Morgunblaðið - 25.10.1962, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.10.1962, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 25. október 1962 MORGXJTSBLAÐIÐ 17 Bandamennirnir Castro og Krúsjeff. Hvernig Castro á- netjaðist Rússum HVER er aðdrangandi síð- ustu atburða við Kúbu? Hvað er það, sem valdið hefur ákvörðun Kennedys, Bandaríkjaforseta? Hvem- ig hefur það mátt verða, að frelsishetjan Fidel Castro hefur gengið komm únistum á hönd og gert land sitt að árásarstöð, sem hægt er að nýta til gereyðingar stórs hluta Vesturheims? Því verður kannski bezt svarað í stuttu máli með því að rekja sögu síðustu ára, og drepa á nokkur at- riði: 1959. 1. janúar: Yeldi Batista, ein ræðisherra á Kúbu, hrynur. Castro og samherjar hans taka völdin. 15. apríl: Castro kemur til Washington, þar sem hann ræðir við Nixon, varaforseta, og Herter, utanríkisráðherra. 21. október: Flugritum, sem andmæla veldi Castros dreift í Havana. Sprengjuárásir á opinberar byggingar. Banda- ríkjunum kennt um atburð- inn. 1960. 26. janúar: Eisenhower vísar á bug síendurteknum ásökun- um Castros. 3. febrúar: Varautanríkis- ráðherra Sovétríkjanna, Mi- kojan, kemur til Havana. Und irritaðir eru láns- og verzlun arsamningar. 27. maí: Bandaríkin hætta efnahagsaðstoð við Kúbu. 29. júní: Castro þjóðnýtir er lend olíufélög. 6 júlí:. Bandaríkin hætta sykurinnflutningi frá Kúbu. — Krúsjeff hótar eldflauga- árás, ef Bandaríkin leggi til at lögu við Kúbu. 17. júlí: Öryggisráðið ræðir kæru Kú%u á hendur Banda ríkjunum fyrir efnahagslegar þvinganir. 4. september: Kúba segir upp gagnkvæmum varnar- samningi við Bandaríkin. 28. september: Rússneskar vopnasendingar hefjast til Kúbu. 15. desember: Sovézk sendi- nefnd ræðir við Castro um efnáhags- og tækniaðstoð við Kúbu. 1961. 4. janúar: Bandaríkin slíta stjórnmálasambandi við Kúbu. 17. apríl: Hernaðarástand á Kúbu, eftir „innrás leiguliða, sem skipulagðir voru og her væddir af stjórn Bandaríkj- anna“, eftir því sem Castro sagði. Rússland krefst þess, að SÞ skerist í leikinn. 19. apríl: Innrás brotin á bak aftur. 1. maí: Castr.o lýsir því yfir, að Kúba sé sósíaliskt land. 1962. 22. janúar: Kúba rekin úr samtökum Ameríkuríkja. 3. febrúar: Bandaríkin stöðva innflutning frá Kúbu og banna útflutning þangað. 2. júlí: Raoul Castro biður um hernaðaraðstoð Rússa. 26. júlí: Castro lýsir því yfir að í undirbúningi sé árás Bandaríkjamanna á Kúbu. 11. ágúst: Hópur rússneskra tæknifræðinga er kominn til Kúbu. 18. júlí: Ljóst er, að rúss neskir hermenn eru komnir til landsins. 28. ágúst: Rússar lýsa því yfir, að flutningar til Kúbu muni aukast um helming. 1. september: Sagt að þús- undir rússneskra hermanna séu komnir til Kúbu. 2. september: Samningur Rússa og Kúbana gerður um að rússnesk vopn verði flutt til Kúbu. 11. september: Krúsjeff lýs ir því yfir, að sérhver árás á Kúbu muni leiða til kjarnorku styrjaldar. 11. september: Rusk, utan- ríkisráðherra, segir, að Banda ríkin láti ekki ógna sér eða hræða með hótun um kjarn orkustyrjöld. 13. september: Kennedy var ar Kúbu og Rússland við að ógna öryggi Panamaskurðar, flotastöðvarinnar á Gunantan amo og Canaveralhöfða. 20. september: Kennedy seg ist munu grípa til vopna, verði öryggi Bandaríkjanna ógnað. 25. september: Tilkynnt um rússneskg „fiskihöfn" á Kúbu. er rúmað geti 130 skip. Hafnfirðingar Hafnfirðingar Hefi opnað skóvinnustofu að Hverfisgötu 57. Allar skóviðgerðir, leður og gúmmí. Framkvæmt fljótt og vel. Gjörið svo vel og reynið viðskiptin. SIG. SIGURÐSSON. Vanui skriislolumaðui Óskum að ráða vanan skrifstofumann strax. BÆJARÚTGERÐ HAFNARFJARÐAR símar 50929, 50117. 23. október: Kennedy undir ritar fyrirskipun um aðflutn ingsbann árásarvopna til Kúbu, er Ijóst er orðið, að árásarvopnum hefur verið komið fyrir á Kúbu. 23. október: Sovétríkin segja Bandaríkin verða að taka af leiðingum gerða sinna. Vegir vestra spill- ast vegna snjóa VEGIR á Vestfjörðum spilltust mjög af snjókomunni í fyrri- nótt og gærdag. Allmiklum snjó kyngdi niður um nóttina, og hríðarveður var í gær. Leiðin til Patreksfjarðar og ísafjarðar um Þingmannaheiði er nú ófær, og Þorskafjarðarheiði lokaðist í gaer. Talsvert snjóaði allt í kring- um Breiðafjörð í fyrrinótt og urðu vegir víða þungfærir. — Kerlingaskarð var ógreiðfært i gær, en ekki var það talið ó- fært. I. O. G. T. I.O.G.T. Stúkan Frón nr. 227. Fundur í kvöld kl. 20.30. Vigsla embættismanna og skip un fastanefnda. Hagnefnd sér lím annað fundarefni, sem verð- ur spurningaþáttur o. fl. Mætið vel og stundvíslega. Togarasala BV. KALDBAKUR seldi- á mið- 'vikudagsmorgun í Grimsby 113.4 lestir fyrir 8.644 sterlingspund. PILTAR /í'// tt ÞlÐ EIGIC UNHUSTUNA /f / ÞÁ Á ÉG HRINMNA /r'/ / VIKA1U Það er VIKUdagur í dag Myndir og viðtöl — síðustu hellisbúar á íslandi. Tízkan 1962 — með fjölda mynda. Sjötti hluti getraunarinnar um PRINZINN, sem einhver fær í jólagjöf. VI KAi Skrifstofustulka á aldrinum 20 — 25 ára óskast. Mála- eða bókhalds- kunnátta ekki nauðsynleg. Umsóknir ásamt upp- lýsingum & símanúmeri, merktar: „1 nóv — 3654“ sendist afgreiðslu Morgunbl. fyrir föstudagskvöld. ATVINNA Maður óskast nú þegar til að þvo bíla. Olíufélagið hf. Hafnarstræti 23. bOiöfini Beint frá útlöndum Tökum upp í dag: Fallegar vatteraðar úlpur telpna og drengja. Verðið óvenjulega lágt. Stærðir frá 3 — 12 ára. Verð frá aðeins kr: 280/— Regnheldar — Vindheldar. Aðalstræti 9 — Sími 18860.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.