Morgunblaðið - 26.10.1962, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.10.1962, Blaðsíða 6
6 MORCVISBLAÐIÐ FBstudagur 26. október 1962 Sr. Sigurður Pálsson: Alvarlegt mal Herra ritstjóri. f BLAÐI yðar, þann 21. olktóber ‘sl., birtist grein á baksíðu, út af skrifum sem verið hafa að undanfomu í dag'blöðunum Vísi og Alþýðubiaðinu, um eiturlyf og deyfi- og örvunarlyf. Segir þar í undirfyrirsögn, eftir lyfja- fræðingi einum, að hættulegt sé að blása svona mál upp. Ég vil biðja hann að upplýsa hverjir séu í hættu við opin- skáar umræður um þetta mál. Er það hættulegt fyrir sjú'klinga, sem lent hafa út í misnotkun lyfja, að þeim sé gaumur gefinn? Er það hættulegt fyrir þá, sem eiga eftir að mæta freistingum í þessu efni, eða er þetta gert til verndar atvinnu þeirra sem seija, eða til að líkna magnvana regiugerðum, eða hvað? Allir þeir lyfjafræðingar, sem Morgunblaðið hefur t?. af, telja að hér sé ekki um verulega al- varlegt mál að ræða, af bví að hér sé um að ræða örvunar og deyfílyf, en ekki eiturlyf. Yfirlæknir Slysavairðstofunn- atl, Haukur Kristjánsson, sem ætla má að hafi betri aðstöðu til að þekkja þessi mál en lyfja- fræðingar, segist ekki hafa feng ið til meðferðar fólk undir á- hrifum svokallaðra eiturlyfja Samt segir hann að „óhugnan- lega margir“ þeirra sem þangað koma, séu undir áhrifum róandi lyfja eða örvandi. Hann segir enn fremur, aðspurður hvort fólk þetta sé forfallið. „Margir eru það, ef ekki flestir". í Morgunblaðinu segir Sigurð ur Ólafsson lyfsali: „f apótekunum verðurn við ekki varir við neina aukningu, frá því sem verið hefur“. Á hann þar við notkun nautnalyfja Samt segja lögreglumennirnir Sveinn Sæmundsson og Njörður Snæ- hólm, í Vísi daginn áður, að nautnalyfjaneyzla fari vaxandi imeð hverju ári. Þeir segja einn- ig að stöðugt færist í vöxt, að æskufólk neyti þessara lyfja f Morgunblaðinu segir Birgir Einarsson, lyfjafræðingur: „Málið hefur meira verið sett upp sem æsifréttir en raunveru- leikanum samkvæmt“. Er ætlun- in með þessu að ómerkja um- mæli Arinbjarnar Kolbeinsson- ar, Hauks Kristjánssonar, Njarð- ar Snæhólms, Sveins Sæmunds- sonar og annarra þeirra, sem skrifað hafa um þessi mál að undanförnu? Ef þeirra ummæli eru ekki raunveruleikanum sam- kvæm, hver er þá raunveruleik- inn? Landlæknir segir í yfirlýsingu í Vísi á laugardaginn: „Slík skrá yfir deyfilyf og nokkur örvandi lyf, sem hætta er talin á að verði notuð sem nautnalyf, hefur um áratuga skeið verið haldin hér á landi og með því fylgat hvaða læknar ávísuðu slíkum lyfjum Og hverjir neyttu þeirra". Samt segir Arinbjörn KoJ- agsins, að nauðsyn beri til að setja deyfi- og örvunarlyf þessi á skrá og getur þess s'/ aklega að hann telji það í verkahring landslæknis. Þá segir landlæknir enn frem- ur: „Er ekki vitað tii þess að heiHbrjgðisyfirvöld annarra landa hafi nokkurn tíma gripið til víðtækari skráningar á útlát- um þessara síðastnefndu lyfja“. Hvað kemur okkur það við? Þau lyf, sem eru okkur hættuleg, verða að vera á skránni, hvort sem þau eru það annars staðar eða ekki. Það er ljóst af því sem um mál þetta hefur verið skrifað að undanförnu, að eitthvað er athugavert Að ætla að eyða mál- inu með því, að kalla það æsi- fréttir, er árás á þjóðarsiðigæð- ið í heild. Það er einnig árás á þá