Morgunblaðið - 25.10.1962, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.10.1962, Blaðsíða 12
12 MORGVNBLAÐ1Ð Fimmtudagur 25. október 1962 JltmmMiifrifr Otgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavik. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og aígreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 4.00 eintakið. TRA UST FJARMÁLA- STJÓRN - BLÓM- LEGUR FJÁRHAGUR 17'ramsöguræða Gunnars * Thoroddsens, fjármála- ráðherra, við 1. umræðu fjár- lagafrumvarpsins fyrir árið 1963 var eins og vænta mátti mjög greinargöð og gaf gott yfirlit um fjárreiður ríkisins. Það sem fyrst vekur at- hygli eru skipulegri ög skjót- ari vinnubrögð í tíð núver- andi fjármálaráðherra en tíðk uðust til dæmis á stjómar- tímabili Eysteins Jónssonar. Þá vom ríkisreikningar lagð- ir fyrir Alþingi tveimur og þremur ámm eftir á. Nú leggur Gunnar Thoroddsen ríkisreikninginn fyrir árið 1961 fyrir Alþingi 1962 og Alþingi fær tækifæri til þess að fjalla um hann, meðan fjárlög ársins 1961 eru þing- mönnum ennþá í fersku minni. í þessu felst vissulega mikil umbót frá því sem áður var. Af upplýsingum fjármála- ráðherra í fjárlagaræðunni í fyrrakvöld verður það ljóst, að fjárhagur hins íslenzka ríkis stendur nú með blóma. Miklar breytingar til batnað- ar hafa á honum orðið í tíð núverandi ríkisstjórnar. — Lausaskuldir ríkisins, sem námu í ársbyrjun 1961, nær 43 millj. kr. voru til dæmis greiddar alveg upp á sl. ári. Þetta var hægt að gera vegna þess að verulegur tekjuaf- gangur varð á árinú. Var hon um varið íil þess að greiða upp lausaskuldir ríkissjóðs. — Greiðsluafgangur ríkisins varð á árinu 1961 57 millj. kr., ef reiknað er með aðferð ríkisbókhaldsins. Ef hins veg Sr er reiknað með aðferð Seðlabankans, sem ýihsar al- þjóðlegar fjármálastofnanir nota, hefur greiðsluafgangur ríkissjóðs á árinu 1961 orðið 72,4 millj. kr. Afkoma ríkissjóðs hefur þess vegna á sl. ári og allt frá því að núverandi ríkisstjórn tók við völdum, orðið mjög góð. Greiðsluafgangur hefur orðið öll árin og jafnvægi náðst í ríkisbúskapnum. — Skuldir ríkissjóðs hafa lækk- að verulega og fjármálaráð- herra upplýsti, að óhætt væri að gera ráð fyrir greiðsluaf- gangi hjá ríkissjóði á yfir- standandi ári, þótt ógerlegt ■væri að svo komnu máli að nefna tölur um það efni. Heildarútgjöld fjarlaga á næsta ári munu hækka um 364,7 millj. kr. Aðalástæða þeirrar hækkunar er fólks- fjölgun í landinu, stóraukin framlög til félagsmála, hækk uð framlög til landbúnaðar- mála og aflatryggingarsjóðs sjávarútvegsins. Niðurgreiðsl ur á vöruverði og uppbætur á útfluttar landbúnaðarafurð ir hækka um 130 millj. kr. og laun opinberra starfsmanna 1962 og 1963 hækka um 65 millj. kr. Þá hækka og fram- lög til ýmissa verklegra fram kvæmda. Þá er gert ráð fyrir því, að heildartekjur ríkissjóðs á næsta ári hækki um 374,2 millj. kr. Þá hækka og fram- um, án þess að skatt- eða toll- stigar séu hækkaðir, eða nýj- ar álögur upp teknar. Er það að sjálfsögðu mjög mikil- vægt. FJÖLÞÆTTAR