Morgunblaðið - 26.10.1962, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.10.1962, Blaðsíða 23
Föstudagur 26. oktöber 1962 MOH nrnvnr 4Ð1Ð 23 ;teinbeck fæ obelsverðlau Stokkhólmi, New York, 25. okt. _ NTB-AP — ÞAÐ var tilkynnt í Stokk- hólmi í dag, að bandaríska rithöfundinum John Stein- heck hefði verið veitt Nóbels- verðlaunin í bókmenntum. — Steinbeck stendur nú á sex- tugu. Síðar í dag efndi Steinbeck til fundar með blaðamönnum í New York, þar sem hann svaraði spurningum um marg vísleg efni. Aðspurður sagði hann frá þvi, að hann hefði fyrst heyrt um þann heiður, er honum hefði ver ið sýndur, er hann var að horfa á sjónvarp — í leit að fréttum frá Kúbu. „Ég vissi að ég kom tií greina", Bagði Steinbeck, „en samt fannst mér það ótrúlegt, er ég héyrði það. — Svo fékk ég mér kaffi- bolla“. Er talið barst að alþjóðamál- um, sagði Steinbeck, að þau væru engan veginn hans sérgrein. „Er ég allt í einu orðinn sérfræð ingur í stjórnmálum“, sagði hann við fréttamenn, er þeir kröfðu hann svara við ýmsum spurning um um það mál. XJm Kúbumálið sagði hann: -— „Ég get varla ímyndað mér, að tvær vel menntaðar stórþjóðir skuli vera að kljást út af Kúbu“. f»á var vikið að honum, hvort hann myndi eftir fyrri ummælum sínum: „Hver einstaklingur er sið prúður í sjálfum sér — það eru aðeins aðrir, sem eru það ekki“ Var hann spurður hvort hann vildi leggja út af þessum orðum með tilliti til Kúbu. „Allir virðast hafa á réttu að standa“, sagði Steinbeck þá. „Ég er Bandaríkjamaður og ég held að við höfum á réttu að standa“. „Hvernig skrifið þér?“ spurði einn fréttamannanna. „Með blýanti“, svaraði rithöf undurinn. Nánar aðspurður kvaðst hann venjulega byrja að vinna kl. 8 á morgnana og halda áfram, unz hann hefði lokið „dagsverkinu" 1000—3000 orð. Hann kvaðst vinna 6 eða 7 daga í viku. Steinbeck varð fyrst þekktur 1935, en alls hefur hann skrifað 27 bækur, sem gefnar hafa verið út. Nóbelsverðlaunin nema rúmum 2 milljónum ísl. króna. — Sjá nánar um Steinbeck á bls. 13 í blaðinu í dag. Bátasjó- menn semja í PYRRADAG voru undirritaðir samningar milli útgerðarmanna annarsvegar og sjómanna 1 Reykjavík, Hafnarfirði, Kefla- vík, Akranesi og Grindavik um kaup og kjör háseta, vélstjóra og matsveina á bátum, sem róa með línu, net, botnvörpu, dragnót eða 'humarvörpu í vetur. Samningarnir náðust án þess að til uppsagnar kæmi, en upp- Enn hörfa Indverjar Bærinn Tawang fallinn Nýju Delhi, 25. okt. _ AP-NTB-'Reuter _ 'fr ENN halda Kínveriar á- fram innrás sinni í Indland. Þeir hafa gert nýjar árásar- hríðar að varðstöðvum Ind- verja á öllum vígstöðvum og í nótt tóku þeir bæinn Ta- wang í norðausturhéraðinu. íbúarnir, nær þrjú hundruðv höfðu áður verið fluttir á brott. ■jfc- Með töku Tawang hafa Kínverjar náð fram að ak- veginum, er liggur yfir Se La-fjallshrygginn, til hinnar mikilvægu stöðvar Bomdi, sem er í 80 km fjarlægð frá Tawang. Þaðan heldur veg- urinn áfram niður Brahma- putra-dalinn og til Tezpur. Talið er nú víst, að ind- verski herinn muni mynda varnarkeðju meðfram Se La-fjallgarðinum, en hann er 4.300 metra hár. Þar hafa þeir möguleika á að stöðva fram- sókn kínverska hersins. Það var talsm-aður varnamála- ráðuneytisins í Nýju Delhi, sem skýrði frá gangi bardaganna og falli Tawang. Kínverjar höfðu ráðizt á Tawang frá þrem hlið- um og höfðu Indverjar látið undan síga eftir harða vörn. — Ibúarnir í Tawang, sem eru nær Þrjú hundruð, þar af nokkrir munkar, höfðu verið fluttir á braut áður til öryggis. Með töku Tawang, sem er stjórnaraðsetur í norðaustur- landamærahéraðinu, hafa Kín- verjar náð völdum yfir- efri hluta Namjang-dalsins. 