Morgunblaðið - 30.10.1962, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.10.1962, Blaðsíða 1
24 slður 49. árgangur 242. tbi. — Þriðjudagur 30. október 1962 Prentsmiðja Morgunblaðsins Yfir 2000 Ind- verjar fallnir Sókn Kínverjn stöðvuð í bilí Italskl olíukóngurinn Eririco Mattei fórst í flugvél sinni á Suður-Italíu á Iaugardag. Mattei var hér við laxveiðar í júlí sl. og var þá mynd þessi tekin af honum. -— Nánar er sagt frá Mattei á bls. 10. (Ljósm. TRT) Nýju Dellhi, 29. akt. — AP. • NEHBU, forsætisráðherra Indlands, skýrði frá því í dag, að ætla mætti að 2000—2500 ind verskir hermenn hafi fallið í átökunum við Kinverja frá því bardagar hófust á landamærun- um 20. október sJ. Þó sagði hann erfitt að áætla mannfall ná- kvæmlega, því margra væri saknað, sem óvist væri, hvort lífs væru eða liðnir. Nehru sagði Kúba leyst úr herkví í tvo daga Kennedy fagnar yfirlýsíngu Krúsjeffs II Thant til Kúbu í dag Washington, Moskvu, 29. okt. — (AP-NTB-Reuter) £ Þ A Ð bar til tíðinda um helgina í deilu stórveldanna un Kúbu, að Krúsjeff, forsætisráðherra Sovétríkjanna, lýsti ]>ví yfir. að rifnar skyldu niður eldflaugastöðvarnar á Kúbu og þaðan flutt öll vopn, er Bandaríkin telja árásarvopn — undir eftirliti Sameinuðu þjóðanna. Þess í stað krafðist Krúsjeff þess, að Kennedy Bandaríkjáforseti létti hafn- banninu af KúBu og tryggði, að ekki yrði gerð innrás í landið. — 0 Áður hafði-Fidel Castro skrifað U Thant, framkvæmda- stjóra Sameinuðu þjóðanna og boðið honum að koma til Kúbu og kynna sér ástand málanna þar. Mun U Thant fara til Havana á morgun í fylgd tveggja sérfræðinga um hermál. 0 Kennedy forseti fagnaði mjög ákvörðun Krúsjeffs, er hún var heyrin kunn. Sagði hann ákvörðunina vera Krús- jeff, sem þjóðarleiðtoga, til sóma og væri hún mikilsvert til- lag til varðveizlu friðarins. Kvaðst Kennedy reiðubúinn til samstarfs við U Thant, framkv.stj. SÞ um að flýta eftir mætti fyrir því, að samkomulag náist um frið á Karíba- hafi. Stórblöðin bandarísku, „New York Times“ og „New York Herald Tribune,“ taka undir þessi ummæli forsetans. 4) Kennedy forseti hefur ákveðið að verða við tilmælum U Thants, framkv.stj. SÞ, um að létta aðflutningsbanni á vopnum til Kúbu, meðan framkvæmdastjórinn dvelst þar og athugar hvernig þar háttar. • Forsetinn hefur einnig skipað þriggja manna nefnd til þess að fylgjast með framvindu mála á Kúbu og annast viðræðurnar innan Sameinuðu þjóðanna. Macmillan Krúsjeff til þess að ganga iil móts við óskir Kenn- edys, því þar með gæti hann opn að leið til frekari samningavið- ræðna um önnur mál, til dæmis bann við kjarnorkutilraunum og algera afvopnun. • Á laugardagskvöldið hafði U Thant, framkv.stj. SÞ, borizt bréf frá Fidel Castro, forsætis- ráðherra Kúbu, þar sem hann býður framkvæmdastjórann vel- kominn til Kúbu, til þess að kynna sér gang mála þar. Kom það boð hans verulega á óvart, því aðeins eru nokkrir dagar frá því hann lýsti því yfir í heiftugri ræðu, að til Kúbu skyldi engin nefnd frá samtökunum koma og hver .sá, er kæmi til Kúhu, skyldi reiðubúinn að berjast. U Thant svaraði bréfi Castros þegar í stað og þáði boðið. • Banninu létt í tvo sólar- hringa I kvöld var frá því skýrt i Washington, að fyrir tilmæli U Thant, framkv.stj. S.