Morgunblaðið - 30.10.1962, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.10.1962, Blaðsíða 20
20 MORGUN BL AÐIÐ Þriðjudagur 30. október 1962 ^HOWARD SPRINGv. 69 RAKEL ROSING og veslingarnir, sem höfðu fengið loforð fyrir hinum hlutverkun- um, héldu samkomur með sér, sem minntu mest á jarðarfarir. Guði sé lof. hugsaði Mina: þau gætu öll tekið gleði sína aftur í dag. Vafalaust höfðu allir í leik- flokknum fengið samskonar bréf og hún, þar sem sagði, að skipta- ráðsmenn Hansfords treystu sér til að setja leikritið upp, í þeirri sannfæringu, að það gæti fært dánarbúinu ágóða, og að æfing- ar mundu hefjast innan skamms. Þá datt Minu í hug Chichester. Það vai þar, sem Maurice var í sumardvöl. Hún vonaði, að hún hitti hann ekki. Henni mundi líða hræðilega ef svo færi. Þolinmæði hans og góðmennska hitaði henni í hamsi, þegar hún minntist þeirra Julian og Rakelar. Nei, hún vildi helzt ekki hitta Maur- ice fyrst um sinn. Ekki svo að skilja að Julian Og Rakel væru eins ósvífin og þau höfðu verið. Þau voru samt töluvert saman, en Mina varð þess vör, að þau gættu nú alls velsæmis. Rakel hafðist nú aftur við heima hjá sér. Mina var hætt að vera á glóðum um, að hún mundi finna silkisokka og nærföt af henni hangandi á stólbaki, þegar hún kæmi að heimsækja Julian. Við skulum vona, að þetta jafni sig, bað hún innilega í huganum, er hún hljóp niður stigann til að hitta Charlie. 2. Hún hafði ekki búizt við svona yndislegu veðri. Gamli bíllinn hans Charlies drundi gegn um akrana í Suzex, sem lágu dreym- andi í júlísólinni, og loksins var komið að veðhlaupasvæðinu. — Minu fannst þetta yndislegt, jafn- vel þótt engin veðhlaup stæðu til boða. , Sérðu til, Charlie, sagði Mina, ég veit bara ekki hvort það hef ur verið hyggilegt af þér að fara með mig hingað. Þegar maður er búinn að vera í svona indælu veðri, er ég hrædd um, að Krónu leikhúsið verði heldur um of ryk ugt fyrir mann. Eg ætla að verða hefðarkona og verð að ganga gegn um þessa venjulegu kvörn, fjrrst á allar ve.reiðar og svo til Skotlands að veiða lax. Hvílíkt sældarlíf ef ég bara væri o'ur- lítið heimskari en ég er! Auk þess býst ég við, að þá færi pabba fyrst að líka almennilega við mig. O, hann er alveg nógu ánægð- ur með þig, hafðu engar áhyggj- ur af því, sagði Charlie. Hann (hefði aldrei farið að setja pen- inga í þetta leikrit, ef hann hefði ekki trúað á það og fundizt þið Julian mátuleg til að verða fræg. Mina leit á hann steinhissa. — Þetta er vitanlega ekki annað en. tilgáta, sagði Charlie. En ég lít þannig á málið: Skiptaráðsmenn Hansfords, hafa það lítið fé handa milli, að þeir legðu aldrei út í svona fyrirtæki sjálfir. Þeir yrðu að hafa tryggingu, vertu viss. Þeir geta ekki trúað svo á nýtt leikrit eftir óþekktan höf- und, með óþekkta leikkonu í aðalhlutverkinu. Kemur ekki til mála. Jæja, þá er ekki annað en finna verndarengil fyrir fyrirtæk ið. Einhvern, sem vill ekki láta þetta niður falla, en vill heldur ekki koma fram opinberlega, og hefur sagt við ráðsmennina: Hald ið þið bara áfram, strákar. Ef þið tapið á því, skal ég borga brúsann. Og svarið er. Upavon lávarður. Þú ert að vaða reyk, Charlie, sagði Mina. Þetta er vitaniega skemmtileg tilgáta, og xannske rétt, en þrð er bara ekki pabbi gamli, sem hér hefur hringlað í peningapokanum. Eg hef þac oft heyrt hann og Hansford tala um ieikhúsrekstur að ég veit, að hann mundi aldrei fara að setja aurana sína í slíkt. Hann er antof varkár til þess. Hann hat- ar spákaupmennsku en elskar