Morgunblaðið - 25.10.1962, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.10.1962, Blaðsíða 24
FRÉTTASÍMAR MBL — eftir lokun — Erlendar fréttir: 2-24-85 Innlendar fréttir: 2-24-84 Herstöðin KÚBA Sjá bls. 10. 238. tbl. — Fimmtudagur 25. október 1962 ......... Togarinn Freyr kemur með síðustu tunnurnar. Tunnuflutningar til landsins stöðvaöir TOGARINN Fieyr kom til hafnar í Reykjavík í gærdag með 14.200 tunnur frá Hauga- sundi í Noregi. Tunnurnar koma á vegum Síldarútvegs- nefndar. Nú hefur nefndin stöðvað alla tunnuflutninga til landsins, þar sem óvíst er, hvenær síldarbátarnir fara út vegna deilunnar um síld- veiðikjörin. Morgunblaðið hefur fengið upE-lýst, að Síldarútvegsnefnd hafi þegar flutt inn tæpar 50 þúsund tunnur, sem ætlaðar eru fyrir Suðurlandssíld. Nefndinni þykir ekki óstæða til að flytja fleiri tunnur til landsins, því ekkert þendir til þess sem stendur, að deilan um síldveiðikjörin leysist fljótlega. Mikil hætta er talin á, að ís- lendingar missi af síldarmörkuð- um, þar sem ekki verði' hægt að standa við gerða sölusarnninga. Rúmenar, og reyndar fleiri síld- arkaupendur, hafa sent Síldar- útvegsnefnd mjög alvarlegar kvartanir vegna ástandsins. Þess má geta, að samkvæmt samningnum við Rúmena er lögð mikil áherzla á, að þeir fái síldina afgreidda í október og nóvember. Tvö skip með salt frá Spáni eru á leiðinni til landsins á veg- um Síldarútvegsnefndar. Mun þá nægt salt vera fyrir vertíðina með því sem til er fyrir í land- inu. Þá skal þess getið að lokum, að sáttasemjari tjáði bláðinu í gær, að deiluaðilar um síldveiði- kjörin hafi ekki verið boðaðir á sáttafund. Þá vildi sáttasemjari ekki tjá sig neitt um það, hvort væntanleg sé miðlunartillaga af hans hálfu. Hótel Bjarg í Búðardal brennur HÓTEL BJARG í Búðardal brann til kaldra kola í gær á tæpri klukkustund. Mannbjörg varð. Um kl. 17 í gær veittu menn því athygli, að eldur var laus í þaki forstofu og logaði upp .úr þakskegginu. Fyrir innan for- stofuna var stór veitingasalur úr timbri, en áföst honum var ný steinsteypt álma með fimm gisti herbergjum og önnur álma með íbúð hótelstjórans. Eldurinn breiddist fljótt út, enda var hvass viðri. Slökkvilið þorpsins kom þegar á vettvang, svo og allflest ir þorpsbúar, sem vettlingi gátu valdið. Slátrun stóð yfir í slátur húsinu, en hún var stöðvuð, og fóru allir til slökkvistarfsins. Ein slökkvidæla var notuð, en" hún náði ekki að hefta útbreiðslu elds ins. Var þá dælt á næstu hús, geymslur og áhaldahús Vegagerð ar ríkisins, fjárhús og hlöðu, sem stóðu í 25—30 m fjarlægð. Tókst að verja þau hús öll. Öllum innanstokksmunum I veitingasalnum tókst að bjarga út um glugga og dyr. Einnig tókst að bjarga búslóð hjónanna, sem ráku hótelið, og bjuggu þar á- samt þremur börnum sínum. Um kl. 18 féll þakið og má heita að allt húsið sé eyðilagt. — Eldsupptök eru ókunn. Hótel Bjarg stóð ofarlega í Búð ardal. Þetta var eina veitinga- og gistihúsið í Dalasýslu. Að vetr inum hefur það verið notað fyrir barnaskóla. — Nokkrir menn, sem vinna að byggingu mjólkur stöðvar í Búðardal, voru þarna í föstu fæði um þessar