Morgunblaðið - 25.10.1962, Page 1

Morgunblaðið - 25.10.1962, Page 1
24 slður Sá sem ætiar ti! Kúbu sé viöbúinn að berjast segir Castró Hvar eru rúss- nesku skipin? I>að var klukkan tvö í dag, (að íslenzkum tíma) sem til fram- kvæmda kom bann Bandaríkja- s.jórnar á alla vopnaflutningra til Kúbu. Voru tugir skipa til reiðu að mæta skipum er þang- að kæmu en ekki hefur dregið til tiðinda. Bendir ýmislegt til þess, að nokkur hinna 25 rússnesku skipa, er voru á leið til Kúbu — hafi tekið aðra stefnu. Er ekki talið ólíklegt, að Rússar vilji fresta því að þröngva þeim gegn- um hindranir Bandaríkjamanna og vinna tíma til frekari um- hugsunar um næsta leik Kennedy, forseti gaf í dag út saipun til sjóhersins um að beitt skyldi minnsta mögulega valdi Enn rót- tækari aðgerðir? TALSMAÐUR yfirstjórn- ar Bandaríkjahers í Pent- agon upplýsti í gærkveldi, að Bandaríkjastjórn kynni e.t.v. að neyðast til að grípa til enn róttækari aðgerða til þess að fjarlægja eld- flaugastöðvarnar á Kúbu. í fréttaskeyti frá AP í gær kveldi var fjallað um þann möguleika að Bandaríkja- stjórn kunni að gera beina árás á eldflaugastöðvarn- ar á Kúbu til að eyða þeim. Spurningum þar að lút- | andi, svaraði talsmaður | Pentagon þannig, að því er | segir í frétt AP: — „Við munum beita hverjum þeim ráðum, sem nauðsyn leg reynast, til þess að fjar lægja þessar stöðvar.“ ■ og því aðeins, að skip neit- uðu að leyfa skoðun farms síns — en þó skyldu gerðar allar þær ráðstafanir, er nauðsynlegar reyndust, til þess að framfylgja ákvörðun stjórnarinnar. 9 Ráðstefna 19 ríkja Suður- og Mið-Ameríku samþykkti ein- róma i gær, að styðja fyrirætlun Bandaríkjastjómar. Hefur hvert ríkið á fætur öðru boðið fram hernaðaraðstoð. Bandaríska utanríkisráðu- neytið vísaði eindregið á bug þeirri hugmynd í dag, að Banda- ríkin legðu niður nokkrar af herstöðvum sínum gegn því, að Rússar færu frá Kúbu. • í dag ræddi Harold Macmill- an forsætisráðh. Breta við David Bruce, sendiherra USA i London Herma óstaðfeltar fregnir, að MacmiIIan .nuni e.t.v. fljúga til Washington innan skanuns en stjórnarandstaðan brezka mun hafa lágt að honum að gera svo. Segja sömu -fregnir, að Bretar muni hvetja til beinna samninga viðræðna Rússa og Bandaríkja- manna hið allra fyrsta. Þá ber- ast þær fregnir frá Holy Loch, að kafbátar er þar höfðu bæki- stöð hafi lagt frá landi í dag og óupplýst hvert ferð þeirra var heitið.. Fjallað er um Kúbunválið í ritstjómargrein Moskvublaðsins Isvestija í dag og segja stjórn- nvUafréttaritarar þar, að orða- lag greinarinnar sé með þeim hætti að teljast megi vísbending um að Krúsjeff vilji forða þvi að ástandið við Kúbu versni meira en orðið er. Bækistöðvar Rússa á Kúbu Morgunblaðið birtir í dag tvær af 14 myndum, sem Bandaríkjastjórn hefur látið birta frá Kúbu, og vaki5 hafa heimsathygli. — Myndirnar eru teknar úr lofti yfir Kúbu, og sýna herstöðvar Rússa þar. Mbl. fékk myndirnar símsendar frá London í gærkvöld (sjá fleiri myndir á blað- síðu 23). Textinn, sem fylgir myndinni er á þessa leið: „AP, 23. okt. Bandaríska sendiráðið í Lond on birti í kvöld þessa mynd, með eftirfarandi texta: „Flug völlur á Kúbu. Myndin sýnir IL-28 sprengjuþotur, sem flog ið geta til og frá skotmarki í allt að 2000 mílna (rúml. 3200 km) fjarlægð. 