Morgunblaðið - 30.10.1962, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.10.1962, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 30. október 1962 MORGVNBLAÐIÐ 13 Jón H. Þorbergsson, LaxamýrS: Kirkjan er á undanhaldi KIRKJAN er á undanhaldi fyrir vaxandi vantrú fólksins í land- inu og tómlæti um eilífðarmálin. Hún þarf að hefja mikla sókn á þennan ófögnuð. Kirkjunnar og trúarinnar menn verða að gangast fyrir því að fram fari könnun og taln- ing á öllum heimilum þjóðkirkj- unnar í landinu, á eftirtöldum atriðum: 1. Hve margt fólk, 16 ára og eldra, les daglega í heilagri ritn- ingu, af trúarlegri þörf. Hve margt fólk lítur í hana stöku sinnum og hve margir opna hana aldrei. 2. Hve margt fólk virðir helgi hvíldardagsins. 3. Hve mörg hjón eða mæð- ur láta börn sín biðja kvöld- eða morgunbænir. 4. Hve mörg heimili hafa guðræknisstundir með heima- fólki og hve margt fólk biður daglega til Drottins. 5. Hve margt fólk fer í kirkju til að leita sambands við Drottin, hve margt fólk sækir kirkju að staðaldri og hve margt kemur þar aldrei. 6. Hve margt fólk hlýðir á morgunbænir útvarpsins, kl. 8 á morgnana og hve margt fólk hlýðir með andakt á messur í útvarpinu. 7. Hve margir trúa því að óvinurinn sé til og sitja á svik- ráðum við mennina. 8. Hve margir játa sig, af þjóðkirkjufólki, að vera heið- ingjar. Með sVona athugun mætti ná miklu yfirliti um trúarlegt á- stand fólks, sem telur sig til- heyra þjóðkirkjunni. Það mundi veita henni starfsgrundvöll í nýrri sókn á hendur vantrúnni með þjóðinni. Sú sókn yrði að hafa það að takmarki að koma á almennri vakningu í landinu í orði Drottins, í trúnni. Haraldur Böðvarsson Síldveiðisamningar NÚ BR liðinn rúmlega mánuður (25. sept.) frá því L.ÍÚ skrifaði sj ómannasamtökunum með ósk um að samningatilraunir gætu faafizt sem fyrst. .Margir fundir hafa verið faaldnir og síðasti í nótt með sáttasemjara ríkisins. og stóð faann til klukkan 5 í morgun, 27. okt., en án árangurs. Þessar umleitanir eru komnar í algjöra sjálfiheldu og má líkja þessu ástandi við geiturnar tvær, sem mættust á miðri mjórri brú, en báðar þóttust hafa sama rétt til hennar, favorug vildi víkja, svo stönguðust þær þar til báð- ar féllu 1 ána og drukknuðu.' Mér er sagt að báðir aðilar séu staðráðnir í því að halda á- fram þessari deilu fyrst um sinn til áramóta. Ég ’hygg að allir heilvita menn hljóti að viður- kenna að þetta sé óverjandi á- stand. Það verður að finna einfaverja færa leið út úr þessum ógöng- um, til að forða frekari vánd- ræðum, því deila þessi er öll- um til tjóns og ég er viss um, að bæði sjómenn og útgerðar- menn eru búnir að fá nóg í bili og vilja fyrir favern mun að þetta ástand hætti tafarlaust. Gerðardómslögin marg um töl- uðu björguðu miklum verðmæt- um ' sumar er leið — því verð- ur ekiki mótmælt — og mér er það í fersku minni, hve glaðir menn urðu, bæði sjómenn og út- gerðarmenn, hinn 24. júní s.l., þegar útvarpið tilkynnti kl. 18,00 að verkfallið væri leyst með lög- unum. RSkisstjórnin getur ekki lát- ið þötta stórimál a£skip|glaust lengur, hún verður að taka það nú þegar föstum tökum og finna lausn á því. Síldveiðarnar byrjuðu hér á Akranesi 14. okt. í fyrra og afl- aðist á 18 báta til áramóta sam- tals 135, 753 tunnur eða að meðal tali 7542 tunnur þ.e. 754,2 tonn á bát. Nú er allt betur búið í hag- inn en þá, 'hægt að verka í salt, flök og frystingu, tiltölulega miklu meira magn og markaðs- möguleikar mifclu betri. Akranesi, 27. okt. 1962. Haraldur Böðvarsson. FSytja út saðtkjöt til IMoregs Blönduósi, 29. október. SAUÐFJÁRSLÁTRUN hófst hér 13. september og lauk 20. októ- ber Slátrað var 42 þúsund fjár og er það 2500 kindum fleira en í fyrra. Meðalþungi dilka varð 13.97 kg en var 14.04 kg í fyrra. Þyngsti dilkurinn var 30.1 kg. Eigandi hans var Ingólfur Bjarna son ,bóndi á Bollastöðum, Blöndu dal. Þetta mun vera þyngsti dilk- ur, sem slátrað hefur verið á Blönduósi. Söltuð voru 40 tonn af stór- Aöggnu dilkakjöti, sem