1 Nýju Delhi telja menn nú, að Kínverjar muni gera hlé á sókninni og reyna að efna til samningaviðræðna við indversku stjórnina. Hún 'heldur hinsvegar fast við þá ákvörðun sína, að ræða ekki við Kínverja, nema þeir hverfi til þeirra stöðva, er þeir höfðu í byrjun steptember Talsmaður ráðuneytisins upp- lýsti ennfremur í dag, að kin- verksir hermenn hefðu gert nýj- ar árásir á öllum átakasvæðun- um og tekið indverska varðstöð í Galwan-dalnum í Ladakh-hér- aði. Indverjum hafði á hinn bóg- inn tekizt að verja varðstöð sína í nágrenni Ohshul og hrinda þar endurteknum áhlaupum Kín- verja. Við Chushul er dálítið svæði, þar sem hægt er að lenda flugvélum. ★ „Indverjar höfðu ekki augun opin . . . “ - Nehru, forsætisráðherra Ind- lands, flutti í dag ræðu á fundi upplýsingaráðherra frá hinum ýmsu héruðum landsins. Hvatti hann indversku þjóðina til þess að samefnast til átaka og verja land sitt. Hann sagði Kínverja tefla fram þrjátíu þúsund manna liði og sagði að árás þeirra hefði gersamlega raskað þeirri ró, er jafnan einkenndi þjóðina. Nehru sagði, að Indverjar hefðu ekki haft augun nægi- Iega opin fyrir raunveruleik- anum. En enginn Indverji myndi nokkru sinni beygja sig fyrir árás og því væri nauðsynlegt að aðlaga fram- 1 EINS og skýrt var frá í MM. í gær brann hótel Bjarg í Grjótinu rigndi á Skólavörðuholti LAUST fyrir klukkan 11 á mið- vikudagsmorgun var hringt til lögreglunnar frá Gleriðjunni á Skólavörðustig og tilkynnt að mikil sprenging og grjótflug hefði orðið í grunni Hallgríms- kirkju. Við athugun kom I Ijós að verkamenn höfðu komið fyrir I sprengiefni í járnbentum stein- sagnarfrestur var til 1. nóvem- ber. Gilda samningarnir til árs- loka 1963 ,og hefur því verið samið um kaup og kjör sjómanna á næstu vetrarvertíð. Helztu breytingar á samningn um eru þær að kauptrygging sjómanna hækkar í samræmi við vinnulaunahækkun landiverka- fólks en aflaskiptaprósenta helzt hin sama eða 291/2%. leiðslu landsins núverandi að- stæðum. Sarvapalli Radhakrishnan, forseti landsins, sagði einnig í ræðu í dag, að Indland muni auka her sinn og hergögn, og kaupa vopn frá öllum þeim löndum, er selja vilji. Sú af- staða stjórnarinnar að skirrast við að þiggja hernaðaraðstoð, veldur henni miklum vandræð- um, því að Indverjar skortir fé til hergagnakaupa. En Nehru óttast, að þjóðin verði að láta af hlutleysisstefnu sinni á alþjóða- vettvangi, þiggi hún nokkra ut- anaðkomandi aðstoð. Leiðtogi þingflokks indverskra kommúnista, A. K. Gopoalan, endurtók í dag fordæmingar sín- ar á ársum Kínverja. í ræðu, sem hanr. flutti í Kerala, hvatti hann stjórnmálamenn landsins til þess að gleyma öllum flokks- erjum og sameinast um að hrekja árásaraðilana af höndum sér. Hánn sagði aðgerðir Kin- verja svívirðilegar. stöpli en ekki reiknað með hinu mikla mótstöðuafli hans og því búið um sem um venjulega jarð- sprengingu væri að ræða. Grjótflug barst um nágrennið er stöpullir .a sprakk. Lenti hluti af því á bárujárnsþiU, sem komið hefur verið fyrir meðfram vegg kirkjunnar, og féll þilið á kafla. Grjót lenti umhverfis Leifsstytt- una, en mun ekki hafa skaddað hana sjálf, en hins vegar urðu tveir bílar fyrir nokkrum skemmdum af grjóthríðinni. Þá lenti steinn rétt hjá konu á Skólavörðustíg og hjólríðandi maður á Njarðargötu kvaðst hafa-séð hnullungsstein svífa yfir höfuð sér. Má því telja mildi að ekki hlauzt hér slys af, og víta- vert verður að teljast að ganga ekki svo frá sprengihleðslum