Morgunblaðið - 11.12.1962, Síða 2

Morgunblaðið - 11.12.1962, Síða 2
^ 2 MORGVTSBIAÐIÐ Þriðjudagur 11. desemb'er 1962 Sjóorusta sett á svið fyrir Eirík Sal hóf togaraskipstlóra í Grímsby ElRfKUR Kristófersson, skip- herra, kom heim með togaranum Þormóði goða sl. sunnudag, en Eiríkur fór í heimsókn til Bret- lands í hoði Barry Andersons, kapteins, svo sem kunnugt er. Fréttamaður Mbl. hitti Eirík Kristófersson að máli á heimili hans í gær og ræddi við hann um Bretlandsferðina. — Það er nú svo sem ekki frá miklu að segja, sagði Eiríkur. — Ég fór með Russel héðan á hádegi 27. nóv. Á leiðinni tóku skipverjar sjóprufur hér og þar. Á milli Færeyja og fslands var stoppað til þess að sýna mér hvernig sjóorusta færi fram. Þar mættum við Palliser og mikil or- usta var sett á svið. ímynduð voru fleiri herskip, fjórir kaf- bátar og Queen Mary. Þessi æf- ing tók um 5 tíma og að henni lokinni var haldið SA á bóginn, framhjá Færeyjum, milli Orkn- eyja og Shetlandseyja og austur í Norðursjó. Þar fóru fram skot- æfingar og djúpsprengjukast. Síðan var haldið til hafnar í Rosyth í Skotlandi. Þar tók And erson á móti mér, og þar voru mættir blaðamenn og ljósmynd- arar, og menn frá sjónvarpinu. Tóku þeir myndir um borð í Russel og einnig af siglingu báts- ins til lands. Ekki var minnzt á landhelgina við mig. — Er í land kom fórum við á skrifstofu Andersons. Þar var einnig fyrir fjöldi blaðamanna og ljósmyndara. Ekki talaði ég mikið við blaðamennina, en þeir fengu í hendur blað- með upplýs- ingum um helztu atriði ferils míns í landhelgisgæzlunni. — Þá sýndi Anderson mér birgðastöðvar flotans, viðgerða- verkstæði og margt fleira. Þá fór næsti maður hans með mér í matsal yfirmanna á staðnum um hádegisbilið, og litlu síðar kom Anderson þangað. Þar var drukkin skál áður en matazt var ,og voru þarna margir yfir- menn saman komnir. — Eftir hádegisverð fór And- erson með mig til þess að skoða hina miklu brú, sem verið er að byggja yfir Forth-fjörðinn. Er þetta gífurlega mikil hengibrú. Við fórum upp í annan brúar- stöpulinn í lyftu, en hæð hans er 512 ensk fet, og brúarhafið er 1 kílómeter. Var mikið út- sýni og fagurt af stöplinum. — Síðar um daginn skoðuðum við ýmis skip og fleira. — Heim til Andersons komum við kl. 4 síðdegis, og tók kona hans á móti okkur. Anderson býr fyrir utan Edinborg, í stóru húsi, sem byggt var sem sjúkra- hús í heimsstyrjöldinni fyrri. Býr Anderson á efri hæð húss- Colombo, Ceylon 10. des. (AP) í DAG hófst I Colonr.bo ráð- stefna sex Afríku og Asíuríkja um landamæra- deilur Indverja og Kínverja. Ætla fulltrúarnir á ráðstefn- unni að freista þess að finna friðsamlega lausn deilunnar, sem þeir telja ógn við heims- friðinn. Samþykkt var á fund- inum í dag, að ríkin sex kæmu ins en á neðri hæðinni er lög- regluskóli. Húsið tilheyrir flot- anum. — Daginn eftir fórum við í bíl til þess að skoða Edinborg og næsta dag fór ég til Grimsby til þess að heimsækja minn gamla vin Þórarin Olgeirsson. Fékk ég þar höfðinglegar viðtökur. Á mánudaginn fór ég með Þórarni að hitta ýmsa útgerðarmenn, sem