Morgunblaðið - 31.10.1962, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 31.10.1962, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 31. október 1962 MVfiGirSBLAOIO 3 Stdrvirk tæki Gamli tíminn. Enn verður að nota skófluna á gangstéttum og annars staðar þar sem stórvirkum tækjum verður ekki beitt. VIÐ brugðum okkur út í Lækj- argötu til að virða fyrir okkur snjómoksturinn í fyrrakvöld. — Þrjú stórvirk tæki voru þar að verki, og meðan gengið var á snjóskaflana var götunni lokað. Fyrir kvöldmat höfðu þau hreinsað Austurstræti, sem vana lega hefur verið ærið dagsverk fyrir fjölda manns með skóflur, en núna tók það aðeins rúman hálfan annan tíma. Þarna eru að verki tveir hefl- ar, sem hreinsa snjóinn frá gang stéttunum út á miðja götuna. — Þar kemur svo stór ámoksturs- skófla og hreinsar upp rákina. Snjórinn er svo fluttur burtu á Þetta ámoksturstæki vinnur á við nærri hundrað manns, og jafnvel meira ef það getur verið stöðugt að verki og þarf ekki að bíða eftir að komast að. — stórum bílum, og allt tekur þetta ekki nema lítið brot af þeim tíma sem þyrfti, ef gengið væri að þessu með skóflum. Við snerum okkur til Svein- björns Hannessonar, sem stóð þarna hjá og fylgdist með, og fengum hjá honum þær upplýs- ingar, að þetta sparaði milli 70 og 80 manns, auk þess hvað vinn an gengi miklu fljótar. Og víst er það, að það er mikil þörf á að losna sem fyrst við snjóinn af götum bæjarins. Storvirk tæki ryðja ser til rums á æ fleiri sviðum bæjarvinnunnar hér í Reykjavík. f fyrradag voru í fyrsta sinn notuð stórvirk tæki til að ryðja snjó af götum borgarinnar. Meðan unnið er við snjó- moksturinn er götunni lokað. Sjö menn dæmdir fyrir fals Dæmdir í allt að 15 man. fangelsi og greiðslu 70 þús. króna í bætur S.L. LAUGARDAG var í saka- dómi Reykjavíkur af Þórði Björnssyni sakadómara kveðinn upp dómur í máli, sem af ákæru- valdsins hálfu hefir verið höfðað á hendur 7 mönnum fyrir hegn- jngarlagabrot o. fl. Mennirnir eru þessir: Eggert Böðvars Sigurðssorf, matsveinn, Deildartúni 6, Akranesi, Stefán Ingvi Guðmundsson, sjómaður, Strandgötu 27, Hafnarfirði, Haf- þór Svavarsson, sjómaður, Höfða borg »4, hér í borg, Kristján Árnason, bifreiðarstjóri, Suður- landsbraut 88, hér í borg, Sigur- vin Helgason, sjómaður, ísafirði, Sigurpáll Eiríkur Garðarsson, •iómaður, Óðinsgötu 14 A, hér í borg og maður SigTirður að nafni. Dómurinn taldi sannað að ákærðu hefðu gerzt sekir meðal annars um eftirialin brot: Eggert Böðvars og Stefán Ingvi tóku að ófrjálsu í júlí s.l. spari- sjóðsbók við Landsbanka íslands og hófu úr henni með því að falsa úttektarnótur samtals kr. 6.300,00 og ennfremur fölsuðu þeir og seldu í sama mánuði 10 tékka samtals að fjárhæð kr. 23.107,00. Eggert Böðvars falsaði hér í borg og norður á Akureyri í apríl s.l. 11 tékka samtals að fjárihæð kr. 46.506,50. Stefán Ingvi og Sigurður tóku þátt í áviningi af þessum brotum. Þess ir þrír men rituðu einnig fölsk nöfn í gestabækur á hótelum á Akureyri og sviku út gistingu og beina þar sapitals að fjárhæð kr, 1.324,15. Eggert Böðvars falsaði og seldi í marz s.l. tvo tékka samtals að fjárhæð kr. 7.047,90 og dró sér þar að auki kr. 1.000,00. Stefán Ingvi falsaði og seldi í apríl og maí s.l. 11 tékka sam- tals að fjárhæð kr. 14.224,00. — Hann gerðist einnig sekur í marz og apríl s.l. um ökugjaldssvik, sem námu samtals kr. 2.052,00 svo og um hilmingu. Hafþór seldi í maí s.l. 4 tékka, sem hann vissi að voru falsaðir samtals að fjárhæð kr. 5.554,00. Hins vegar var hann sýknaður af ákæru um að hafa tekið þ:'tt í eyðslu andvirðis tvegja tékka, sem Eggert Böðvars hafði falsað, samtals að fjárhæð kr. 7.048,90, vitandi um að þeir væru falsaðir. Kristján sveik í marz og apríl s.l. út samtals kr. 2.300,00 með því að gefa út 3 tékka á ávísana- reikning, sem var ekki til og enn fremur ók hann bifreið í júlí 1961 þreyttur og „þunnur“ eftir undanfarandi áfengis-neyzlu. — Hins vegar var hann sýknaður af ákæru um hlutdeild í skjalafalsi Og fjársvikum Stefáns Ingva svo og af því að hafa ekið bifreið undir áhrifum áengis. Sigurvin og Sigurður brutust inn í verzlun í Njarðvík í janúar s.l. Og slógu þar eign sinni á pen- ingakassa, sem í voru kr. 2.000,00 og 20 