Morgunblaðið - 31.10.1962, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 31.10.1962, Blaðsíða 23
Miðvikudagur 31. október 1962 MORCVNBLAÐ1Ð 23 — Ising Framlh. af bls. 24. Frá Eskifivði berast þær fréttir að þar hafi snjóað mikið, og mun nú ófært milli Eskifjarð ar og Reyðarfjarðar. Varð að fá snjóbíl til þess að flytja mjólk frá bæjum í kauptúnið, þar eð ófært er öllum öðrum farartækj- um. — Hér hafa orðið rafmagnstrufl- anir vegna veðursins og í dag unnu menn að því að berja klaka af raflínum í Egilsstaðakaup- túni. — Ari. Fréttaritari Mbl. á Egilsstöð- um, Ari Bjömsson, hafði í gær samband við fréttaritara blaðs- ins á Seyðisfirði og Neskaupstað og símaði eftirfarandi fréttir þaðan í gærkvöldi. Seyðisf.jörður Þar hlóð niður snjó og eru götur þar illfærar. Unnið er að því að hreinsa göturnar. Raf- magnstruflanir voru miklar vegna þess að ísing hlóðst á lín- urnar og einn staur brotnaði und an þunganum. Neskaupstaður Versta veður hefur verið hér síðan á föstudagskvöld og hlóð niður bleytusnjó. Götur eru ill- færar en unnið er að því að ýta af þeim. Rafmagnstruflanir urðu vegna þess að ísing hlóðst á raflínur og þurfti að ganga á þær og berja af þeim klak- ann. — Björgunarsveitin var kölluð út í gær vegna þess að óttazt var um mann, sem var að koma gang angi yfir Oddsskarð. Sem betur fór var ekkert að manninum og mætti hann björgunarsveitinni í Oddsdal. Reyðarfirði, 30. okt. Hér hefur verið sleitulaus norðaustanátt í tvo daga og snjó koma mikil. Allir vegir hér um slóðir eru nú ófærir. ófært er til Eskifjarðar og Egilsstaða. Háir það mjög vegna flugsins, og mjólk hefur ekki komizt frá Eg- ilsstöðum í þrjá daga. Ekki er kunnugt um tjón á mannvirkj- um vegna veðursins. Enn er hér stórhríð í kvöld. — Arnþór. • Þá hafði blaðið samband við fréttaritara sinn á Kirkjubæjar- klaustri. Kvað hann litlu við að bæta frétt blaðsins í gær. Menn hefðu leitað fjár í allan gær- dag og fyrradag en ekki væri kunnugt um árangur umfram það sem áður væri komið fram. Fréttaritarinn sagði að mjólk- urbílKnn frá Vík, sem væntan- legur var í fyrrinótt, hefði ekki komizt og væri enn ókominn. Ekki hefði verið lagt í að ryðja Eldhraun, en ýta er að hjálpa bílnum austur Meðalland. Ekki hefur frétzt af árangri. — G. Br. — Kragh Framhald af bls. 1. sízt árennilegur, hlupu tveir starfsmenn þinghússins til og þótt hann hótaði þeim að skjóta, köstuðu þeir sér yfir hann og héldu honum, þar til lögreglan kom á vettvang. Þegar maðurinn hafði verið handtekinn kom í Ijós, að hann hafði fyrr um daginn komið til skrifstofu forsætis- ráðherrans. f>ar var hann stöðvaður af ritara nokkrum, sem hafði gefið honum vind- il og þess í stað fengið mynd af „baróninum'* með áritun- inni „Ekkert undanhald", Maðurinn sagði ritaranum, að hann væri fyrrverandi frelsishetja, en bætti því við, að hann hefði verið hermað- ur í lífverði Görings í Berlín. Orsök þessa æðis og hefnd- arþorsta gegn Kragh, sem manninn greip, mun vera sú, að hann hefur árangurslaust reynt að fá breytt dómi um landráð. í GÆR varð umferðaslys á Miklubraut er Volkswagen bíll lenti þar á Ijósastaur. I Bíilinn, sem ekið var af konu, var á leið vestur Mikiubraut. Skammt austan Stakkahlíðar rann hann til í hálku, snerist « á götunni og lenti á staur. I Skemmdist bíllinn mikið að / framan. Konan og sonur henn m* m» m- m* *m *m — Indland Framh. af bls. 1 og stórskotaliðsútbúnaði ser» unnt væri að flytja til vígstöðv- anna í klifberum. Fregnir frá París herma, að þar standi yfir viðræður um vopnasölu til Indlands. Munu þær viðræður hafa verið hafnar, áður en til bardaga kom, en indverska stjórnin