Þ. hafi Bandaríkjastjórn ákveðið að Framhald á bls. 15. mannfall hafa orðið nviklum mun meira í liði Kínverja. • Indverska hernum hefur tekizt að stöðva framrás kín- • verska liðsins, a.m.k. um hrið — en í ræðu sem Nehru flutti í dag hvatti hann þjóð sina tU þess að vera viðbúna langvinn- um bardögum og erfiðum tim- um. Hann skýrði þá um leið frá því að stjórnin hefði ekki í hyggju að slita stjórnmálasam- bandi við Pekingstjórnina, en mörg indversk blöð hafa lagt til, að það verði næsta skref stjórnarinnar, í viðskiptum við Kína —. • Eiga von vopna frá USA. Indverjum hafa þegar borizt vopn frá Bretlandi ag í daig tál- kynnti Bandaríkjastjórn, að hún muni selja Indverjuim vopn. Þyikir líklegast að hraðað verði vopnasendingum frá birgðastöð í Thailandi, og þá búast við því, að þau verði komin til Indlandls upp úr miðri vikunni Senddherra Bandaríkjanna I Nýju Delhi, Cenneth Galbraith afhenti Nehru forsætisráðherra í dag bréf frá Kennedy forseta, þar sem hann lýsir fullum stuðn- ingi sínum við indversku stjórn- ina ag sendir þjóðinni samúðar- kveðjur sínar Ennfremur hefur Adenauer, kanzlari V-Þýzkalands lýst yfir stuðningi sínum við stjórn Ind- lands í baráttunni gegn Kínverj- um • Kennedy svaraði strax Það var upp úr hádeginu á •unnudag, sem Moskvuútvarpið íkýrði frá ákvörðun Krúsjeffs. Hún kom víðast mjög á óvart, en hefur verið almennt fagnað um nllan heim. — Útvarpið skýrði frá því, að Krúsjeff hefði sent orðsendinguna til Kennedys for- •eta, — en Kennedy hafði svar- að þó nokkru áður en hún barst honum í hendur. Fagnaði forsetinn henni mjög og lýsti því yfir, að þessi ákvörð un Krúsjeffs væri honum til •óma, sem þjóðarleiðtoga, og mik ilsvert tillag til varðveizlu frið- arins. — Sagði forsetinn ekkert því til fyrirstöðu, að samkomu- lag um frið á Karíbahafi gæti náðst á skömmum tíma, þegar eldflaugastöðvarnar og árásar- vopnin væru burt frá Kúbu, undir eftirliti Sameinuðu þjóð- anna. Brezka utanrikisráðuneytið fagnaði orðsendingunnd einnig þegar er hún var kunn, og sagði talsmaður ráðuneytisins, að nú væri lausn málsins aðeins undir því komin, að Krúsjeff stæði við heit sín. Fáum klukkustundum áður hafði Macmillan, forsætisráð- herra, sent Krúsjeff bréf, þar sem hann lagði áherzlu á stuðn- ing brezku stjórnarinnar við á- kvarðanir Kennedys og kröfur hans um að eldflaugastöðvarnar á Kúbu yrðu fjarlægðar. Hvatti Heillaóskum rignir yfir Kennedy og Krúsjeff Vonbrigði í Peking? London og Moskvu, 29. okt. — (AP-NTB-Reuter) — • STJÓRNMÁLALEIÐ- TOGAR og dagblöð vítt um heim hafa fagnað mjög á- kvörðun Krúsjeffs um að rífa niður eldflaugastöðvarn- ar á Kúbu og flytja þaðan árásarvopn undir eftirliti Sameinuðu þjóðanna. Hefur heillaskeytum rignt yfir þá Kennedy og Krúsjeff og er þeim víðast hælt fyrir góða forystuhæfileika, dirfsku og vizku. Q Víðast á Vesturlöndum er þessi þróun deilunnar tal- in mikill sigur fyrir Kennedy — þó er á það bent, að Krús- jeff kunni að hugsa gott til glóðarinnar og reyna að not- Kennedy. færa sér þetta friðarskref sítt síðar. — • Dagblöðin víðsvegar um heim fagna því að framundan virð- Framhald á bls. 28. Krúsjeff.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.