Morgunblaðið - 30.10.1962, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.10.1962, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 30. október 1962 MORCUNBLAÐIÐ u íslenzk listakona sýnir í Washington Atralska leiki :tið Sautjánda brúðan, sem sýnt er í Þjóðleik- húsinu um þessar mundir, hefur hlotið ágæta dóma gagnrýn- enda og þykir í alla staði athyglisverð sýning. Það er ferskur og allsérstæður blær yfir leiknum. — Myndin er af Jóni Sig- urbjörnssyni og Guðbjörgu Þorbjarnardóttur í hlutverkum sínum. —■ Sýning Bfarna Jónssonaif LAUGARDAGINN 22. sept. sl. var opnuð í einkasafni í Was- hin'gton sýning á verkum lista- konu, sem fædo er á íslandi. Kona þessi nefnist Ragnheiður Jónsdóttir. Var Thor Thors sendi herra fenginn til þess að opna sýninguna. Þetta er fyrsta einka- sýning Ragnheiðar, og sýnir hún þarna 18 landslagsmyndir — tólf stór olíumálverk og sex klippi- myndir. Verða myndir hennar til sýnis í þrjár vikur á safni, sem nefnist The Washington Gallery of Art. Gagnrýnendur á staðnum telja verk Ragnheiðar sköpuð í ab- strakt-expressionistiskum stíl en listakonan sjálf er hins vegar ekki á sama máli. „Myndir mín- ar eru í rauninni ekki abstrakt, þar sem þær eru allar á ein- hvern hátt tengdar náttúrunni, segir hún. „Landslag það, sem ég minnist frá æskuárunum, hef ur mótað myndir mínar.“ Hin mikla víðátta íslands hefur þann ig mjög orðið til þess að móta myndir hennar, enda segir hún sjálf, að hún reyni sífellt að skapa einhverja „víðáttutilfinn- ingu“ í verkum sínum. Þrjár af myndum Ragnheiðar eiga sér fyrirmynd í síðasta Öskjugosi. Einnig má sjá mynd- jr í rauðum djörfum litum, sem listakonan hefur gert undir á- hrifum frá Heklugosinu 1947. f mynd, sem Ragnheiður nefnir „Esja“, ríkdr skærblátt og skjannahvítt. Þó hefur Ragnheiður ekki sótt ellan efnivið sinn til íslands. „Truro“ bregður upp mynd af fiskiþorpi á Gape Cod, þar sem 7. ÚTGÁFA af Kennslúbók í landafræði handa gagnfræðaskól um, eftir dr. Bjarna Særmunds- son, fyrrv. yfirkennara, er ný- komin út. Einar Magnússon, menntaskóla kennari, annaðist endurskoðun bókarinnar. Hann sgeir m.a. í formála að útgáfunni: „Landafræði dr. Bjarna Sæm- undssonar er nú hálfrar aldar gömul, en hún var upphaflega samin handa gagnfræðadeild Menntaskólahs í Reykjavík og gagnfræðaskólanum á Akureyri, Yfir36þúsundfjár s'?trað á Hvamms- tanga STAÐARBAKKA, 23. okt.: — Hlýviðri, en mjög úrfellasamt hefur verið hér undanfarið, ár og lækir sem í vorleysingum. Ekki urðu þó neinir skaðar af vatna- vöxtum. í dag er þurrt og bjart veður, en frost var allmikið í nótt. Slátrun á sauðfé er að mestu lokið á Hvammstanga, , Slátrað var yfir 36 þús. fjár, og er það fleira en nokkru sinni áður. Væn leiki dilka var nokkru minni en 6.1. haust. Héraðssýning á hrútum var haldin s.l. sunnudag fyrir Vestur- Húnavatnssýslu. Sýndir voru 35 hrútar, 11 fengu heiðursverðlaun. Bezti hrútur sýningarinnar var dæmdur Kvistur, veturgamall, eign Einars Jónssonar, Tannstaða bakka. Dómarar voru Halldór Pálsson og ráðunautarnir Egill Bjarnason og Sigfús Þorsteinsson. Töldu þeir að nú væru sýndir hér betri gripir en fyrir fjórum árum. B. G. listakonan hafðist við í fyrra. Listakonan, sem fæddist í Reykjavík og s'undaði nám við Háskóla íslands, kom til Banda- ríkjanna árið 1943 og gerðist einkaritari við íslenzka sendi- ráðið í Washington. Síðar stund- aði hún háskólanám í