Morgunblaðið - 25.10.1962, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.10.1962, Blaðsíða 2
2 MORGVNBLAÐJÐ Fimmtudagur 25. október 1962 ..........V W., • • ■■■OT)»W»voyCT>.'... ^xíví'ívfl^í.Xv:;"???^::?^ Svar Nehru við tilboði Kínverja: •■ I I I * Lóðsinn kemur með Ice Fish til Reykjavíkur. Kom með /ce Fis/i — Akrafjall með haustsnjó í baksýn. L eftirdragi frá Eyjum I 1 t DRÁTTARBÁTURINN Lóðs- inn frá Vestmannaeyjum kom til Reykjavíkunhafnar um 2 leytið í gær með danska skip ið Ice Fisíh í eftirdragi. Blaðamaður frá Morgun- blaðinu fór um borð í Lóðs- inn og hafði tal af skipstjór- anum, Einari Sveini Jóhannes syni : — Við fórum á þriðjudag- inn austur fyrir Elliðaey til að sækja Ice Fish, þar sem skipið lá með vélarbilun. Við drógum það fyrst inn til Eyja. — Klukkan að ganga sjö um kvöldið lögðum við svo af stað ti’l Reykjavíkur með skipið, sem hefur verið í sem entsflutningum. — Sæmilegt veður var á leiðinni, en þegar veð héld- um inn Bugtina lentum við í brælu. Engin vandræði hlut- ust þó af henni. — Lóðsinn hefur áður farið tvær'ferðir með báta til Reykjavíkur, þá Þóri og Mefik úr. — Okkur munar svo sem ekki um að draga litið skip eins og Ice Fish, því Lóðsinn hefur 540 hestafla vél. — Við höldum strax aftur til Eyja ag býst ég við að ferð in taki okkur 11 tíma. Við þurfum bara að græja svolítið áður en við förum. Lóðsinn, sem er eign Hafnar sjóðs Vestmannaeyja, var smið aður í Geestharht í Vestur- Þýzkalahdi. Hann kom til landsins 4 apríl 1960. Hjálmar ■ R. Bárðarson, skipaskoðunar maður teiknaði bátinn. Skipstjórinn sagði, að Lóðs inn hefði aðstoðað yfir 100 báta og Skip fyrsta árið. Þess má geta, að dráttar- báti-ninn er mjög nýtízku- lega búinn og em tveir hnapp ar, sem þrýst er á, í stað stýris hjóls. Með einu handtaki er hægt að losa dráttartaugina t.d. er það sem dregið er sekk ur. Þetta er ekki hægt að gera á dráttarbátnum Magna. Á Lóðsinum er fjögurra manna áhöfn. Ice FiSh er danskt skip, en álhöfn þess er íslenzk. Það hefur verið í sementsflutning um á hafnir umhverfis landið fyrir Sementsverksmiðju rík Einar S. Jóhannesson skipstjóri isins. Útgerð Ice Fish annastl skipamiðlun Guxmars Guð-j jónssonar. Chou En-lai velkominn — ef kínverska liðið hverfur þangað, sem það var í byrjun september Nýju Delhi, 24. okt. (AP). • í dag var upplýst af hálfu rik isstjórnar Indlands, aö hún muni bjóða Chou En-Lai, forsætisráð- herra Kína, velkominn til Nýju Delhi, til viðræðna um landa- mæradeilu ríkjanna, svo framar lega, sem kínverskir hermenn hverfi aftur til þeirrar vígstöðu, sem þeir höfðu í byrjun septem ber. • í sama mund skýrði talsmaður indverska -varnamálaráðuneytis- ins svo frá, að Kínverjar hefðu hafið sókn að nýju, bæði við norðaustur landamörkin og á vestari vígstöðvunum í Ladakh- héraði. Hefðu þeir náð þar á sitt vald fjórum indverskum herstöðv um. • í fregnum frá Nýju Delhi segir ennfremur, að Nehru vinni nú að öflun fjár til vopnakaupa. Haft er efílr honum, að Indverjar muni reyna í lengstu lög að kom ast hjá því að biðja um hernaðar aðstoð, en þeir þarfnist fjár til vopnakaupa. • Þá er þess að geta, að rúss neskir útvarpshlustendur fengu í fyrsta sinn í dag vitneskju um, að til tiðinda hefði dregið á landa i .