Morgunblaðið - 23.10.1962, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.10.1962, Blaðsíða 24
FRÉTTASÍMAR MBL. — eftir lokun — Erlendar fréttir: 2-24-85 Innlendar fréttir: 2-24-84 Alþingi Sjá bls. 8. 236. tbl. — Þriðjudagur 23. október 1962 Stórrigning á Vestfjöröum veidur vegaskemmdum Hitar á Norðar- og Aastnrlandi S í Ð A RI hluta síðustu viku gengu miklar rigningar á Vest- fjörðum. Rigndi upp undir 100 mm á nokkrum stöðum. Þess má geta að í Kvigindisdal rigndi frá því kl. 18 á föstudagskvöld til jafnlengdar á laugardagskvöldi 94 mm. Er þetta, að sögn Veður- stofunnar, sérlega mikil úrkoma á jafn skömmum tíma. 1 sumar var t. d. á Suðurlandi rigninga- samt, einkum austan Fjalls, en þó var mánaðarúrkoma aldrei yfir 60—70 mm. Á mörgum stöð- um á landinu kemur aldrei jafn mikil úrkoma og þetta. Þessi sól- arhringsútkoma jafngildir einum sjöunda hluta úrsúrkomu hér í Reykjavík og þykir þetta dágóð mánaðarúrkoma í úrkomumestu sveitum landsins. Á sama tíma og þessi mikla úrkoma var á Vestfjörðum voru hitar óvenju miklir á Norður- og Austurlandi. Á föstudag var 19 stiga hiti á Dalatanga og á laugardag 18 stig á Akureyri. Er þetta kennt hinum svonefndu fönvindum, sem ganga yfir há- lendið. Á uppleið losna vindarn- ir við mikla úrkomu en tapa ekki hita að sama skapi og á niðurleið. Haustmót á Austurlandi HAUSTMÓT Sjálfstæðismanna í Austurlandskjördæmi verður haldið í Ásbíói, Egilsstöðum n.k. laugardagskvöld, fyrsta vetrar- dag og hefst með borðhaldi kl. 19,30. 2 togarar seldu í Þýzkalandi í gær TVEIR íslenzkir togarar seldu afla sinn erlendis í gærmorgun. Hvalfell seldi í Cuxhaven 157,7 lestir fyrir 110 þúsund mörk. Apríl seldi afla sinn í Bremer haven, 105 tonn fyrir 72 þús. mörk. Fimm íslenzkir togarar seldu til viðbótar þessum tveim í þess ari viku. Kvikmynd um fiskirækt 1 DAG verður sýnd kvikmynd um fiskibúr og fiskirækt fyrir æskufólk í tómstundaheimilinu að Lindargötu 50 og hefst hún kl. 6 e.h. Þá hefst einnig nám- skeið um þessi mál Trúnaðaráð Óðins FUNDUR í Valhöll fimmtudag- inn 25. okt. kl. 8,30 síðdegis. —, — AÐEINS ÞRÍR DAGAR EFTIR Lokaö til Vestfjarða Útkoman á Vestfjörðum hafði í för með sér miklar vega- skemmdir, svo nú er vegurinn til ísafjarðar algerlega lokaður og á nokkrum öðrum stöðum hafa orðið vegaskemmdir. Unn- ið var í gær að lagfæringu veg- anna, sem víða verða þó aðeins til bráðabirgða, einkum þar sem ræsi hafa skolazt í burtu eða fallið úr sambandi. Er unnið að því að gera fært með ruðningi nývega utan við skemmdirnar eða jöfnun i farvegum ánna, sem farið hafa framhjá brúm. Einnig hafa skriður fallið og hefur þeim verið rutt af Vegun- um. Sem fyrr segir hafa vegirnir é Vestfjarðaleið víða teppzt, en ekki hafði Vegagerðin frétt af því að Þorskafjarðarheiði væri ófær í gærkvöldi. Víðast var far- ið að gera við skemmdir með þeim tækjum öl’um er Vegagerð in hefur yfir að ráða á þessum slóðum. Verið var þó enn í gær að kanna skemmdirnar. Norðurlandsvegur skemmdur Hvorki var í gær fært til Pat- reksfjarðar né ísafjarðar. Norð- urlandsvegur tepptist vegna vatnsflaums í Norðurárdal í Borgarfirði en var lagfærður mjög hráðlega og var fær í gær. í Öxnadal reif öxnadalsá sund- ur veginn við hina nýju brú, en það sakaði ekki umferðina, þar sem gamla brúin stendur enn og var þvi hægt að beina um- ferðinni um hana. Skemmdirnar á Vestfjörðum Á Vestfjarðaveginum urðu skemmdir sem sér segir: Á Hjallahálsi og Klettshálsi urðu rof í veginn og í Dýra- firði skemmdist vegurinn á mörgum stöðum. í Kollafirði rifu árnar Galtará og Eyrará sig niður á vöðum sínum svo ófært varð, en þær eru báðar óbrúað- ar. í Fjarðarhornsá, í bótni Kollafjarðar, hafði áin hlaupið framhjá brúnni og rifið þar stórt skarð. Hjá Illugastöðum í Skálmarfirði urðu miklar skemmdir og Skáimardalsá hljóp fram hjá brúnni, svo og sökk ræsi í veginum, og er sýnilegt að gera verður bráðabirgðarveg niður undir sjó á þessum slóð- um. f Vattarfirði eru mörg og stór skörð í veginn, t. d. hjá Þverá 