UMBÆTUR IT'j ármálaráðherra Viðreisn- arstjórnarinnar hefur framkvæmt fjölþættar um- bætur á fjármálastjórn ríkis- ins. Minntist Gunnar Thor- oddsen á nokkra höfuðdrætti fjármálastefnu ríkisstjórnar- innar í lok raeðu sinnar á Al- þingi á þriðjudagskvöldið. — Hallalaus fjárlög hafa verið lögð fyrir Alþingi og afgreidd fyrir fjárhagsárið 1960, ’61 og ’62 og þannig er frumvarp ið fyrir 1963 einnig lagt fram. Greiðsluafgangur varð. á ríkisbúskapnum bæði árin 1960 og 1961. Gagnger endurskoðun hefur farið fram og verið lögfest á skattalögum. Hefur sú endur- skoðun haft í för með sér stórkostlegar lækkanir á sköttum fyrir allan almenn- ing í landinu og heilbrigðara og réttlátara skattakerfi gagn vart öllum atvinnurekstri. Tollar hafa verið lækkaðir verulega á ýmsum hátolla- vörum, þannig að verð hefur lækkað á mörgum vöruteg- undum. Af þessu hefur leitt minnkandi smygl og tollatekj r ríkissjóðs hafa aukizt á þessum vörum, þrátt fyrir tollalækkunina. Þá stendur nú einnig yfir heildarendur- skoðun á tollakerfinu og mun ný tollskrá verða lögð fyrir það þing, sem nú stendur yfir. Þá hefur verið unnið að hagsýslu og sparnaði á fjöl- mörgum sviðum ríkisstarf- Dyrnar, sem flugfreyjan féll út u:m. Féll út úr flugvél í 4 þús. feta hæö SX. MÁNUDAG varð það slys í Bandaríkjunum að flugfreyja, Francoise de Moriére, féll út úr tveggja hreyfla farþegaflugvél í 4 þús. feta hæð. Höfðu dyr flug vélarinnar opnazt lítið eitt og flugfreyjan sogaðist út. Önnur slys urðu ekki á mönnum, en 50 farþegar voru í flugvélinni. Ýmis legt lauslegt, sogaðist út úr flug vélinni og einnig nokkrar plötur, sem hún var klædd með að inn- an. Lík flugfreyjunnar fannst þremur klukkustundum eftir að hún féll út úr flugvélinni. — xxx-— Flugvélin var á leið frá Wash- ington til Philadelphiu, þegar slysið varð. Farþeginn, sem sat við hlið flugfreyjunnar, Charles Mack, sagði að hún og aðstoðar hugmaðurinn hefðu framkvæmt seminnar og stefnt að því að bæta skipulag og vinnubrögð, spara ríkisfé og bæta þjón- ustu. Hefur þessi viðleitni þegar sparað ríkinu mikið fé og mun í framtíðinni bera enn meiri árangur. Allt ber þetta vott traustri og góðri fjármálastjórn. Er fyllsta ástæða til þess að þakka núverandi fjármála- (ráðherra og Viðreisnarstjórn inni fyrir margvíslegar um- bætur á sviði fjármálanna. Horfið hefur verið frá skatt- ránsstefnunni en ríkissjóði engu að síður tryggðar tekj- ur til þess að auka stuðning við nauðsynlegar fram- kvæmdir og margvíslegar ; mannúðar- óg félagsmála- ráðstafanir. ALDREI FULL- KOMNARI AL- MANNATRYGG- INGAR F'ngin ríkisstjórn hefur lagt “ eins mikla áherzlxíT á efl- ingu almannatrygginga og Viðreisnarstjórnin. Árið 1958, þegar vinstri stjórnin fór með vÖld, námu framlög rík- isins til almannatrygginga og annarra félagsmála 106 millj. kr. En á fjárlagafrumvarpinu fyrir árið .1963 eru þessar sömu greiðslur áætlaðar hvorki meira né minna en 504 millj. kr. Fjármálaráðherra benti á það, að tryggingar á íslandi væru