Morgunblaðið - 31.10.1962, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.10.1962, Blaðsíða 12
12 MORGVNBL AÐIÐ Æ. Miðvikudagur 31. október 1962 JHiorgMjiMsjiMtfr Ctgefandi: Hf. .Arvakur, Reykjavlk. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og aígreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 4.00 eintakið. KR ÚSJEFF SÁ AÐ SÉR Kalda stríðið var nærri orð-' ið heitt, en Krúsjeff, for- sætisráðherra Sovétríkjanna, sá að sér. Hann gerði sér ljóst, að með byggingu kjarnorku- eldflaugastöðva á Kúbu höfðu Rússar gengið of langt. Til þess var engin von að Bandaríkjamenn eða aðrar þjóðir Vesturheims þyldu slíka ógnun við öryggi sitt. Krúsjeff tók þess vegna þá ákvörðun að verða við þeirri kröfu Bandaríkjastjórnar að rífa niður eldflaugastöðvar sínar á Kúbu og flytja þær burtu. Ekkert skal fullyrt um það, hvað gerzt hefði, ef Rússar hefðu ekki tekið þessa á- kvörðun. En margt bendir til þess, að Bandaríkjamenn hefðu þá talið sér nauðsyn- legt að eyðileggja eldflauga- stöðvarnar sjálfir og koma þannig í veg fyrir að þær yrðu notaðar til árása á Bandaríkin eða önnur lönd Vesturálfu. En um leið og það hefði gerzt, var valda- dögum Fidels Castro lokið. Krúsjeff hefði ekki árætt að koma hinum kúbanska ein- ræðisherra og skoðanabróður sínum til hjálpar. Það var alltof mikil áhætta - fyrir Rússa. Krúsjeff varðaði í raun og veru lítið um ÍTidel Castro. Hann vill aðeins geta notað hann sem peð í valda- baráttu sinni og hins alþjóð- lega kommúnisma. En hann taldi það áfall fyrir heims- kommúnismann, ef stjórn Castros félli, eftir að sá glæpur hafði verið á hana sannaður, að láta Rússa setja upp kjarnorkustöðvar á Kúbu til árása á þjóðir Vest- urheims. Að öllu þessu athuguðu dró Krúsjeff í land, lofaði Kennedy að láta rífa eld- flaugastöðvarnar niður og hætta hernaðarbrambolti sínu á Kúbu. Þessi þróun málanna á Kúbu er vissulega mikill sigur fyrir Kennedy Banda- ríkjaforseta, sem komið hef- ur fram af festu og skörungs- skap í þessu máli. En Nikita Krúsjeff verðskuldar einnig viðurkenningu fyrir að hafa gert sér Ijósa þá hættu, sem hann hafði teflt heimsfriðn- um í með byggingu eldflauga stöðvanna á Kúbu. Hann ját- aði að hafa að þessu sinni gengið of langt og sýndi þann manndóm að draga rétta ályktun af þeirri stað- reynd, með því að draga í land og lofa að rífa árásar- stöðvarnar niður. MERKILEGIR ATBURÐIR eir atburðir, sem nú hafa gerzt á Kúbu, eru ein- hverjir hinir merkilegustu, er gerzt hafa á síðari árum. Annað mesta stórveldi heims- ins, Sovétríkin, viðurkenna hreinlega að þau hafi haft í frammi atferli, sem stefni heimsfriðnum í voða og lofa að bæta fyrir það með því að rífa niður þær árásarstöðvar, sem þau höfðu byggt í hjarta Vesturheims. Eftir er nú að sjá, hvernig framvinda heimsmálanna verður á næstunni. Vafalaust munu þeir atburðir, sem nú hafa gerzt, hafa margvíslegar og djúptækar afleiðingar. — Ekki er ólíklegt að Rússar muni freista þess að treysta aðstöðu sína annars staðar, þar sem þeir eiga hægara um vik en