Morgunblaðið - 27.10.1962, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.10.1962, Blaðsíða 3
Laugaí'dagur 27. október 1962 MORGTNfíT 4 fílÐ 3 Við hðfðum þrjú tæki, skðflu, reku og járntein 25 ára afmæli l_}ósafossstöðvarinnar minnzt í FYRRADAG hélt Rafveita Reykjavíkur upp á 25 ára afmæli Ljósafossstöðvarinnar með hádegisverði fyrir starfs- fólkið við virkjanirnar þar eystra. Var hófið haldið í húsakynnum mötuneytisins að Irafossi. Steingrímur Jónsson rakti frumsögu virkjunarinnar, en 1923 fól ríkisstjórnin Vega- málastjóra að láta fram- kvæma mælingar kringum Sog með virkjanir þar í huga. 1924 kom svo fram áætlun um virkjun við Efra-Sog, þar sem nú er Steingrímsstöð, en virkj unin ekki talin tímabær. 1927 hófust svo mælingar þar að nýju og jafnvel voru sprengd prófgöng inn í Dráttarhlíðina, en það var ekki fyrr en 1933 þegar lögin um Sogsvirkjun komu, að verulegur skriður kom á málið. Þá voru fengnir hingað norskir sérfræðingar, og með þeim áratuga reynsla þeirra, sem við höfum búið að síðan. Með þessari virkjun var áætlað að fjórfalda raf- orkuna á þessu svæði. enda efuðust lánveitendur um að grundvöllur væri fyrir svo miklum virkjunarframkvæmd um hér. En allir vita hver reynslan hefur orðið. Sigurður Ólafsson, verkfræð ingur og Hjörleifur Hjörleifs- son, skrifstofustjóri, unnu á- samt þriðja manni að undir- stöðurannsóknum þar eystra á árunum 1932 til 34 og við tók- um þá þess vegna tali. — Er ekki margs að minn- ast frá þessum dögum? — Jú, ég er nú hræddur um það, segir Sigurður. Hérna gengum við um megin- hlutann úr tveimur sumrum, og ég held að við höfum verið farnir að þekkja hverja þúfu á þessu svæði. Við mældum allt svæðið ofan frá Efra-Sogi niður fyrir Kistufoss. — Voru ekki aðstæður nokk uð frumstæðar miðað við nú- tíma tækni? — Við höfðum þrjú tæki, skóflu, haka og heljarlangan járntein sem við notuðum til að kanna, hvað væri djúpt á klöpp. Það voru ekki þessi stórvirku tæki, sem eru notuð nú á dögum. Eftir að við vor- um búnir að grafa holu, stóð- um við vanalega yfir henni í heimspekilegum umræðum, til þess að reyna að átta okkur á því hvort við værum komnir niður á klöpp, eða hvort þetta væri bara stór steinn. Sann- leikurinn er sá, að maður hélt allan tímann að maður væri að leika sér, en maður gerði það eins vel og maður gat. — Og það hefur allt tekizt vel, því stöðin stendur enn. — Já, og raunverulega er það kraftaverk að það skuli ekki hafa komið fram nein villa í þessum mælingum. En þá var unnið og unnið mikið. — Komu ekki upp mörg skemmtileg atvik í sambandi við þetta allt. — Ja, það var einu sinni að Steingrímur var að koma aust ur með skrifstofustjóra at- vinnumálaráðuneytisins, segir Hjörleifur. Sigurður var allt- af með byssUr með sér, þarna fyriraustan og af ljúfmennsku sinni vildi hann endilega kenna mér að fara með morð- tólið. Þegar svo Steingrímur kemur þarna að leita að okk- ur sér hann þrífót með kíki, en enga mælingamenn. Von bráðar kemur hann þó auga á Sigurð, en við vorum þá hinum megin við ána. Stein- grímur sagði ekki annað en að það mundi vera heppilegra að láta ekki skrifstofustjórann sjá vopnin. — Já, það hefur verið gott að vinna hjá Steingrími. — Já, segir Sigurður, það var sama hverju maður stakk upp á, þá var alltaf sama svar ið: „Ef þið haldið að þetta komi að gagni, þá gerið þið það“. — Var ekki mikið að gera þegar ITorðmennirnir komu? — Jú, en Sigurður var allt- af jafn rogginn og keikur, þó ég sæi ekki fram á hvern- ig hann ætlaði að Ijúka öllu. En hann stóð við það allt. Næst