Morgunblaðið - 01.02.1963, Síða 2

Morgunblaðið - 01.02.1963, Síða 2
2 r MORCVNRT. 4 ÐIÐ Föstudagur 1. febrúar 1963 Domenico (t. v.) og Peterson skoða skemmdimar á hreyfli flug-vélarinnar. lézt og farþeginn lenti vélinni FTBIR skömmu gerðist það í nágTenni Cheyenne-flugvall- arins í Wyoming í Bandaríkj- unum, að flugmaður lézt af hjartaslagi á meðan flugvél hans var á lofti. Aðeins einn maður, Lester Peterson, var í flugvélinni auk flugmanns- ins. Tók hann við stjóm henn- ar, þó að hann hefði aldrei lært að fljúga og vissi ekkert um meðferð flugvéla. Peter- son gat skýrt flugtuminum í Cheyenne frá því hvernig komið var og tókst honum að lenda flugvélinni heilu og höldnu samkvæmt leiðbeining um eins starfsmanns flugtums ins, Lou Domenico. Engan sak aði, þegar Peterson lenti flug- vélinni, en hreyfill hennar laskaðist í lendingunni. Þetta var eins hreyfils flugvél. Þingiö fresti stað- festingu sáttmálans — segir Erick Mende V-Berlín, 31. jan. (NTB) — í viðtali við blað í V-Berlín segir formaður Frjálsa demókrata- flokksins í V-Þýzkalandi, Erich Mende, að óráðlegt sé að vestur- þýzka þingið staðfesti sáttmála um fransk-þýzka samvinnu fyrr en ákveðnar hafa verið nýjar við ræður um samstarf Evrópu og Bandaríkjanna. Mende skorar á alla flokka V- Þýzkalands að taka til nákvæmr ar athugunar hvort þeir telji hagkvæmara að staðfesta sáttmál ann strax eða bíða átekta. Sagði ráðherrann, að V-Þjóðverjar yrðu að gera allt, sem í þeirra valdi stæði, til þess að hindra, að heimurinn kæmlst á þá skoðun, að þeir mætu meira samstarf við Frakka, en samstarf við Banda- ríkin og Breta. Tollabandalag Norð- urlanda ótímabært segir utanríkisráðherra Svía Osló, 31. jan. (NTB) — Utanríkisráðherra Svía, Thorsten Nilsson, er um þessar mundir í opinberri heimsókn í Osló. I dag ræddi hann við Halvard Lange utanríkisráðherra Noregs og að viðræðunum loknum hélt Nilsson fund með fréttamönnum. Var hann m. a. spurður hvort hann teldi að Norðurlöndin gætu hafið samvinnu, sem komið gæti í stað aðildar þeirra að Efnahagsbanda- lagi Evrópu. Nilsson sagðist vera hlynntur áframhaldandi sam- starfi Norðurlanda á ýmsum svið- um, en tollabandalag Norður- landa væri ekki tímabært. Hann sagðist ekki geta sagt að svo komnu máli hvort möguleik- ar væru á því að Svíar gerðust aukaaðildar að EBE án Breta. Nilson kvaðst telja, að ráð- herrafundur Markaðsbandalags- ríkjanna, sem ákveðið hefur ver ið að haldinn verði í Genf um miðjan febrúar, yrði mjög þýð- ingarmikill og í þvi sambandi sagðist hann vilja benda á, að fundur Norðurlandaráðsins yrði haldinn á sama tíma. Sagðist Nils son telja heppilegra, að fundur Markaðsbandalagsins yrði hald- inn áður en Norðurlandaráð kæmi saman þannig að ráðið gæti rætt niðurstöður Genfarfundar- ins. Ekki sagðist ráðherrann vita til þess að komið hefði fram til- laga um það að fundinum yrði flýtt. Utanríkisráðherrann lagði á- herzlu á það, að umsókn Svía um aukaaðild að EBE væri enn í fullu gildi og éngar breytingar yrðu varðandi umsóknina fyrr en í fyrsta lagi að afloknum Genfar- fundinum. Sagði hann, að málalokunum varðandi aðild Breta að EBE hefði verið tekið með ró 1 Sví- þjóð, og sagði það skoðun sína að Markaðsbandalagslöndin yrðu nú að sýna meiri samstöðu en nokkrn sinni. Kópavogur FÉLAGSVIST í Sjálfstæðis húsinu, Kópavogi, í kvöld og hefst kl. 30,30. Fyrsta kvöld framhaldskeppni. HugvíSkndadeild Vísinda- sjóðs auglýsir styrki HUGVISINDADEILD Vísinda- sjóðs hefur auglýst styrki ársins 1963 lausa til umsóknar. Hug- vísindadeild annast styrkveiting- ar á sviði sagnfræði, bókmennta- fræði, málvísinda, félagsfræði, lögfræði, hagfræði, heimspeki, guðfræði, sálfræði og uppeldis- fræði. Formaður deildarstjómar er dr. Jóhannes Nordal banka- stjóri. 99 Þingey- ingar glotta" ÞINGEYINGAR segjast ekk- ert hafa orðið varir við hinn háa loftþrýsting, sem var yfir Iandinu á þriðjudag. En þegar þeir lásu í Mbl. frétt um að Austfirðingum hefði orðið svona mikið um þetta, varð Agli Jónassyni að orði: „Allt í kringum eykst nú þunginn, öldur þinga um Grænlands- mið. Eyðaþinghá þegar sprungin Þingeyingar glotta við“. Hlutverk Vísindasjóðs er að efla íslenzkar vísindarannsóknir, og í þeim tilgangi styrkir hann: 1) Einstaklinga og vísindastofn anir vegna tiltekinna rann- sóknarverkefna. 