Morgunblaðið - 27.10.1962, Síða 1

Morgunblaðið - 27.10.1962, Síða 1
24 slður 49. árgangur 240. tbl. — Laugardagur 27. október 1962 Prentsmiðja Morgunblaðshw Neyðarástandi lýst um allt Indland Hyggja Kínverjar a stórstyrjöld? — Gul'íi safnað d Indlandi til vopnakaupa — Boðskapur Kruséffs til Chou En-lai — Bandaríkin bjóða Indverjum aðstoð Nýju-Delhi, Tokyo, 26. október — AP-NTM SVO virðist nú, sem landamærastyrjöld Indverja og Kín- verja kunni að breytast í stórstyrjöld, með ófyrirsjáaniegum afleiðingum. Kínverjar halda uppi sókn sinni og þykii ljóst af sóknaraðferð þeirra, að hér sé um að ræða licrnaðarað- gerðir, sem undirbúnar hafa verið um langt skeið. Indverjum tókst í dag að hindra sókn Kínverja á tveim- ur stöðum, um stundarsakir a. m. k. Er það í Ladakhhéraði og við landamæri Burma. Á fyrrnefnda staðnum stefna Kín- verjar að því áð ná yfirráðum yfir þýðingarmiklum flugvelli. Forseti Indlands, Sarvepalli Radhakrisnan, lýsti i dag yfir neyðarástandi í öllu Indlandi, er fréttir bárust um bar- dagana á norðausturvígstöðvunum, en þeir hafa verið mjög harðir, og mannfall sagt mikið á báða bóga. Fjármálaráðherra Indlands, Morarji Desai, tilkynnti í dag, að ríkisstjórn Indlands myndi nú Bandariska landvarnaráðuneytið hefur látlð birta þessar myndir, er sýna rússnesk kaupför á leið til Kúbu. A dekkl skipanna má sjá kassa, sem í eru rússneskar sprengjuþotur. Neðri myndin sýnir kassa, sem í eru geymdar sprengjuþotur af gerðinni Ilyushin-28. leita til almennings, og biðja um að gull í einkaeign yrði fært stjórninni, svo að hún gæti keypt nauðsynleg vopn erlendis frá. Talsmaður bandarísku stjórn- arinnar sagði í dag, að stjórn landsins væri reiðubúin að fá Alvarleg átúk vegna Kúbu? Indverjum í hendur vopvi, auk þess, sem þeim myndu sendir varahlutir I flugvélar, byggðajr í Bandaríkjunum, hveuær, sem þess yrði óskað. Kínversk blöð bVtu i dag í fyrsta skipti rússnesk ummæli um styrjöld Indverja og Kín- verja. Ákafar viðræður eru sagðar hafa fanð fram í dag milli ambassadors Rússa í Pek- ing og kínverskra ráðamanna. Ljóst þykir, af síðustu atburð- um í landamærastríðinu, að Kin- verjar kunni ekki aðeins að ætla sér að vinna þau landsvæði, sem deilan hefur staðið um fram til Framhald á bls. 2. lalið, að Kennedy kunni að grípa til róttækari rdðstafona, þar eð unnið er af fullum krafti við eldflaugastöðvar d Kubu Washington, New York, Bonn, 26. október. — AP-NTB — SEINT í gærkvöldi var mikil eftirvænting sögð liggja í loftinu í aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York. Hefur sá ótti gert vart við sig, að stjórn Bandaríkjanna kunni að grípa til enn aivarlegri ráða til að bægja frá hættunni, sem stafar af kjarnorkueldflaugastöðvunum á Kúbu. Byggja menn þá skoðun á ummælum Lincoln White, talsm. bandaríska utanríkisráðun. Er hann átti fund með fréttamönnum, var hann að því spurður, hvort Bandaríkin hyggðu á innrás á Kúbu. — White vildi ekki segja neitt um það, en sagði aðeins: „Ég vil undirstrika orð forsetans í ræðu hans sl. mánudagskvöld. Þá sagði hann, að ef árásarundirbúningur á Kúbu héldi áfram, þá myndu frekari ráðstafanir verða gerðar. Fréttir frá Washington herma, að menn óttist nú, að framundan séu alvarleg átök. Er talið, að Rússar séu nú að reyna, hve langt þeir komast i ágengni sinni í kalda striðinu, og árásarstöðv- arnar á Kúbu séu fyrsta skrefið í átökum, sem Berlín kunni síðar að verða miðpunktur í. Ekkert hefur enn verið látið uppi um viðræður þær, sem U Thant, framkvæmdastjóri Sam- einuðu þjóðanna, átti í dag við