Morgunblaðið - 31.10.1962, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.10.1962, Blaðsíða 1
24 slður 49. árgangur 243. tbL — Miðvikudagur 31. október 1962 Prentsmiðja Morgunblaðslns Bandaríkjamenn hætta könnunar- flugi yfir Kúbu — meðan U Thant dvelst þar New York, Havana og Key West, Florida, 30 okt. AP- NTB-Reuter. • U THANT, framkvæmda- Bijóri Sameinuðu Þjóðanna fór í dag flug'leiðis til Havana á Kúbu Með honum fóru átján sérfræðingar samtakanna. Þeir munu kynna sér hvernig málum er háttað á Kúbu og fylgjast með J>ví, að framkvæmd verði heit Krúsjeffs, forsætisráðherra um rö eldfláugastöðvar verði rifnar og árásarvopn öll flutt úr land- inu. • U THANT mun væntanlega dveljast í Havana í tvo til þrjá daga, í boði Fidels Castro Út- varpið í Havana tilkynnti í dag, rö Castro muni fiytja útvarps- og sjónvarpsáivarp til kúbönsku þjóðarinnar á fimmtudag, en hann kom til Havana í dag úr könnunarferö um eyna. • Bandaríkjastjórn hafði aflétt Röfiutningsbanninu á Kúbu nokkrum kist. áður en U Thant fór frá New York og hefur hún nú einnig tilkynnt, að hætt verði könnunarflugi yfir Kúbu meðan U Thant dvelst þar. U Thant og fylgismenn hans komu til Havana um sex-leytið í dag. Thant saigði við fréttamenn á Idlewild-flugvelli, áður en hann fór um borð í Boeing-þot- una, sem flutti þá til Havana, að hann færi þangað með það í huga, að ná sem allra fyrst frið- samlegu samkomulagi í deilunni um Kúbu. Kvaðst hann hinn von bezti um árangur viðræðna við Fidel Castro og aðra ráðamenn á Kúbu. í kvöld ræddi Thant við Fidel Castro í eina klst. Engin tilkynn- ing var gefin út í lok fundarins, en þeir munu hittast í lok fund- arins, en þeir munu hittast aftur kl. 9 í fyrramálið. Fregnir frá Kúbu berma, að Fidiel Casti'O hafi í dag komið úr ferðalagi um landið, hafði hann Framhald á bls 23. Indverjar hefja gagnsókn gegn Kínverjum Beita stórskotaliði í bardogunum Nýju Delhi, 30. ökt. AP-NTB-REUTER. # Síðustu fregnir frá Nýju Delhi af bardögunum í Himalaya fjöllum herma að þar hafi skip- ast veður í lofti á þann veg, að indverski herinn hafi hafið gagn sókn á norðausturmörkunum, milli Burma og kínversku landa- mæranna. • Indverjum hafa nú þegar bor izt vopn frá Bretlandi, en Banda- Reyndi að ráðast með hnífi að Kragh Kaupm.höfn, 30, okt. — (NTB-RB) — Þ A Ð bar til tíöinda í danska þinginu í dag, að maður nokk ur hljóp eftir göngum þing- hússins, með hníf í hendi, og hrópaði ókvæðisorð að for- sætisráðherranum, Jens Ottó Kragh. Áður hafði maður þessi gert skrifstofufólk í dómsmálaráðuneytinu viti sinu f jær af skelfingu og einn Ig hafði hann ruðzt inn í mat- sal skrifstofukvenna þinghúss ins og varpað hnífi að einni þeirra, án þess þó að hæfa. Maðurinn, sem kvaðst vera barón, hótaði Jens Otto Kragh hinu versta, kvaðst hafa skammbyssu í fórum sínum og hrópaði að hann hefði áð- ur skotið fólk í tugatali. Enda þótt maðurinn væri Framhald á bls 23. ríkin og Kanada hafa heitið vopnasendingum innan tíðar. • Þær fregnir berast einnig frá Nýju Delihi, að indverskt herlið hafi verið flutt frá landamærum Indlands og Pakistan og verði það sent til liðs við hersveitirn- ar í Himalyafjöllum. Þykir þetta benda til þess, að trygging hafi fengizt fyrir því, af hálfu stjórn- ar Pakistan, að hún muni ekki notfæra sér hina slæmu aðstöðu Indverja til þess að reka her- sveitir þeirra frá landamærun- um. • Beita stórskotaliði. Indverska landvarnaráðu- neytið gaf í dag út stutta frétta- tilkynningu, þar sem segir, að indverska herliðið hafi hafið gagnsókn á norð-austur vígstöðv unum og sæki nú fram í skjóli stórskotaliðs. Er þetta fyrsta gagnsókn Indverja, frá því bar- dagar hófust í Himalayafjöllum 20. október. Talsmaður ráðuneytisins skýrði síðar í kvöld frá því, að gagn- sókn Indverja væri austur af bænum Tawang, sem Kínverjar tóku á sitt vald fyrir nokkrum dögum. Væru þar harðir bardag- ar og Indverjar hefðu einnig haf- ið gagnsókn á stöðvar, er Kínverj ar höfðu tekið skammt frá Wal- ing, sem er um 24 km frá landa- mærum Burma. Á einum stað höfðu Indverjar orðið að láta und an síga fyrir harðri sókn Kín- verja, en liðstyrkur hefur verið sendur þar á vettvang. Á víg- stöðvunum í Ladhakhéraði sagði talsmaðurinn engar breytingar hafa orðið. • Vopnasendingar væntanlegar Það er haft eftir áreiðanleg- um heimildum í Nýju Delhi, að Kanada hafi heitið að senda ind- versku stjórninni tvær stórar flutningaflugvélar af gerðinni Caribou. Er vitað að Indverjum er í mun að koma sér upp örugg- um flota flutningavéla því sam- göngur eru hinar erfiðustu til vígstöðvanna. Talið er, að þeir _ ÞAÐ var svo sannarlega hált! lað ganga á gærkvöldi. Þegar ’ ljósmyndarinn var staddur' niðri við Lækjartorg heyrðust hróp og skrækir miklir ofan frá Hverfisgötu og sást hvar nokkrar ungmeyjar komu gangandi þar niður og héldu dauðahaldi hver í aðra, en ferðin gekk brösulega samt. Loks, þegar þær voru komn- ar niður undir iiorn, varð skriðurinn meiri en þær hefðu kosið, og augnabliki eftir að myndin var tekin voru þær báðar seztar. (Ljósm. Sv. Þorm.). ■»« i hafi mikinn áhuga á vélum al gerðinni Dakota, sem muni henta vel aðstæðum austur þar. Enn- fremur segir eftir sömu heimild- um, að Indverjar óski einnig eftir langfleygum sprengjuflugvélum Framhald á bls 23. Pekingstjórnin tekur ekki sæti Kína hjá SÞ ✓ Tillaga Rússa felld, 56—42 atkv. Island sat hjá New York, 30. ókt. FELLD hefur verið hjá Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna tillaga Rússlands þess efnis, að kínveruka al- þýðulýðveldið taki sæti Kína hjá samtökunum í stað For- mósu. Við atkvæðagreiðsluna féllu atkvæði þannig, að 56 ríki greiddu atkvæði gegn tillögunni, en 42 ríki með — 12 ríki sátu hjá, þar á meðal ísland. — • Indland greiddi tillögunni atkvæði. Þegar atkvæði voru greidd uim tillöigu þessa á síðasta Allsiherj- arþingi var hún felld með 4« atkvæðum gegn 36 en 20 ríiki sátu hjá. Meðal þeirra ríkja sem at- Framh. á bls. 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.