Morgunblaðið - 25.10.1962, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.10.1962, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 25. október 1962 MORGlNBLAÐIÐ 3 sjötta bekkjar skipulagt lið sitt, og einhver hrópaði: — Á eftir mér, hver af öðrum, og stökk svo af handriðinu eins langt inn yfir hópinn og hann gat, sá næsti á bakið á honum og svo koll af kolli. Um leið og þeir snertu gólfið byrjuðu þeir að brjótast um á hæli og hnakka til að riðla varnarlín unum, en neðribekkingarnir fylltu alveg ganginn, og urðu ekki að engu, þótt stúdenta- efnin þjörmuðu að þeim. Þegar kortér var liðið án árangurs, úrskurðaði gerða- dómur kennara frið, en neðri bekkingum þó sigur. Ekki voru allir sammála þessum gerðardómi, frekar en öðr- um. Fyrir kl. þrjú um daginn Ósvífin hngtakafolsun og tolleringoi STÓRI DAGURINN hjá bus- unum í Menntaskólanum í Reykjavík var í gær. Ekki fannst eldri bekkingum samt nóg tilbreytni í tolleringun- um, því um morguninn logaði þar allt í gangáslag. Þegar kom þangað upp eft- ir um kl. ellefu, voru fjórðu- og fimmtubekkingar sem óð- ast að búast til varnar kring um skólabjölluna, en efstu bekkjngar skipulögðu árásar- lið sitt. Stúlkurnar, sem voru áhorfendur klifruðu upp í gluggakistur og tróðust kring- um atigagatið og hvöttu hetj ur sínar óspart. — Við verðum að fara hver á eftir öðrum, hrópuðu efstu bekkinga, það þýðir ekkert annað. — Farðu úr jakkanum. — Taktu af þér úrið. Loks höfðu herforingjar Brenglun kommúnista á nug- tökum er svo alkunn, a j mönn- um kemur orðið fátt á óvart frá þeirra hendi í þeim efnum. — Þannig hafa þeir t.d. ætíð hald- ið því fram, að harðstjórnarríki kommúnismans væru mestu lýð- ræðisríki í heiminum o. s. frv. o. s. frv. Nýjasta hugtakabrengl- un þeirra kom svo -fram í ræðu Lúðvíks JósepsSonar við fjár- lagaumræðurnar í fyrrakvöld, þegar hann hélt því blákalt fram, að tölur fjárlagafrum- varpsins boðuðu hækkun tolla og skatta á næsta ári, sem næmi yfir 350 millj. kr. I svarrræðu sinni hrakti Gunnar Thoroddsen, fjármála- ráðherra, þessa fölsun Lúðvíks á glöggan hátt. Hann sagði m.a.: „Hvað þýðir hækkun tolla og skatta? Það hefur hingað til aldrei verið talin hækkun tolla og skatta, ef toll- og skattstigar eru óbreyttir, þó að heildarupp- hæð sú, sem í ríkissjóð kemur af þessum tekjustofnum, hækki. Ég skal skýra þetta með dæmi. Við skulum segja, að 50% tollur sé á tiltekinni vörutegund. Inn- flutningurinn af þessari vöru- tegund hefur numið 10 millj. kr., m.ö.o., þessi innflutningur gefur þá 5 millj. kr. í ríkissjóð. Ef innflutningur á þessari sömu vörutegund vex vegna aukinna þarfa eða eftirspurnar upp í 12 millj. kr., en tollurinn er sá sami, 50%, þá gefur þetta 6 millj. kr., eða 1 millj. kr. meira í ríkissjóð en áður. Heitir þetta á íslenzku tollahækkun? Nei, það er hrein fölsun og blekking að beita því nafni. Tollurinn er óbreyttur, hann hækkar ekki, en vegna aukins innflutnings vaxa tekjur ríkissjóðs af þessum sökum“. mátti svo aftur sjá þessar sömu stríðshetjur, nú í fullum herklæðum, gallabuxum og strigaskóm, safnast saman hjá „Skalla" í Lækjargötunni. Von bráðar var haldið upp í skóla og þar bættist í hópinn, og að lokum voru komnar þar 16 sveitlr.