Morgunblaðið - 01.02.1963, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.02.1963, Blaðsíða 3
Fostudagur 1. februar 1963 MORGVNM AÐ1B 3 50 ára afmæli ÞRIÐJUDAGURINN 22. janú- ar var mjög viðburðaríkur hjá Slökkviliði Reykjavíkur. Ekki Varðstjóramir og konur þeirra: (frá vinstri) Anton Eyvindsson, sem er elzti starfsmaður slökkviliðsins og um leið Reykjavíkurborgar, Jóhanna Pálsdóttir, Jósefína Ólsen, Þórður Jónsson, Ingibjörg Jónsdóttir og Kjartan Ólafsson. Slðkkviliðs Reykjavíkur þó vegna þess að hús hafi brunnið til grunna, heldur hins, að þá var efnt til hófs í Þjóðleikhúskjallaranum í til- efni af 50 ára afmæli slökkvi- liðsins. Veizlan hófst með borðhaldl kl. 8 um kvöldið og stýrði Bjarni Bjarnason, formaður Brunavarðafélagsins, henni með miklum sóma. Jón Sig- urðsson, slökkviliðsstjóri, flutti annál, rakti sögu slökkvi liðsins, las upp úr dagbókum o. fl. Borgarstjórinn í Reykja vík, Geir Hallgrímsson, flutti ávarp. Einnig tók til máls Kjartan Ólafsson, varðstjón. Mikill gleðibragur ríkti yfir hófinu. Ómar Ragnarsson skemmti gestum með gaman- vísnasöng, og síðan hófst al- mennur söngur og var ekki staðið upp frá borðum fyrr en á 12. tímanum, en eftir það var stiginn dans til kl. 2 um nóttina. Ekki gátu þó allir bruna- verðir skemmt sér þetta kvöld, þar sem ein vaktin varð að vaka yfir öryggi borgarbúa og vera til taks, ef á þyrfti að halda, en svo var þó ekki sem betur fer. Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, ræðir við Kjartan Ólafsson, varðstjóra. Á milli þeirra sjást Gísli Halldórsson, arkitekt, og Stefán Björnsson, forstjóri Sjóvá. Framkvæmd veizlunnar rædd. Talið frá v. Bjarni Bjarnason, veizlustjóri, Jón Sigurðsson, slökkviliðsstjóri, og Aðalsteinn Sigurðsson, skrifstofustjóri slökkviliðsins. STAKSTEINAR w Léleg vörn Hálfur mánuður er nú liðinn siðan Morgunblaðið skýrði frá því, að vinstri stjórnin hefði lát ið fulltrúa sína í Efnahagssam- vinnustofnuninni greiða atkvæði með ályktun um stofnun fríverzl unarsvæðis í Evrópu, sem tengd ist Efnahagsbandalagi Evrópu „og i framkvæmd tæki algjör- lega tillit til markmiða Efnahags bandalags Evrópu og öðlist gildi samhjjóða Rómarsamnmgnum“. Þetta fríverzlunarsvæði átti að ná til „allra aðildarríkja stofn- unarinnar“ (Efnahagssamvinnu- stofnunarinnar) og þar með til íslands. Framsóknarm.enn hafa engar varnir haft í þessu máli. Þeir hafa orðið berir að því að hafa staðið að samþykktum um það, að íslendingar tækju þátt í fríverzlunarsvæði við Efnahags bandalag Evrópu, en þó leyft sér að ráðast nú að Viðreisnarstjórn inni með hverskyns brigzlyrð- um vegna þess eins, að hún hef- ur ekki talið tímabært að tal. a afstöðu til Efnahagsbandalags- málsins. í gær gera þeir þó til- raun til að halda uppi vörnum, en þær eru þó heldur barnalegar. Þeir segja, að íslendingar hafi haft það í hendi sér á Iokastigi málsins, að taka afstöðu til þess hvort þeir samþykktu fríverzl- unarsamninginn, sem íslendingar greiddu atkvæði með að sair.- inn yrði eða neituðu að ganga að honum. Vitna þeir í orð Gylfa Þ. Gíslasonar frá 1957 þessu til staðfestingar. Ljóst mál Auðvitað segir það sig sjálft, að enginn milliríkjasamningur öðlast gildi fyrr en hann hefur verið staðfestur. Þetta breytir hinsvegar engu um þá staðreynd, að vinstri stjórnin lét fulltrúa sína greiða atkvæði með því, að fríverzlunarsvæði yirði stofnað með þátttöku íslendinga og það tengt náið Efnahagsbandalagi Evrópu. Munurinn á þessari á- kvörðun og stofnu Viðreisnar- stjórnarinnar er sá, að vinstri stjórnin ákvað að taka þátt í fríverzlunarsvæði, sem auðvitað hefði þó orðið að bera undir Al- þingi til samþykktar