óskar, að þeim sé nú hraðað sem mest. Indverjar hafa þegar fengið vopn frá Bretum og vopnasend- ingar frá Bandaríkjamönnum eru væntanlegar. Talsmaður Banda- ríkjastjórnar í Thailandi, hefur borið til baka fregnir um, að tekið verði af vopnaibirgðum herstöðva þar. — Segir hann vopnabirgðir þar engar utan birgðir tækja og skotfæra, sem ætlaðar séu bandarískum hermönnum á Thailandi. Hins vegar segir talsmaðurinn, að Bandaríkjastjórn muni hraða, sem mest hún má, vopnasending- um til Indlands. • Deilur um Kashmír Þá hefur deila Pakistan og Indlands um Kashmír borið á góma vegna ástandsins í Ind- landi. Þeir Kennedy, forseti Bandaríkjanna og Maemillan, forsætisráðherra Bretlands, hafa báðir skrifað Ayub Khan, for- seta Pakistan og beðið hann að notfæra sér ekki þá erfiðleika, sem Indlandsstjórn eigi nú við að etja. Óstaðfestar fregnir frá Nýju Delhi herma að stjórn- in þar (hafi einnig mælst til þessa en bún mun bafa óttazt að stjórn Pakistans ncftaði tsekifærið nú til þess að hrekja lið Indverja frá landamærunum. Segir í frétt frá NTB, að ind- verskt stórskotalið hafi verið flutt frá landamærum Indlands og Pakistan í Punjab héraðinu og verði það sent til vígstöðvanna í Himalayafjöllum. Þykir sú fregn ef rétt er, bera því vitni, að eitthvert samkomulag hafi orð ið milli Pakistan og Indlands. Fregnir frá Rawalpindi í Pakistan herma að Sendiherra Bandaríkjanna þar Waiter Macconaughty hafi gengið á fund Mohammed Ali utanrík- lsráðherra í dag. Afhenti sendiherrann þá bréf Kenn- edys forseta til Ayub Khan, og ræddt við utanríkisráð- herrann um. stríð Indverja og Kínverja. Áður hafði Moham- med Ali skýrt fréttamönnum svo frá, að stjóm Pakistan liti á stuðning Bandaríkjastjórnar við Indland, sem vott óvináttu við Pakistan, Aii sagði þá ar, sem sat í framsæti, köst- uðust bæði í framrúðu sem brotnaði, og meiddust þau bæði. Voru þau flutt í slysa- varðstofuna. Annar sonur konunnar sat í aftursæti og slapp ómeiddur Myndin sýn- ir bílinn á slysstaðnum. — (Ljósm Sv. Þorm.) ennfremur, að Pakistan muni ekki styðja stefnu Bandaríkja stjórnar í Kúbu. Síðar í kvöld lýstí Mo- hammed Ali því yfir að stjórn Pakistan beitti sér ekki gegn því að Indverjum yrði veitt hernaðaraðstoð, svo framar- lega sem Pakistan nyti hins sama, þannig að áfram héld- izt jafnvægi í hervæðingu landanna. Ayub Khan var sjálfur fjar- verandi í dag, hann er á eftir- litsferð á landamærum Paki- stan og Indlands, en þar hafa báðir aðilar allmikinn her. Lýsa stuðningi við Indland. Ýmsir aðrir þjóðaleiðtog- ar hafa lýst stuðningi við Ind- verja, m.a. Habib Bourguiba, forseti Túnis. Wafsi Tell, for- sætisráðherra Jórdan hefur fullvissað Nehru um óskiptan stuðriing Jórdana „gegri hinni víðtæku árás hins kommún- iska Kina sem ekki er aðeins hættuleg Indlandi heldur öll- um öðrum þjóðum heims", eins og segir í orðsendingum hans. Segir þar ennfremur, að árásir Kínverja grafi undan þeirri viðleitni þjóðanna að byggja samskipti sín á lögum, reglu og virðirigu fyrir rétt- læti. Loks he-fur Tunku Abdul Razak, sem gegnir embætti forsætisráðherra í Malaya í fjarveru Tunku Abdul Rahm- ans, Jýst því yfir, að stjórnin þar hafi til íhugunar með hverjum hætti hún geti stutt Indverja í hinni erfiðu bar- áttu þeirra. Malaya hefur ekki bolmagn til þess að veita efna hags- eða hernaðaraðstoð, en stjórnin kveðst gjarna vilja gera eitthvað meira en lýsa samúð sinni. Þá hefur Sir Roy W’lensky, forsætisráðherra Norður Rhod- esíu gagnrýnt brezku stjórnina harðlega fyrir að hlaupa ekki þegar undir bagga með Indverj- um til þess að hrinda árás Kín- verja. Welensky ræddi mál þetta í ræðu á