við Karíbahaf. Til dæmis má gera ráð fyrir að Krúsjeff muni einhvern tíma á næstunni láta verða úr þeirri hótun sinni, að gera sér-friðarsamninga við Aust- ur-Þjóðverja. En af því þarf engan veginn að leiða ný og stórfelld átök um Berlín. Ó- líklegt er, að Rússar lofi lepp sínum, Ulbricht, ótak- mörkuðum stuðningi til þess að fremja ofbeldisverk á Vestur-Berlínarbúum og ögra þar með Vesturveldunum, sem margsinnis hafa lýst því yfir, að þau muni ekki þola kommúnistum ný samnings- rof og ofbeldisaðgerðir gagn- vart Berlín. Krúsjeff hefur nú fengið staðfestingu á því að Kennedy stendur við orð sín. Þess vegna er ólíklegt að Krúsjeff leggi út í nýtt ævin- týri í Berlín alveg á næst- unni. Hinsvegar munu Rúss- ar vafalaust reyna að þröngva kosti Berlínarbúa eins og þeir þora. STRÍÐIÐ \ HIMALAJA rnda þótt fregnir af innrás- arstríði Kínverja í Him- alajafjöllum séu frekar ó- ljósar, er þó ljóst, að Ind- verjar hafa yfirleitt orðið að láta þar undan síga. Kínverj- ar hafa lengi undirbúið inn- rás sína og eiga þess vegna hægara um vik með aðdrætti á vopnum og vistum. Síðustu fregnir herma að Kínverjar dragi nú að sér mikið magn þungavopna. frá UTAN UR HEIMI Hver urðu ðrlðg Batyu Reznetsky? SNEMMA á þessu ári gerðist sá atburður í Sovétríkjunum að kona var dæmd til dauða fyrir gjaldeyrissvik. Eftirfarandi grein eftir Emanuel Litvinoff, birtist um þetta mái fyrir nokkru í brezka blaðinu Guardian og segir þar m.a., að kona þessi muni vera hin fyrsta, sem hlýt- ur dauðadóm eftir að Stalín leið. Greinin fer hér á eftir í laus- legri þýðingu. Fyrir nokkrum mánuðum, nán ar tiltekið 10 febrúar 1962, gerð- ust óvenjulegir atburðir í Sovét- ríkjunum. Þá var kona daemd til dauða — hin fyrsta frá því Stalín leið. Kona þessi var Batya Rez- netsky, af Gyðingaættum og skyldi hún skotin fyrir gjald- eyrissvik. Þegar þessi grein er rituð hafa 56% þeirra karla og kvenna, sem dæmd hafa verið fyrir brot á efnahagslöggjöf Rússland's, ver- ið af Gyðingaættum — eða 36 til 38 af 64, en mál frú Rezen- etsky er einnig óvenjulegt fyrir aðrar sakir en þær, að hún e/ kona. Lítið er vitað — ef nokkuð — um aðra, sem hlotið hafa dauða- dóma fyrir sömu sakir og frú Rezenetsky. Nöfn þeirra hafa verið birt, en lítil grein gerð þeim að öðru leyti. Fréttastofur og blöð í Sovétríkjunum hafa skýrt frá afbrotum þeirra, þjóð- erni og dómunum yfir þeim, en gert það með þeim hætti, sem væru það skepnur en ekki fólk, er skjóta ætti. Batya Reznetsfcy var hin fyrsta af þessu ógæfusama fólfci, sem einihver deili fengust á. Hef ur sú vitneskja komið frá systur Tíbet og hyggist nú hefja stórsókn niður á sléttur Ind- lands. Um þetta verður að sjálf- sögðu ekkert fullyrt á þessu stigi málsins. En allt bendir til þess, að ein áf ástæðum þess að Kínverjar hefja árás- arstyrjöld gegn Indverjum sé óánægja almennings í Kína með ástandið heima fyrir. Pekingstjórnin hefur þannig gripið til hins gamla úrræðis einvaldskonunganna, að reyna að eyða inhanlands- óánægju með landvinninga- styrjöld á hendur