málaralist og hafa myndir hennar verið sýndar á samsýningum undan- farin fimm ár. Verk hennar hafa sézt á Corcoran-listasafn- inu, Baltimore-listasafninu og á vegum Félags listamanna í Was- hington. Ragnheiður hefur búið, í Was- hington 1 nítján ár, og telur hún höfuðborgina tilvalinn vinnu- stað. „í Washington nýtur lista- maðurinn þess að geta lifað ró- legu lífi í þægilegu umhverfi, sem veitir mikla uppbyggjandi hvatningu," segir Ragnheiður. Ragnhe.iður er kona Donald F. Ream, eðlisfræðings hjá banda- ríska sjóhernum. Segir frúin, að sér finnist bagalegt að vera lengi að heiman frá Washington. Engu að siður segir Ragnheiður, sem dvaldist hér á íslandi í sjö vik- ur í sumar, að íslenzkt landslag sé henni sífellt ofarlega í huga og veiti henni ómetanlegan inn- blástur. „Því miður get ég ekki fylgzt með því, sem íslenzkir lista- menn eru að gera“, bætti Ragn- heiður við. „Ég kem yfirleitt til Reykjavíkur á sumrin, og þá er oftast lítið um listsýningar." En Ragnheiður vonast samt tii að geta heimsótt ættland sitt að hausti eða vetri til, svo að hún geti séð, hvað fram fer í heimi íslenzkra lista. en var siðan tekin upp í flestum gagnfræða- og unglingaskólum landsíns. Stóð svo í fjóra áratugi, og sýnir það bezt kosti þessarar kennslubókar, enda var dr. Bjarni ekki aðeins fróbær vís- indamaður á sínu sviði, heldur líka fjölmenntaður maður með víðtæka yfirsýn á almenna menntun. Síðast kom bókin út 1948.“ „Þessi nýja (sjöunda) útgáfa er gerð eftir 4. útg. frá 1937, síð- ustu prentun bókarinnar, sem höf. sjálfur gekk frá. Bókin er óbreytt í öllum höfuðatriðum. — Þær breytingar, sem gerðar hafa verið, eru aðeins þær, sem leitt hafa af stjórnmála- og atvinnu- þróun síðustu áratuga. En eins og höfundur segir í formála 2. útg. frá 1920, er landafræði „jarð lýsing ...... og hefur varan- þjóðhöfðingjum sé steypt af legt gildi, þótt ríki kollvarpist og stóli“ .... Sums staðar hefur ver ið vikið við orðalagi eða efnis- röð. — Nokkrir nýir smákaflar eru í bókinni. Helztir eru „Saga jarðarinnar“ og „Jökultíminn“. Hefur dr. Sigurður Þórarinsson, jarðfræðingur, samið báða, og kann ég honum beztu þakkir fyr- ir það og margvíslega aðra hjálp.“ _ Útgefandi er ísafoldarprent- smiðja h.f. KENNSLA Lærið ensku á mettíma Fámennum bekksögnum kennt af útlærðum kennurum frá Oxford. Beztu rafeindatæki, sem til eru i Evrópu. Engin aldurstakmörk. Námskostnaði stillt i hóf. Þægileg herbergi. Gott viðurværi. Xhe Regency, Ramsgate, England (Dover 20 km. London 100 km) Trygging yðar: Stofnun vor er viðurkennd af Menntamálaráðuneytinu ÞAÐ er önnur sýning Bjarna Jónssonar, sem nú stendur í Listamannaskálanum. Yfir sjötíu myndir eru þar til sýnis, og er það vægast sagt, nokkuð ósam- stæður hópur. Jafnvel svo, að erfitt er að gera sér grein fyrir, hvernig málari Bjarni Jónsson er. Það er sumt laglegt á þessari sýningu, en það nægir hvergi til að geta gefið þá yfirlýsingu, að þetta sé góð sýning. Þessi sýn- ing vekur jafnvel efa um hverja hæfileika Bjarni Jónsson hafi sem málari. Bjarni Jónsson er mikill hag- leiksmaður, og verður það hon- um oft eins og til hins verra, þegar hann glímir við viðfangs- efnið. Það er eins og hann fái fljótlega skemmtilegan árangur í myndir sínar og að það nægi honum í það og það skiptið. — Hann vantar sjáanlega það út- hald við verkefnið, sem er nauð- synlegt til að skapa gott lista- verk. Að