Alþýðublaðið - 22.12.1929, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.12.1929, Blaðsíða 2
2 » líÞÝÐUliiABIB Strand TarOskipsins „I>órs“. Monnnnaiii b|argað. FB., 22. dez. kl. 5 e. m. Frá Blönduósi er símað: Á meöal báta, sem komnir eru á strandstaðinn, eru tveir bátar af Skagaströnd, vel mannaðir. Sex menn af „Þór“ komust í björg- ‘unarbátnum yfir að öðrum bátn- um, sem flutti j)á til Skaga- strandar. Mennirnir voru 2. stýri- maður, 1. vélstjóri, kyndari, loft- skeytamaður og tveir hásetar. Þeir höfðu allir sætt vosbúð mik- illi og höfðu því fataskifti og fengu hressingu, en ætluðu aftur á bátnum á strandstaðinn. Komu íþeir til þess að sækja kaðla og fleira til björgunarinnar. Þeir höfðu góða von um að takast myndi að bjarga öllum. Mikill sjór er kominn í sldpið, og ljós auðvitað engin síðan sjór kom í vélarrýmið. Þeir, sem á skipinu eru, hafast nú við í klefa aftur á. Skipstjórinn kom bréfi á land i flotholti 'þess efnis, að öllum liði vel. — Enskur botnvörpung- ur var á Húnaflóa og skaut „Þór“ tveimur neyðarskotum, en sennilega hafa Englendingar ekki heyrt skotin, því að þeir hafa ekki hreyft sig til bjargar „Þórs“-mönnum. — „Ægir“ og „Hannes Táðherra" eru á leiðinni á strandstaðinn, „Ægir“ að sunn- an, en „Hannes" frá önundar- firði. „Hannes“ ætti að geta kom- ið á miðnætti. Blönduósi, kl. 7 e. m. Þeir á Skagaströnd, sem ætla aftur á strandstoðinn, eru um það bil ferðbúnir. Af „Þórs“- , mönnum fara ’þrír og svo Skag- strendingamir. Ef veðrið ekki versnar og kvikan minkar, og hana mun heldur að ltegja, ætti öllu að vera óhætt. Skagastrand- arbátarnir bíða komu „Hannesar ráðherra“, verða á verði þangað til og aðstoða við björgunina og ef hægt er gera þeir tilraun til bjorgunar, þegar báturinn, sem flutti „Þórs“-menn á Skaga- strönd, er aftur kominn á vett- vang. — Bifreið á Blönduósi bíð- ur í fjörunni til taks, ef sæítja þarf. lækni hingað. KI. IO1/2 e. m. Frá Blönduósi er símað: Horf- urnar fyrir björgun mannanna eru betri, þar eð veður er mikið að lægja og brim að minka. Báturinn frá Skagaströnd fór aftur á strandstaðinn fyrir tveim- ur stundum. Gera menn ráð fyr- ir, að sá bátur muni geta bjargað mönnunum á fjörunni, ef til vill öllum 'þeirrá. Úr því kl. er 3 ætti að fregnast, hvernig sú til- raun gengur. Það er eKki búist við „Hannesi ráðherra" fyrr en kL. 4—5 og „ Ægi“ kl. 7-8 i fyrra málið og verður því lögð áherzla á að gera tilraunina nú um fjöruna, eftir miðnætti. — Sjór hefir gengið mikið niður og gengur ekki yfir skipið. Vona menn, að líðan þeirra, sem á „Þór“ eru, sé þolanleg. FB., 23. dez. kl. 4 að morgni. Frá Skagaströnd er símað: Eft- ir kl. 1 í nótt var gerð tilraun til þess að bjarga mönnunum, sem eftir eru í „Þór“. Var not- aður „Þórs“-báturinn, sem menn- irnir 6 björguðust á. Þrír þeirra tóku þátt í tilrauninni og voru þeir einir í „Þórs“-bátnum, fyrsti vélstjóri, annar stýrimaður og loftskeytamaðurinn. Höfðu þeir kaðal á milli báts síns og „trillu“-bátsins frá Skagaströnd. Tilraunin misheppnaðist vegna myrkursins. Gátu þeir ekki varað sig á ólögunum og hvolfdi bátn- um tvisvar, en einhvern veginn gátu þeir rétt hann við og bjarg- ast upp í hann. „Þórs“-mennirnir þrir vildu ekki, að aðrir færi í bátinn, enda allir vanir björgun og syndir, en eigi að siður þykir það bera dugnaði þeirra, þreki og félagsþeli fagran vott, hve þeir lögðu sig fram. Þrátt fyrir vosbúðina líður þeim vel. Var farið með þá til Skagastrandar og þeir háttaðir niður í rúm. önnur