2) Kandidata til vísindalegs sérnáms og þjálfunar. Kandi dat verður að vinna að til- teknum sérfræðilegum rann t sóknum eða afla sér vísinda þjálfunar til þess að koma til greina við styrkveitingu. 3) Rannsóknarstofnanir til kaupa á tækjum, ritum eða til greiðslu á öðrum kostn- aði í sambandi við starf- semi, er sjóðurinn styrkir. Umsóknir um styrki Hugvís- indadeildar þurfa að hafa borizt fyrir 1. apríl næstkomandi. Umsóknareyðublöð fást í skrif stofu Háskóla íslands, hjá sendi ráðum íslands erlendis og hjá ritara Hugvísindadeildar, Bjarna Vilhjálmssyni skjalaverði, er veit ir frekar upplýsingar, ef óskað er. Utanáskrift til deildarinnar er: Hugvísindadeild Vísindasjóðs. Pósthólf 609 — Reykjavík. Athygli skal vakin á því, að Raunvísindadeild Vísindasjóðs hefur fyrir noíkkru auglyst styrki sína lausa til uimsóknar með um sóknarfresti til lð. febrúar n.k. Heimild til að selja Bakkasel FRHXJÓN Skárplhéðinsson og Magnús Jónsson hafa lagt frarn á Alþingi frumvarp þess efnis, að ríkisstjórninni sé heimilt að selja Öxnadalshreppi í Eyjafjarð arsýslu eyðijörðina Bakkasel fyr ir verð, er dómkvaddir menn meta. Frumvarp þetta er flutt að beiðni hreppsnefndar Öxnadals- hrepps. Meredith heldur áfram námi Öðrum blökku- manni synjað Oxford, Mississippi, 31. janúar (NTB — AP). , Blökkumaðurinn James Mered ith hætti við fyrirætlun sina um að fresta því í nokkra, mán | uði að halda áfram skóla-, göngu við háskólann í Oxford, Mississippi. Hann hefur nú stundað nám við skólann eitt kennslumisseri og í dag hóf hann skólagöngu á ný að af- loknu jólaleyfi. Annar blökkustúdent sótti um inngöngu í háskólann í Ox ford, en var neitað. Allt var með kyrrum kjör- um í Oxford, en Meredith nýt ur enn vemdar hermanna. — Eins og kunnugt er kom til mikilla óeirða þegar Meredith var innritaður í háskólann og létu tveir menn lífið í áeirð- unum. i Bretar qera sam- veldislöndunum grein fyrir málalokunum London, Toronto 31. jan. (NTB). Harold Macmillan, forsætisráð herra Breta, skýrði frá þvL í Neðri deild brezka þingsins í dag að hann hefði sent forsætisráð- herrum allra samveldislanda Breta samhljóða tilkynningu um endalok viðræðnanna í Brússel. Þingmenn stjórnarandstöðuflokk- anna báðu hann skýra nánar frá efni tilkynningarinnar, en hann Þessa mynd tók ljósm. blaðsins, Sv. Þ., niður við höfn í gær, er verið var að setja nýja vél um borð í togarann fsborgina. Það var um kl. 4 síðdegis að ísborgin lagðist upp að ameríska skipinu Moor Mc Cormac Wind, sem lá í króknum fram af Eimskipshúsinu, til þess að taka um borð vél, sem kraftbóma ameríska skipsins lyfti af bryggju og út í ísborgina. Ekki mun vera til krani á landi, sem lyft getur svo þungu stykki sem þessu út í skip, en vélin, sem er Skandia Diesel, 750 hestöfl, vegur um 20 tonn. taldi það ekki tímabært.. Eins og kunnugt er hafa for- sætisráðherrar nokkurra sam- veldislanda Breta laigt til að hald inn verði fundur forsætisráðherra landanna til þess að ræða mála- lokin í Brússel. Einn þingmanna Éhaldsflökksins fór þess á leit við Macmillan í dag, að ráðherrar samveldislandanna yrðu ekki kallaðir til fundar fyrr én fund- urinn væri svo vel undir búinn, að enginn efi gæti leikið á, að góður árangur næðist. Porsœtisráðherra Kanada, John Diefenbaker, sagði í ræðu í Tor- onto í gærkvöldi, að afstaða Frakka til aðildar Breta að EBE gerði það að verkum, að sam- veldislöndin yrðu að breyta stefnu sinni í viðskiptamálum. „Ákvörðun Frakka um að stöðva viðræðurnar við Breta er mjög alvarleg," sagði forsætisráðherr- ann, „og ekki verður ljósit í bráð hverjar afleiðingar hennar verðá.“ Tilkynnt var í London í dag, að umræður um málaildkin í Brúissel hæfust í Neðri deild brezka þingsins 11. febrúar n.k. Listi Alþýðuf lokks ins á Austf jörðum KJÖRDÆMISRÁÐ Alþýðuflokks ins á Austurlandi hefur gengið frá framboðslista flokksins þar. Verður hann skipaður þessum mönnum: Hilmar S. Hálfdánarson, verð- gæzlumaður, Egilsstöðum. Sigurður Pálsson, kennari, Borgarfirði. Ari Sigurjónsson, skipstjóri, Neskaupstað. Magnús Bjarnason, fulltrúi, Eskifirði. Gunnþór Björnsson, bæjarstj., Seyðisfirði. Guðlaugur Sigfússon, fyrrv. odd- viti, Reyðarfirði. Jakob Stefánsson, oddviti, Fáskrúðsfirði. Kristján Imsland, kaupm. Höfn í Hornafirði. Jón Árnason, útibússtjóri, Bakkafirði. Arnþór Jensen, verzluna^ 'tj „ Eskifirði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.