Morgunblaðið - 16.01.1963, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.01.1963, Blaðsíða 13
Miðvikudagur. 16. janúar 1963 MORCVNBLAÐIÐ 13 LONG og mjú landræma ER SKER MORG ÞJÚDABROT í GÆR var skýrt frá upp- reisn í Afríkuríkinu Togo. Fréttamaður blaðsins, Elín Pálmadóttir, var þar á ferð í sl. mánuði og segir hér ofurlítið frá landinu. NÚ þegar fréttir berast um upp- reisn í Togrolandi og það með að forseti landsins, Sylvano Olympio, hafi verið tekinn af lífi verður mér hugsað til þessa yndis lega lands, sem virtist svo frið- sælt í augum framandi ferða- Iangs, er ég var þar á ferð um miðjan desember og ók eftir landinu endilöngu. Eftir endi- löngu er vissulega réttnefni, því Togoland er mjó og löng land- ræma milli Cíhana og Dahomey, um 560 km. löng frá norðri til suðurs og ekki nema 50 km., þar sem landið er mjóst. Einmitt það að Togo, sem þýð- ir landið upp fra sjónum, teygir sig svona langt inn í Afríku, er orsök þess hve óskilt fólk með ólík viðhorf byggir landið. Mynd un Togolands ,eins og flestra ann arra Afríkuríkj a, varð með óeðli- legum hætti, þar eð þar réði að landvinningamenn nýLenduþjóð- anna komu á skipum að strönd- inni og teygðu sig svo inn í land, eins langt og þeir komust. Hefði uppruni og iifnaðarhæ-ttir íbú- anna mátt ráða, átti að draga landamæralínur þvert á núver- andi landamæri, þannig að strand fólkið byggði upp sameiginlegt jþjóðfélag og síðan koll af kolli Iþar til eyðumerkurbúarnir ættu saman. í Togo tekur hver ætt- flokkurinn við af öðrum, frá norðri til suðurs, Bómobar, Gor- tunar, Natdhabar, Tohokosiar, NóGan-Gansar, Lambar, Konikom 'bar, Kabraiar, Cotocoliar, Ake- bosar, Anar, Akpossoar Adjar, Ewear, Quatchiar og Ahoulanar, sem hver um sig hefir sitt tungu- mál, siði og erfðavenjur. Poli- tískt hefur sundrung hins fjöl- menna Eweaþjóðflokks senni- lega mest áhrif nú, en þróun mála hefur skipt honum milli ríkjanna Dáhomey, lýðveldisins Togo, enska Togo sem nú er hluti af Ghana og Ghana sjálfs. • Hvert beltið tekur við af öðru. Landslag er einnig mjög fjöl- breitt og skiptist í belti. Ég kom inn í landið mjög norðarlega, frá Dahomey, þar sem ég hafði ætl- að að sjá ljón, fíla ,gírafa og önnur stórdýr á hinum skógi vöxnu gresjum norður undir eyði mörkinni, en vegna vegleysu og niðurbrotinnar brúar sá ég aldrei nema héra, rottur á stærð við ketti og runnasvín. Fyrst ókum við í gegnum flatt skráþurrt land, þar sem múhameðstrúar- menn með ljósari húð en svert- ingjarnir á ströndinni sátu yfir nautahjörðum. Eftir því sem sunnar- dregur kemur sifellt Imeiri gróður.Þegar ekið er nið- ur háslettuna fara að sjást strjál j lauftré á gresjunum og litlir ræktaðir blettir, fyrst bómullar- ' akrar, síðar kakójurtir og kaffi- í jurtir og þar sem rakinn verður j meiri, þéttist skógurinn, og nú fer . maður að kannast við hinn safa- mikla flækjuskóg. Víða í rjóðr- um híma kringiióttir leirkotfar með gu'lnuðum stráþökum í j hnapp. Fólkið virðist mjög vinnu samt, stöðugur straumur af kon- um rneð afurðir á höfðinu er eft- ir veginum. í>arna norðurfrá eru J þær flestar í mittisskýlum ein- um fata og með brjóstin ber, sem er misjafnlega klæðilegt. Nú , er farið að bera á nytjapálmum, Allir svertingjarnir á strönd Guineuflóans dansa „high-life“. Þessar kátu konur stigu dans á þorpsgötunni í brezka Togo, þegar fréttamaður Mbl. var þar á ferð. Krakkarnir i Togo þurfa ekki að vera mikið klæ ddir, því að sólin skín stöðugt beint á kollinn á beim og vermir veL (Ljósm.: E. Pá.) Kortið sýnir Togoland við Guineuflóa, milli ríkjanna Ghana og Dahomey. Á ströndinni við sjóinn er