Morgunblaðið - 01.02.1963, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.02.1963, Blaðsíða 1
24 siður Utauríkisráðherra Hollands telur einingu V-Evrópu nauðsynlegri nú en nokkru sinni Haag, 31. jan. — NTB-AP 1 DAG voru atburðir síðustu daga í Briissel ræddir í hol- lenzka þinginu. Meðal þeirra, scm tóku til máls, var Josep Luns, utanríkisráðherra Hol- lands. Lýsti hann vonbrigð- um sínum yfir málalokunum í Briissel og andstöðu hol- lenzku stjórnarinnar við að- gerðir Frakka í Briissel. De Gaulle móðgaði Breta Vonderling prófessor, formað- ur verkamannaflokks Hollands, sem er í stjórnarandstöðu, tók einnig til máls. Sagði hann de Gaulle hafa móðgað bæði Breta og bandamenn sína innan EBE. Sagði hann, að Erakklandsfor- seti hefði komið fram eins og einræðisherra. Vonderling gagn- rýndi einnig fransk-þýzka sátt- málann, sem undirritaður var í París. Skoðun de Gaulle hættuleg hinurn frjálsa heimi í þingræðu sinni sagði Josep Luns, að eining innan Evrópu væri nú nauðsynlegri en nokkru sinni fyrr og skýrði frá því, að Efnahagsbandalagslöndin fimm, ' sem hlynnt eru aðild Breta, | ræddu nú um það hvernig mætti * styrkja sambandið við Breta. Hann sagðist vera þess full- viss að viðræðurnar um aðild Breta að EBE yrðu hafnar á ný, en sá frestur, sem yrði á þeim nú gæti orðið hættulegur eining- unni innan bandalagsins og einnig samvinnu Atlantshafs- bandalagsríkjanna. Hann lýsti andstöðu hollenzku stjórnarinn- ar við afstöðu Frakka og sagði, að sjónarmið de Gaulles forseta myndi leiða til stjórnmálalegrar og efnahagslegrar sundrungar í V-Evrópu. Sú skoðun Frakk- landsforseta, að Evrópa eigi að mynda þriðju valdaheildina í heiminum, óháða Bandaríkjun- um, sé mjög hættuleg hinum frjálsa heimi. Luns sakaði utanríkisráðherra Frakka, Couve de Murville, um að hafa notað tilhæfulausar full- yrðingar í Brússel. Benti hann á það, að Murville hefði haldið því fram, að ekkert hefði verið aðhafzt frá því í október sl. til þess að reyna að leiða viðræð- urnar til lykta og Bretar vildu ekki samrýma stefnu sína í land- búnaðarmálum stefnu banda- lagsríkjanna. Sagði Luns að þetta væri ekki rétt, frá því í október hefði orðið mikið á gengt í viðræðunum við Breta. j „Viðræður um aðild Breta að EBE verða hafnar að nýju“ Segir Walter Hallstein íormaður stjóm- arnefndar bandalagsins Brown, WSIson og Callaghan formannsefni Verkamanna- flokksins London, 31. jan. (NTB) Tilkynnt var opinberlega í London í dag, að Harold Wil- son, George Brown og James í Callaghan, verði í framboði ‘ við formannskosningar brezka Verkamannaflokksins. Kosn- ingarnar fara fram í næstu viku og verða úrslit þeirra kunngjörð 7. februar n. k., ef l einn frambjóðenda fær meira / en helmingi fleiri atkvæði, * en hinir háðir samtals. Það eru 248 þingmenn Verka- mannaflokksins, sem kjósa for manninn. George Brown er varafor- maður Verkamannaflokksins, Harold Wilson er sérfræðing- ur flokksins í utanríkismálum og James Callagtian er sérfræð ingur hans í f jármálum. Brússél, Moskvu, París, 31. jan. — NTB-AP — í D A G voru endalok við- ræðna Breta við Efnahags- bandalag Evrópu um aðild að bandalaginu enn til um- ræðu víða í Evrópu (Annars staðar á síðunni birtast um- mæli utanríkisráðherra Hol- lands). • Walter Hallstein, formaður Krúsjeff kallar Berlínarmúrinn líkþorn Berlín 31. jan. (NTB-AP). MÁLGAGN kommúnistaflokks A-Þýzkalands í A-Berlín „Die Warheit“ (Sannleikurinn) segir í dag, að Krúsjeff forsætisráð- herra Sovétríkjanna hafi rætt við formann evangelísku aka- demiunnar í V-Berlín og fleiri V-Berlínarbúa á meðan að hann dvaldist í A-Berlín í sambandi við flokksþingið, sem þar var haldið. Segir blaðið að Krúsjeff hafi sagt V-Berlínarbúunum, að hann væri ekki hlynntur því að alls- herjaratkvæðagreiðsla yrði látin fara fram í Þýzkalandi um fram- tíð landsins. \ Krúsjeff ræddi Berlínarmúr- inn og kalíaði hann líkþorn á fæti Þýzkalands, líkþorn, sem ekki væri hægt að losna við. Ennfremur sagði forsætisráð- herrann, að hann hefði fyrir tveimur eða þremur árum heim- sótt V-Berlín