Morgunblaðið - 26.10.1962, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.10.1962, Blaðsíða 24
STEINBECK Sjá blaðsíðu 13. I14millj.kr.tekiur af ferðamönnum Fyrsti vetrarsnjórinn NOKKRU FYRIR Ijósaskiptin í gærkvöldi tók að snjóa í Reykjavík, lítið í fyrstu en undir kvöldmat var komin kaf aldshríð og festi snjó í bæn um. Krakkarnir létu ekki lengi á sér standa að fagna fyrsta vetrarsnjónum. Sleðar voru dregnir út og snjókerling ar prýddu brátt garða víðsveg ar um bæinn. Bílstjórar fögn uðu snjónum hinsvegar lítt, enda sköpuðust sums staðar umferðaröngþveiti af völdum hálkunnar. í Öskjuhlíð varð t.d. geysileg hálka og komust bílar hvorki afturábak né á- fram um tíma. Urðu þeir, sem á eftir kom’u, að taka það tli bragðs að sveigja suður fyrir veginn sjálfan og upp á grasið, en þar var ekki eins hált. En bík ' órum til gleði og börnum til hrellingar má segja að snjórinn standi ekki lengi vio í þetta sinn því að í dag er spáð sunnanátt og rigningu. — Þessar myndir tók Svcii.n Þor móðsson af snjókerlingum og börnum við Miklubraut í gær kvöldi. Banaslys í Kinn AKUREYRI, 25. okt. Síðdegis sl. þriðjudag voru nokkrir menn að vinnu við nýtt útihús að Grana- stöðum í Kinn. Meðal þeirra var Jónas Friðmundsson, til heimilis að Ófeigsstöðum í sömu sveit. Jónas mun hafa verið- að vinna uppi á þaki hússins er hann féll skyndilega niður á höfuð og herð a . Fallið er talið um tveir metr- ar . • Jónas stóð þegar upp og gekk- í áttina heim að íbúðarh inu, en þangað er 50—60 m leið. Er Jónas átti skammt ófarið að hús inu sáu menn að hann varð reik ull í spori. Hlupu menn þá til og hjálpuðu honum inn í bæinr.. Örfáum mínútum síðar var Jón- a_ orði . .-.--vitundarlítill. Var þá þegar hringt til læknis ins á Breiðumýri og kom hann að vörmu spori. Var Jónas stuttu síðar fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahúsið á Húsavík, en þar lézt hann sl. nótt af völdum fahs ins. Jónas var tæplega sextug ir að aldri, ókvæntur og mun hafa átt fáa nána ættingja á lífi. — St. E. Sig. iDregiö um þrjá bsla í kvöldj Aðei/is örfáir miðar ef Jr í hinu glæsilega skyndihapp- drætti Sjálfstæðisflokksins E K KI vantaði í gærkvöldi nema herzlumuninn á að all- ir miðar væru seldir í hinu stórglæsilega Skyndihapp- drætti Sjálfstæðisflokksins, sem dregið verður í í kvöld. Þeir fáu miðar, sem eftir eru, verða til sölu í happdrættis- bílunum sjálfum í Austur- stræti og skrifstofu happ- drættisins í Sjálfstæðishús- inu, meðan þeir endast. Þeir, sem eiga eftir að verða sér úti um miða i þessu einstæða happdrætti, ætíu því vissu- lega að hafa hraðann á. Sömuleiðis eru þeir tiltölu- lega fáu, sem enn eiga eftir að gera skil, eindregið beðnir um að gera það snemma dags. Skyndihappdrætti þetta hófst, sem kunnugt er, fyrir einum mánuði og hefur geng- ið mjög vel. Ástæðan er á- reiðanlega ekki hvað sízt sú, að fólk hefur gert sér ljóst, að hér er á ferðinni óvenju- ■wwr—hwh glæsilegt happdrætti. Mun það ekki ofmælt, að glæsi- legra skyndihappdrætti hafi ekki verið haldið hér á landi enn sem komið er. Vinningar eru hvorki meira né minna en þrjár bifreiðir, Volkswag- en af árgerðinni 1963, sam- tals að verðmæti 360 þúsund krónur. Fyrir þá, sem vinn- ingana hrepþa, mun því 100 króna happdrættismiðinn gefa meira en þúsundfaldan ávöxt og mun flestum þykja það góð fjárfesting. Með því að kaupa nú þeg- ar einn þeirra fáu miða, sem