mundir. Eigendur Hótels Bjargs eru hjónin Ásgeir Guðmundsson og Borghildur Hjartardóttir og hafa þau orðið fyrir tilfinnanlegu tjóni. — Fréttaritari. Þungfært um Öxnadalsheiði AKUREYRI, 24. okt. Kalsaveður hefur verið hér í dag, hitinn fór niður í ipínus tvær gráður, og úrkoma var allmikil, eða um 6 mm frá kl. 6 í morgun til kl. 6 í kvöld. Sæmilegt færi er um Akureyr- arbæ, þótt snjór sé sums staðar orðinn nokkurra þumlunga þykk ur, en á götunum er mikil hálka. Norðurleiðarbifreið kom til Ak- ureyrar kl. 20.45 og var nokkru seinna á ferðinni en venjulega. Bílstjórinn segir allmikinn snjó á öxnadalsheiði, einkum vestan til. Telúr hann, að snjórinn taki Skortur á nýrri síld á þýzka markaðinum SAMKVÆMT frétt í þýzika blaðinu Altgemeine Fischwirts- hafts Zeitung hefur afli síldar- báta frá Emden verið sæmileg- ur. Hafa þeir fengið 51.635 tunnur í 65 veiðiferðum. Á sama tíma í fyrra höfðu bátarnir farið 68 veiðiferðir og aflað 50.500 tunnur. Blaðið segir, að aflinn hefði orðið enn meiri hafi ekki 8 síld- arbátanna legið í höfn, þar sem áhafnir á þá hafa ekki fengizt. Giæði síldarinnar eru talin sér- lega góð af fagmönnum Þá er þess getið á öðrum stað í blaðinu, að mikill skortur sé Unnið kappsamlega við að landa tunnuuum. Siglufjarðarskarð lokaðist í fyrriíiótt SIGLUFIRÐI, 24. okt. — Siglu- fjarðarskarð lokaðist í nótt sök um snjókomu. Hríðarveður er og alhvítt niður í sjó. Ekki verður hafizt handa um að ryðja skarðið fyrr en hætir að snjóa. Siglufjarðarkaupstaur hefur keypt nýja 12 tönna Caterpillar- ý , og hefur Vegamálastjórnin fengið hana leigða til þess að halda skaröinu opnu í haust. — Stefán. á nýrri síld til reykingar á þýzka m,arkaðinum, þar sem síldveið- ar á Norðursjó hafi gengið illa undanfarið. Stórhríð á Norðfirði NESKAUPSTAÐ, 24. okt. — Sið- astliðna nótt gerði norðaustan stórhríð, sem. stendur enn. Tals- vert hefur snjóað í byggð, og Oddsskarðsvegur er lokaður. — Verði framhald á þessu veður- fari, er úti um samgöngur á landi, og aðeins um strjálar skipa komur að ræða. Mikil breyting verður til batnaðar, þegar flug- völlurinn verður tekinn í notkun. Það verður væntanlega á þessum vetri. — Fréttaritari Mál LÍV gegn ASÍ MÁL Landssambands íslenzkra verzlunarmanna gegn Aliþýðu- sambandi íslands verður tekið til munnlegS" málflutnings í Fé- lagsdómi kl. 16 á föstudag. Eins og kunnugt er, gerir L.Í.V. kröfu um að fá inngöngu í A.S.Í. bifreiðum nú undir drif eða kúlu. Snjói í nótt, eins og í dag, er engri fólksbifreið ráðlegt að leggja á heiðina. Frá Akureyri fóru í dag bif- reiðar til Húsavíkur, Vopnafjrað- ar og Raufarhafnar. Ekki er vit- að, hvernig þessum bílum hefur gengið, en talsverð snjókoma hef ur verið austur undan í allan dag. Á tíunda tímanum í kvöld er talsverð snjókoma hér, en þó eru allar götur færar. — St. E. Sig. 'Síðustu forvöð! A ð e i n s dagur eftir í hinu stórglæsilega Skyndi- happdrætti Sjálfstæðisflokks- ins. —. Skrifstofa happdrættisins í Sjálfstæðishúsinu er opin til kl. 10 e. h. — GERIÐ SKIL! Drætti alls ekki • frestað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.