Morgunblaðið - 27.10.1962, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.10.1962, Blaðsíða 22
22 MORCUNBL AÐIÐ L'augardagur 27. október 1962 Davio Einar Guomundur Porsteinn Birgir Helgi 4 landsleikir á 7 dðgum ISLENZKA landsliðið í körfu knattleik heldur utan á mánu dagsmorguninn og fyrir lið- inu liggja 4 landsleikir á vikutíma. Fyrsti áfangi er Glasgow, en þar verður lands leikur við Skota á mánudags- kvöld. Á föstudag hefst síðan einskonar Norðurlandamót í Stokkhólmi og leika íslend- ingar þar við Dani, Svía og Finna, en Norðmenn taka ekki þátt í mótinu. Leikur inn í Skotlandi eru fyrstu landsleikaviðskipti í íþrótt um, sem löndin eiga. ir VEL LEIKANDI LIÐ — Liðið, sem fer utan núna, er vel undir förina bú- ið, sagði Bogi Þorsteinsson, formaður Körfuknattleiks- sambandsins og aðalfarar- stjóri í förinni, í gærkvöldi. Körfuboltaliðið er skipað ungum leiknum monnum ★ VEL ÆFÐIR Piltarnir hafa æft alveg sér- lega vel. Þeir byrjuðu allir á- samt fleirum, að æfa úti í sumar og var það þó erfitt fyrir suma, því þeir unnu á Keflavíkurvelli og þurftu að sækja hingað til Reykjavíkur til æfinga. — 1 septemberbýrjun var valinn 12 manna hópur til fararinnar og sá hópur hefur æft að meðal- tali 2—3 í viku auk kappleikja við úrvalsliðin á Keflavíkur- velli. — Hvað heldur þú um styrk- leika íslenzka liðsins? — Það er ekki gott að segja til viðbótar því sem að framan greinir. Liðið hefur unnið marga af sínum leikjum við úrvalsliðin hér, en tapað öðrum, eins og gengur. En ég er samt bjartsýnn við þessa för. KRR heiðrar forystu- menn og leikmenn Á FUNDI Knattspyrnuráðs Reykjavíkur á fimmtudagskvöld voru 2 af forystumönnum knatt- spyrnumálanna í Reykjavík sæmdir gullmerki KRR, þeir Jón Guðjónsson úr Fram og Einar Björnsson úr Val. Hafa þeir báð ir um árabil átt sæti í stjórn KRR og gegnt þar formennsku. Sæmdi aldursforseti ráðsins, Ó1 afur Jónsson þá Jón og Einar gullmerkinu. Þá voru 3 kunnir knattspyrnu menn heiðraðir af ráðinu fyrir þátttöku í úrvalsliði Reykjavík- ur, en allír hafa þeir leikið yfir 25 leiki í því liði. Karl Guðmundsson hefur leik ið 27 sinnum í úrvalinu, lék fyrst 1945 gegn brezku úrvalsliði og síðast gegn norska landsliðinu 1945. Gunnar Guðmannsson hefur leikið 26 sinnum í úrvalinu,' lék fyrst í úrvalsliði 2. flokks gegn Siglfirðingum á Akureyri 1943 og síðast gegn Akureyringum á Akureyri í hcust. Halldór Halldórsson hefi*. leik ið 26 sinum í úrvalinu, lék sinn fyrsta leik 1948 í sama leik og Gunnar og síðast 1959 gegn Ak urnesingum í 40 ára aíin,_isleik KRR. Afhenti formaður ráðsins, Ein ar Björnsson, þeim áletraða styttu og sæmdi þá gullmerki KRR r ;ð lái .eig. — Ég held við höfum aldrei átt svo vel spilandi landslið, enda hefur þetta Iið haft lengri og betri undirbúning en önnur landslið okkar. — Eini gallinn er ef til vill — og það er alveg óreynt — að vörnin hefur ekki mikla leik- reynslu, og það má raunar segja um veifiesta leikmenn. UNGIR MENN MEÐ . X HÆFILEIKA íslenzka liðið er skipað ungum og tiltölulega lítt reynd- um leikmönnum, en miklum hæfileikamönnum. Aðeins þrír piltanna, Þorsteinn Hallgríms- son, Ólafur Thorlacius og Birgir Birgis, hafa leikið alla fyrri 3 