Alþýðublaðið - 24.12.1929, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 24.12.1929, Blaðsíða 8
8 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Clda er viðurkent að vera bezta og jafnframt ódýrasta suðu- og át-súkkulaði, sem selt er hér á landi. Þegar þér kaupið súkkulaði. pá takið fram, að það eigi að vera CI d a. Jólin. (Fyrr og nú.) Af öllum hátíðum ársins virð- ast jólin hafa einna mest ítök í hugum manna. Enda eru hinar kirkjuhátíðarnar flestar eins kon- ar a’fsprengi jólanna. Þegar ég var lítill drengur austur í Árnessýslu, man ég eftir f>ví, að pegar kom fram á jóla- föstuna, fórum við, krakkarnir, hvað eftir annað að spyrja að því, hvað langt væri nú til jól- anna. Slíkar spurningar lágu fikkí' eins ófan á hjá þeim full- orðnu. Þó leyndi það sér ekki, að fullorðna fólkið var ekki svo lítið hugbundið jólunum löngu áður en þau gengu í garð. Jólafastan virtist vera eins konar tilhlökk- íunartími allra, vegna jólanna. Nú kom að því, að jólavikan hófst. Var þá farið að gera uppá- stungur um það, til hvaða kirkju skyldi fara á jóladaginn. Að fara tii annarar kirkju en sinnar eigin þótti mikili hátíðafengur á þeim (dögum. Þegar svo jólin komu þektist ekki sá siður að sofa langt fram á dag, þegar saman fór gott veður og göngufæri. Þegar jólin í sveitinni nálguð- rust, vaT það ekki vonin um glys eða glingur, sem kom börnunum til að hlakka til þeirra. Þau glöddust í voninni um að fá jólakerti. Kertastjakinn var oft snúðurinn á tvinningarsnældunní. Stundum var jólakertið brætt fast á borð eða einhvern rúm- stólpann. En birtan af kertunum var imynd jólagleðinnar, jóla- helginnar, í augum barnanna. Gleði þeirra var einföld og lát- laus. Ekkert var það, sem ruglaði gleðina eða leiddi hugann frá sjálfum jólunum. Þeir, sem hafa lifað fyrstu árin í sveit, en borist svo til höfuð- staðar íslands, sakna margir hverjir æskujólanna í sveitinni. Hér í Reykjavík eru jólin oft rænd öllum sínum einfaldleik. Atburður sá, sem jólin eru helguð, virðist nú vera mörgum úr minni liðinn. Skrautklæði, hressingar og veizluhöld er „borgaralegur jólafagnaöur" hjá mörgum og jólasölurnar, „jóla- munaðurinn“, helzti undirbúning- urinn hjá mörgum. Setjum nú svo, að róttækur efnishyggjumaður geti ekki orð- ið jólanna var, nema í efninu. Hann um það. En hann er litið bróðurlega sinnaður, ef hann fær- ir ekki efnisjólin líka til þeirra, sem ekki hafa rúöin í efninu. Og fyrir þessar sakir hygg ég að mörg tár falli í þeirri miklu Reykjavík þegar jólaklukkurtum er hringt. Jún frá Hooli. Um daplnsp og vegisnn. Næturlæknir er í nótt Ólafur Heigason, Ing- ólfsstræti 6, sími 2128, aðra nótt Daníel Fjeldsted, Vatnsstíg 4, sími 272, og aðfaranótt föstu- dagsins Halldór Stefánsson, Laugavegi 49, sími 2234. — Ef , breyting verður á um næturlækni,' veit lögregluvörðurinn það, simi 1027. Strandmennirnii af „Þór“ koma hingað með varðskipinu „Ægi“. Eru þeir væntanlegir hingað i nótt. — Við .björgunina voru þeir fluttir á björgunarbáti „Þórs“ og öðrum Skagastrandar- bátnum yfir í „Hannes ráðherra“. Eftir það leið þeim öllum vel. — Séra Jón Guðnason á Prests- bakka í Hrútafirði var farþegi á „Þór“, — var á heimleið af fund- um kirkjumálanefndarinnar. Eftir að þeim félögum var bjargað var hann