eða synjun ar á lokastigi málsins, en Við- reisnarstjórnin biður hins vegar átekta og hefur enga slíka á- kvörðun tekið. Stjórn V.R. sjálfkjörin ÞEGAR frestur til að skila list- um eða tillögum um kjör stjórn- ar, trúnaðarmannaráðs og end- urskoðenda í Verzlunarmanna- félagi Reykjavíkur fyrir næsta ár rann út, hafði aðeins einn listi borizt, Og er hann því sjálf- kjörinn. Stjóm og trúnaðar- mannaráð V.R. næsta ár er því skipuð eftirtöldum mönnum: Formaður: Guðm. H. Garðars- eon. Aðalstjórn: Eyjólfur Guð- mundsson, Hannes Þ. Sigurðs- son, Helgi Guðbrandsson. — Varastjóm: Halldór Friðriksson, Hreinn Halldórsson,' .Markús Stefánsson. Trúnaðarmannaráð: Aðálmenn: Andreas Bergmann, Einar Ingimundarson, Einar Birnir, Gunnl. J. Briem, Gylfi Sigurjónsson, Haukur Jósepsson, Oddgeir Bárðarson, Ragnar Guð- mundsson, Richard Sigurbaldurs son, Stella M. Jónsdóttir, Sverrir Hermannsson. Varamenn: Björg- úlfur Sigurðsson, Gisli Einars- son, Helgi Eysteinsson, Hjör- leifur Jónsson, Hörður Felixson, Lilja Gunnarsdóttir, Sverrir Jónsson. Elndurskoðendur. Aðal- menn: Gunnar Zoega, Þorsteinn Bjarnason. Varamenn: Bjarni Felixson, Páll Stefánsson. Fyrir í aðalstjórn sem kjörnir voru í fyrra til tveggja ára voru Guðm. Garðarsson þeir: Björn Þórhallsson, Hannes Þ. Sigurðsson og Ottó J. Ólafs- son. París, 31. jan. (NTB-AP) Ákveðið hafði verið að varnarmálaráðherra Frakk- lands, Pierre Messmer, héldi til Bretlands í dag til við- ræðna við brezka ráðamenn á sviði varnarmála. För hans hefur nú verið frestað um ó- ákveðinn tíma. Um hádegi í gær var miðja háþrýstisvæðisins um SV-land og hafið suður undan. Var loft vog þar um 1047 millibar. Loft vog hefur fallið talsvert á NA- Grænlandi og skapast af því nokkur V-blástur úti fyrir Norðurlandi. Hiti er nú 1—5 st. vestan lands en vægt frost austan land6. Á Bretlandseyj- um er nú frostlaust, en hiti í London aðeins 0 st. í París 6 st. frost og 13 st. í Berlín. í Khöfn 3 st., í Osló 2 og í Stokk hólmi 5 st. frost. Veðurspáin kl. 10 í gærkvöldi: SV-land: NV gola og bjart. SV-mið: SV kaldi og skýj- að. Faxaflói til Vestfjarða, Faxafl.mið til Breiðafj.miða: SV og vestan kaldi eða stinn ingskaldi og skýjað. Norðurland: Vestan kaldi, skýjað vestan til. Vestfj.mið til NA-miða: — Vestan stinningskaldi og skýj að. NA-land: Vestan og NV kaldi, léttskýjað sunnan til. Austfirðir, SA-land og mið- in: Norðan og NV kaldi og létt skýjað. Líkt við landhelgismálið Timinn hefur margsinnis Iíkt stefnu rikisstjórnarinnar í Efna hagsbandalagsmálinu við afstöðu hennar í landhelgisdeilunni. Þessa samlíkingu ættu stjórnar- sinnar sízt að harma. Sannleik- urinn er sá, að í Iandhelgisdeil- unni unnu íslendingar einhvern stærsta stjórnmálasigur, sem þeir hafa unnið frá upphafi. Þeim tókst þá með skynsemi og festu að ná heilbrigðum samning um við Breta, sem hvorutveggja í senn tryggðu meiri hagsmuni ís- lendinga en nokkur hafði þorað að vona og um leið juku skilning á því að ísland væri réttarríki, sem vildi taka ábyrga afstöðu í samskiptum þjóðanna. Það er lítið verk og löðurmann legt að reyna að stofna til æs- inga og landráðabrigzla, en það er erfitt verk að stýra þannig utanríkismá.lum. landsins, að hags munir þess séu ætíð tryggðir. Við reisnarstjóanin hefur sýnt, að hún er fær um hið síðara, en Framsóknarmenn sýna dag hvern að þeirra iðja beinist að hinn fyrra. Þess vegna er ekki vandi að velja á milli hinna tveggja meginfylkinga í íslenzkum stjóm n-.ilum, annars vegar þeirra, sem styðja Viðreisnarstjórnina og hinsvegar „þjóðfylkingar** Fram sóknarmanna og kommúnista. \ i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.