gefum við okkur á tal við Guðna Björnsson, stöðvar- stjóra. — Þú ert búinn að vera hérna á Ljósafossi lengi? — Ég kom hingað sem fimmti vélstjórinn 1943, eftir að hafa verið fjögur ár á varð skipunum síðan ég tók vél- stjórapróf. Þá var Ellert Árna son stöðvarstjóri. — Var ekki dálítið _rfitt að halda stöðinni gangandi á veturna þá? — Jú, þegar komu klaka- stíflur urðum við vélstjórarn- ir að Tara út á okkar frívökt- um til að heinsa frá. Ég man eftir því fyrsta veturinn, sem ég var hérna. Þá vorum við nýbúnir að taka þriðju sam- stæðuna í notkun. Þá stöðvað- ist hjá okkur í þrjá aga, fraus alveg niður í „túrbín- ur“. Við mokuðum alltaf út úr göngunum, en um leið og við hleyptum á stoppaðist það aftur og fraus svo. Svona gekk þetta í þrjá daga, þang- að til við komum rennslinu af stað aftur. — Þér hefur þá sjálfsagt ekki litist á blikuna. — Nei, og mig óraði ekki fyrir því, að ég ætti þá eftir að vera hérna í tuttugu ár. I annað skipti urðum við varir við truflanir á kerfinu, og álit um að það væri á leið til Reykjavíkur, enda kom það fljótt í Ijós að þar var allt rafmagnslaust. Þetta var rétt um hádegið og ég var búinn að vera á vakt síðan klukkan fjögur um nóttina. Ég fór samt af stað og gekk með línunni á móti flokki úr Reykjavík, ásamt Höskuldi Ágústssyni, sem er dælustjóri á Reykjum núna. Við gengum héðan gegnum Grafninginn og svo norður með Úlfljótsfelli. Milli Úlfljótsvatns og Nesja var færðin svo slæm, að við stóðum í hendur milli þess sem við gátum skriðið ofan á fönninni. Á Nesjavöllum var okkur hluti leiðarinnar búinn og við snerum við án þess að hafa fundið bilunina. Við fórum niður að Nesjavöll- um, og ég hef sjaldan fengið kærkomnari greiða á ævi minni. — Og hér líkar vel að ■ era hér fyrir austan. — Já, alla vega hef ég ílengzt hérna, og hér er fall- egt. Þetta er orðið þægilegt núna og heil byggð. Á leiðinni í bæinn um kvöld ið tökum við ögmund Sigurðs son tali, en við höfðum heyrt að hann nefði átt drjágt starf í fyrstu háspennulínunni, sem lögð var þaðan að austan. —Þú ert búinn að vinna lengi þarna hjá Rafveitunni. — Ég byrjaði við mælaupp- setningu 1926 hjá Nikulási Friðrikssyni, sem þá var eftirlitsmaður. 1928 fór ég svo í verkstjórn hjá geymslu- húsinu, og við sáum um allar loftlínur og jarðlínur. — Og þú fórst svo sem verkstjóri við að koma upp háspennulínunni austur að Sogi? -O-nei-nei, ég var bara verk stjóri við að strekkja línuna á, en það fór annar flokkur fyrir og setti upp staurana. Valgarður heitinn Jónsson var með þann flokk og Jakob Guðjohnsen, sem núna er raf- veitustjóri hérna, var íðulega með þei.a flokki líka. Við byrj uðum snemma í maí 1935 Og vorum búnir 20. ágúst. Það var búið að löfa norsku vérk- tökunum að þeir skyldu vera búnir að fá rafmagn austur þann fyrsta, og það dróst þetta. — Hvað varstu með margt fólk í þessu og hvað ; ikið af tækjum’ — Við vorum þetta svona 12 og 13, og tækin voru nú ekkert stórfengleg. Við höfð- um börur, sem við spenntum hesta fyrir og svoleiðis dróg- um við út vírana. Það var þarna hjá mér átta ára gam- all drengur, sem var við að bremsa rúlluna af. Hann var bara skratti duglegur, pabbi hans vann á móti honum, Og ég hefði þurft að hafa í þessu fullorðinn mann annars. Hann vann sér inn drjúgvn skilding þetta sumar. Hann hafði nátt- úrlega ekki fullt kaup, en hann fékk vel borgað samt, enda var hann duglegur. — Kom ekkert fyrir þarna, sem þú manst sérstaklega eft- ir? — Jú, þegar við vorum að ferja einn vírinn yfir hérna við 3ogið, fóru þeir eitthvað