öðrum kosti er sú ‘hætta yfirvofandi, aði yfir- borðið sjálft verði innihald verksins. Þetta er vandamál, sem Bjarna hefur ekki tekizt að leysa og ég held að hann hafi spennt bogann of hátt með því að efna til sýningar í jafn stóru húsnæði og Listamannaskálan- um. Mín skoðun er sú, að hon- um hefði nægt að velja það bezta úr verkum sínum og halda litla snotra sýningu, sem ég held að honum hefði tekizt, með nægi- legri sjálfsgagnrýni. En hvað um það, ég er ekki hrifinn af þessari sýningu, og þó ég sé all- ur af vilja gerður, þá get ég ekki fundið neina þá kosti, sem vega á móti því sem miður fer. Bjarni hefur unnið af miklum áhuga, og hann kemur víða við, en það er eins og hann hafi ekki skilið hið innra eðli málaralist- arinnar. Hann hefur breitt lita- spjald, en notar það ekki sjálf- stætt, til að maður trúi á myndir hans. Hann veit ýmislegt um myndbyggingu, en það er eins og hann upplifi hana ekki við út- færslu á myndflötinn. Tíminn einn sker úr um það, hvernig framvinda málverksins verður hjá Bjarna Jónssyni, en ég er hræddur um, að hann verði að gera betur ef hann ætlar sér að ná verulegum listrænum á- rangri. Móti vöruskemmu við Grandagarð Fréttatilkynning - Á FÉLAGSFUNDI í Skipstjóra* og stýrimannafélaginu ALDAN 24. 10. 1962 var tekið til umræðu ákvörðun Hafnarstjórnar um að láta reisa vöruskemmu á Togara- bryggjunni við Grandagarð, er síðan yrði framleigð Eimskipa- félagi íslands H.F. fyrir lager- pláss og út og uppskipun úr skip- um félagsins. Miklar umræður urðu um málið og hiti í umræðunum. Töldu fundarmenn þetta mjög vanhugsaða ákvörðun og algjört tillitsleysi gagnvart útgerð fiski- skipa frá Reykjavíkurhöfn. Var í þessu sambandi bent á eftirfar- andi staðreyndir: 1. Athafnasvæði fyrir fiski- skipin í Vesturhöfninni er nú þegar of lítið og þarfnast marg- víslegra umbóta. 2. Reikna má með að á næsta ári bætist við fiskiskipaflotann, er gerður verður út frá Reykja- vík, 8 til 10 fiskiskip um og yfir 200 tonn hvert. 3. Síaukin athafnaþörf fiski- báta í Reykjavíkurhöfn þeirra, er koma víðsvegar að á landinu, þar sem ætla má að haust- og vetrarsíldveiðin verði á næstu árum stunduð af 130 til 150 bát- um. 4. Það er ekki samrýmanlegt að byggja upp stórskipaaf- greiðslu í fiskihöfn, enda þekkist það hvergi. Þetta mundi ofbjóða allri umferð á athafnasvæði vest urhafnarinnar og í gegnum mið- bæinn. Fundurinn samþykkti einróm* að skora á Hafnarstjórn að beit* sér fyrir því að bæta aðstöðu fiskibátanna í vesturhöfninni og brýna nauðsyn bæri til að byggja þar upp nú þegar athafnaplás* fyrir útgerð og fiskiðnað. Frá Jfeklu Austurstræti 14 Sími 11687 Sendum hvert á land sem er Góðir greiðsluskilmálar Valtýr Pétursson. Til söíu í smíðum 6 herbergja íbúðir við Skipholt, tilbúnar undir tré- verk og málningu, með tvöföldu gleri. Húsið múrhúðað að utan. Hagkvæmir greiðsluskilmál- ar. 2ja, 3ja og 6 herbergja íbúðir við Bólstaðahlíð til- búnar undir tréverk. Allt sameiginlegt fullfrá- gengið. 5 herbergja íbúð við Rauðalæk tilbúin undir tré- verk. Bilskúr fylgir. Húsið fullfrágengið að ut- an. Tvöfalt gler. MÁLFLUTNINGS- og FASTEIGNASTOFA Agnar Gústafsson, hdl. Björn Pétursson, fasteignaviðskipti. Austurstræti 14, símar 17994 og 22870. Utan skrifstofutíma 35455. 7. útgáfa af landafræði BJarna Sæmundssonar Hdlf Öld frd þvi bókin kora fyrst út

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.