fluttur í lahd á Blöndu- ósi. Jólasöngskemtun Eggerts Stefánssonar er í Nýja Bíó annan jóladag og hefst kl. 31/2* Eru að eins íslenzk Iög á söngskránni. Emil Thoroddsen aðstoðar. Þetta verður hin bezta jólaskemtun. — Aðgöngumiðar verða að éins seldir við inn- ganginn. Lúðtasveit Reykjavíkur spilar úti á jóladagsmorguninn kl. 10, ef veður leyfir. Séra Kjartan Helgason í Hruna hefir fengið lausri frá embætti frá næstu fardögum. Hefir hann þá verið prestur í 40 ár. Kirkja fýkur. Á föstudagskvöldið var fauk kirkjan á Flugumýri í Skaga- firði, en kom aftur niður þannig, að suðurhlið hennar stóð á norðurhluta grunnsins, en norður- hliðin utan grunns. Er hún snot- ur timburkirkja, nýleg. Hún skemdist allmikið við fokið. „Iðunn“. 4. hefti þessa árgahgs er kornið út, fjölbreytt og merkilegt. Ja- kob Jóh. Smári skrifar um Ein- ar H. Kvaran, Einar H. Iívaran am dularfull fyrirbrigði í forn- ritum vorum, Sigurður Skúlason meistari um fiðlarann við Kongs- ins Nýjatorg, Halldór Kiljan Lax- ness um Upton Sinclair, Indriði Einarsson um myndina af Bólu- Hjálmari og Hallbjörn Halldörs- son um Halldör Kiljan Laxness. Böðvar frá Hnífsdal yrlúr kvæði fj ölbreytt úrval af Gerið svo vel og kynnið ykkur verðið. j[Einnig barnaleikiöng, lang-ódýrust í bænum, Hðrnnn Jónsdóttir, Klapparstíg 40. Simill59. í heftið, Hákon J. Helgason ritar um heimskautafærslu og Jakob Jóh. Smári og ritstjóri „Iðunn- ar“ um nýjar bækur. 1 heftinu eru myndir af Einari H. Kvaran, Upton Sinclair og Halldóri Kiljan Laxness, BóIu-Hjálmars-mynd Ríkarðsogmynd með Fiðlaranum við Kongsins Nýjatorg. Það svik- ur engan að lesa „Iðunni" méðan Árni Hallgrímsson er ritstjóri hennar. Trulofun síná opinberuðu á laugardag- inn ungfrú Jóhanna Helgadóttir, Þingholtsstræti 7 B, og Magnús I. Kjartansson, Lindargötu 1. Alþýðublaðið. Jafnframt þessu tölublaði verð- ur borið út jólablað, 12 síður, og er blaðið þannig samtals 20 sið- ur í dag. Togaramir. „Þorgeir skorargeir" kom í gær frá Englandi. Jólamessa á Vifiisstöðum verður á jóladaginn kl. IOV2 árdegis, séra Sigurður Einarsson. Kristilegar Samkomur verða á Njálsgötu 1 kl. 8 e. m. báöa jóladagana, en ekki í kvöld. Sjómannastofan. Samkoma kl. IU/2 í kvöld í Varðarhúsinu. — Á jóladaginn verður jólafagnaður fyrir að- komusjómenn íslenzka 1 Sjó- mannastofunni, en á annan jóla- dag fyrir erlenda sjómenn. Hjálpræðisherinn. Samkomur á jóladaginn kl. 11 f. m., kl. 2 fyirir börn, kl. 4 og 8 e. m. Á. annan jóladag ltl. 4 og 8 e. m. — í Hafiiarfirði á jóladaginn kl. 4 og 8 e. m. og annan jóladag kl. 8 e. m. Dollar. Húsmæður, hafið hug-, fast: að DOLLAR er langbezta þvottaefnið og jafn- framt það ódýrasta í notkun, að DOLLAR er algerleg óskaðlegt (samkvæmt áður auglýstu vottorði frá Efnarannsóknarstofu ríkisins). Heildsölubirgðir hjá: Balldérl Eirikssyni. Hafnarstræti 22. Sími 175, Hjarta^ás smjarlikið ©r bezt Ásgarður Að Langanesi og Kleppi verða framvegis fastar ferðir daglega frá kl. 8.40 f. h. til kl. 11,15 e.h. „Biiröst“. Siniar: 1529 oo 2292. NÝMJÓLK fæst allan daginn í Alþýðubrauðgerðinni. Þeir, sem þurfa á bifreiö að halda um jólin, mega hringja í síma 1767. Ritstjóri og ábyrgðarmaður Haraldur Guðmundsson. Alþýðuprentsmiðjan.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.