Morgunblaðið - 26.10.1962, Page 1

Morgunblaðið - 26.10.1962, Page 1
1 40 síður (l og ll) 49. árgangur 239. Föstudagur 26. október 1962 Prentsmiðja Morgunblaðslns Hér á siðunnl sjáum við mynð- ir af tveim þjóðaleiðtogum, sem augu allra þjóða beims hafa beinzt að síðustu daga. Báðir eiga þeir í höggi við þann ógnvald, er teygir loppu sína vitt um heim — kommúnlsmann og hoðbera hans, sem hvorki víla fyrir sér að beita hræsni eða ofbeldi til þess að hneppa þjóðir hcims í fjötra skipulags þeirra. Annars vegar er Kenncdy, Bandaríkjaforseti, er hann til- kynnti þjóð sinni ákvörðunina um að hefta frekari vopnaflutn inga Rússa til Kúbu og láta f jar lægja þær eldflaugastöðvar, er þar hafa verið reistar .... Þessi vopn eru ekki til varnar — sagði Thor Thors sendiherra í sím- tali við Morgunblaðið í gær MORGUNBLAÐIÐ átti í mælum Thor Thors, a8 gær samtal við Thor Thors, mikil eftirvænting rikir ambassador, fulltrúa ís- nú meðal fulltrúa hjá SÞ, lands á Allsherjarþingi og enginn getur sagt fyrir Sameinuðu þjóðanna í með nei'nni vissu, hvað New York, vegna þeirrar framundan er. Þó binda ófriðarbliku, sem nú hef- menn vonir við, að hægt ur dregið á loft í alþjóða- verði að finna einhverja málum. þá lausn, sem bægt getur Mbl. innti ambassador- frá hættunni um alvarleg inn fregna frá aðalstöðv- átök stórveldanna. Er það um SÞ, viðbrögðum full- ríkjandi skoðun, að næstu trúa þar við atburðum síð- dagar munu skera úr um ustu daga, og því, hvers endanlega afstöðu stór- talið væri að vænta mætti. veldanna. Það kom fram af um- Framhald á bls. 2. Viðræður um Kúbu byrja í dag IJ Thant heldur fund með fulltrúum Bandarlkjanna, Kúbu og Rússlands New York, 25. okt. — AP-NTB-Reuter. • Ki!.Nínjc,jl>Y, Bandaríkjaforseti, og Krúsjeff, forsætisráð- berra Sovétríkjanna, hafa báðir gefið jákvæð svör við til- mælum U Thants, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, er hann lagði fram á fundi Öryggisráðsins í gærkvöldi. • Hefur verið tilkynnt í aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna, að U Thant muni á morgun hefja viðræður með fulltrúum Bandaríkjanna, Sovétríkjanna og Kúbu um lausn á þessari hættulegu deilu. • Tilmæli U Thant frkvstj. voru á þá leið að Sovétstjórnin fresti öllum vopnasendingrum til Kúbu og Bandaríkjastjórn fresti framkvæmd hafnbannsins í tvær til þrjár vikur, meðan reynt sé að finna friðsamlega lausn þessa deilumáls. í svari Krúsjeffs, sem birt var i dag, kvaðst hann fús að verða við tilmælum U Thant, svo fram- arlega sem Kennedy forseti geröi það einnig. í svari Kenne- Siðustu forvöð! Dregið í kvuld Skyndihappdrætti ] Sjálfstæðisflokksins dys segir, að Bandarikjastjórn sé reiðubúin til samningavið- ræðna, en lögð er á það áherzla að hin raunverulega ógnun við heimsfriðinn séu eldflaugastöðv arnar, sem komið hafi verið upp með leynd á Kúbu, en ekki aðgerðir Bandaríkjamanna til þess að stöðva vopnaflutninga þangað. Eftir því, sem ráða má af síðustu fréttum, eru bandarísku herskipin eftir sem áður á verði umhverfis Kúbu og sovézk skip á leið þangað halda áfram ferð sinni, utan 10-12 skip, sem snú- ið hefur verið af leið. Hins veg- ar þykir ólíklegt, að deiluaðilar aðhafizt nokkuð það, er liindrað geti hinar fyrirhuguðu samn- ingaviðræður á morgun. Adlai Stevenson aðalfulltrúi Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum flutti svar Kennedys forseta á fundi Öryggisráðsins í kvöld. U Thant framkvæmda- stjóri sat fundinn, en Valerian Zorin var í íorsæti. f svari Kenne dys segir, að Bandaríkjastjórn vilji ekkert fremur en friðsam lega lausn á þessari deilu. Er Stevenson veitt umboð til að að gera nauðsynlegar ráðstafan- ir til undirbúnings samningavið- ræðum. En forsetinn leggur í svarinu áherzlu á að lausn máls- ins sé undir því komin, að eld- flaugastöðvarnar á Kúbu verði fjarlægðar. Zorin neitaði að svara Er Stevenson hafði flutt svar Kennedys, sagði hann, að hið hættulega ástand, sem skapazt hefði vegna Kúbu, væri ekki til komið sökum þess, að Vestur- veldin væru staðráðin í að verj- ast yfirgangi Rússa, heldur sök- um þess, að Sovétstjórnin hefði flutt ógnunina um kjarnorku- styrjöld að ströndum landa hins vestræna heims. Stevenson sagði, að erfitt væri að finna þann fulltrúa innan SÞ sem ekki gerði sér ljóst nú í hvaða tilgangi Sovétstjórnin hef- ur reist eldflaugastöðvar á Kúbu og hún hefði ekki vísað á bug þeim staðreyndum — hvorki í bréfi sínu til Bertrand Russel lá- varðar né svarinu til U Thant. Ekki hefði VSlerian Zorin held- ur treyst sér til að afsanna full- yrðingar Bandaríkjastjórnar. — Stevenson bað Zorin svara því nú á þessum fundi, í hvaða til- gangi Rússar hefðu reist eld- flaugastöðvar á Kúbu, í svo mikl um flýti og með svo mikilli leynd. Zorin neitaði að svara, kvaðst ekki standa fyrir banda- rískum dómstóli. — En þér skul- uð fá svarið, þegar tími er til tþess kominn, bætti hann við. Siðar á fundinum lagði Stev- enson fram stórar myndir er teknar hafa verið úr lofti af eld- flaugastöðvum og öðrum hernað- armannvirkjum á Kúbu. Tvær myndanna voru af litlu þorpi skammt frá Havana og um- hverfi þess. Hafði önnur verið tekin í lok ágústmánaðar sl. og sýndi friðsamlegan stað og strjál- býlt umhverfi hans. Hin myndin var aftur tekin fyrir viku og sýndi þá, að nýir vegir höfðu verið lagðir, aðalvegurinn til Havana stækkaður og eldflauga- stöð reist. Fulltrúar skoðuðu myndina með mikilli eftirvæntingu nema Zorin, sem sat allan tímann kyrr, leit upp við og við, en virtist að öðru leyti önnum kaf- inn við skriftir. for- . . . . Hinsvegar er Nehru, sætisráöherra Inðlands, þar hann skýrir þjóð sinni frá því, að sem vopnaðar árásir kínverskra kommúnista ógni sjálfstæði lands ins. Hann sagði indversku þjóð ina eiga í höggi við máttugan og frættulegan andstæðing, sem einskis svifist. — Báðar myndirn ar voru teknar mánudaginn 22. október. *

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.