sem fyrir þessu böli hafa orðið. Það er ijóst af skrifum, að ástæða er til að athuga hvað orðið eiturlyf þýðir. Hver er munurinn á „raunverulegum eiturlyfjum" og lyfjum sem hafa sömu verkanir? Skiptir nafngifta munur nokkru. máli, fyrir hina siðferðilegu hlið þessa máls? Mbl. hefur fyrir nokkrum ár- um veitt þessu máli 'ágætan stuðning, með greinum prófess- ors Jóhanns Hannessonar. Þær urðu mörgum andvaralausum til viðvörunar. Ég teidi æskilegt að blað yðar birti þær að nýju, þar sem þær eru það bezta, sem ég veit til að hafi verið skrifað, á íslenzku , um þetta mál. Hér þarf fræðslu og siðferði- leg tök, því komið hefur í ijós, að lyfjafræðingar telja pillur sínar og fá sama út ár frá ári, að eftirlit landlæknis leiðir ekkert grunsamlegt í ljós. Samt er það staðreynd að misnotkun lyfja og eiturlyfjanautn fer vax- andi ár frá ári. Þetta sýnir að urn hefur verið að ræða ónóg tök á málinu. Hér er um svo alvarlega hættu að ræða, að ekki er leyfilegt að smeygja sér undan vandanum. Með 'þöfek fyrir birtinguna. Listmunauppboð í dag Selfossi 21 okt. 1962 I DAG kl. 5 verða boðnir upp. í Þjóðieikhúskjallaranum ýmsir fágætir silfurmunir, skartgripir listaverk o.fl. Er þetta fyrsta uppboð sinnar tegundar, sem Sig urður Benediktsson heldur, en áður hefur hann selt ýmsa list- muni á bóka- og málverkaupp- boðum. Dýrasti hluturinn, sem boðinn verður upp er dömuhringur úr hvítagulli og fimm demöntum. Demantarnir samanlagðir gera 0,85 karat og festingar eru úr platínu. Sagði Sigurður að þetta væri dýrasti hluturinn, sem hann hefði nokkru sinni boðið upp, og væri verðmæti hans tug ir þúsunda. Ennfremur eru á upp boðinu tvær risastórar skraut- flúraðar skálar úr silfri, og veg- ur. önnur tæp 4 kg. en hin rúm 5. Þá eru þar nokkrar styttur, fornt vínker úr brenndum kop- ar, kristallsskálar og vasar og aragrúi silfurskeiða og annar borðbúnaður, svipur, armbönd, nælur og margt fleira. Taipei, Formósu, Fundizt hefur flakið af Formósuskipinu Hai Ghang, sem var 10.000 lestir að stærð. Ekkert hafði heyrzt til skips- ins frá því á sunnudagskvöld. Á skipinu var 43 manna áhöfn, og er óttast að allir hafi farizt. Héldu að styrjöld væri skollin á Stokkhólmi, 25. okt. — NTB — Ástandið í heimsmálunum hef ur valdið miklum ugg og á- hyggjum í Svíþjóð, sem glöggt má sjá af því, sem gerðist í smábænum MariestaU við Vánern í nótt. Þar kom upp eldur í stórri byggingu, og vöknuðu íbúarn ir við ýlandi sýrenur slökkvi bifreiðanna og lögreglunnar. Mikil skelfing greip um sig meðal bæjarbúa, sem hugðu, að styrjöld væri skollin á. — Linnti ekki símahringingum til lögreglunnar og spurning um um það, hvort sprengjum hefði verið varpað á borgina, er fólkið sá bjarmann af eld- inum. Datt í smá- bátahöfniiiL AKUREYRI, 25. okt. — Um kl. 15:30 í dag féll maður í smábáta höfnina við Slippstöðina á Akur eyri. Kalt var í veðri en bjart. Menn á næstu grösum drógu manninn, sem var eitthvað ölvað ur, upp úr höfninni og komu hon um í bæinn. Mun honum ékki hafa orðið meint af volkinu. — St. E. Sig. f KVOLD verður dregið í hinu glæsilega SKYNDIHAPPDRÆTTt SJÁLFSTÆÐIS- FLOKKSINS # Nýtni og heimagerð vara Eg át sérstaklega ljúffengar asiur með steikinni minni á sunnudaginn. Eg hafði orð á því að eitthvað hefði þetta nú kostað* En þá kom í ljós að