vildu heilsa upp á mig, en um kvöldið sat ég boð togaraskip- stjóra í Grimsby í klúbb þeirra. Var ég þar í góðu yfirlæti. — þriðjudagsmorguninn fór ég til London ásamt Þórarni. Þá var þokan mikla skollin á og spillti hún mjög fyrir. Hún var svo slæm að það var varla hægt að hreyfa sig, skyggnið ekki nema ca 5 metrar. Þetta var eins Varð bráðkvaddur SÁ sviplegi atburður varð í gær- morgun, þegar sjópróf áttu að hefjast í strandmáli ms Esju, að loftskeytamaður skipsins, Sverrir Smith, varð bráðkvaddur. Var réttarhaldi frestað af þeim sök- um. Sverrir sat frammi á gangi ásamt fleiri skipsfélögum sínum, þegar hann hraut skyndilega úr sæti sínu og féll á gólfið. Hann rankaði þó skjótt við sér og var hjálpað á fætur. Hafði hann þá fengið blóðnasir. Sverrir fór síð- an til snyrtiherbergis til þess að þvo framan úr sér, en þegar þang að kom, steyptist hann aftur í gólfið. Var þá hringt eftir sjúkra- bíl, sem kom að vörmu spori og flutti Sverri í Slysavarðstofuna. Þegar þangað kom, var hann lát- inn. Sverrir var um sextugt og hafði starfað lengi í þjónustu Skipaút- gerðar ríkisins. Á BÓKAUPPBOÐI Sigurðar Benediktssonar í Þjóðleikhús- kjallaranum kl. 5. e.h. í dag verða m.a. Jarðabók Árna Magn- ússonar og Páls Vídalín, allar bækur Þorvalds Thoroddsen. Af öðrum bókum mætti nefna m.a. útg. Bókmenntafél. á Bisk- upasögum, 1. og 2. bindi, fyrstu 63 árganga Andvara, Sunnan- fara I-XIII, Sýslumannaævir Boga Benediktssonar, fyrstu 12 bindi íslenzks fornbréfasafns, Is- lands Kortlægning, Blöndu, Safn til sögu fslands, 1.—6. bindi og Stuttan Siðalærdóm fyrir góðra ekki fram sem dómarar held- ur leiðbeinendur. Þau skyldu gera sér far um að rannsaka deilur Indverja og Kínverja ofan í kjölinn og verða til ráðuneytis um lausn hennar, ef þess væri óskað. Ríkin sex, sem að ráðstefn- unni standa eru: Arabíska sambandslýðveldið, Burma, Ceylon, Cambodia, Ghana og Indónesia. og í gömlu eldhúsunum, reykur og sót svo mig sveið í augu og nef. Hendrik Björnsson, sendi- herra, ók með mig um borgina. Komum við m. a. í St. Pálskirkj- una, en þar inni var einnig svo mdkil þoka að allir hlutir sáust ógreinilega. — Frá London hélt ég aftur til Grimsby síðari hluta þriðjudags, og fór þaðan með Þormóði goða rétt fyrir miðnætti. — Þú ert ánægður með ferð- ina? — Já, en þokan eyðilagði mik- ið fyrir mér. Ég vil nota tæki- færið og þakka kærlega Þórarni Olgeirssyni, Hendrik Björnssyni og síðast en ekki sízt Anderson fyrir höfðinglegar móttökur. Svo og Snell skipstjóra á Russel og skipshöfn hans. — Loks vildi ég gjarnan leiðrétta misskilning, sem fram kom í viðtali við Anderson, og birtist í Mbl. Ég vil taka það fram að við Andersón hittumst aðeins tvisvar á meðan hann var hér við land. 1 fyrra skiptið var það er við settum mennina um borð í Norðhern Foam, og það sem okkur fór á milli þá er til á segulbandi í útvarpinu, en fréttamaður þess var með okk- ur. Síðari fundurinn var snemma í janúar. Þá bað Anderson mig að koma um borð til sín tH þess að ræða um hvernig afstýra ætti veiðarfæraskemmdum hér við land. Þau