tilraun verður ekki gerð fyrr en birtir. Vafasamt er, hvort reynt verður fyrr en „Ægir“ kemur. Veður er gott, norðaustan hægja, en brim enn mikið. Mönn- unum á „Þór“ líður betur en í gærmorgun, voru þá gegnvotir eftir nóttina, nú farnir að þoma, þótt köld sé vistin og ömurleg biðin. Hér telja menn mjög mikl- ar líkur — jafnvel fulla vissu — fyrjr björgun, er birtir. Kl. 10 og 40 mín. árdegis. Frá Blönduósi . er símað: „Hannes ráðherra" er nýkominn á strandstaðinn. Eimskip er á leiðinni inn flóann. Telja menn vist, að það sé „Ægir“. Bátarnir af Skagaströnd eru komnir aftur á strandstaðinn. Veður er ágætt og minna brim en áðuT. Björgunarhorfur góðar. „Hsnnes ráðherra" bjargar mönnunum. Kl. 11 og 15 mín. í morgun kom loftskeyti frá „Hannesi ráð- herra“ um, að allir mennirnir af „Þór“ væru komnir í báta heilu og höldnu á leið yfir í „Hannes ráðherra" og veðrið orðið gott. Björgun því örugg. Nokkru síðar kom hingað sím- fregn þess efnis, að mennirnir væru allir komnir um borð í „Hannes ráðherra" og að meðan á björguninni stóð hefði varð- skipið „Ægir“ komið á strand- staðinn. Jólaskór. Borgarinnar fallegasta og fjölbreytt- asta úrval. — Feikna úrval af inni- skóm tekið upp á morgun. — Siii Reykjavfkir, Aðalstræti 8. Kjörin á linuveiðurunnm. Samkomulag hefir ekkl náðst. Stjóm Sjómannafélags Reykja- víkur og fulltrúi frá Sjómanna- félagi Hafnarfjarðar komu enn í fyrra kvöld á fund með stjórn Félags íslenzkra línuveiðaraeig- enda til þess að semja um kjör háseta á línuveiðurum, en sam- komulag náðist ekki, og mun málið nú afhent sáttasemjara til meðferðar. ' (FB.) Stórflóð og skemdir á Siglufirði. FB., 22. dez. Frá Siglufirði er símað: Ofsa- rok á nor<in með stórhríð og foráttubrimi skall á aðfaranótt laugardags og hélst laugardaginn til kvölds með stórflæði og sjáv- arólgu, sem gekk yfir mestalla eyrina og suður af henni ofan við kvikmyndahúsið og Goos- tverksmiðju. Fólk neyddist til þess að flýja úr mörgum húsum og skepnum varð nauðulega bjargað, enda ófært ’mönnum yfir flóðtímann um norðureyrina, sök- um vatnsdýptarinnar, og á bátum var einnig ófært fyrir veðurofs- anum. Á Aðalgötu var flóðið hnédjúpt og í sumum húsum með fram Lækjargötu álíka. Hús og munir er stórskemt af vatn- inu, timbur og annað lauslegt flaut í hrönnum á götunum. Fé- lagsbakaríið og margar sölubúðir urðu að hætta afgreiðslu. Vörur stórskemdust, þar á meðal mikið af mjölvöru í Hertervigs-bakara- búð. Brimið braut allar bryggjur ríkisbræðslunnar, síldarbryggjur, eign bæjarins, bryggjur dr. Pauls, söltunarstöð Halldórs Guðmunds- sonar, Ásgeirs-bryggjur, Baldurs- bryggju og laskaði Henriksens- og Thorarensens-bryggjur. Mest er tjón ríkisverksmiðjunnar og Halldórs Guðmundssonar. ^Einnig tók sjór timbur frá ríkisverk- smiðjunni og tunnur og salt á Jólatré með gjafverðly hentngar stærðlr. Gnðmnndnr Hafliðason, TestgrgD’u 39. Simi 427. Vegna áskorana böldum við áfram að seljameðlækk- uðu verði borð- 09 ferða-fðna Nú 56,00 áðnr 65,00 - 67,00 — 75,00 - 72,00 —. 85,00 - 87,00 92,00 -108,00 — 118,00 Komið í dag held- I ur en á morgun, ef þér viljið kaupa þessu verði. Hljöðfærahúsið. söltunarstöð Halldórs frá Einka- sölunni. Brakið úr nyrstu bryggj- unurn rak á þær innri og braut þær. Tjónið mun sennilega nema’ yfir 100 000 krónum. — Tvo vél- báta rak á land í Dalvík. Annar brotnaði og braut bryggju. Póst- báturinn lagði af stað héðan á. föstudagskvöld, slapp í byrju*

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.