örugga fjárfestingu. Jæja, ef það er ekki pabbi þinn, hver er það þá? Það get ég ekki ímyndað mér. Eg er hrædd um, að þetta sé rangt til getið hjá þér frá rótum. En hún hélt alls ekki, að hann hefði á röngu að standa, Og hún gat vel látið séh detta í hug, hver velgerðamaðurinn væri. Þau höfðu notið ferðalagsins og horft eitthvað ofurlítið á veð hlaupin, sem hvorugt þeirra hafði teljandi gaman af, svo að þau lögðu brátt af stað heim á leið. Við skulum forðast mahnfjöld- ann, sagði Charlie um leið og hann setti þetta varahlutasafn sitt í gang og þau skröltu af stað áleiðis til Chichester. Þau voru komin í útjaðar borgarinn- ar þegar gamla beyglan efndi hótunina, sem hafði hangið yfir höfði eigandans síðustu mánuð- ina: hún bara stanzaði, eins og hjarta, sem hættir að slá, og þver neitaði að hreyfa sig framar. Allt var gert, sem hægt var eins og á stóð, en allt árang- urslaust. Ýmsir bílstjórar, sem framhjá fóru og hefðu svarið, að þeir réðu við allar þrautir bíla- tækninnar, buðu'hjálp sina og veittu, hristu höfuð sín og fóru leiðar sinnar. Nokkrir Levítar, sem óku hinumegin á veginum, fram hjá þeim, gerðu þeim engin skil, en loksins kom hinn misk- unsami Samverji á vettvang. — Það var stór og fínn bíll, sem stanzaði hjá þeim og Oxtoby steig út úr honum. Charlie og Mina buðu hann vel kominn með gleðiópum. Þér hefð uð ekki getað bilað á betri stað, sagði Oxtoby brosandi. Þið eruð rétt við dyrnar hjá hr. Banner- mann. Þetta er hliðið hans hérna hjá okkur. Ef þið viljið lofa mér að draga hann inn í skúrinn, skal ég reyna við hann hvað év get. Þannig dró fíni billinn hinn bilaða áfram, þennan bilaða, sem fyrir nokkru hafði fleygt þeim Julian og Rakel hvoru í annars faðm. Maurice sat' undir trénu í sömu stellingum og Rakel hafði skilið við hann. Hann var þessari tilbreytingu feginn. Hann sýndi gestum sínum mestu viðhöfn og brátt sátu öll þrjú að tedrykkju undir skugga trjánna. En Charlie sat ekki lengi. — Hann gat aldrei verið langt í burtu frá vél, sem verið var að gera við. Viljið þér afsaka mig, sagði hann. Mig langar að sjá, hvað Oxtoby er að hafast að. Þá kann ég það næst þegar bilar hjá mér. Þegar hin voru orðin ein, hellti Mina aftuf í bollann hjá Maurice. Hér er indælt, sagði hún. Já, svaraði Maurice, hér getur maður verið í ró og næði. Og það er það, sem ég hef þörf fyrir eins og er. Eg er búinn að vera ræningjaforingi nógu lengi og nú langar mig að njóta ráns- fensins. Hann brosti en Minu fannst brosið þreytulegt og dapurt. En þér hafið víst engan frið í yðar beinum, heldur þurfið alltaf að vera að vinna eitthvað — eins og Rakel. Við megum hrósa happi að hafa eitthvað að gera, sagði Mina. Það var hræðilegt áfall fyrir okkur öll þegar Cecil Hans ford dó og næstum ennþá verra, þegar það vitnaðist, að vesling- urinn var alveg á kúpunni. Þá héldum við öll, að allt væri úti um leikritið. En svo hefur ein- hver reynzt okkur vel. Hreint ekki, sagði Maurice. — Þetta hlýtur að vera slyngur kaupmaður, sem sér leik á borði að græða dálítið. Jæja, ég vona, að hann geri það. En við tökum þetta nú samt öll sem greiða, fyrst og fremst. Marilyn Monroe eftir Maurice Zolotov húsmóðurstörfum áður en hún færi að gifta sig. Hún fékk fyrir- tæki, sem Jane benti henni á, til að innrétta ibúðina og flutti þang að meðal annars píanó, sem mamma hennar hafði eignazt fyr ir tuttugu árum. Það lét hún mála ostruhvítt og hafði það í setustofunni. Bækur hennar og málverk skreyttu veggina, og heljarstór ljósmynd af Abraham