Alþýðublaðið - 22.12.1929, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 22.12.1929, Blaðsíða 4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ Allskonar Vald. Poulsen, Klappargtíg 29. Siool 24 Konur! Blðjið nm Smára- smlSrlikið, pvíað pr ð er efnlsbetra en alt annað smjðrlíki. Jólatrésskraut, tnjög ódýrt, jólakerti á 0,65 pakkinn, spil á 0,65, alls konar barnaleikföng með gjafverði. Enn fremur margs konar silfur- plett, hentugt til jólagjafa, hvergi ódýrara í bænum. Alls konar búsáhöld, kaffistell o. m. Ð. eru kærkomnar jólagjafir. Alt fæst I Verzl. Merkjasteinn, ▼eaturgötu 12. Sími 2088. Þýzki fjármáiaráðherrann biðst lausnar. Frá Berlín er síma’ð: Schacht. forseta þýzka rikisbankans, hefir tekist að koma í veg fyrir, að ríkisstjórnin fengi lán i Ameríku, og hefir ríkisstjórnin þess vegna neyðst til þess að taka innlent Ián o£ fallast á lánsskilmála Schachts. Hilferding fjármálaráð- berra hefir þess vegna beðist Iausnar. Ríkis'þingið hefir samþykt tolla- fnanvarp gtjómarinnar, en sam- kvæmt því eru lækkaðir verndar- tollar á landbúnaðarafurðum. Um dagina og veginn. Nætnrlæknir er í nótt ólafur Jónsson, símj 959. Jólasöngskemtun heldur Eggert Stefánsson í Nýja Bíó kl. 31/2 á annan í jólum. Verður þetta eflaust ágæt jólar skemtun. Á söngskránni eru að eins íslenzk lög. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn. Kona meiðist. í gær vildi það slys til, að Magdalenu Jósefsdóttur, konu Valdimars Jónssonar afgreiðslu- manns, Njálsgötu 15, varð fóta- skortur, er hún var að húsverk- um, og féll hún og meiddist tals- vert mikið og lá í ómegini um stund. Ómaklegt finst mér af verzlunarmanni að hnýta í lögreglustjóra óg kaup- menn fyrir að leyft var að halda búðum opnum til 11 á laugar- dagskvöldið. Ég tel að almenn- ingi hafi komið mjög vel að geta notað þenna tíma til jólainn- kaupa, þar sem illa hefir viðrað undanfarna daga. Verkamaður. Ólafur Th. Sveinsson skipaeftirlitsráðunautur hefir verið skipaður skipaskoðunar- stjóri ríkisins frá næstu áramót- um samkvæmt lögum frá síð- asta alþingi. Nokkrir einkabif reiðaei?endur ætla að flytja gamalt og veikl- að fólk, sem þarf að líta inn hjá frændum og vinum, um bæ- inn milli 10 og 11 á aðfanga- dagskvöld. Þeir, sem kynnu að vilja nota sér þetta, eru beðnir að hringja í síma 710 á aðfanga- dag kl. 1—3. Á málverkasýningu Gísla Jóns- sonar var búið að selja 12 myndir í gærkveldi. Eru prýðilega fal- leg málverk á sýningunni, og væri vel, ef Gísli gæti sýnt þau i stærri sal áður en langt um Iíður. Skipafréttir. „Selfoss" kom í gærmorgun frá útlöndum. Veðið. KL 8 í morgun var 4 stiga hiti til 2 stiga frost, 1 stigs hiti í Reykjavík. Útlit hér um slóðir: Vaxandi sunnan- og suðaustan- átt, allhvöss með kvöldinu og úr- koma. Hægviðri á Norður- og Austur-landi. Listaverkasafn Elnars Jónssoaar verður opið auuau jóladag kl. 1—3w Togaramir. „Gylfi“ kom frá Englandi í gær. Þá kom og enskur togari eitthvað bilaður. „Draupnir" fór á veiðar í gær. „Andri" kom frá Englandi í morgun og fór þegar á veiðar. Sildareinkasalan hefir nýlega greitt til viðbótar 3 krónur fyrir hverja tunnu. Munu