nú mörgum öðrum þjóðum til fyrirmyndar. Þetta er vissulega gleðileg staðreynd. En því aðeins höf- um við íslendingar getað eflt almannatryggingarnar, að Viðreisnarstjórnin hindraði það hrun íslenzkra bjargræð- isvega, sem við blasti, þegar vinstri stjórnin hrökklaðist frá völdum. Það eru atvinnu- vegirnir, sem standa undir útgjöldum þjóðarinnar til framkvæmda og félagsmála- starfsemi. Það er vegna þess að íslenzkir bjargræðisvegir hafa verið reknir með þrótti í skjóli viðreisnarstefnunnar, sem mögulegt hefur reynzt að efla almannatryggingarn- ar, auka stuðninginn við sjúka menn og fatlaða, barn- margar fjölskyldur og aldrað fólk. Viðreisnarstjórnin hef- ur meðal annars fellt úr gildi skerðingarákvæði tryggingar laganna, sem var mjög óvin- sælt af öldruðu fólki, sem reyndi að afla sér annarra tekna en ellilífeyris síns. Nú mun einnig vera í ráði að gera allt landið að einu bóta- svæði. Mun það verða mjög vinsæl ráðstöfun, meðal allra þeirra, sem njóta trygginga á vegum almaimatrygging- anna. —• bráðabirgaviðgerð á hurðinni, en bilunarinnar hefði orðið vart er undarlegt hljóð tók að heyrast aftan úr vélinni. — Hún fór fram í stjórnklef- ann og aðstoðarflugmaðurinn kom með henni aftur í vélina, sagði Mack. — Þau heyrðu að hljóðið kom frá dyrunum, sáu að öryggislok urnar á hurðinni höfðu bilað og rifa var komin á milli hennar og vélarskrokksins. Þau tóku púða og tróðu þeim á milíi hurðarinn ar og skrokksins. — Þá heyrðist hljóðið ekki leng ur og flugfreyjan settist aftur í sætið við hliðina á mínu og við röbbuðum saman. Skömmu síðar sagðist hún þurfa að fara og til kynna, að flugvélin myndi lenda í Hartford í Connecticut, vegna bilunarinnar. — Hún gerði það og rétt á eftir heyrðist hár hvellur og hún var horfin. Skömmu eftir að flugvélin lenti í Hartford, nófst rannsókn á þvi hvað olli biluninni. Rannsókn- inni er ekki .okið. Beuter-iréttostoí- on 112 ára Aachen, V.-Þýzkalandi, 19. okt. — (NTB-Reuter) — í D A G var haldið hátíðlegt I Aachen 112 ára afmæii Reuters- fréttastofunnar. Hundruð áhorf- enda fylgdust með því og fögn- uðu, þegar aðalforstjóri frétta- stofminarinnar, Walton A. Cole, sleppti lausri hvítri dúfu, sem síðan flaug yfir húsþök Aachen- borgar en tugir annarra dúfna fylgdu. Atburður þessi var til þess, að minnast bréfdúfnasambandsins, sem Paul Júlíus Reuter kom á árið 1850 milli Aachen og Briiss- el og tengdi þýzka ritsímakerfið hinu franska. Nokkru áður hafði borgarstjórinn í Aachen, Her- mann Heusch afhjúpað minnis- merki, sem sýndi dúfu á flugi, á vegg hússins, þar sem Reuter stofnaði fréttaþjónustuna sem nú ber hans nafn, en skammt er síðan upplýst varð, hvert húsið var. Þetta er í fyrsta sinn, sem aðalafmælishátíðin er haldin ut- an Bretlands. Brezka blaðið Guardian miniit ist afmælisins í dag og lagði á það áherzlu hvers trausts frétta stofan nyti jafnt utan Bretlands sem innan. — Flest blöð teldu fréttaþjónustu Reuters nauðsyn- lega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.