Lincoln hékk yfir júminu henn- ar. Á kvöldin eldaði Marilyn spag- hetti og fleira þessháttar, sem þau Joe gerðu sér svo gctt af saman. Skolsky skrifar um þetta: „Eftir kvöldverðinn var Joe van- ur að teygja úr sér á legubekkn- um og horfa á kúrekamyndir í sjónvarpinu. f'arilyn var að læra hlutverkin sín og ráðgast við kunningjana í síma. Joe b'auðst aldrei til að hjálpa henni með skilning á hlutverki. Einstaka sinnpm gat hann komið með spakmæli, sem hafði orðið til við hans eigin reynslu: „Kærðu þig kollóttan um vinsældirnar, ef þú bara græðir“. Vaxandi velgengni gat ekki los að hana ið þessa kennd, að nún væri að fjarlægjast sjálfa sig. „Mér finnst eins og hitt og þetta komi ekki fyrir mig sjálfa held- ur einhverja aðra manneskju, sem stendur rétt við hliðina á mér“, var hún vön að segja. Eg er að vísu ekki mjög langt í burtu sjálf, og ég get fundið þetta og heyrt, en það er ekki ég sjálf í raun og veru“. í móttökusalnum í skrifstofu- byggingunni hékk nú mynd henn ar við hliðina á öllum helztu stjörnum félagsins fyrr og síðar, og svo öðluðust hendur hennar og fætur ódauðleika, fyrir fram- an Kínverska leikhús Graumanns við Hollywood Boulevard. - júlí 1953, lágu Jane og Marilyn hlið við hlið og þrýstu höndum sín- um í fljótandi gips, en ljósmynd- arar og fréttamyndamenn tóku myndir af atburðinum. Svo stigu þær fótunum í gipsið. Marilyn hafði stungið upp á því, að hún brygði út af vananum og settist heldur i gipsið — óbornum kyn- slóðum til uppbyggingar! En konan, sem bar upp þessa tillögu var sú sama sem hafði alltaf verið að berjast fyrir „al- varlegum" hlutverkum í „alvar- legum“ myndum, og hjá „alvar- legum“ leikstjórum. „Ævisaga er talin ítarleg, ef hún gerir grein fyrir sex eða sjö útgáfum af sömu persónunni, en margir gela haft þær hundrað eða þúíund“, segir Virginia Woolf einhversstaðar. Tvær út- gáfur af þeim þúsund, sem Marilyn átti til, voru í beinni andstöðu: Sú persóna, sem vildi koma nekt sinni á framfæri og hin, sem sótti að háu, listrænu marki. Þessi klofningur olli spennu, því að báðar þessar tilhneiging- ar voru sterkar. Ef hún sat heima og gluggaði í Freud, sagði leik- konan í henni, að Hún ætti að sýna sig. Ef hún tók þátt í aug- lýsingaleik hjá Kínverska leik- húsinu, gerði listakonan gys að henni og sagði, að hún væri að gera lítið úr sínum eigin list- rænu löngunum. En voru þá ekki þessar lang- anir orðnar breyttar? Nú hafði hún fengið allt, sem hún hafði þráð þegar hún var barn, þegar mamma hennar og Grace frænka fóu með hana út að ganga og sögðu henni ævintýrið um Mary Pickford. Barnið í henni var hrif ið af þessum táknum velgengn- innar. En jafnframt var því ógn- að af konunni, sem hún var smám saman að verða að.. Sem konu var henni ekki unnt að sætt ast við lífið, né heldur við kvik- myndaiðnaðinn, vini sína og sam verkamenn — og unnustann. Því í afstöðu sinni gagnvart Joe var hún eins og tvær per- sónur. Hvað hafði hin skáldlega Monroe að gera við þennan skrítna vöðvahnykil, sem teygði úr sér á legubekknum og sökkti sér niður í kúrekamyndir? Hún var einnig eins og tvær persónur gagnvart Hollywood og verðmætunum þar. Simone de Beauvoir segir í „The Second Sex“: „Undirokun stjarnanna í Hollywood er alkunna. Þær eiga ekki sjálfar líkama sinn; leik- stjórinn ákveður háralit þeirra, þyngd, vaxtarlag, útlit, breitir hökuboganum og dregur kannski úr þeim tennur. Svelti, leikfimi og mátanir, eru dagleg hrelling. Þær verða að fara í samkv-emi og gantast við karlmenn, undir