framboðsfundi í gær- kveldi. Sagði hann framkomu aðildarríkja brezka heimsveld- isins með eindæmum. Það væri ekki aðeins, að þau kæmu Indverjum ekki til aðstoðar, held ur væru Bretar nú loks að veita þeim aðstoð á viðskiptalegum grundvelli. „Þetta hefði ekki get- að gerzt fyrir 15 árum innan brezka samveldisins", sagði We lensiky. Ekki minntist hann á yfir lýsingar Nehrus, forsætisráð- herra Indlands. um að hann ósk aði ekki annarar hernaðaraðstoð- ar en hann gæti greitt fyrir. — Kúba Framhald af bls. 1. kannað kúbanska herinn og her- bækistöðvar. Útvarpið í Havana hefur tilkynnt, að hann muni flytja útvarps- og sjónvarpsræðu til kúbönsku þjóðarinnar á fimmitudaginn — og þá skýra frá yfirstandandi vandamálum, sem þjóðin eigi við að etja. Útvarpið skýrði einnig frá ferð hans milli herstöðvanna á Kúbu og sagði hann hafa athug- að nokkrar stöðvar, þar sem væru langdrægar fallbyssur, en slíkar stöðvar væru fjölmargar hingað og þangað um eyna, til- búnar til varnar gegn mögulegri innrás „heimsvaldasinna". Utvarp ið skýrði ennfremur frá því, að hafnar væru flotaæfingar kú- banskra herskipa og myndu þær standa til föstudagsins 2. nóv. Fára æfingar þessar fram undan norðurströnd Kúbu, milli Havana og hafnarbæjarins Mariel, sem er um 30 km suðvestur af höfuð- borginni Nokkrum klst. áður en U Thant framkv.stj. flaug frá New York, hafði Bandaríkjastjórn létt aðflutningsbanninu á vopn til Kúbu. Herskipin verða eftir sem áður á verði og fylgjast með siglingum til landsins, en ekkert verður aðhafst í 48 klst. til þess að hindra þær sigling- ar eða tefja. Þó þykir vist, að bannið verði endanlega afnumið, ef góður árangur næst af för U Thants. Ekki er vitað til þess að nein sovézk skip séu á leið til Kúþu, og haft er eftir áreiðanlegum heimildum í Washington að skipin, sem snú- ið Var af leið, rétt eftir að að- flutningsbannið komst tiil fram- kvæmda, séu nú á leið til heima hafna. Það var einnig tilkynnt af hálfu bandarísku varnamálaráðu neytisins í dag, að hætt yrði könnunarflugi yfir Kúbu, meðan U Thant dvelzt þar. í gærkveldi lagði ráðuneytið nýjar ljósmynd ir fyrir Kennedy forseta, höfðu þær verið teknar yfir Kúbu snemma í gænmiorgun, og munu hafa sýnt, hvernig á stóð um byggingu eldflaugastöðvanna. Ekki vildi talsmaður ráðuneytis- ins segja nánar frá myndum þes«- um í dag, né svara því, hvort þær sýndu að byrjað væri að rífa eldflaugastöðvarnar niður. Þó mun einn af starfsmönnum ráðuneytisins hafa látið að því iiggja, að þær sýndu að bygg- ingarframkvæmdum hefði ekki verið haldið áfram. • Castro setur skilyrði. I aðalstöðvum Sameinuðu Þjóðanna var í dag birt opinber- lega bréf frá Fidel Castro til framkv stj. samtakanna, þar sem hann krefst þess meðal annars, að Bandaríkjastjórn rými her- stöðina í Guantanamo. Segir Castro, að heit Kennedy, for- seta um, að Bandaríkin m,uni ekiki gera árás á Kúbu, verði eld flaugastöðvar Rússa á eynni rifn ar burt og árásarvopn fjarlægð, væru þýðingarlaus, svo framar- lega sem forsetinn ekki léti rýma flotastöðina. Castro setur fram aðrar kröfur í bréfi sínu, og eru aðalatriði þeirra, að aðflutn- ingsbanninu verði þegar aflétt, efnahagsþvinganir afnumdar og tekið sé fyrir allar árásir og íhlutun á kúbönsku yfirráða- svæði. • Vilja aðeins fullkomið eftirlit Pierre Salinger, blaðafulltrúi Kennedys forseta var að því spurður í dag, hvort Bandaríkja- stjórn óskaði, að Sameinuðu þjóð irnar tækju við könnunarfluginu yfir Kúbu, meðan unnið væri að niðurrifi eldflaugastöðvanna. Svaraði hann því til, að stjórn- inni væri í mun, að fullkomxð eftirlit yrði með þessu haft Sal- inger var einnig inntur eftir