30 m skarð í geisiháan veg, og því ekki unnt að byggja hann upp fyrr en að vori: Á sjálfri Barðaströnd tók ræsi af hjá Litlu-Hlíð og skarð mynd- aðist hjá Hvammi og skriða lok- aði veginum hjá Arnarstöðum og miklar skemmdir urðu hjá Brjánslæk. Þá er Suðurfjarðar- vegur í Arnarfirði skemmdur, svo og Ketildalavegur. Þá munu dagar SKYNDIHAPPDRÆTTTI SJALFSTÆÐISFLOKKSINS þar sem vinningarnir eru ---þrír VOLKSWAGEN----- i hí'ar 1 vegir á Þingmannaheiði eitthvað úr lagi færðir. í ísafjarðarsýslu urðu mestar skemmdir 1 Dýrafirði. Þar skemmdist vegur hjá Hyammi, Ketilseyri og Drangahlíð. Skriðu föll urðu í Valþjófsdal, Brekku- dal og Keldudal. Skemmdir á Snæfellsnesi Skemmdir urðu á vegi á Skóg- arströnd á Snæfellsnesi hjá Kálfastaðaá í Álftafirði, þar sem áin hljóp úr farvegi sínum og framhjá brúnni. Skemmdir munu og hafa orð- ið á vegum í Borgarfirði og var vitað að Grjótá í Svinadal var að brjóta niður veginn þar í dalnum. Siglt inn til Eyja með Sjöstjörnuna. Lóðsinn dælir sjó á eldinn í Sjöstjörnunni. Ljósm.: Sigg. Eyjabátur stdrskemmist í eldsvoða í gærmorgun VESTMANNAEYJUM, 22. okt. ELDUR kom upp í vélbátnum Sjöstjarnan VE 92, um 9 leytið í morgun, þar sem hann var að veiðum við Súlnasker. Báturinn, sem er 55 smálestir að stærð, hafði lagt línu sína suður við Súlnasker og voru skipverjar búnir að taka inn 10—20 bjóð af línunni, þegar þeir urðu varir við, að eldur var kominn í vélarhúsið, svo mikill, að þeir fengu ekki við neitt ráð- ið. — Skipverjar tóku það ráð, að byrgja eldinn eins og hægt var, en hann var svo maghaður, að Slökkviliðið gabbað 47 sinnum á þessu ári SLOKKVILIÐIÐ í Reykjavík var gabbað 5 sinnum út á laugar dag og aðfararnótt sunnudags. Það hefur alls verið gabbað 47 sinnum, það sem af er árinu. Fjögur útkallanna voru með brunaboðum, kl. 15,14 að Lind argötu 38, kí. 18.48 að Laugavegi 78, kl. 23.29 að Vesturgötu 27 og kl. 2,42 aðfararnótt sunnudags. Fimmta útkallið kom frá lögregl unni, en þangað var hringt og beðið um slökkviliðið að Kirkju teig 20. Það númer er ekki til. Mest bar á gabbinu á kvöldin og um helgar. Það eru eindreg in tilmæli til fólks að gera við- vart, sjái það vafasama notkun brunaboðanna. Mikið er í húfi. Þess má geta til undirstrikunar á því hversu alvarlegt málið er, að brunaboðinn að Laugavegi 78 hefur 10 sinnum á árinu verið notaður til að gera gabb með. Haldi svo áfram er ekki annað ráð en að taka hann úr sambandi. Hvartor fundur ó Hótel Borg annað kvöld Sjálfstæðiskvennafélagið Hvöt heldur fund annað kvöld, mið- vikudag, í Gyllta salnum á Hótel Borg (gengið inn um suðurdyr) kl. 8,30. Á fundinum flytur Bjarni Benediktsson, dómsmálaráðherra ræðu. Rætt verður um félags- mál, en síðan verða skemmtiat- riði og kaffidrykkja. Sjálfstæðiskonur eru hvattar til að mæta vel og stundvíslega. þeir þorðu ekki annað en yfir- gefa bátinn og fara í gúmbjörg- unarbát. Sigurfari VE 138, kom fljót- lega á staðinn og tók mennina um borð. Þrír aðrir línubátar hjuggu af sér og héldu á stað- inn svo og Drangajökull, sem var skammt frá Eyjum. Gert var viðvart um eldinn I gegn um talstöð til lands. Hafn- sögubáturinn Lóðsinn hélt þegar út og var kominn á staðinn kl. rúmlega 11 f. h. Ekki var talið fært að reyna að slökkva elc’inn þarna, því slæmt var í sjó og erfiðar að- stæður. óttuðust menn, að sprenging kynni að verða í oliu- tönkum eða loftkút, sem var í vélarrúminu. Sjöstjarnan var dregin til Eyja og var ráðizt til uppgöngu þegar báturinn kom inn á Vík- ina og þar var eldurinn slökkt- ur eftir nokkra viðureign. Báturinn er mjög mikiS skemmdur. öll siglingatæki eru ónýt, mikið brunnið í káetu, vélarrúmi og stýrishúsi. Miklar viðgerðir þurfa að fara fram og óvíst að það geti orðið hér i Eyjum. Sjöstjarnan var keypt hingað frá Akureyri fyrir stríð, en hún var byggð 1916 og umbyggð 1951. Eigandi er dánarbú Tómasar M. Guðjónssonar. — Fjögurra manna áhöfn var á bátnum, for- maður Sveinn Valdimarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.