21 flugvél sést á myndinni, 17 í kössum““. — Litla myndin, neðst til vinstri sýnir greinilega 17 flugvéla- kassa, 3 skrokka og eina or- ustuþotu. — „SAM Site“: — Skotstaður varnarflauga (gegn flugvélum) af SA-gerð. „Munum ekki rasa um ráð fram“ — segir Krúsjeff, forsætisráðherra Sovétríkjanna London, 24. okt. — AP —- NTB — Reuter • Nikita Krúséff, forsætis- ráðherra Sovétríkjanna, hef- ur lýst því yfir, að hann telji að gagnlegt geti verið að efna til fundar æðstu manna stór- veldanna um deiluna um Kúbu. Kveðst hann fús að taka þátt í slíkum fundi. • Krúséff segir, að hann og stjórn hans muni ekki að neinu leyti rasa um ráð fram í gagnráðstöfunum vegnft hins „ólöglega hafnbanns Bandaríkjastjórnar,“ heldur muni hann gera allt sem í hans valdi standi til þess að hindra að til styrjaldar komi. • Segir hann ennfremur að Bandaríkjastjórn væri réttast að lægja öldurnar og hætta við þá ákvörðun sína að stunda sjórán, því það geti haft hinar hættulegustu af- leiðingar. Yfirlýsing sovézka forsætisráð- herrans, sem birt var af Tass- fréttastofunni og lesin í Moskvu- útvarpið, er sögð svar við sím- skeyti, er brezki lávarðurinn og heimspekingurinn, Bertrand Russ el sendi Krúsjeff vegna deilunn- ar.um Kúbu. Krúsjeff segir þar ennfremur, að haldi Bandaríkja- stjórn fast við fyrirhugaðar áætl- anir um „sjórán“ á alþjóðlegum siglingaleiðum, verði Sovétstjórn in að gera einhverjar ráðstafan- ir til varnar. Bætir Krúsjeff því við, að svo fremi sem ekki verði gripið til kjarnorkuvopna, verði hægt að forðast styrjöld. Krúsjeff segir enn, að haldi Bandaríkjastjórn áfram að brjóta alþjóðleg lög og reglur sé hætta á því, að deiluaðilar missi stjóm- ina á þessu hættulega ástandi og það leiði áður en vari til styrj- aldar með þeim ægilegu afleið- ingum sem hún myndi hafa fyrir aliar þjóðir heims. Heimurinn krefjist þess af stórveldunum, að þau geri þær ráðstafanir, er komi í veg fyrir eyðingu mannkynsins. Að lokum segir Krúsjeff: „Enn er mögulegt að koma á fundi æðstu manna, en hefji Banda- xíkjamenn árás áður, verður óger legt og gagnslaust að halda slik- an-fund“. 24. október. — AP — NTB — Reuter • í sjónvarpræðu, sem Fidel Castro, forsætisráðherra Kúbu, fiutti seint í gærkvöldi, fordæmdi hann ákvörðun Bandaríkja- stjórnar um að setja algert bann á vopnaflutninga til landsins. Kallaði hann Kennedy, forseta, sjóræningja og sagði stjórn Kúbu hafa gert nauðsynlegar ráðstafanir til þess að mæta aðgerðum hans. — „Við Vitum, hvernig' við eigum að verja okkur“, sagði Castro, „og höfum gert ráðstafanir til þess að mæta og brjóta á bak aftur allar árásaraðgerðir af hálfu Bandaríkjanna“. Castro vísaði með öllu á bug þeirri hugmynd, að nefnd hlutlausra ríkja fari til Kúbu og Stynni sér hvernig málum sé þar háttað. Kvaðst hann ekki mundu hleypa einni né neinni nefnd inn í land sitt og sagði: „Hver sem ætlar sér að koma til Kúbu ætti að vera við því buinn að berjast“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.