ógætilega með bátinn, og þó við héldum í hann af báðum bökkunum með kaðli, þá mun aði engu að þeir væru komnir fram af fossinum. Þetta bjarg- aðist þó allt saman. Ég man líka, þegar ég fór heim að Úlfljótsvatni til að láta vita að nú mætti setja straui.i á línuna. Það fannst mér stór stund. Hjörleifur Hjörleifsson, Sigurður ólafsson og Ögundur Sigurðsson ræða saman um gamla daga. SIAKSlUWIi Hernaðarlegu jaínvægi raskað Þórarinn Þórarinsson rit- stjóri Timans, ritar í gær grein í blað sitt, er hann nefnir „jafn- vægið milli stórveldanna“. Tel- ur hann, að síðan Kóreustyrjöld- inni lauk hafi friðurinn í heim- imim byggzt á einskonar hern- aðarlegu jafnvægi milii Banda- ríkjanna og Sovétrikjanna. Einn - þáttur þessa jafnvægis hafi ver- ið sá að þau færðu vígbúnað sinn ekki yfir þau mörk eða línu, sem hafi verið dregin með þegjandi og óbeinu samkomu- lagi milli þeirra. Síðar í grein sinni kemst Þórarinn m.a. aS orði á þessa leið: „Ef það er rétt, sem Banda- ríkjastjóm heldur nú fram, að Rússar séu vel á veg komnir að koma sér upp árásarstöðv- u á -Zúbu, þá . pað óumdeil- anlegt, að með þvi er rofið það hemaðarlega jafnvægi, sem tryggt hefur friðinn siðasta ára- tuginn. Þá eru Rússar að koma sér upp hernaðarstöðvum vest- an við línuna eða tjaldið. Frá sjónarmiði Bandaríkjamanna er það ekki sanr.bærilegt við það að þeir væra að reisa árásar- stöð í Tyrklandi, því að Tyrk- land er vestan tjaldsins, heldur ef þeir væm að reisa árásarstöð t.d. í Ungverjalandi, Þá væri komið yfir linuna, sem hefur að- skilið hernaðarleg yfirráð stór- veldanna seinasta áratuginn. Það er frá þessu sjónarmiði ekki sízt, sem Bandarikin líta á þær árásarstöðvar, er þau telja Rússa vera að reisa á Kúbu“. Síðar í grein sinni kemst grein arhöðundur að þessari niður- stöðu: „Þegar litið fer á það, sem er rakið hér að framan, eru að- gerðir Bandaríkjanna næsta skilj anl _ . þótt hinsvegar geti verið erfitt að samræma þær alþjóðalögum eða stofnskrá $Þ“. Krefjast enn uppbótakerfis Tíminn heldur áfram að krefj- ast þess, að uppbótakerfið verði tekið upp að'nýju. Leggur blað- ið í gær til í fprustugrein sinni, að notaður verði hluti af greiðsu afgangi rikssjóðs á s.l. ári, sem var eins og kunnugt er 57 millj. kr. til þess að borga útgerðinni svokallaða „tækjauppbót.". Með þessu nýja uppbótakerfi segir Timinn að aui . elt sé að leysa síldveiðideiluna. Með því að taka uppbótakerf- Iið upp að nýju væri farið út á hina háskalegustu braut. Þá væri byrjað á því að nýju að velta tapi atvinnuveganna yfir á al- menning, eins og gert var í tíð vinstrí stiYimarinnar. En allir n?.una hver endir varð á þvi ráðs lagi. Ríkisvaldið tagði stöðugfi á nýjar drá.psklyfjar, skatta og tolia til þess að geta haldið á- fram að ausa fé í uppbótarhit- ina. Verðbólguhjólið snerist hrað ar og hraðar og að lokum var óðaverðbólga skollin yfir. -Landið eitt bótasvæðí Alþýðublaðið birtir í gær for ystugrein um það áform ríkis- stjórnarinnar að afnema skipt- ingu landsins í bótasvæði sam- kvæmt almannatryggingarlög- um. Kemst blaðið þar m.a. að orði á þessa leið: „Þessi skipting (landsins í bótasvæði) hefur til dæmis þýtt, að gam.almenni og örkumlafólk i Garðahreppi hefur fengið mun lægri laun frá tryggingunum en gamalmenni og örkumla í Reykjavík, Kópavogi éða Hafnar firði. Þannig hefur þetta verið um land allt og hefur verið vax- andi óánægja með þessa skipt- ingu, þar sem grundvöllur henn ar, mismunandi framfærslukostn aður hefur horfið úr sögunni“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.