nágrönnum sínum. Kínverjar eru yfir 750 milljónir. — Pekingstjórnin hugsar vafalaust sem svo, að kínversku þjóðina muni ekki mikið um það, þó hún missi 1—2 milljónir manna í styrj- öld. Það er þessi gerspillti hugsunarháttur, sem oft hef- ur ráðið aðgerðum einvalds- stjóma. í Kína hefur undanfarið ríkt mikill skortur á margs- konar matvælum. Kommún- istastjórnin í Peking hefur ekki getað bætt úr því. En hún hefur þess í stað hafið styrjöld, sem kostað getur kínversku þjóðina miklar blóðf órnir og teflt heims- friðnum í mikla hættu. hennar, sem búsett er í New York. Saga hennar er á þann veg að menn verða óhjákvæmilega tortryggnir á, hvað fyrir þekn vakir, er dregið hafa hana og aðra fyrir rétt. • Horfðu á dætur sínar skotnar —. Batya fæddist í Mariampol í Lithauen, hin þriðja af átta börn um, og var faðir hennar trésmið- ur. Tvær eldri systur hennar fluttust til New York og þriðja systirin fylgdi í fótspor þeirra eftir þjáningafulla drvöl í fanga- búðum nazista. Tveir bræður Batya Reznetsky hennar fóru til Palestínu og búa nú þar á samyrkjubúi — Ki-bb- utz. Árið 1932 giftist Batya Aron Reznitsky og settust þau að borginni Yil'kovishki í Lithauen. Aron var einnig af Gyðinigaætt- um, hann var sjálfmenntaður lögfræðingur, en þar sem hann hafði ekfci möguleifca á að stunda þá starfsgrein, vann hann fyrir sér sem sölumaður. Síðar fluttust þau til borgarinn- ar Shavli og eignuðust þar tvær dætur, Judith, sem fæddist árið 1934 og Rivka, sem fæddist árið 1938. Hitler réðist inn í Sovétríkin árið 1941 og nazistar tóku Lit- hauen. Þeir hófust þegar handa um aðgerðir gegn Gyðingum og tólk verulegur hluti íbúanna þátt í þeim aðgerðum, með svívirði- legum hætti. Gyðingum var safnað saman í Ghetto í Shavli, eins og fé í rétt, og þeir þvingaðir til þrælavinnu í verksmiðjum og á búgörðum. Árið 1942 frömdu nazistar hin svívirðilegu barnamorð í Shavli — Ghettóinu. öllum börnum Gyð inga var safnað saman og þau skotin í viðurvist foreldra sinna. Mæður og feður grát- bændu morðingjana um að fanga þeim í stað barnanna eða leyfa þeim að deyja með börnunum, en því var engu sinnt Ef til vill hefur hin stirða skriffinska nazistastjórnarinnar átt sinn þátt í því, að ekfci var unnt að sýna þá miskunn. Menn, sem lifðu af dvölina í Ghettoinu herrna, að margir foreldranna hafi beðið varanlegt andllegt tjón við þessa ægilegu reynslu Batya Rezn- etsky og maður hennar voru meðal þessara foreldra — þau horfðu á dætur sínar deyja með þessum hroðalega hætti. Þá var Judith átta ára en Rivfca fjög- urra ára. Það má gera ráð fyrir, að þessi viðburður hafi eklki haft svo lítil áhrif á lif þeirra. Sumarið 1943 áfcváðu nazistar að þurrka út með öllu þá Gyð- inrga, sem ©ftir vobu í Shavli — Ghettóinu. Þá unnu Batya og Aron þrælavinnu í leðurverk- verksmiðju. Fregnir af fyrirætl- un nazista barst Gyðingunum í verksmiðjunni til eyrna og þau hjónin komust undan ásamt nokkrum öðrum og flýðu út í skóg Þar hittu þau góðhjartaðan bónda, sem faldi þau í jarðhúsi langt inni í skóginum og