útgerðarmenn margir hverjir hafa greitt þetta nú þeg- ar. — Samtals hefir Síldareinka- salan þá greitt 12 krónur fyrir tunnu, auk salts, tunna, verkun- arlauna og útflutningsgjalda. Jólapottar Hjálpræðishersins. í þá var í gærkveldi komið hálfu minna en í fyrra. Siðustu forvöð að leggja í þá eru í dag og á morgun. Jólablað Alpýðublaðsins verður borið út til kaupenda í fyrra málið. Það er mjög fjöl- breytt að efni og vel til þess vandað. Það flytur myndir af nokkrum listaverkum Einars Jónssonar. Enn fremur kvæði eft- ít Sigurð Gröndal, ólöfu Jóns- dóttur frá Smiðjuhóli og „Vögg“, sögur eftir: Emil Zola, Henri Barbusse, Maxim Gorki, Bernard Shaw, Guðbrand Jónsson, Pál Sveinsson, Davíð Þorvalds- son og n. h. n. Blað- ið er 12 síður að stærð í venju- legu AlþýðublaðsbrotL Þeir, sem ekki eru kaupendur Alþýðublaðs- ins, geta fengið jólablaðið keypt í afgreiðslunni Sá 13. á íhaldslistanum við bæjar- stjórnarkosningarnar í Hafnar- firði er Jón Gíslason verkstjóri (næstur á eftir Bjargmundi Guð- mundssyni). Nafn Jóns vantaði í frásögnina um listann hér I blað- inu í gær. Fy irspurn hefir Alþýðublaðinu verið send um það, hver hafi samið „skjal það hið fáránlega“, sem drottn- ingunni var sent og birtist í Al- þýðublaðinu í gær. Því miður hefir Alþýðublaðið ekki enn get- að fengið áreiðanlegar fregnir um það, hver er höfundur skjals- ins, þótt margar kviksögur gangi um bæinn um það atriði. »K. R.“ Glímuæfing verður í kvöld kL 7. Einnig verður sameiginleg fim- leikaæfing (fyrir þá, sem geta komið því við) fyrir 1., 2. og 3. flokk kl. 8 í kvöld. Síðjásta æf- ingin á þessu ári. ,Peilur“, nýja tímaritið, sem nýlega hef- ir hafið göngu sina, er mjög SOFFÍUBÚÐ. Frakkar, Húfur, Treflar, Hanzkar. Karlmannaföt, blá og mislit, bezt hjá S. Jóhannesdóttur (beimt á möti Landsbankanum). MUNIÐ: Et ykkur vantar hús- gögn ný og vönduð — einnig notuð —, þá komið í fornsöluna, Vatnsstíg 3, sími 1738. Bökunaregg, Suðuegg. Mleln, Baldursgötu 14. Sími 73. Sterkn handklæðln, góKklútar, fœgllifgnrlnn „BIaneou og húsgagna- úbnrOnrlnn „Dnst kllleru, sem gerlr gamalt sem nýtt. VSrnbúðln Langa- vegl 53. Bíærfðt karlmanua og drengja, allar stærðir, tœki» færisverð. — VSrubúðin, Laugavegi 53. Ýmlslegt smúvegis, t. d.t smðspeglar, greiður, hringl« ur, jólakerti, spil o. fl. Vðru- búðin, Laugavegi 53. Flður og dúnn, hvítt-sæng* urveradamask. Vðrubúðin, Laugavegl 53. „Blaneo<( fægilðgurinn og „Dust-Killer“ húsgagnaá- burðurinn er pað bezta og gerlr gamait sem nýtt. Sfmið f 870, sent heim um hæl. Sokkar. Sokkar. Sokkaæ frá prjónastofunni Malin eru ís-« lenzkir, endingarbeztir, hlýjastir. Manið, að ijölbreyttasta úr- valið af veggmyndum og spor* öskjurömmum er á Freyjugötu 11, sími 2105. Góðir dívanar á 25 krónur á Bárugötu 10. Jólaplattar og silfurplettborð- búnaður selt langt undir sann- Virði. Þorkell Sigurðsson, Lauga- vegi 18. Oardfnustengar og farlngir édýrnst i Brðttugðtu 5. lnn« rðmatDR á sama stað. skemtilegt og fróðlegt. Það flyta* sögur, ljóð og myndír. Rltstjóri og ábyrgðarmaður Haraldur Guðmundsson. Alþýðuprentsmiöjan.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.