Þremenningarnir Halldór Halldórsson, Karl Guðmundsson og Gunnar Guðmannsson. landsleiki fslan^s. Þorsteinn og Birgir voru 16 ára nýliðar er fyrsta förin var farin. Til við- bótar koma aðrir þrír með 2ja landsleikja reynslu (1961), Hólm steinn Sigurðsson, Guðmundur Þorsteinsson og Einar Matthías- son. Hinir 6, sem utan fara, eru nýliðar. svonefndur „Polar Cup“. Finn- ar eru Sigurstranglegastir, en allir hinir hafa augastað á sigr- inum að sjálfsögðu. Leikirnir verða síðdegis á föstudag, laugardag eftir hádegi og a sunnudag. Svíar og íslend- ingar eiga fyrsta leik mótsins. Á laugardag mætast fslendingar og Finnar og íslendingar og Dau ir eiga síðasta leik mótsins. Það verður keppt í Ericsdals- hallen í Stokkhólmi, en piltarn- ir búa ásamt öllum hinum lands- liðunum í Bosöm, æfingastöS sænska íþróttasambandsins. Otto Rieder (t.h.) og Kristinn Benediktsson fra Isaiirði á heimsmeistaramótinu í Badgastein. Kennslubók fyrir skíðafólk — skemmtimyndir almennings í DAG kl. þrjú verður í Tjarnar bæ fyrsta sýning á skíðamyndun um sem skíðakappinn Otto Ried er kom með hingað til lands og sýnir til ágóða fyrir för ísl. skíða manna á Olympíuleikana í Inns bruck 1964. Eru þetta myndir af beztu skíðamönnum Austurrikis manna — og þar með heimsins — í bezta skíðalandi heims. Otto Rieder hefur verið skíða- kappi, þjálfari austurríska lands liðsins og er nú í Olympíunefnd lands síns. Hann hefur alltaf reynzt íslendingum vel, og m.a. starfað hér á landi við þjálfun og einnig þjálfað íslendinga úti og verið þeim hollráður á stórmót um. Myndirnar sem hann sýnir nú eru m.a. kennslumyndir, en þær kennslumyndir sýna einmitt beztu og reyndustu mennina að verki. Fyrir alla sem skíðaíþrótt um unna eru myndirnar skemmti legar og fyrir skíðafólk eru þær heil kennslubók. Fyrir þá sem unna sól og fjöllum eru þær einu ig mikill fengur. ★ MÓTHERJARNIR — Eru Skotar sterkir í þess- ari grein? — Við höfum sáralitlar fregn- ir af þeim. Hins vegar hafa þeir fleiri leikár að baki en við og hafa að ég held einu sinni verið í Evrópukeppni. Leikurinn við þá fer fram í Glasgow Úniversity Gymnasium og verður kl. 15.15 eftir staðar- tíma. Piltarnir eru boðnir í mót- töku til borgarstjórans í Glas- gow síðdegis á mánudag og eftir leikinn verður boðið til kvöld- verðar. — En hvað um hinar Norður- landaþjóðirnar? — Mótið þar er haldið í til- efni afmælis ssínska sambands- ins og til keppninnar. er gefinn íslend- ingar geisla- virkir í GÆR barst Körfuknattleiks sambandinu beiðni þess efnis, að þegar ísl. landsliðið í körfu bolta, sem nú er á förum utan til leikja í Glasgow og í Stokk hólmi, komi aftur til Hafnar á heimleið frá leíkjum sinum, fáist þeir skoðaðir og mæld geislavirkni piltanna. Beiðnin kom frá landlækni gegnum íþróttafulltrúa ríkis- ins og til skýringar fylgdi, að Islendingar hefðu reynzt öðr um mönnum geislavirkari. Því væri þýðingarmikið og eftir sótt að fá hópa íslendinga til mælinga. Körfuknattleikssambandið hafði í gærkvöldi ekki haft samband við einstaka leik- menn, en þjálfarinn hafði tal ið að ekkert væri til fyrirstöðu því skoðun og mæling tekur aðeins 20 mínútur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.