laum- aði til þeirra mat að næturlagi. Þarna dvöldust þau í heilt ár, — fram á sumar 1944, þegar rauði herinn tók Lithauen úr höndum nazista. Þá var móðir Batya, yngri bróðir hennar og allir ætt- ingjar eiginmanns hennar látin, þáu höfðu látið lífið í fjöldaaf- tökum. • Flóttatilraun. Þegar þau Batya og Aron sneru aftur til Shavli var borg- in ekki lengur bygigileg, hún var kirkjugarður og tæpast nokkur maður á lífi, sem þau þekktu. Af trú sinni og þrá- kelkni ákváðu þau að eignast annað barn og snemma ársins 1946 fæddist þeim stúlfca, en hún lifði aðeins skamma hríð. i í bréfi, sem Batya ritar til .systur sinnar um þetta leyti seg- ir hún, að lífið í Lithauen sé þeim orðið óbærilegt. Bitrar minningar sækja að þeim og það er of margt, sem vekur þess ar mdnningar Er hún fer til inn- kaupa á markaðnum veldur það henni hugarangri að sjá bænd- urna pakka vörum sínum i blöð úr helgiritum Gyðinga. Upp frá þessu fara Reznetsky hjónin að hugsa um það eitt, hvernig þau geti yfirgefið land-. ið og komizt til bræðra Batya í Palestínu. Þetta var að sjálf- sögðu ólöglegt, en síðla ársins 1946, eftir dauða barnsins, tó<ku þau höndum saman við 45 ör- væntingafulla Gyðinga, sem á- formuðu að fara yfir landamær- in til Póllands í vöruflutninga- bifreið. Sovézkir landamæra- verðir náðu þeim og þau voru dregin fyrir lög og dóm. Batya Reznetsky var dæmd tiil þriggja ára Síberíuvistar og Aron til fimm ára Síberíuvistar.'Þau tóku út refsingu sína hvort í sínum fangabúðunum og þegar Batya var látin laus fór hún til Vilníus höfuðborgar Lithauen og vann sem heimilishjálp, meðan hún beið þess að Aron sneri aftur. Þá höfðu þau enn ekki gefið upp alla. von um að flytjast til ísrael og reyndu með öllum löglegum ráðum að fá leyfi yfirvaldanna til þess, en fengu ekki. Næsti stórviðburður í lífi þeirra var handtaka fyrir gjaldeyrissvik, málaferlin gegn þeim og dauða- dómar • Mállaferlin. Málið hófst á því, að tilfcynn- ing birtist í blöðum í Sovétríkj- unum, þar sem tveir kaþólskir prestar í Lithauen voru sakaðir um að smygla erlendum gjald- eyri til Lithauskra útlaga í Kanada með milligöngu brasfc- ara af Gyðingaættum. Prestun- um tveim, var síðar stefnt fyrir rétt fyrir að draga sér byiggingar efni frá öðrum lithauskum prest- um, sem aftur voru sagðir „fyrr- verandi samverkamenn nazista, sem fengið hefðu hæli í Banda- ríkjunum." í máli þessu kom gjaldeyrisbrasfcari af Gyðinga- ætturn, frú Zisfbanovstj, lítillega við sögu. Máli prestanna lyktaði með þeim hætti, að annar þeirra hlaut átta ára en hinn fjögurra ára fangelsi og eigui þeirra voru gerðar upptækar. Um það bil tveim vifcum seinna, 31. janúar 1962 stóðu sex menn og tvœr konur fyrir dóm- stóli í Vilníus og var þar mifc- ill fjöldi áhorfenda. Málaferlin stóðu í tíu daga og báru öll ein- fcenndi sýndarmennsku. Faghandi Lithauar hylltu sækjendurná há- stÖfum, en höfðu verjendúr að háði og spotti. Sakborningar voru allir Gyðingar, ákærðir fyrir að Framhald á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.