eftir eru í happdrættinu, geta menn enn skapað sér möguleikann til að verða einn í hópi hinna lánsömu, þegar dregið verður í kvöld. Og hver vill ekki setjast upp í nýja og hlýja Volkswag- en-bifreið á morgun, fyrsta vetrardag, og geta þá ekið hvert sem hugurinn hvarflar — í sínum eigin bíl? Á FUNDI Neðri deildar Al- þingis í gær við umræður um frumvarp, er fjallar um að fella niður einkarétt Ferðaskrifstofu ríkisins til að reka ferðaskrif- stofu fyrir erlenda menn, gaf Gylfi Þ. Gíslason menntamála- ráðherra margs konar upplýsing- ar um starfsemi skrifstofunnar, eins og hér skal stuttlega rakið. Verulegur tekjustofn fyrir þjóðarbúið Ráðherrann gerði grein fyr- ir hinni margvíslegu starfsemi Ferðaskrifstofunnar og ræddi nauðsyn þess að áfram verði haldið ráðstöfunum til að að- staða til að taka á mióti erlend- um ferðamönnum batnaði. í ljós hefði komdð, einkum eftir geng- isbreytinguna 1960, að ísland hef ur fengið stórauknar heimsóknir erlendra ferðamanna, svo að hér er um verulega tekjulind að ræða. Fórust ráðherranum m.a. svo orð: „Á árinu 1961 komu til landis- ins 13516 erlendir ferðamenn. Og ég hef hér fyrir framan mig á- ætlun kunnugra manna um það, að þessir erlendu ferðamenn hafi varið í ferða- og dvalar- kostnað auk annars kostnaðar hér á landi á þessu ári 114 millj. kr. Og sú upphæð sundurliðast í aðalatriðum þannig: Dvalar- og ferðakostnaður er áætlaður 37,5 miilj. kr., divalar- og ferða- Ökumaðurínn hljóp í burtu LAUST FYRIR kl. hálf ellefu í gærkvöldi gérðist það á mótum Miðtúns og Nóatúns áð fólksbíl var ekið aftan undir vörubíls- pall þannig að hann stórskemmd ist. Ökumaðurinn, sennilega ung ur piltur, stökk út úr bílnum og tók á rás. Var hann ófundinn er Mbl. vissi síðast til í gærkvöldi. Bíll hans var óökufær eftir á- reksturinn og flutti Vaka hann á brott. kostnaður 2200 manna, sem komu með skemmtiferðaskipum auk þeirrar tölu, sem ég nefndi áð- an til skammrar dvalar, 1,1 millj. fargjöld með flugvélum 58,8 mdlj. fargjöld með skdpum 4,5 millj., og tekjur af mdnjagripasölu 12% millj., það er samtals 114,5 millj. kr. Þessir sömu aðilar telja, að óhætt sé að gera ráð fyrir þvi, að tekjur af erlendum ferðaanönn um á þessu ári, árinu 1962 muni nema 135-140 millj. kr. og miá af þessu marka, að hér er um verulegan tekjustofn fyrir þjóð- arbúið að ræða. Það er því full ástæða ti'l þess að gefa þessum málum rækilegan gaum.“ Framhald á bls 8 Bretar og Efna- hagsbandalagið í GÆR kom hingað til lands & vegum Angliu, brezki þingmað- urinn Roy Harris Jenkins. Hann er í hópi þekktustu þingmanna verkamannaflokksins og er hlynt ur inngöngu Breta í Efnahags- bandalag Evrópu og því á önd- verðum meiði við Gaitskell. f dag kl. 17,30 flytur Jenkins fyrir lestur um málefni Bretlands og Efnahagsbandalagsins í fyrstu kennslustofu Háskólans. Öllum er heimill aðgangur. VOLKSWAGEN-BILARNIK þrír, sem eru vinningar í hinu glæsilega Skyndihappdrætti Sjálf- stæðisflokksins, verða í Austurstræti (við Útvegsbankann) í dag — en vel getur svo farið, að á morgun standi þeir fyrir utan húsið hjá yður — sem yðar eign. En til þess að svo geti orðið verðið þér að eiga miða í happdrættinu og þeir eru seldir í happdrættisbílunum sjálfum og skrifstofu happdrættisins í Sjálfstæðishúsinu. Aöeins örfáir voru óseldir i gærkvöldi, svo að hyggilegra er að hafa hraðann á.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.