verður flutt út til Noregs. Allt annað kjöt var fryst og hafa þegar verið flutt út 300 tonn á erlendan mark að. Flokkun var talsvert betri nú en f fyrra. Rúmlega 100 manns vann að sláturstörfum og með- ferð kjöts og annara sláturaf- urða. í haust var sú nýbreytni tekin upp við frystingu á kjötinu, að það var fryst 3 til 4 klukkustund um eftir að kindinni var slátrað. Áður var það látið hanga uppi í 12 klukkustundir og síðan sett í forkæli áður en fryst var. Þessi breyting var gerð í samráði við yfirkjötsmann og yfirdýralækni. Þótti hún gefast vel og er talin til frambúðar. Stórgripaslátrun hófst 25. þ. m. og lýkur henni 10.—12. nóvem- ber. Áætlað er að slátra 200 naut- gripum og 1100 hrossum, mest folöldum. — Fréttaritari. , HELG-E Ingstad kom við hér í gærdag á leið sinni til Nor- egs. Hann er nú að koma frá • fimm mánaða dvöl í Ný- fundnalandi, þar sem hann i hefur dvalizt við rannsóknir á rústum, sem hann telur leif- ar eftir byggð Vínlandsfara. Við hittum Ingstað að máli þar sem hann er að snæða í ’ Tjarnarcafé, en hann var far- þegi með flugvél frá Loftleið- , um en Loftleiðir bauð faluta leiðangursins ókeypis flug ferðir. — Hvað getið þér að svo átöddu sagt okkur um árangur aí leiðangrinum? — Hann er mjög velheppn- , aður. Við höfum fengið ákaf- ; lega góðar niðurstöður. Það eru yfirgnæfandi líkur fyrir að norrænir menn hafi dval- izt þar kringum árið 1000. . — En fullnaðarniðurstöður eru ekki enn komnar? ; — Nei, vísindamennirnir verða að fá sinn tíma til að vinna úr rannsóknunum. Við > höfum tekið mörg sýnishorn, sem þarf að ákvarða nánar , með hliðsjón að aldri og menningarsögulegu gildi. — Og hvað vilduð þér segja • um íslenzku vísindamennina, sem voru með yður? > — Við vorum ákaflega á- nægðir að hafa þá með, og það var mjög mikið gagn af því. Þeir eru mjög duglegir og færii og það var ánægju- > legt að starfa með þeim. Kristján Eldjárn gróf þarna meðal annars fram smiðju, sem er óhugsanlegt að Eski- móar eða Indíánar hafi getað ’ gert. Annars fundust þarna hjá líka byggðir Eskimóa, en Áætlunarbílar Mosfellssveitar BREYTING verður á brottfarar- tíma áætlunarbíla Mosfellssveit- ar frá og með 1. nóv. Fyrsta ferð frá Reykjavík verður kl. 7 á morgnana alla virka dága, en kl. 12.45 á sunnudögum. Síðasta ferð frá Reykjavík verður kl. 6 e.h. á mánudögum, þriðjudög- um, fimmtudöigum og föstudög- um, en kl. 23,15 á sunnud'ögum, miðvikudögum og laugardögum. — Brottfarartímar úr Mosfells- j sveit breytast tilsvarandi. frá seinni tíma. — Og hvað hafið þér starf- að síðan hinn hluti leiðang- ursins fór? — Ég hef núna í tvo mán- uði farið norður um Labra- dor, til að reyna að finna fleiri ummerki, en það bar engan jákvæðan árangur. Núna er ég Svo á heimleið aft- ur. Ég er búinn að vera að heiman í fimm mánuði. — Hvernig veður fenguð þér í leiðangrinum? — Veðrið var alveg voða- legt fyrstu fjórar.vikurnar, og eftir það var yfirleitt ýmist rok eða rigning. Það var skárst núna þassa síðustu tvo mánuði. — Og þér teljið yfirgnæf- andi líkur að tóftirnar þarna séu leifar af norrænni byggð. — Aldursrannsóknir standa nú yfir á ýmsum sýnishornum sem Áð tókum, en nú þegar tel ég að það séu yfirgnæf- andi líkur á að svo sé. Það , er bæði lögun húsanna, smiðj- ' an og munirnir, sem við fund um þarna. — Getið þér nokkuð sagt um það hversu lengi þessi byggð hefur staðið? 1 — Nei, en það er greini- legt, að þarna hefur ekki verið > tjaldað til einnar nætur. Hag- sýnir menn, eins og þ arna hafa verið að verki, hefðu ' varla farið að byggja svo ram- leg hús til sumardvalar eða ' vetursetu. Annars er eftir að rannsaka það nánar, og þá sérstaklega með hliðsjón til menningarsögu. < í þessu komu þarna aðvíf- andi Kristján Eldjárn og Þór- hallur Vilmundarson. Urðu ' þarna fagnaðarfundir, og okk- ur gafst ekki lengur færi á ' þeim Ingstad og ljósmyndara hans. Helga Ingstad og Hans Hvide Bang, ljósmyndari leiðangursins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.