höfuðborgin, Lome. — Afríkukortið í horninu til vinstri sýnir hvar þessi lönd eru í Afríku. — fyrst olíupálmum og síðan kókos pálmum, og þá er komið suður i bleytuna og fenin niður undir ströndina, þar sem heilu þorp- in eru reist á stultum og fólkið ferðast jafnvel á litlum eintrján- ingum, sem smjúga á dýkjunum milli trjánna. Loks kemur strönd in sjálf, blágrænn sjór með öld- um sem brotna í hvítfyssandi tföldum, breið hvít sandströnd með pálmatrjám, sem hallast í röð inn á landið undan hafgol- unni og þar fyrir ofan strákof- ár fiskimannanna, sem maður sér að veiðum meðfram allri ströndinni. Sumir róa skrautlega máluðum eintrjáningum með; stuttum árum ,en aðrir leggja netin beint út frá ströndinni og draga þau í land, standa margir í röð og leggjest allir í netið í einu. Nærri alla leiðina suður hafði rauðleita fíngerða rykið frá hin- um svokallaða „harmatan" fylit vit okkar og sezt í þunnt lag utan á okkur, svo föt okkar og hár var rauðleitt. Þegar eyði- merkurstormarnir æða á Sahara- eyðimörkinni fyrir norðan, berst fíngerðasta rykið hátt í lofti suð- ur eftir. Það skyggir jafnvel á þessa óumibreyti'legu sól, sem sí- fellt hellir geislum sínum þráð- beint á kollinn á manni. En „harmatan" stendur yfirleitt að- eins í 1—2 vikur á ári. Vegir eru afleitir uppi í land- inu, enda býr þarna ákaflega fá- tæk þjóð.. Þó er um 100 km spotti af nýjum steyptum vegi norður af borginni Sokotó, sem er í miðju landinu, en þang- að nær járnbrautarlínan. Þar fyrir sunnan tók við vegur, sem hafði það af að hrista karbora- torinn lausan í bílnum okkar, enda hafði þessi ágæti hvíti Rambler áður fengið mörg hundr uð km. af ferlegasta hristingi í upplöndum Daihomey. Óhappið gerðist auðvitað í kolamyrkri á mjóum vegi gegnum mesta flækjuskóginn. Bílstjórinn bað um eldspýtur til að líta á vél- ina og áður en við gátum snúið okkur við, stóð bílinn í ljósum logum. Loks tókst karlmönnun- um þó að kæfa eldinn með ban- önum og dagblöðum ásamt ein- hverjum flíkum. Ég tók ekki þátt í slökkvistarfinu, því ég var svo sanníærð um að bíllinn mundi brenna til agna að ég kepptist við að bjarga töskunum úr far- angursgeymslunni. Ekki löngu seinna kom svo stór trukkur, ful'l blaðinn vörum og fólki ofan á. Bílstjórinn hafði heilt bílaverk- stæði með og stanzaði í þrjá tíma til að gera við bílinn okkar. Hann fékkst ekki til að sækja borgun á hótelið okkar í Lome daginn eftir, og bauð hann okfcur meira að segja upp á bjór í næsta þorpi. Ekki gátum við greitt honum á staðnum, því við höfðum bvergi á ferðalaginu um upplönd Da- homey eða Togolands getað skipt nokkurri erlendri mynt og því lifað á sardínum, kexi og ávexta safa í tvo daga á undan, og loks þurft að láta benzínafgreiðslu- dreng iána okkur 10 lítra a£ benzíni, til að komast í menn- inguna. En það bjargaði okkur hve geysilega hjálplegt og elsku- legt fölkið í þessum tveimur lönd um var. í þeim Afríkulöndum, sem við komum frá, hefði varla nokkur rétt hjálparhönd, nema vera búinn að tryggja sér tvö- kona með barn sitt á bakinu. falda eða þrefalda greiðslu fyrir ómakið. Það var reglulega ánægjulegt að koma niður á ströndina, til höfuðborgarinnar Lome, og í hið stórglæsilega hótel, Benin, þar sem blá Hollywood sundlaug er fyrir framan og vaggandi pálm- ar á hvítri strönd blasa við úr gluggunum. Meðfram ströndinni er líka steyptur vegur og ofan við breiðgötuna í höfuðborginni Lome, stendur þinghúsið og bú- staður forsetans, hvítar og falleg ar byggingar. • Þýzku nýlendunni skipt. Þó 1 minum augum væri allt Framhíiid a bls. i4.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.