Morgunblaðið - 26.10.1962, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.10.1962, Blaðsíða 12
MORCVNBLAÐIÐ Föstudagur 26. október 1962 HB trtgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. _t, Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og aígreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 4.00 eintakið. CASTRO NEITAR - OG FELLUR Fjörutíu og fimm þjóðir * innan Sameinuðu þjóð- anna hafa varpað fram þeirri tillögu, að send verði nefnd manna á vegum samtakanna til Kúbu til þess að kynna sér viðhorfin þar og þá fyrst og fremst þá hættu, sem þjóð um Vesturheims kunni að vera búin af eldflaugastöðv- um Rússa á Kúbu. Fyrir full- trúum þessara þjóða vakir að sjálfsögðú að stuðla að frið- samlegri lausn þess mikla vandamúls, sem upp er kom- ið í sambandi við víghreiður Rússa á Kúbu. En Fidel Castro, einræðis- herra Kúbu, kærði sig ekk- ert um að fá slíka sendinefnd frá Sameinuðu þjóðunum til lands síns. Hann hefur engan áhuga á því, að hlutlaus að- ili fái tækifæri til þess að kynna sér sannleiksgildi þeirra ásakana Bandaríkja- manna, að Rússar hafi komið sér upp stórkostlegum árásar stöðvum á Kúbu. Castro hef- tir vísað þessum tilmælum harkalega á bug. Hlýtur það óneitanlega að veikja mál- stað hans mjög og staðfesta staðhæfingar Bandaríkja- manna um víghreiður Rússa á Kúbu og þá hættu, sem þjóðum Vesturheims sé af því búin. Fidel Castro hefur haldið illa á málum þjóðar sinnar. Hann naut samúðar mikils hluta heimsins, þar á meðal Bandaríkjanna, þegar hann hóf baráttu sína gegn ein- ræðisstjórn Batista á Kúbu. En ekki hafði Castro fyrr komið sjálfur til valda en hann fetaði í fótspor hins ill- ræmda fyrirrennara síns. — Hann tók sér einræðisvald og hóf að framkvæma of- beldisstefnu kommúnista í landi sínu. Síðan sté hann það óheillaskref að gerast algert handbendi Nikita Krúsjeffs og hins alþjóðlega kommúnisma. Hann lánaði Sovétríkjunum land sitt und- ir herstöðvar og fékk komm- únistum þar með fótfestu í hjartastað Vesturheims. ★ Ef Fidel Castro hefði verið hygginn maður, hlaut hann að sjá, að sú ráðabreytni myndi leiða til gagnráð- stafana af hálfu þjóða Suður- og Norður-Ameríku. Nú er líka svo komið, að allar þjóðir Suður- og Norð- ur-Ameríku standa samein- aðar um þær öryggisráðstaf- anir, sem Bandaríkin hafa gert vegna hinna rússnesku eldflaugastöðva á Kúbu. Niðurstaðan af deilu Amer- íkuþjóðanna og Kúbumanna getur ekki orðið nema ein: Fall einræðisstjórnar Fidels Castros. Hann hefur grafið sína eigin gröf með því að draga loku frá dyrum Amer- íkuþjóðanna. Þjóðir Ameríku gátu aldrei þolað það, að hinn alþjóðlegi kommúnismi fengi herstöðvar, sem hægt væri að nota til árása á þær, rétt við þeirra eigin bæjar- dyr. Fidel Castro hefur ekki að- eins svikið þjóðir Norður- og Suður-Ameríku, hann hefur svikið sína eigin þjóð. Hann hefur leitt yfir hana ein- ræðis- og ofbeldisstjómarfar, leigt land hennar undir rúss- neskar árásarstöðvar og bak- að sér óvild alls hins frjálsa heims. Þess vegna stendur hann nú uppi einangraður. Hlutskipti hans mun verða hið sama og margra annarra einræðisherra, að verða hrak- inn frá völdum með skömm, eftir að hafa bakað þjóð sinni tjón og þjáningu. KRÚSJEFF HUGSAR SJNN GANG ll/|agnús Kjartansson, rit- stjóri Moskvumálgagns- ins á íslandi, sem nýkominn er frá Kúbu, spáði því sl. þriðjudag, að Sovétríkin myndu þegar láta hart mæta hörðu. Sovézk skip með vopn til Kúbu myndu engu skeyta herkví Bandaríkjamanna um Kúbu og til árekstra myndi koma innan skamms milli þeirra og bandarískra her- skipa. Kúbufarinn spáði jafn- framt að kjamorkustyrjöld væri yfirvofandi. Nikita Krúsjeff, forsætis- ráðherra Sovétríkjanna, er hyggnari en Kúbufarinn. — Hann sér að nú hafa Sovét- ríkin gengið of langt í of- beldis- og