erlendum yfirráðum frjálsir til að kjósa sína eigin foringja, frjáls- ir til að velja sitt eigið stjórnar- far, frjálsir til að tala og skrifa og til að trúa ás ótta og lítil- lækkunar Og þá mun Kúba verða boðin velkomin aftur í hóp frjálsra þjóða og í samtök þessa heimshluta. Samborgarar: Enginn þarf að vera í vafa um að þetta eru erf- iðar og hættulegar aðgerðir sem við höfum hafið nú. Enginn get- ur sagt nákvæmlega fyrir um, hvað gerist næst né hvaða fórn- ir verði færðar. Margir mánuðir sjálfsfórna og sjálfsaga eru fram undan — mánuðir, sem munu bæði reyna á viljastyrk okkar og þolinmæði — mánuðir, þegar margar ógnanir og fordæmingar munu halda okkur meðvitandi urn hættuna. En mesta hættan mundi vera að aðhafast ekkert. Leiðin, sem við höfum kosið núna, er full af hættum, eins og allar leiðir eru — en þessi leið er sú, sem bezt hæfir skap- gerð og hugrekki okkar sem þjóð og skuldbindingum okkar út um heim. Bandaríkjamenn hafa allt af sýnt það í verki að frelsið verður aldrei keypt of háu verði. Eina leið munum við aldrei kjósa, en það er leið uppgjafar og undirgefni. Takmark okfcar er ekki sigur valdsins, heldur hitt, að halda uppi réttinum, — ekki friður á kostnað frelsisins heldur bæði friður og frelsi. Hér í þessum heimshluta, og við vonum, ef guð leyfir um allan heim, mun það takmark nást. Systir Laufey 01- sen talar í Hafnarfirði Á VEGUM kvenfélaga Fríkirkj- unnar og Þjóðkirkjunnar í Hafn- arfirði mun Systir Laufey Olson frá Winnipeg tala á fundi, sem haldinn verður í kvöld kl. 8.30 e. h. í Alþýðuhúsinu í Hafnar- firði. Systir Laufey hefur dvalið hér á landi um nokkurn tíma og þegar vakið athygli með erind- um sínum og skemmtilegum myndum frá safnaðarstarfi í Vest urheimi. Konur úr Hafnarfirði og Garðahreppi velkomnar. Hallkell markvörður hafði nóg að gera — og gerði margt vel. — 'lbróttir Framhald af bls 22. KR-ingar unnið fsaíjörð, Akur- eyri og íslandsmeistara Fram og samtals sborað 10 mörk gegn einu. Er það sannarlega glæsi- leg útkoma og verðskuldar vel sigurlaunin. Leikur framherjanna hefur gerbreytzt til batnaðar eftir að Ellert tók miðherjastöðuna. Fæst bæði meira út úr honum, svo og innherjunum. Einnig hef- ur Örn Steinsen vaxið mikið er á leið sumarið. Garðar ber af sem fyrr í sinni stöðu, en Sveinn vinnur vel og er ágengur — þó stundum sé um of. Vörnin hefur haft lítið að gera í þessari úr- slitakeppni, og aldrei fengið of- jarla sína. Leikur Fram var allur slapp- ur og í molum. Framherjarnir staðir og ónákvæmir og búa sig aldrei undir að geta vel tekið á móti spyrnu fram samherja. Framverðirnir máttu sín lítils og voru ónákvæmir. Vörnin hafði nóg að gera, var bezti hluti liðs- ins, en réði aðeins ekki við ofur- eflið sem KR var þeim. A. St. Játaði njósnir WILLIAM Vassall, 38 ára starfs- maður í brezka flotamálaráðu- neytinu, ‘játaði í dag á sig njósnir fyrir Sovétríkin og var dæmdur í 18 ára fangelsi. Saksóknarinn, Sir John Rob- son, sagði við réttarhöldin að sakborningurinn hafi á undan- förnum sex árum afhent rúss- neskum njósnurum mikið af þýðingarmiklum leyniskjölum, er hann hafði komizt yfir í starfi sínu sem skrifstofumaður í flota- málaráðuneytinu. Hafi Vassal þegið góð laun hjá Rússum og selt öryggi þjóðar sinnar fyrir peninga. Við fyrri yfirheyrslur hélt Vassall því fram að hann hafi verið neyddur til að taka að sér njósnir vegna ljósmynda, sem teknar höfðu verið af honum í svallveizlu kynvillinga í Moskvu, þar sem hann starfaði í skrif- stofu flotamálafulltrúans við brezka sendiráðið. Sir John Rob- son sagði hinsVegar að Vassall hafi aðallega haft fjármálin í huga, er hann tók að sér njósn- irnar. Benti saksóknarinn á að árið 1959 hafi Vassall tekið á leigu íbúð í London, sem kost- aði 500 pund á ári (um 60 þús. kr.) þegar árslaun hans voru aðeins um 700 pund. „Hann virðist hvorki hafa verið hald- inn hugsjónum né pólitískum hleypidómum^ sagði Sir John. Duglegir unglingur eðu krukkur óskast til að bera MORGÚNBLAÐIÐ í þessi hverfi í borginni: FJÓLUGATA — KLEIFARVEGUR — BERGSTABARSTRÆTI — KLEPPSVEGUR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.