fyrirsögninni „Opinber fram- koma“.... einkalíf þeirra er ekki annað en einn þáttur í opin- berri framkomu.... og kæn og greind kona veit, til hvers er ætlazt af henni. Sú stjarna, sem ekki vill beygja sig undir allar þessar kröfur, verður fyrir harð- neskjulegri en hægfara og óum- flýjanlegri afsetningu og henni er steypt af stóli. Vitanlega er nú leikstjórinn hvorki eins liarðleikinn, né stjarn an eins hlýðin og hér er greint, klæðast sinni raunverulegu ,^r- sónu. Og margar — einkum þær, en víst er um hitt, að stjörnurn- ar verða að nokkru leyti að af- sem hæst komast — fara smám saman að kunna vel við þetta uppgerðarlíf. Þær fá lyst á óhófs- lífi og smekk fyrir völdunum. Marilyn fannst Hollywood-okið áreynsla, en það varð æ erfiðara að komast hjá skyl-dum sam- kvæmislífsins. Hún var orðin op- inber stofnun, sem jafnvel íhalds sömustu menn voru farnir að taka eftir. Stöðugt vöru einhverjar opin- berar samkomur, sem hún var skylduð til að taka þátt í. Marzmánuður er sá tími, sem er einna mest undirlagður alls konar samkvæmum, því að þá eru allar „verðlaunaveizlurnar“. Bæði LOOK, REDBOOK og PHOTOPLAY úthluta þá sínum verðlaunum, og eins blöðin í Los Angeles og erlend blöð. Að ógleymdum Oscar-verðlaununum og öðru slíku. PHOTOPLAY MAGAZINE, sem er eitt hinna elztu og merk- ' ustu slíkra tímarita, hafði kosið Marilyn Monroe beztu stjörnu ársins 1953. Hún fékk verðlaunin afhent við kvöldveizlu, eins og haldin var árlega af þessu til— efni. Hún tók þá stefnu að koma fram sem hin mikla kynþokka- dís og leggja á það alla áherzl- una. Hún lét sauma sér kjól, sem tók öllu öðru fram í „dirfsku", og var svo þröngur, að það þurfti beinlínis , að sauma hann utan á hana! Di Maggio neitaði að fara með henni í veizluna, svo að Skolsky hljóp undir bagga. Yfirleitt vair það hann, sem kom með henni í allar slíkar opinberar veizlur þetta árið, og sagðist miklu held. ur vilja vera varamaður Joes við þetta heldur en í knattleik. Skolsky var heldur betur tauga óstyrkur þegar hann æddi fram og aftur um gólfið í móttöku- salnum í hótelinu. Loksins birtist Marilyn — tveim klukkustundum of seint! Hún tók innilega í hönd ina á honum. Hann tók hana und» ir arminn og þau gengu inn í danssalinn. Nú var pilsið hennar svo þröngt um hnén, að hún varð að trítla með örsmáum skrefum og þau uku á lendavagg ið, og allar línur hennar komu vel í ljós í gyllta kjólnum. Þau gengu nú hægt gegn um salinn að háborðinu. Allir hættu að ‘borða, og menn gripu andann á lofti, en hryllingur og aðdáun fyllti salinn. Svo settist hún nið- ur. Samtalið komst aftur í gang, en þó lægra er. áður, og efnið var ekki nema eitt. Marilyn Monroe. Jerry Lewis, sem var veizlustjóri, gerði sér upp mikinn girndarhug og hljóp upp á borð- ið. hneggjandi eins óg stóðhest- ur. Nú voru þarna viðstaddir allir, sem nokkuð kvað að, og Marilyn tókst á einu vetfangi að ávinna sér hatur hverrar kvik- myndaleikkonu í Hollywood með þessari frekjulegu sýningarstarf- semi sinni. Eftir þetta vildi enginn í Holly- wood taka Marilyn alvarlega. Hún gat talað sig \móða um Dostojevsky og Stanislawsky, en héðan af var hún t augum alls þorra manna, ékkert annað en skrílsleg kynóradræsa. Joan Craword lét 1 ljós hina almennu gremju í viðtali við Bob Thomas, sem var Hollywood- fréttamaður blaðs nokkurs. Thom as hóf grein sína á gremju nokk- urra kvennaklúbba, sem nýlega 'hafði komið fram gagnvart þess- ari ósiðlegu auglýsingastarfsemi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.