Morgunblaðið - 30.10.1962, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.10.1962, Blaðsíða 23
Þriðjudagur 30. október 1962 MOK CVISBL AÐIÐ 23 Qí %%%%%%%%%%% SÍÐARI hluti af borgarkeppninni milli Amsterdam og Reykjavíkur fór fram í Klúbbnum í gærkvöldi að viðstöddum miklum fjölda áhorfenda. Að fyrri hlutanum loknum var stað 75—62 fyrir Hol- lendinga svo keppnin var mjög spennandi þar eð munurinn var lítilL í fyrsta spilinu voru spilaðir 4 spaðar á báðum borðum og féll spilið. í næsta spili græddi hol- lenzka sveitin 1 stig. í þriðja spilinu gekk íslenzku sveitinni illa. Hollendingarnir spiluðu 2 grönd og töpuðu einum, en ís- lenzku spilarárnir á hinu borðinu fóru í 3 grönd og töpuðu fjórum. Hollenzka sveitin fékk því 7 stig stig fyrir spilið og var staðan þá 83—62 Hollendingunum í vil. Næsta spil var afleitt fyrir Reykjavíkursveitina. Á öðru borðinu sátu Stefán og Jóhann N—S, en Filarski og Lengyel A—V. Þar gengu sagnir þannig: Vestur Norður Austur Suður Pass Pass 1 Lauf Pass 1 Spaði Pass 2 Tíglar Pass 2 Hjörtu Pass 2 grönd Pass 3 grönd Pass Pass Pass A K 6 3 V G 9 6 4 2 * Á 7 * K 10 2 A Á 9 8 A 10 7 4 V Á K 8 V D 10 5 ♦ K 10 9 2 6 ♦ D 4 4ÁD9 * 7 4 8 6 * D G 5 2 V 7 * G 8 5 3 2 * G 5 3 Austur var þannig sagnhafi í 3 gröndum og Suður lét út Hjarta 7, sem gefið var í borði, Norður drap með 9 og sagnhafi með Ás. Sagnhafi lét nú út Laufa 9 sem Suður drap með gosa. Suður lét þvínæst úr Spaða 2, sem gefinn var í borði og Norður drap með kóngi. Norður lét enn út Spaða og Suður verður að drepa með háspili sem drepið er í borði með Ás. Spaða 9 er látin úr borði og Suður fær slaginn á gosa. Sagn- hafi gefur nú aðeins einn slag til viðbótar, á Tígul Ás. Spilið vannst því og fékk hollenzka sveitin 600 fyrir. Á hinu borðinu sátu Róbert og Agnar A.—V. og sögðu einnig 3 grönd. Suður lét út Tígul 3 og fékk sagnhafi heima á tíuna. Hann tók 2 hæstu í Hjarta og lét síðan út Tígul og Norður drap með Ás. Norður lét út Spaða kóng, _ sem drepinn var í borði með Ás. Nú lét sagnhafi út Lauf úr borði og Norður lét á Kóng- inn, sem drepinn var með Ás. Laúfa drottning var tekin og síðan var Laufi spilað og Suður drap með gosa og nú gætti sagn- hafi ekki að sér og kastaði Spaða úr borði. Suður tók nú Spaða gosa og drottningu og spilaði borðinu inn með því að láta enn Spaða. í borði var nú eftir drottn ing og tía í hjarta og fékk því Norður slag á hjarta gosa. Spilið tapaðist því og fengu Hollending arnir 100 fyrir eða samtals 700 á báðum borðum eða 13 stig. ísl. sveitinni gekk illa í næstu spilum og eftir 8 spil var stað an orðin 108—65 Hollendingun- um í vil. Þegar 9 spil voru eftir í keppn- inni var staðan 126—92 fyrir Hol- lendinga. Þegar 5 spil voru eftir hafði ísl. sveitin enn unnið á og var munurinn aðeins 14 stig. — Ofsaveður Framhald af bls. I. snjóinn. Alls er ófært í fjöllum og ekki þýðir að leita fjár fyrr en veður batnar. — Gunnar. Borgareyri, Eyjafjöllum. HÉR var hið versta veður í nótt, en ekki er vitað af skemmdum af völdum þess enn sem komið er. Snjó festi ekki að ráði á lág- lendi. — Markús. Geldingaholti, Gnúpverjahreppi. FÆRÐ er ágæt hér um sveitir enn sem komið er, en komin eru harð indi og mun þurfa að taka fé á gjiif á efstu bæjum. Fé er illa búið undir vetur, því það hefir hrakizt í haust í ótíðinni. Lokið er nú öllum leitum og hafa fjallmenn sumstaðar fengið vondar ferðir. Hrunamanna- hreppsmenn hrakti í eftirleit og munu þeir hafa