loforð, sem hann gaf mér þá í því sambandi, hélt hann með prýði, enda hafa aldrei orð- ið jafn litlar veiðarfæraskemmd- ir af völdum útlendra togara og þennan vetur. — Eins vil ég taka fram, sagði Eiríkur að lokum, — að ekki er rétt að minnzt hafi verið á að ég ætlaði að aðstoða Breta við tund urduflaslæðingar hér. Anderson sagði aðeins að samningar stæðu yfir um að slætt yrði hér á næsta hausti í Seyðisfirði og Eyjafirði og hann mundi æskja aðstoðar Landhelgisgæzlunnar. Manna Böm, Leirárg. 1799. Bæk urnar verða til sýnis frá 10—4. Góð gjöf þökkuð ÉG undirritaður hefi tekið á móti tíu þúsund krónum — gjöf frá ónafngreindum vini — til drengs ins Einars Sævars og móður hans. Ég færi hér með gefandanum inni legustu þakkir fyrir mína og þeirra hönd. Þórarinn ögmundsson. Til skýringar skal þess getið að 4. maí s.l. fórust þrír ungir menn á trillu við Reykjanes. Á bátnum voru tveir bræður Einar og Sævar Þórarinssyni. Einari fæddist um svipað leyti sonur og var honum gefið nafn og heitinn eftir föður og frænda, Einar Sævar. Þórarinn Ögmunds- son er móttók hina ónafngreindu gjöf er faðir piltanna er fórust. Hraunprýðis- fundur HAFNARFIRÐI. — Jólafundur Slysavamadeildarinnar Hraun- prýði er í Sjálfstæðishúsinu í kvöld og hefst kl. 8,30. Þar verð- ur framleitt kaffi og fjölbreytt skemmtiatriði fara fram, svo sem söngur, upplestur og fleira. Ilraunprýðiskonur eru beðnar að ! fjölmenna og taka með sér gesti. Sex ríki ræða landamæradeilur Jorðnbók flrnn Magnnssonor ó bóknuppboði Sig. Ben. í dag Sveinbjöm Hannesson. SveinbjÖrn Hannesson formaður Oðins SUNNUDAGINN 9. þ.m. hélt Málfundafélagið Óðinn aðal- fund sinn í Sjálfstæðishúsinu. Fyrir fundinum lágu venjuleg aðalfundarstörf ásamt lagabreyt ingum. Fundurinn var mjög fjöl mennur, og miklar og snarpar umræður um málefni félagsins. Fundurinn gat ekki lokið störf- um, og verður því boðaður fram haldsfundur svo fljótt sem auðið er. í féilagið gengu 56 nýir fé- lagar. Stjórn félagsins skipa: Sveinbjörn Hannesson, forrnað- ur, Pétur Sigurðsson, varaformað ur, Jóhann Sigurðsson, ritari, og Valdimar Ketilsson gjaidkeri. Meðstjórnendur: Friðleifur Friðriksson, Þor- steinn Kristjánsson og Guð- mundiur Sigurjónsson. Dregið um millj- ónina í gær í GÆR var dregið í Happdrætti Háskóla íslands um 3150 vinn- inga að upphæð samtals 7.890.000 kr. Hæsti vinningurinn, ein millj. króna, leom á hálfmiða nr. 47092, selda í Sandgerði og Hafnarfirði. Sá, sem átti hálfmiðann í Sand- gerði, er ungur maður, kvænt- ur og á tvö börn. Hann átti miða í röð og hlaut báða aukavinning- ana. Fær hann því alls 550.000 kr. Hann á ekki íbúð og hafði orð á því í gærkvöldi, að hann hefði helzt hug á að bæta úr því og leggja jafnvel í bílakaup. — 200 þús. kr. vinningur kom á heilmiða, 30479, seldan í um- boði Guðrúnar Ólafsdóttur í Reykjavík. 