þetta var heimagerður matur og kiostaði sáralítið. Pikles í búðum kostar hinsvegar stór- fé, 60—70 kr. smáglas. Þegar ég var að snæða þenn- an ágæta mat kom mér í hug að kunningi minn úr stétt garð yrlcjumanna sagði mér að í fyrralhaust hefði verið hent miklu magni af grænmeti og þá fyrst og fremst gúrkum og tómötum. Þetta hefði verið geymt í von um sölu, þangað til það var ekki söluhæí vara lengur. Eg spurði þá hví í ósköpun um væri ekki reynt að sjóða þetta niður eða setja í lög. Um það vissi kunningi minn ekiki en samtök garðyrkjumanna höfðu ekki beitt sér fyrir því. Mér fannst það blóðugt að hugsa til þess að hér væri hent fyrirmyndar matarefni á sama tíma og við kaupum í nýlendu vöruverzlunum samskonar vöru innflutta fyrir ærið gjald, eins og ég nefndi áðan. • Láta karlinn þræla Vissulega er húshjálp af skornum skammti á heimilun- um, en fyrr má. nú vera, að ekki sé hægt að gera lög á nokkrar krukkur af grænum tómötum og gúrkum. Væri ekki ráð heiðruðu húsmæður að kenna eiginmanninum að gera lög á asíur og fá hann til að hjálpa ykkur við verkið og sleppa í staðinn einni bíóferð á hausti eða einni ferð á bar- inn í einhverju skemmtihús- anna? Nýtni þótti dyggð á bernsku dögum Velvakanda. Þeir ger- ast nú æ færri, sem kunna að meta þessa dyggð. Þá voru gömul föt af fullorðna fólkinu sniðin upp og saumaðar flíkur úr þeim á börn. Nú er hinsveg ar svo komið að flíkunum er hent og farið út í búð og nýjar keyptar í staðinn. Þær eru ekki einu sinni notaðar í gólfklúta, því þeir fást nefnilega líka í næstu búð. Það er vel skiljanlegt sjón- arrnið hjá húsmóður, sem feng ið getur nokkurra daga vinnu í fiskhúsi að hún vilji heldur fara og vaska eða pakka fiski í 3 daga og kaupa fyrir and- virði vinnu sinnar smekklega úlpu á dóttur sina í stað þess að reyna að sauma hana sjálf, ekki sizf ef henni er ekki sér staklega lagið að sauma. • Hornsteinn þjóðfélagsins Þetta má þó ekki ganga svo langt að heimaiðnaður legg ist með öllu niður, enda er þá kippt undan kjölfestu heimiiis ins en upplausn kemst á heimilisfólkið. Það flækist hér og hvar í leit að dægra- styttingu, í stað þess að verja einhverju af tíma sínum til þess að vinna heima eða dútla, ef það vili svo við hafa. Það er mann bætandi og þroskandi að gera sér gagn í sínu eigin ríki, heim ilinu. Heimilið hefir ávalt verið hornsteinn þjóðfélagsins og það verður að gæta þess að þessi hornsteinn bresti ekki. Skemmti staðir mega ekki verða svo lokkandi að enginn fjölskyldu meðlimur, nema sá, sem gæta verður kornbarna, tolli heima. • Bættir tímar Haustin voru áður mikill annatími á heimilunum. Við munum þegar verið var að rekja og rista ristlana, svíða sviðin og sjóða allskonar sult ur. Pabbi hjó niður og saitaði kjötið systir rakti ristlana, mamma risti þá og bróðir hélt í fyrir hana. Þá tók pabþi svið in og sveið þau eina tvær stund ir, mamma verkaði þau og sauð Þannig gekk þetta nokkra daga. Fjölskyldan vann saman við að brytja mör kalóna vamb ir, sauma utan um keppi, búa til rúllupylsu og sjóða niður hjörtu. Ef minnzt er á þetta við unga húsmóður í dag þá segir húns — Ó, gvöð, þetta er svo aga lega óggesslegt. Svo aetla eg —að far og sjá ,79 af stöðinni,, í kvöld og svo geim á eftir. _

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.