fulltrúa Kúbu, Sovétríkjanna og Bandarikjanna. Adlai Stevenson, aðalfulltrúi Bandaríkjanna í Öryggisráðinu, var i dag kvaddur á fund með öryggisráði Bandaríkjanna, að beiðni forsetans, og mun Stevenson þar hafa fengið ný fyrirmæli frá Kennedy, forseta. Síðar í dag ræddi Stevenson við U Thant, og var hann sagður aivariegur mjög að þeim fundi loknum. — Ekkert vildi Zorin, aðalfulltrúi Rússa í Öryggisráðinu, segja, að loknum fundi með D Thant. Ástæðan fyrlr þvi, að talið er, að tll alvarlegri tíðinda kunni að draga nú, er fyrst og fremst bú, að Pierre Salinger, blaðafulltrúi Kennedys, sagði frá því í dag, að ljóst væri nú, að byggingu eld- flaugastöðvanna á Kúbu væri haldið áfram af fullum krafti. — Síðari fregnir hermdu, að reynt væri nú eftir mætti að skýla framkvæmdum þar, þannig, að ekki væri hægt að ljósmynda þær úr lofti. • Frá því er skýrt f Wash- ington í dag, að sovézka utan- ríkisráðuneytið í Moskvu, hefði endursent orðsendingu Banda- ríkjastjórnar um Kúbumálið sem afhent hefði verið ráðuneytinu. Er þetta þríðja orðsending Bandaríkjanna, sem svo fer um. í Þeirri orðsendingu var þvi lýst yfir við sovézka -áðamenn, að framvegis myndu flutningar á eldflaugaeldsneyti falla undir aðflutningsbanu Baindarikja- Btjórnar. • I»á var tilkynnt í Moskvu í dag, að sendimenn vestrænna ríkja í Sovétríkjunum hefðu verið sviptir ferðafrelsi. Þeir sendimenn, sem voru utan Moskvu, voru þegar kallaðir þang að. Rússar hafa alltaf krafizt þess, að slíkir sendimenn þyrftu leyfi til ferðalaga, en nú hefur það frelsi en verið skert. Er bú- izt við að svipuðum ráðstöfunum vestan hafs, um forðafresti sov ézkra sendimanna. Þeir hafa fram til þessa aðcins mátt fara 40 km út fyrir Washington, án leyfis. • Mikils uggs gætir einnig meðal æðstu ráðamanna í Bret landi, að því er segir í fréttum frá London í dag. Er það almenn skoðun þeirra, að Sovétríkin og Kína séu nú að styrkja aðstöðu sína, sem mest má verða, þannig að þau geti tekið enn stórtækari skref í framtíðinni. • Er látin í ljós sú skoðun, að eftir le^nilega hervæðingu Kúbu Framhald á bls. 23. gagnrýni á Stein- Ibeck ■ sænskum blöðum Stokkhólmi, 26. október.| Einkaskeyti til Morgun blaðsins. VEITING bókmenntaverð launa Nobels til banda- ríska rithöfundarins John Steinbecks befur vakið mikla gagnrýni í Stokk- hólmi. — Mörg dagblöð Stokkhólmi taka launaveitingunni fálega, og einstök lýsa algerri andúð á henni. „Stockholms Tidningen'* seg ir: „Það hefur oft verið minnzt á, hve illa bandarísk- um rithöfundum hefur gengið að ná þroska (mörg dæmi nefnd). John Steinbeck er í þeim vaxandi hópi, sem í fyrstu skrifa áhrifamikil verk, sem lofa miklu, en síðan kem- ur uppgjöf — þeim tekst ekki að keppa við sjálfa sig, er frá líður“. Fyrirsögnin í grein- inni í „Stockholms Tidningen" var: „Ein mestu mistök Aka- demíunnar". — Greinin var rituð af Artur Lundquist, sem hlaut á sínum tíma Stalins- verðlaunin. „Dagens Nyheter“ sagði: „Þetta fallega haust, sem eldflaugaiþytur yfir Kúbu hef- ur, samt sem áður, ekki drep- ið rósirnar í görðum okkar. John Steinbeck Hins vegar er það víst, a eng- inn mun tína þaer rósir til að skreyta meðlimi Akademíunn- ar með. Þyrnar falla í þeirra hlut. Akademían tekur greini- lega tillit til stjórnmálaskoð- ana. Það er ekki hægt að skýra það á annan hátt, að miklir rithöfundar eins og Ezra Pound Pablo Neruda og Jean Poul Sartre hafa ekki fengið viðurkenningu". „Svenska Dagbladet“: „Yal, sem litla athygli vekur“. Blað • rFamhald á bls. 23. I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.