Morgunblaðið - 30.10.1962, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.10.1962, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 30. október 1962 Hjartans þakkir færi ég öllum þeim, sem glöddu mig með gjöfum, heimsóknum og skeytum á 75 ára afmæli mínu 29. sept. sl. — Guð blessi ykkur öll. Ambjörg Sigurðardóttir, Sunnubraut 17. — Keflavík. Sendisveinn á ritstjórnarskrifstofu okkar. Vinnutími frá kl. 1—6 e.h. Prentari óskast strax. Prentsmírjan Sióbr hf. , Sími 24216. Konu vantar til eldhússstarfa frá kl. 9—2 daglega. Upplýsingar í Barnaheimilinu Laufásborg. — Sími 17219. Sumargjöf. Maðurinn minn og faðir okkar JÓN BJARNASON, múrari andaðist að sjúkrahúsi Selfoss aðfararnótt 28. þ.m. Jenný Jónsdóttir og dætur. Bróðir minn JÓN BJARNASON frá Svínafelli, Öræfum, Efstasundi 87, verður jarðsunginn frá * Dómkirkjunni miðvikudaginn 31. þ.m. kl. 10,30. — Athöfninni í kirkj- unni verður útvarpað. — Fyrir hönd systkina hins látna. Þórballur Jónsson. Þakka af alhug auðsýnda samúð og hluttekningu við andlát og útför VALGEIRS GEIRSSONAR. Guð blessi ykkur öll. Fyrir hönd vandamanna. Asthiidur Jóhannesdóttir. Öllum þeim, sem auðsýndu mér og öðrum aðstandend- um samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns JÓNS M. ÁRNASONAR verksmiðjustjóra, þakka ég af heilum hug. Einnig flyt ég fyllstu þakkir öllum þeim, sem á einn eða annan hátt heiðruðu minn- ingu hins látna. Dagmar Sveinsdóttir. Ynnilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við fráfalí og jarðarför sonar okkar MAGNÚSAR BENEDIKTSSONAR Benedikt Hannesson, Hallfríður Magnúsdóttir. Hjartanlega þakka ég öllum, sem sýndu mér samúð og margskonar vinarhug við andlát og jarðarför manns- ins míns PÁLS GÍSLASONAR Víðidalsá. Sérstaklega þakka ég þeim, sem lögðu á sig löng ferða- lög til að geta fylgt manninum mínum síðasta spölinn. Guð blessi ykkur öll. Þorsteinsína Brynjólfsdóttir. Hafa Norðuriandabúar kfknað undan veimesuninni? H£R Á LANDI var staddur sænski þingmaðurinn, James Dickson, sem er einnig Kammer herra Svíakonungs og ötull bar- áttumaður Siðvæðingarhreyfing- arinnar. í samtali við fréttamann Mbl. skýrði þingmaðurinn svo frá, að embætti Kammerherra væri ekki mikið annað en titillinn nú orðið. — Hann kvaðst vera í þjónustu konungs, og kallaður til, þegar væru opinberar heimsóknir, kon ungleg brúðkaup og jarðarfarir. James Dickson er þingmaður íhaldsflokksins sænska og hefur setið á þingi í meira en tvo ára- tugi. Hann skýrði svo frá, að þinginu væri skiþt í tvær deildir, „Fyrstu deild“, þar sem sitja 150 þingmenn og „Aðra deild-“ eða fulltrúadeild, þar sem sitja 232 þingmenn. Sósíaldemokratar hafa meiri hluta í báðum þingdeild- um. — Fulltrúar til Annarrar deild ar, sagði Dickson, að væru kosn- ir til fjögurra ára í senn. En til Fyrstu deildar fara fram kosning ar hvert ár, þannig að kosið er í einhverjum tveim kjördæmum hverju sinni og endurnýjast deild in þannig smátt og smátt. Sænskum þingmönnum er skylt að búa í kjördæmi sínum, nema um þingtímann, en þingið stendur frá miðjum október til miðs desember og aftur frá janú- arbyrjun og fram í maí. Hafa þá magir fjölskyldur sínar hjá sér í borginni. X. O. G. T. Ungtemplarafélagið Hrönn heldur fund að Fríkirkjuvegi 11 kl. 3.30 í kvöld. Félagar fjöl- mennið. Stjórnin — Hefur íhaldsflokkurinn sænski sérstakt málgagn eða á hann einhverja aðild að Svenska Dagbladet? — Flokkurinn kemur hvergi nærri