dollarar. Sigurvin og Sigurpáll Eiríkur tóku í apríl sl. bifreið að ófrjálsu og ók hinn fyrnefndi henni und- ir áhrifum áfeigis og án þess að hafa ökuréttindi. Við ákvörðun refsinga ákærðu var meðal annars tekið tillit til fyrri refsidóma og brota þeirra Hlutu þeir þessar refsingar: Eggert Böðvars og Stefán Ingvi fangelsi í 15 mánuði hvor, Haf þór fangelsi í 7 mánuði, Kristján fangelsi í 6 mánuði, Sigurvin fangelsi í 5 mánuði, Sigurpáll Eiríkur fangelsi í 4 mánuði, all ir óskilorðsbundið svo og Sig urður fangelsi í 10 mánuði skil orðsbundið í 3 ár. Kristján var sviptur leyfi til að stjórna vélknúnu ökutæki í mánuði og Sigurvin sviptur rétt indum til að öðlast leyfi til að stjórna slíku tæki æfilangt. 32 aðilar einkum kaupendur falsaðra tékka, gerðu í málinu fébótakröfur og voru þeim til dæmdar samtals kr. 79.814,30. Af þessari upphæð voru Eggert Böðvars og Stefán Ingvi dæmdir til að greiða samtals kr. 70.617,30 Loks voru ákærðu dæmdir til að greiða allan kostnað sakarinn ar, þar á meðal fjórir þeirra málsvarnarlaun verjenda sinna (Fréttatilkynning frá Sakadómi). S TA K S T EI \A li Skortur á fólki íslendingur, btað SjálfstæðU manna á Akureyri, kemst fyrir skömmu m.a. að orði á þessa leið: .Tíminn segir svo frá föstu- daginn 12. október, að aldrei hafi verið meiri hörgull á fólki til starfa í sveitum en nú. Hefur blaðið þessar upplýsingar frá ráðningastofu landbúnaðarins. Segir blaðið svo frá: „Allt útlit er fyrir að miklu meiri hörgull sé á fólki til sveita starfa nú en síðustu ár. Frá sið- ustu áramótumt til þessa dags hafa ráðningarkrifstofu landbún aðarins borizt beiðnir um útveg un fólks til sveitastarfa frá 427 bændum, en árið 1961 bárust beiðnir frá 262 bændum." Þessi stóraukna eftirspurn eft- ir fólki til sveitastarfa bendir ekki til þess samdráttar í land- búnaðinum sem stjórnarandstað- an er sífellt að tala um, enda æpa staðrcyndir um framleiðslu aukningu og útflutningsaukningu gegn öllum fullyrðingum henn- ar í því efni“. Ofaníát kommúnista . Fyrst eftir að Kennedy Banda ríkjafofseti skýrði frá því, að stjóm hans hefði ótvíræðar sann anir fyrir því, að Rússar væm að byggja eldflaugastöðvar á Kúbu til árása á þjóðir Vesturheims, létu kommúnistar sem þetta væru staðlausir stafir. Skömm.u síðar gerist svo það, að sjálfur Nikita Krúsjeff lýsir því yfir, að hann sé reiðubúinn til þess að rifa niður eldflauga- stöðvamar og verða þannig víð kröfu Bandaríkjanna, um að hætt unni af þessari árásarstöð skyldi bægt frá. Þegar hér var komið, urðu kommúnistar víðsvegar um heim alveg ruglaðir. Hvemig gat það verið að hægt væri að rífa niður eldflugastöðvar, sem engar voru til! Kommúnistar um allan heim hafa þvi orðið að taka til við stór kostlegt ofaníát. Þeir höfðu hald ið því fram að Sovétríkin hefðu engar eldstöðvar byggt á Kúbu. En sjálfur Krúsjeff játaði hins- ▼egar, að Rússar hefðu byggt aði meira að segja að láta rífá þar slíkar árásarstöðvar, og lof- þær niður. Lítill spámaður Magnús Kjartans. hefur reynzt vera lítill spámaður. Hann spáði því, þegar Bandaríkjamenn hófu herkvína um Kúbu að hin rússnesku vopnaflutningaskip m.yndu halda óhikað áfram för sinni til Havana og að Rússar myndu láta hart mæta hörðu. Þeir myndu ekki hika við að beita kjamorkuvopnum þegar í stað til stuðnings Castro, banda manni sínum. En allt fór þetta sem betur fór öðru vísi en’Kúbufarinn gerði ráð fyrir. Krúsjeff sá- að aðstaða hans var orðin slæm. Það hafði sann- azt á Sovétríkin að þau höfðu byggt stórkostlegar eldflauga- stöðvar við hjarta Ameríku og gátu notað þær á þjóðir þess heimshluta með hryllilegum ár- angri. Þetta atferli Sovétríkj- anna vakti geysilega andúð um allan heim, ekki sízt á þingi Sam einuðu þjóðanna, meðal hinar svokölluðu hlutlausu þjóða. Krúsjeff lét vopnafiutningaskip sín snúa við og lofaði Kennedy að rífa árásarstöðvarnar niður. Magnús Kjartansson boðaðl hinsvegar til bíófundar til þess að styðja Castro, gestgjafa sinn. Lét hann komrr.inista þar lýsa yfir fullum stuðningi við Castro, hvað sem á dyndi. Af þessu virð- ist ir.zga ráða, að Magnús Kjart- ansson og liðsmenn hans á ís- landi séu öllu herskárri en Nikita Krúsjeff! ! !

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.