í bænum að fólki stafi ekki stór- hætta af. jc Rússar auka stuðning við Kína Krúsjeff, forsætisráðherra Sovétríkjanna, hefur ítrekað til- mæli sín til indversku stjórnar- innar, að hún taki tilboði Kín- verja um viðræður og sendi mann til Peking. Fréttaritari Reuters í Moskvu segir, að Fravda, málgagn komm únistaflokksins, segi í dag, að samningaáætlun Kínverja sé skynsamleg. Segir blaðið, að Sovétstjórnin og þjóðin hvetji til friðar í Asíu, en heimsvaldasinn- ar í vestri reyni að grafa undan vináttu Rússa og Kínverja ann- arsvegar og Rússa og Indverja hinsvegar. Fréttaritarinn segir skrif blaðsins benda til aukins stuðnings Rússa við Kín- verja og benda fréttamenn í Nýju Delhi á, að hann fylgi eðiilega í kjölfar stuðnings- yfirlýsingar Pekingsstjórnar- innar við Sovétstiór*vina í deil unni,um Kúbu. Búðardal til kaldra kola á tæpri klukkustund í hvass- viðrinu í fyrradag. Erfitt var um vik við slökkvistarf vegna roksins, og þrátt fyrir að slökkviliðið í Búðardal kæmi þegar á vettvang og vinnu- fall yrði í þorpinu á meðan slökkvistarfið stóð yfir, tókst ekki að bjarga húsinu. Mynd in sýnir baráttuna við eldinn þakið er alelda á kafla. — Kennedy Framhald af bls. 2. • Russel vonbetri Brezki heimspekingurinn Bertrand Russel boðaði frétta- menn á fund sinn í dag og gagn- rýndi harkalega ræðu Mcmill- ans í neðri deildinni. — Sagði hann hvorugan deiluaðila, Rússa eða Bandaríkjamenn, hafa rétt fyrir sér, en af ræðu Mcmillans mætti ráða, að Bandaríkjamenn hefðu réttlætið óyggjandi að baki sér. Sagði hann ótta sinn um, að heimsendir væri í nánd, heldur hafa rénað er hann las í gærkvöldi svar Krúsjeffs við skeytinu, sem hann sendi hon- um. Nú væri að vita hvað Kennedy segði — en Russel kvaðst vonlítill að hann svaraði sér. • Vilja Rússar ekki brenna. allar brýr? Fjöldi vestrænna stjóru- málaleiðtoga hafa lýst fullum stuðningi við aðgerðir Kenne- dys forseta varðandi vopnaflutn- ingana til Kúbu, en kommúnista- ríkin hafa einróma fordæmt þær. Á hinn bóginn hvetja fiest dag- blöð, jafnt bandarísk sem sovézk, til friðsamlegrar lausnar. Segja vestrænir fréttamenn I Moskvu, að öll skrif sovézku blaðanna beri þess greinilega merki, að Sovétstjórnin kæri sig ekki um að brenna að baki sér allar brýr í sambúð stórveld- anna. Sé t.d. athyglisvert, að blöðin og útvarpið beini yfirleitt árásum sínum að berstjórn Bandaríkjanna en ekki að Kenne dy forseta sjálfum. Og mótmæla- aðgerðir Moskvubúa úti fyrir sendiráði Bandaríkjanna hafi verið fremur lítilvægar og fáir tekið þátt í þeim. Ennfremur hafi lögregla haldið fólkinu bet- ur í skefjum en oft áður. Glaumbær Hljómsveit Aina Elvar ásamt Berta Moller Dansað til kl. 1. Borðpantanir í síma 15327 og 19330. Glaumbasr * Árás innan á Kína skamms segir Chiang Kai-Shek Taipeh, Formósu, 25. okt. — CHIANG Kai-Shek, forseti Formósu lýsti því yfir í dag, að þjóðernissinnastjórnin hyggist grípa til hernaðar- aðgerða gegn meginlandi Kína, áður en langt um líður Chiang Kai-Shek lýsti þessu yfir í hátíðaræðu er hann flutti i tilefni þess, að 17 ár eru liðin frá því Formósa komst undan stjórn Japana. Hvatti forsetinn þjóðina tii aukinna átaka til uppbygg- ingar Formósu og frelsunar meginlandsins. Dagblaðið „Hong Kong Times“, sem styður Chiang Kai-Shek, segir í dag, að skæruhersveitir þjóðernis- sinnastjórnarinnar hafi und- anfarið haft heræfingar í aust urhluta Kwangtung-héraðs og töluvert hafi verið um flutn- inga liðs Pekingstjórnarinnar á svipuðum slóðum. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.