^ Rúmlega hálffjögur, eftir að rektor hafði lýst leik reglum fyrir foringjum efri- bekkinga, var fyrsti hópurinn leiddur út á völlinn. Foringi efri bekkinga kallaði einn, tveir, en frestaði frekari taln ingu. Eftir að hafa fullvissað sig um að allt væri í lagi, var talið aftur, í þetta sinn upp að þremur, og sextán busar flugu samtímis upp í loftið. Svona gekk koll af kolli, og loks var fyrsti stúlknahópur- inn leiddur út. Sumar voru aðrar létu leiða sig'út, eins og þetta væri þeirra síðasta. — Væ-æiii, guð hvað það kitlar í magann, hrópuðu þær, þegar þær komu niður. Svona gekk þetta um langan tíma þrátt fyrir kulda og rok. Áhuginn hélt á efribekking- um hita, ekki hvað sízt þegar einhver streittist á móti, og ennþá, þegar við vorum að fara inn á blað heyrðum við hrópað: Einn, tveir og þrír, og á eftir fylgdu vem og skrækir. Héraðsskólinn í Reykjanesi settur HÉRAÐSSKÓLINN í Reykjanesi við ísafjarðardjúp var settur í gær af Páli Aðalsteinssyni, skólastjóra'. Tekin var - notkun ný heima- vist, sem byrjað var að byggja hinn 16. júní sl. Heimavistarhús- ið, sem byggt hefur verið, er með 18 nemendaherbergjum, borðsal fyrir 116 nemendur, setustofu og lestrarstofu. í tilefni af þessum tímamót- um í starfsemi skólans var hon-. um gefið vandað útvarpstæki og plötuspilari. Gefandinn var Kven félagið Sunna í Reykjafjarðar- hreppi. Ennfremur gaf Þórólfur Egilsson, rafvirki, skólanum 8 loftlampa í nemendaherbergi. Kennarar í vetur verða, auk skólastjóra, frú Guðrún Haf- steinsdóttir, séra Baldur Vil- helmsson og Ingimundur Magn- ússon. Þýðir tollalækkunin tollahækkun? Og fjármálaráðherra hélt á- fram: „Það má nefna annað enn skýrara dæmi. 1 nóvember sl. samþykkti Alþingi verulega tollalækkun á mörgum vöruteg- undum. Reynslan sýnir svo, að þessi tollalækkun gefur fleiri krónur, svo að milljónum skipt- ir, í ríkissjóð. A máli Lúðvíks Jósepssonar mundi tollalækkun- in í nóvember í fyrra því heita tollahækkun. Tollalækkunar- frumvarpið frá í nóvember heit- ir á' máli Lúðvíks Jósepssonar tollahækkun, vegna þess að hún gefur í heild meira í rikissjóð“. Orð o£ athafnir Framsóknarmenn — og siðast Eysteinn Jónsson í útvarpsum- ræðunum í fyrrakvöld — hafa í áróðri sínum reynt að gera lítið úr þeirri hækkun á framlögum til vega- og brúargerða, sem fjárlagafrumvarpið fyrir árið 1963 gerir ráð fyrir. Með hliðsjón af þessum áróðri er fróðlegt að líta í síðasta fjár- lagafrumvarpið, sem Eysteinn Jónsson lagði sjálfur fram, þ.e. fjárlagafrumvarpið fyrir árið 1959. Þar sem vinstri stjórnin hafði þá framkvæmt stórkost- lega gengislækkun með álagn- ingu 55% yfirfærslugjalds, hefði vissulega mátt æfla, að þessi „fjármálaráðherra dreifbýlisins" hefði beitt sér fyrir samsvar- andi hækkun til verklegra fram- kvæmda. Sú varð þó síður en svo raunin, því að þá taldi hann enga ástæðu til slíkra hækkana. Hann lagði pví til, að fjárveit- ingar til nýbygginga vega, brúa, hafna og sjúkrahúsa væru ó- breyttar að krónutölu þrátt fyr- ir það, að vinstri stjórnin hefði raunverulega fellt gengi islenzku krónunnar um 55%! Þannig er samræmið milli orða og athafna framsóknar- manna í þessum efnum sem öðr- um. — Ganga- slag"r KiAKsmwi;

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.