ærum Indlands og K.na. Skýrði Moskvuútvarpið frá þvi, að Kín verjar hefðu lagt fran. áæll_n um lausn landamæradeiltinnar. Kínversku hermennirnir virð ast nú aðeins um 8—10 km frá borginni Tawang, sem er stjórn araðsetur Indverja í norð-austur héraðinu. Talsmaður stjórnar Indlands sagði í dag, að Indverj ar gætu ekki með nokkru móti fallizt á þá kröfu Pekingstjórn arinnar, í tilboði hennar um við ræður, að báðir aðilar hörfi um 20 km leið. Það myndi háfa í för með sér, að herlið Indverja yrði að yfirgefa Tawang, sem þá yrði opin og óvarin fyrir nýjum árás um af hendi Kínverja. Það var, sem kunnugt er, í gær kvöldi, að Pekingstjómin lagði til að viðræður færu fram í Pek ing eða Delhi og herir beggja hörfuðu fyrrgreinda 20 km., með an_ á þeim víðrsoSum stæði. Ýmsir telja, að Pekingstjórnin hafi lagt fram tilboð sitt fyrir á eggjan Sovétstjórnarinnar, sem sé mikið í mun, að Indverjar og Kínverjar hætti að berjast. Útlitið allt annað en bjart. Talsmaður indversku stjómar innar sagði um orðsendingu Pek- ingstjórnarinnar, að hún væri A- ljós og lítt til að henda reiður h. Sagði hann líl.legt að hér væri á ferðinn. hin venjulega kínverska hræsni, enda héldu herir Peking stjórnarinnar áfram sleitulaus- um árásum á indverska liðið. Haft er eftir ýmsum stjórnmála fréttariturum í Nýju Delhi, að Kínverjar hafi nú þegar tekið á sitt váld allar indverskar her- stöðvar á því landi, er þeir hafa ikrafizt. Hefur talsmaður varnar málaráðuneytisins ekki fengizt til að staðfesta þessa skoðun þeirra, sagði aðeins, að útlitið á vígstöðvunum væri allt annað en bjart. Kúbumálið prófsteinn á Öryggisráð S. segir Sir Patrick Dean, ftsSltrúi New York, 24. okt. — AP. • í D A G hélt Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna áfram fundum um Kúbumálið og voru fulltrúar Venezúela og Bretlands fytstir á mælenda- skrá. Síðdegis í dag var gert tveggja klukkustunda hlé á fundarhöldum, vegna hljóm- leika, sem haldnir voru í til- efni afmælis samtakanna — en aftur hafði verið boðað til fundar í kvöld. • Haft er eftir áreiðanleg- um heimildum í aðalstöðvum SÞ, að U Thant, framkvstj. samtakanna, muni gerast talsmaður þeirra tilmæla 45 óháðra aðildarríkja SÞ, að stjórnir Bandaríkjanna og Rússland aðhafist ekkert það í deilunni um Kúbu, sem auk- ið geti á núverandi hættu- ástand eða komið í veg fyrir, að viðræður geti hafizt um lausn málsins. Ennfremur er það haft fyrir satt, að full- trúar Ghana og Arabíska sambandslýðveldisins, sem eiga sæti í Öryggisráðinu, vinni að samningu málamiðl- unartillögu. • Er talið, að í tillögu þeirra verði þess krafizt, að Sovét- stjórnin snúi heim aftur öll- um þeim skipum sínum, sem eru á leið til Kúbu, og Banda- ríkin aflýsi hafnbanninu, meðan reynt sé að koma á viðræðum um lausn málsins. Fullvíst var talið í dag, að U Thant mundi taka til máls á fundi Öryggisráðsins í kvöld og sennilega eiga áður einkavið- ræður við Adlai Stevenson, aðal- xulltrúa Bandaríkjanna, og Val- erian Zorin, aðalfulltrúa Sovét- ríkjanna, um fyrrgreind tilmæli óháðu ríkjanna 45, þess efnis að deiluaðilar forðist allar þær að- gerðir er hindrað geti viðræður. Aðalfulltrúi Venezuela, Carlos Sosa-Rodriguez, sem tók fyrstur til máls á fundi Öryggisráðsins í dag, kvaðst mæla fyrir öll ríki Suður-Ameríku, er hann skoraði á Öryggisráðið, að losa heims- álfuna við þá ógnun, sem