á laun og ekið um borgina í herbifreið Enginn hefði þekkt hann. stjórnarnefndar EBE, hélt fund með fréttamönnum og sagði: að mörg vandamál myndu bíða ráð- herranefndar EBE, vandamál, sem væru afleiðing viðræðuslit- anna í Brussel. Það er auðvelt að gera sér grein fyrir því hvað verður t.d. í sambandi við stefn una í landbúnaðarmálum. Hall- stein varaði við því að líta of alvarlegum augum á viðræðu- slitin. Sagði hann, að það væri nú hlutverk stjórnarnefndar EBE að koma í veg fyrir að starf semi bandalagsins lamaðist. Hann sagði, að ekkert gæti kom ið í stað sameinaðrar V-Evrópu og kvaðst vera þess fullviss, að það takmark myndi nást. Ákvörð unin, að hætta viðræðum við Breta, væri ekki endanleg. Að ild Breta að EBE væri enn á dag skrá og viðræður vun aðild þeirra yrðu hafnar að nýju, þó að ekki væri hægt að segja hrve nær það yrði. Hallstein sagðj, að það hefði valdið sér miklum von brigðum hvernig fór í Brússel og benti á, að það, sem þar hefði gierzt hefði einnig áhrif utan Efnahagsbandalagsins. Hallstein var spurður hvað hann teldi, að önnur lönd, sem sótt hefðu um aðild að bandalag inu gerðu nú. Hann sagðist vera þess fullviss, að fjöldi stjómar- erindreka írÉ þessum löndum myndu koma til Brusel á næst- Á laugardaginn var þjóðhá- < tíðardagur Indverja og var J mikið um dýrðir í landinu í því tilefni. í Nýju Dehli var mikil skrúðganga og fór stjórn landsins í broddi fylk- ingar. I fremstu röð eru frá vinstri: Ráðherranr., sem fer með málefni þin^sins, Sinha (ber fána), varnarmálaráð- herrann Chavan, Singh tals- maður þingsins, Nehru for- sætisráðherra, Desai fjár- málaráðherra og Ram sam- göngumálaráðherra. unni til þess að ræða ástandið við stjórnarnefndina. Ekki hægt að vera án stuðnings U.S.A. í dag birtist viðtal við Poul Henri Spaak, utanríkisráðberra Belgíu í blaði í Frakklandi. í viðtalinu sagði Spaak m.a. að Framh. á bls. 23 Ágreiningur USA og Kanada um varnarmál Ottawa, 31. jan. (NTB-AP). John Diefenbaker, forsætisráðherra Kanada, sakaði í dag Banda- ríkin um að hlutast til um mál- efni Kanada að heimildarlausu. Forsætisráðherrann hélt ræðu í Neðri deild kanadiska þingsins og ræddi um yfirlýsingu, sem Bandaríkjastjórn hefur sent frá sér um varnir Kanada. í yfirlýs- Mindszenty kardínáii úr sendiráði USA Mtlanó, 31. jan. — NTB-AP BLAÐIÐ „II Giorno“ í Míl- anó sagði í dag, að þær fregnir hefðu borizt frá Ung- verjalandi til Vínar, að Jozef Mindszenty, kardínái, myndi innan skamms geta yfirgefið bandaríska sendiráðið í Búda- pest, en þar hefur hann dval- izt frá því að uppreisnin var gerð í Ungverjalandi 1956. Blaðið sagði, að innan skamms yrði undirritaður samningur milli Páfastóls og stjórnar Ung- verjalands um, að Mindszenty væri frjálst. að yfirgefa sendi- ráðið og fara annað hvort til Rómar eða ganga í klaustur í Ungverjalandi. En þau skilyrði voru sett, að kardínálinn hætti að starfa sem yfirmaður róm- verks-kaþólsku kirkjunnar í Ungverjalandi og hefði engin af- skipti af stjórnmálum í framtíð- inni. ingunni segir, að Kanadamenn verði að búa eldflaugar sínar kjarnorkusprengjum, því annað samrýmist ekki áætlun Banda- ríkjanna um varnir N-Ameríku. Ef þetta verði ekki gert komi þau vopn, sem Bandaríkin hafi látið Kanadamönnum í té ekki að fullum notum. Diefenbaker sagðist hafa skýrt Bandaríkjastjórn frá því, að hann teldi ekki ástæðu til þess, að eld- flaugar Kanada yrðu búnar kjarnorkusprengjum að svo stöddu, en þrátt fyrir það birti Bandaríkjastjórn áðurnefnda yf- irlýsingu. Sagði hann, að yfirlýsingin. bæri því ljóslega vitni, að Banda- rí'kin vildu hlutast til um málefni Kanada. Diefenbaker skýrði þingmönn- um frá því, að hann hefði kallað sendiherra Kanada í washington heim til viðræðna um ástandið. Fréttamaður brezka útvarpsins í Ottawa segir, að ágreiningur sá, sem nú hefi risið með stjórnum Kanada og Bandaríkjanna sé sá alvarlegast í 20 ár. Tilkynnt var í Washington í kvöld, að Bandaríkjastjóm myndi ekki gefa út neina yfirlýs ingu vegna þessa máls.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.