verið 11 daga í stað 8, fengu rigningar og þokur. Hér komu fram tvær útilegu- kindur, sem lifað höfðu á afrétt- inum s.l. vetur. Voru það tvö lömb frá Ásum og hafa gengið vel fram. Er talið að þau hafi verið á Flóamannaafrétti. Margt fé fór vestur yfir Þjórsá frá Holtamönnum og er talið að það hafi verið nær 100 talsins. Er það allt drepið og talsvert tjón fyrir Holtabændur þar sem hér er um ungar ær að ræða. — Jón. Mykjunesi, Holtum. HÉR var ofsaveður í nótt en ekki mikil snjókoma, en snjór var fyrir og því alhvítt hér. Flutn- iiigar ganga með eðlilegum hætti, en hálka er á vegum. Nú er frost og verður því að fara að gefa fé inni, en það tekur fyrir jörð er krapinn frýs. Menn eru ekki við því búnir að fara að gefa svona snemma. Stórgripaslátrun er að hefjast og verður venju fremur miklu slátrað af kúm, vegna lítilla heyja. Lambaásetningur er með minnsta móti af sömu sökum. — Magnús. Selfossi. ÓFÆRT er nú yfir Hellisheiði og er Þrengslavegur farinn og hef ir verið svo í nokkra daga Fyrstu mjólkurbilunum gekk illa um þrengslin fyrst í morgun, en færð var orðin sæmileg er á daginn leið. Mjólkurflutningar um sveit ir hér sunnanlands tepptust ekki að ráði, nema í Grafningi. Þar varð bíllinn að snúa við hjá Hlíð. Óljósar fréttir ganga hér um að fé hafi fennt í Fljótshlíð og plöt- ur hafi fokið af húsum í Holt- um. — Ó. J. Keflavík. f ÓVE3ÐRINU er yfir gekk í nótt brotnuðu eða lögðust niður alls 17 rafmagnsstaurar á Vatnsleysu strönd. Mikil ísing hlóðst á raf- línur svo staurarnir gátu ekki borið þær uppi. Skemmdirnar urðu á leiðinni frá spennistöð- inni undir Vogarstapa inn yfir 1 vélasal rafveitunnar í Eyjuin. Ingólf ur Jónsson, ráóherra, flytur ræðu. rafmagn homið fil Ey]a aðurinn við lagningu strengs- ins mun nema um 19—20 milljónir. Ingólfur J insson, ráðherra opnaði strenginn og flutti ræðu. Ennfremur flutti Guð- laugur Gíslason, bæjarstjóri ávarp. Vestmannaeyjum 28. okt. í GÆR var tekinn í notkun rafstrengur hingað frá megin- landinu. Hann leysir af hólmi fjórar Diesel véla-r, sem hafa framleitt rafmagn fyrir Vest- mannaeyjar um alllangt skeið. í desember 1960 var fest kaup á streng til að flytja rafmagnið, framkvæmdir hóf- ust á árinu 1961. Strengurinn var síðan lagður í sumar og nú síðustu vikurnar hefur ver ið unnið við að tengja streng- inn við land og tengingar í landi. Dieselstöðin verður nú not- uð sem varastöð og hleypur undir bagga umí matmálstíma og þegar álag er mikið. Kostn Garðar Sigurjónsson, rafstöðvarstjóri, (t. v.) og fsleifur Magnússon, 1. vélstjóri (t. h.) Duglegír ungfingar S og - krakkar óskast til S S b.aðburðastarfa i ýmis j hverfi í borginni. Uppl. S ■ skrifstofunni eða afgr. ! IMORGUIMBLAÐSINS Voga og Brunnastaðahverfi. Stauramir eru allir úr tré. Raf- magn fór einnig af á Keflavíkur- línunni af sömu sökum og var því rafmagnslaust hér frá kl. 6.30 í morgun til kl. 9. Á sama tíma var símasambandslaust, en engin vararafstöð er fyrir símann. Unnið hefir verið að viðgerðum í dag og verður haldið áfram í nótt og er vænst að þetta verði komið í lag á morgun. — Helgi S. Bergþórshvoli. OFSAVEÐUR var í Fljótshlíð í fyrrinótt og hríð mikil. Dró í skafla og fé fennti á túnum hjá bændum. Ennfremur hrakti það í skurði. Á einum bæ, Heylæk, var í dag búið að draga 18 kind- ur úr fönn, er ekkert af því var dautt. Enn sem komið er hefir ekkert fundizt af fé, sem farizt hefir, en saknað er allmargs fjár ennþá. — Eggert — Heillaóskir Framhald af bls. 1. ist friðsamleg lausn Kúbumáls- Ým.is blöð, einkum í Vestur- Þýzkalandi, vara menn þó við of mikilli bjartsýni vegna ákvörð- unar Krúsjeffs. Óháða blaðið „Die Welt“ í Hamiborg segir t.d. að það hlyti að teljast léttúðigi, ef menn gerðu sér vonir um, að með þessu glæddist lausn á öðr- um aðkallandi deilumálum stór- veldánna. Dagblaðið „General Anzeiger" í Bonn skrifar, að Krúsjeff forsætisráðherra muni eflaust gera sér eins mikinn mat úr þessu friðsemdar skrefi sínu og hann geti. Nú voni Krúsjeff, að þjóðir heims muni telja eðli- legt, að Kénnedy launi honum, einu eða öðru, til dæmis með eftirgjöf í Berlín. i-| • Sænsku blöðin láta í Ijósi nokkum efa varðandi ákvörðun Krúsjeffs. „Stockholms — Tidn- ingen“, sem styður stjórnina seg- ir til dæmis, að Krúsjeff sé á góðri leið með að koma sér liðlega út úr erfiðri aðstöðu, sem hann hafi komizt í — eða“ komið sér í af ásettu ráði, eins og margir telja“ Segir blaðið hinn eiginlega grundvöll fyrir á- kvörðun Krúsjeffs enn eiga eftir að koma í ljós. Frjálslynda dagblaðið „Dagens Nyheter“ telur, að í kjölfar Kúbu málsins muni fylgja viðræður um herstöðvakerfi stórveld ■ anna mun fyrr, en annars hefði orðið. Kaupmannahafnarblaðið „Aktu elt“ segir hinsvegar, að Sovét- stjórnin hafi gert sér grein fyrir því, að hún hafi næstum því verið búin að stíga skrefinu of langt. — Ákvörðun hennar í Kúbumálinu sýni, að þegar um sé að ræða alvarleg Alþjóðleg deilumál, sé brýn nauðsyn að sýna einræðisríkjum hvenær full gengið sé á þolinmæði hins frjálsa heims. SAMKVÆMT fregnum frá Peking-fréttaritara frönsku fréttastofunnar AFP — kom ákvörðun Krúsjeffs engu síður á óvart þar, en vestan hafs. Segir fréttaritarinn Krúsjeff liggja undir þungri gagnrýni í umræðum ýmissa stjórnmálamanna, sem ræði sín á milli „sovézkan Munch- en-samning í Kúbumálinu“. Segir hann marga leggja á það mikla álierzlu, að Krús- jeff hafi tekið þessa ákvörð- un á eigin ábyrgð, án þess að ráðfæra sig fyrst við stjórnir annarra kommúniskra ríkja, Ennfremur, að Peking- stjórnin hafi lýst yfir stuðn ingi við Sovétstjórnina í Kúbumáilinu, sökum þess að í Kína hafi sú skoðun verið ríkjandi, að Rússar myndu sýna hörku í þessu máli en ekki fara inn á línu sáttvið- ræðna við Bandaríkjastjórn eins og nú hafi komið á dag- inn —. Aðeins tvö blöð i Peking höfðu } kvöld minnzt á hina nýju stefnu Krúsjeffs í Kúbu málinu. • Dagblöðin í Moskvu hafa öll birt orðsendingu Krúsjeffs til Kennedys og Moskvuútvarpið margendurtekið hana og einnig svar Kennedys. Blöðin hafa einnig skýrt frá góðum undir- tektum hinna kommúnisku- ríkjanna en minnast ekki einu orði á afstöðu Pekingstjórnar- innar — en þaðan hafði enn ekki heyrzt orð í kvöld. Frétta- ritarar í Moskvu segja greini- legt, að fólki þar hafi mikið létt, þar hafi drungi-kvíða legið yfir, allt frá því átöik stórveldanna hófust fyrir viku. í dag var létt nokkru ferða- hömlum þeim á sendiráðsstarfs- mönnum Vesturveldanna, sem settar voru fyrir hélgina. Mariner 2 á eftir 30 millj. km. Washington, 29. okt. — AP- NTB-AFP. TALSMAÐUR bandarísku geim- vísindastofnunarinnar — NASA- tilkynnti í dag, að geimfarið Mariner 2., sem er á leið til Ven usar, hafi kl. 13.00 í dag lagt að baki 18 milljón kro. leiö frá jörðu. Enn á geimfarið eftir að fara 30 mitljónir kílómetra, áður en áfangastað er náð. Hljóðmerki frá geimfarinu eru enn góð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.