þeim ummælum stórblaðsins „New Yorjt Times" í dag, að Bandaríkja stjórn hafi haft í huga að fyrir- skipa skyndi-loftárás á eldflauga stöðvarnar á Kúbu, áður en á- kvörðunin um aðflutningsbann var tekin Neitaði hann að segja nokkuð um þessi ummæli blaðs- ins. Kennedy forseti sagði við mót- töku í Hvita húsinu i dag, að það Fréttamenn í J stofufancgelsi J í NTB-frétt frá StokkhóUni segir, að fjórir sænskir blaðamenn og einra danskur hafi verið settir í stofufangelsi í hótelherbergi þeirra í Havana. Mun sendiherra Svíþjóðar í Kúbu, Gunnar Dryselíus, hafa látið málið til sín taka og reynir hann nú að fá leyfi kúbanskra yfirvalda til þess, að þeir geti fylgzt með og skrifað um ferðalag U Thant framkv.stj. S.Þ. á Kúbu. í fréttiniai segir ennfremur, að fréttaritari Dagens Nyheter í Stokkhóimi, Goste Haan hafi símað heim, að hann hafi verið handtekinn á flugvellinum í Havana, þegar er hann kom þang að, — á þeirri forsendu að hann hefði ekki fengið fullgilda vega- bréfsáritun. hefði verið honum mikil ánægja, að löndin í vesturhluta heims skyldu lýsa svo éindregnum stuðningi við Bandaríkin í deil- unni um Kúbu. Þá tilkynntu fulltrúar kú- banska byltingaráðsins í Miami í dag, að þeir hefðu skýrt U Thant framkv.stj. svo frá, að þótt hann kunni að gera eitthvert sam komulag við Fidel Castro, muni það ekki koma í veg fyrir að kúbanskir útlagar reyni að frelsa land sitt með vopnavaldi, undaa erlendum yfirráðum. — Utan úr heimi Framhald af tls. 12. hafa stundað ólöglega iðju i synagogunni í Vilníus. Var rabb inn sagður hafa gengið á milli, þegar deilur risu þeirra í milli. í upphafsræðu sinni lagði sækj andinn áherzlu á, að Batya Rezn- etsky og eiginmaður hennar hennar hefðu setið í fangelsi fyrir að flýja Ráðstjórnarríkin með ólöglegum hætti. Franska blaðið Le Figaro, segir í frétt um þetta mál, að frú Reznetsky hafi svarað því fyrir réttinum með hugrekki og stolti, að hún hefði ekki óskað eftir að dveljast í landi, þar sem hatrið réði ríkjum og morð- ingjum Gyðinga væri leyft að fara frjálsir ferða sinna eða, x versta falli, hlytu væga dóma fyrir afbrot sín. Allir hinir ákærðu voru sekir fundir um gjaldeyrissölu að upp hæð 13 millj rúblna. Fjórir þeirra, meðal annars Batya og Aron, voru dæmdir til dauða og skyldu þau öll skotin. Hinir hlutu langa fangelsisdóma. 4. apríl Sl. skýrið blaðið So- vetskaja Litva í Vilnius frá því, að karlmennirnir þrír hefðu verið teknir af lífi. Ekki er e*m vitað um örlög frú Rezentsky, annað hvort er hún enn á lífi eða dauða hennar hefur borið að höndum með hætti, sem sovézku blöðin freistast ekki til að hafa í hámælum. Gyðingamálaferlin í Vilnius og önnur slík málaferli annars staðar í Sovétrikjunum. — í Len ingrad, Moskvu, Kirgisi, Georg- íu, H-vít-Rússlandi og Ukrainu vekja margar spurningar, sem hvergi er svarað í frásögnum rússneskra blaða. Hvers vegna eru Gyðingar svo oft málsaðil- ar? Hvers vegna eru Gyðingar yfirleitt taldir aðal sakborningar þegar fyrir réttinu standa einnig aðir og hvers vegna hljóta þedr sífellt þyngsta dóma? „Þeim er lýst sem“' illgresi", „úrhrökum" „snikjudýrum", „blóðsugum;" „ófreskjum", og „sviikurum", en hvers konar fo*k eru þeir? Stafar hin ómannúð- legi dómur yfir Batya Reznetsiky að einhverju leyti af hinni ólog- legu tilraun til flótta frá Sovét- ríkjunum? Mundu ekki hinar hræðilegu þjáningar hennar í höndum nazista, svo ekki sé talað um að hún er kona, vera naeg ástæða til bess að mannúðlegur dómstóll sýndi henni miskunn? Spurningunum er ósvarað, en harmleikur Batyu Rezntsky hlýt ur að vekja til umhugsunar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.