útþenslustefnu sinni. Árásarstöðvar þeirra á Kúbu hafa knúð fram örygg- isráðstafanir af hálfu þjóða Vesturheims, sem allur hinn frjálsi heimur telur óhjá- kvæmilegar. Þá lætur Nikita Krúsjeff hin sovézku vopna- flutningaskip á leið til Kúbu breyta stefnu sinni og sveigja af leið. Jafnframt hvetur hann til fundar æðstu manna stórveldanna til þess að reyna að jafna deiluna um UTAN ÚR HEIMI j Yfirlitsmynd af Guantanamo-flóa og flotastöð Bandaríkjamanna á Kúbu. Guantanamo- þyrnir í augum Castros FLOTASTÖÐ Bandarj'ikja- manna við Guantanamo-flóa á Kúbu hefur verið Castro til- efni mikilla og stórra orða. Margsinnis hefur hann kraf- izt þess, að Bandaríkjamenn færu þegar á brott með allt sitt lið. Af því hefur þó ekki orðið. Guantanamo-flotastöðin á sér langa sögu. Fyrir rúmum 60 árum sendu Bandaríkin herlið til Kúbu, til þess að styðja Kúbana í frelsisbar- áttu sinni gegn Spánverjum. Allt frá þeim degi hefur ríkt vinátta með Bandaríkjamönn um og Kúbönum; þ.e. fram til þess dags, er Castro breytti Kúbu í fyrsta vígi kommún- ismans í Vesturheimi. Flotastöðin liggur umihverf- is flóann, og nær yfir um 113 ferkílómetra svæði og er því aðeins stærri en furstadœm- ið Lichtenstein. Kaktusmúr Eins og venjulega er um kiommúnista, þá girða þeir sig frá umheiminum rneð „múr“. Hann er líka fyrir hendd á Kúbu, og er flotastöð- in bandaríska umlukin 10 m breiðu belti af kaktusum. Hef- ur það belti fengið nafnið „kaktusmúrinn“. Sjálf er flotastöðin umluk- in hárri vírgirðingu, um 38 km langri. Aðeins tæpir 60 km eru sagðir að næsta aðsetursstað rússneskra hermanna á eyj- unni. Auk þess eru um 5000- 6000 kúbanskir hermenn á verði allt umhverfis flotastöð ina, og hafa þeir mjög full- komin vopn, m.a. hraðskreiða fallbyssuvagna, auk nr>rm rra tækja. VíggirSing og varðtumar Bandaríkjamenn hafa einn ig miklar varnir meðfram yztu Framhald á bls. 17 W. R. Collins, hershöfðingi í bandaríska flotanum (til hægri), við liðskönnun á flugvellinum í Guantanamo. Þeear sl. sunnudae deei áður en Kennedy forseti. hélt ræðu sína, var sendur liðsauki til flotastöðvarinnar. — í baksýn er flutningaþota Kúbu og hindra að til styrj- aldar komi. Ekkert skal fullyrt um það, hvað raunverulega býr undir þessari yfirlýsingu for- sætisráðherra Sovétríkjanna. En ástæða er til þess að fagna því að hann gerir sér ljósa þá hættu, sem fælist í árekstrúm milli rússneskra vopnaflutningaskipa á leið til Kúbu og bandaríska flotans. Hinn frjálsi heimur þráir ekkert frekar en frið og leið- togar hans hafa sýnt, að þeir vilja einskis láta ófreistað til þess að ná heiðarlegu sam- komulagi um deilumálin. En það þýðir ekki, að hinum al- þjóðlega kommúnisma verði til lengdar þolað hverskonar ofbeldi og yfirgangur. ERFINGJAR STALÍNS IT'rægt rússneskt skáld hefur " nýlega birt eftir sig kvæði, sem nefnist „Erfingj- ar Stalins“. í því sambandi er þess minnzt, að nú er eítt ár liðið síðan lík Stalins var flutt úr grafhýsi þeirra Len- ins og komið fyrir án allrar viðhafnar „einhvers staðar á afviknum stað“. Þetta unga, rússneska skáld dvelst nú á Kúbu. Hann fer mörgum hörðiun orðum um hinn látna einræðisherra, sem rússneska þjóðin og kommúnistar um allan heim voru látnir dýrka eins og goð á stalli. Hinu unga skáldi er ekki rótt, það er hrætt um að Stalin komi aftur. Það óttast að arftakar hans séu í raun og veru að framkvæma stefnu hans. Skáldið kemst -m.a. að orði á þessa leið: Stalin hefur ýmislegt í huga. Hann hvílist aðeins. Þið verðið að tvöfalda, þre- falda verðina á gröf hans, svo að Stalin rísi ekki upp og með honum fortíðin.... Hin unga skáldakynslóð í Rússlandi er hrædd um að „Stalin rísi upp og með hon- um fortíðin". Hver láir ungu, rússnesku skáldimum ugg þeirra?!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.