rúss- neskar kjarnorkustöðvar á Kúbu væru. Hann kvaðst vona að Rússar skildu sjálfir þann beig, er þeir hefðu vakið íbúum S- Ameríku með tiltæki sínu. — Það er nógu slæmt, sagði full- trúinn, að stórveldin hafi kjarn- orkuvopn í fórum sínum, en við munum aldrei geta sætt okkur við, að þau verði fengin í hend- ur eina kommúníska ríkinu í Ameríku. Sosa-Rodriques réðist í ræðu sinni harkalega á Fidel Castro, sem hann sakaði um svik við kúbönsku þjóðina. Sagði hann ,ljós, að Castro gerði allt er hann mætti til þess að grafa undan öðrum þjóðfélögum álfunnar og smeygjc. þeim í greipar komm- únismans. • Alvarlegasta viðfangsefni Öryggisráðsins til þessa Næstur 'alaði fulltrúi Breta, Sir Patrick Dean. Hann sagði, að með því að koma upp eyðingar- vopnum á Kúbu, væru Rússar að storka Vesturveldunum og skapa ástand, sem þeir aðilar, er á- byrgir væru fyrir vörnum vest- rænna þjóða, gætu ekki sætt sig við. Hann sagði það skoðun brezku stjórnarinnar, að deila þessi væri alvarlegasta málið, sem Öryggisráðið hefði til þessa fengið til meðferðar. Hlutverk ráðsins væri mikilvægt og byrði þess þung, því að málið gæti haft hinár uggvænlegustu afleiðing- ar. Hann sagði ákvarðanir Ör- yggisráðsinS nú verða prófstein á það, hvers það skyldi metið — hvort þjóðir heims gætu haldið áfram að treysta því, að á þess vettvangi væri að finna hina hinztu von um frið í heiminum. Sir Patrick sagði það skyldu Öryggisráðsins að gera allt sem unnt væri til lausnar málsins og sú lausn væri bezt, áð fordæma aðgerðir Rússa og sjá um, að öll árásarvopn yrðu fjarlægð frá Kúbu. Hann sagði að fulltrúar Rússa og Kúbu hefðu hvorugir neitað því að langdrægum eld- flaugum hefði verið komið fyrir á Kúbu og spurði hvort þeim kæmi til hugar, að nokkur tryði því að eldflaugar, sem drægju yfir 3000 km, væru ætlaðar til varnar Kúbu. Bretland hefur alltaf fylgt þeirri stefnu, sagði Sir Patrick, að sovézka þjóðin hafi sjálf rétt til að velja sér þjóðfélagskerfi, stjórnmálaháttu og ríkisstjórn og sama gildir um Kúbu. Bretar hafa heldur ekki ve- fengt réttindi Kúbu til þess að hafa vopn sér til varnar. En með hliðsjón af því, sem nú hef- ur átt sér stað, viðræðum stjórna Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna á undangengnum árum um að hindra beri frekari dreifingu kjarnorkuvopna og þeirri leynd er hvílt hefur yfir aðgerðum Rússa birtast fyrirætlanir þeirra í heldur óhugnanlegu ljósi. Loks tók fulltrúi Rúmeníu til máls og sagði að Öryggisráðið hefði nú til meðferðar það mál er mest allra hefði brotið í bága við stofnskrá Sameinuðu Þjóð- stofnuð Hann hvatti ráðið til þess að bægja frá þeirri hættu er ógnaði nú Kúbu og ollum heimi. Kvaðst hann mundu styðja kröfu Rússa um, að að- gerðir Bandaríkjanna yrðu for- dæmdar / NA /5 hnútar / SV50hnútar ¥ Snjókoma > 06i \7 Skúrir & Þrumur 'W.Z, KuUotlil ZW HitusHi H Hai LJrZSL » Djúp lægð (um 985 milli- allhvasst norðanlandis, snjó- bar) skammt suður af íslandi koma og 1-3 st. frost. Sunn- á hægri hreyfingu ANA eftir. anlands var slydda eða rign- Hins vegar er háþrýstisvæði ing og 2-4 st. hiti á láglend- yfir Grænlandi, enda er vaxa inu Má búast við N-átt og andi veður af norðaustri hér kólnandi veður næstu 2-3 daga á landí. Um hádegið var víða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.