100 þús. kr. vinning- ur kom á hálfmiða nr. 43624, seldan á Seyðisfirði. Mislinga- faraldur MISLINGAFARALDUR geng ur nú um bæinn. Skv. upp- lýsingum skrifstofu borgar- læknis er vitað um allmörg tilfelli sjúkdómsins. Ekki er vitað til þess, að mislingar séu neitt sérstaklega skæðir í þetta skipti, en eins og kunn- ugt er, ganga mislingar venju- lega á tveggja ára fresti a.m.k. Skarlatssótt hefur stungið sér niður á stöku stað, en alls ekki er hægt að tala um neinn farald. Oveður vík um Húisavík, 10. desember. UNDANFARIÐ hefur tíð verið hér mjög stirð, þótt stórviðri hafi ekki verið fyrr en aðfara- nótt sunnudags, þegar stórhríð var hér. Fylgdi veðrinu þó nokk- uð mikið brim. f þessu veðri urðu þeir skaðar, að ein fjög- urra tonna trilla, Kristinn, eign aðkomumanns hér, dró legufær- in út úr höfninni, og rak hana síðan á land suður undir Hauka mýrum. Brotnaði hún þar í tvennt, svo að hún er gjörónýt. Vél og dýptarmæli hefur verið bjargað, þó eitthvað skemmdu. Ekið á Renault árgerð 1962 SL. sunnudagskvöld skrapp öku- maður bifreiðarinnar Y—284 í kvikmyndahús í Reykjavík og lagði bifreiðinni á stæði í Lækj- argötu norðan við innkeyrslu BSR. Bifreiðin er Renault, árgerð 1962, kremlituð. Þegar maður- inn kom aftur hafði verið ekið á framhurðina og hún dælduð. Rauður litur sást í dældinni. Áreksturinn hefur gerzt á miUi klukkan 9 og 11 á laugardags- kvöld. Sá sem er valdur að þessu og jafnframt sjónarvottar eru beðn- ir að gefa sig fram við rann- sóknarlögregluna sem fyrst. á Húsa- helgina — Engar aðrar skemmdir urðn hér. Áætlunarbíllinn á leiðinni fná Akureyri, sem fór tvær ferðir á laugardag, fékk gott veður í fyrri ferðinni og var ekki nema þrjá tíma frá Akureyri og hing- að. í seinni ferðinni, sem hann fór frá Akureyri kl. 19, lenti hann í blindistórhríð á Vaðlaheiði og alla leiðina eftir það. Var hann átta tíma á leiðinni, þótt snjór væri ekki til fyrirstöðu, heldur eingöngu veðrið. Með bílnum voru allmargir farþegar, mest megnis kvenfólk. Jólafundur Hús- mæðraféla^sins HÚSMÆÐRAFÉLAG Reykjavík- ur heldur sinn árlega jólafund kl. 8,30 næstkomandi fiimmtudag í Lídó. í upphafi fundarins talar séra Jónas Gíslason, en síðan verður fluttur fróðleikur um ýmislegt varðandi jólaundárbúninginn, m.a. sýnir blómaskreytingarmað ur frá Alaska einfaldar skreyt- ingar. Veizlustöðin og Síld og fiskur sjá um jólaborðið. Þá verða tH sölu uppskriftir af hvers kyns mat, kökum og ábætisrétt- um. Allt annað fá konur endur- gjaldslaust og eru velkomnar á meðan húsrúm leyfir. Bílvelta í hálku nyrðra AKUREYRI, 10. des. f HINU rysjótta veðri að undan- förnu hafa orðið nokkrar sam- göngutafir, ekki þó vegna snjóa- laga heldur vegna veðurs. Á það einkum við á austurleiðinni héð- an. Norðurleið hf. hefur haldið uppi samgöngum milli Reykja- víkur og Akureyrar þrisvar í viku, og hafa bílarnir venjulega verið komnir hingað um kl. 21. Næstu daga mun Norðurleið hf. fara á hverjum degi milli Akur- eyrar og Reýkjavíkur og fram að jólum. Mikil hálka hefur ver- ið á vegum á Akureyri og í ná- grenni. Hefur það orsakað smá- slys og sums staðar allstóra árekstra. Kl. 22 í gærkvöldi valt t.d. bifreið á Moldhaugnahálsi og skemmdist hún mjög mikið. í bílnum voru 4 menn, og sakaði þá ekki. — St. E. Sig.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.