Svenska Dagbladet, það er í eigu sérstaks hlutafélags. Á hinn bóginn gefur flokkurinn út vikublað „Midborgaren" í Stokk hólmi og flytur það eingöngu stj órnmálafréttir. — Að fylgi til, segir Dickson, er íhaldsflokkurinn þriðji stærsti flokkúrinn næstur Sósíaldemo- krötum og Frjálslyndum. Þar næst koma Miðflokkurinn og kommúnistar. Stefna þeirra er sú hin sama í Svíþjóð og stefna kommúnistaflokka annars staðar í heiminum. Mín skoðun er sú, heldur hann áfram, að margir helztu forvígismenn kommúnism ans komi aldrei fram opinber- lega í sínum flokki, heldur í öðrum stjórnmálaflokkum — og ekki aðeins í Svíþjóð heldur og og víða annars staðar á Vestur- löndum. Fólk gerir sér almennt ekki grein fyrir þessu, því að það þekkir ekki hugmyndakerfi kommúnismans. Og algengt er að fólk geri sér alls ekki Ijóst, hvað hugmyndafræði merkir. Ef þér spyrjið menn til dæmis hver sé lífsskoðun þeirra, er algengt svar, að þeir viti það ekki, hafi ekki hugsað um það. En sérhver maður ætti að mynda sér vel upp byggða lífsskoðun, vita fyrir hverju hann ætlar að berjast og til hvers að lifa. — Er þessu svona farið í heima landi yðar? — Já, — í landi, þar sem lífs- kjörin eru góð, er hætt við að fólk hugsi meira og meira um öryggi og stundaránægju og van meti andlegt líf og starf. Það þarf sterkt bak til þess að þola vel- gengni og ég er hræddur um að auglýsir J/eanette c/1 ucaó fegrunarsérfræðingur frá hinu heimsþekkta franska snyrtivörufyrirtæki- LANCOME, verður til viðtals í verzluninni fyrir viðskiptavini okkar í dag, þriðju- daginn 30. október, miðvikudaginn 31. október og fimmtudaginn 1. nóvember kl. 10—12 og 2,30—6 e.h. Símanúmerið er 14445 Höfum kaupanda að allt að 600 ferm. iðnaðarhús- næði. — Mikil útborgun. ISésaval Hverfisgötu 39. — III.hæð. íbúar Norðurlanda, í þessu tilfelli Svíar, hafi kiknað undir vel- meguninni. En það getur aldrei veitt manni fullnægingu að lifa eingöngu fyrir sjálfan sig og sína stundargleði. — Um alla sænsku þjóðina liggur víglína baráttunnar milli efnis — og stundarhyggjunnar og siðfræðilegra hugmynda. í Sví- James Dickson þjóð er geysimargt vel gert og víða gott skipulag, en vel skipu- lagt þjóðfélag, þar sem ríkir and- leg auðn, er ekki gott. Fólk, sem kemur til okkar frá Asíu og Afríku, sér þetta oft fljótt. Það segir: Það er hreinasta undur, hve öllu er vel fyrirkomið hér í Svíþjóð, en það er eins og fólk- ið sé ekki hamingjusamt, Hvernig má það vera?“ ★ ★ ★ — Er algengt að ungt fólk frá þróunarríkjunum komi til náms í Svíþjóð? * — Frá þessum ríkjum koma alltaf nemendur af og til og fer fjölgandi, einkum til háskóla- náms. En þeir vilja dragast fijótt út í þetta venjulega stúdentalíf, dryikkju og ábyrgðarleysi. Ég vil taka fr„m í þessu sambandi, að ég tel mína eigin kynslóð hafa skapað þetta andrúmsloft. Okkur liefur ekki tekizt að gefa yngri kynslóðin... nægilega innih-lds- ríkt líf er h_Idi hciiiu frá ' rl mörgu --ei.lh.oUiíi, sem verða á leiðinni, þar sem efnaleg gæði eru svo mikil. Á Unga kynslóðin þarfnast ein- hvers markmiðs að keppa að, eitt hvað að lifa fyrir, og það getur Siðvæðingarhreyfingio veitt henni. j Sú hin mesta hætta, sem blasir við mannkyninu nú er ekki atómsprengjur og kommún. ismi, þótt þessi öfl séu eyðandi — heldur er mesta hættan fólg- in í uppreisninni gegn Guði, of- mati á efnalegum verðmætum og vanmati á andlegum verðmætum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.