Morgunblaðið - 01.02.1963, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 01.02.1963, Blaðsíða 13
Föstudagur 1. febrúar 1963 MORGUNBLAÐIÐ 13 Árgerð 1903, árið, sem Ford Motor Company var stofnað. sér 'það mikils álits sem bíla- 1 mannúðarmiálum (1959 veitti stofnunin styrki er námu 114 millj. dollara). • 13 ára úrsmiður. Henry Ford fseddist í Dear- borne, Michiganríki í Banda- rikjunum. Faðir hans, Will- iam, var írskur og hafði flutzt til Bandaríkjanna 1647 sextán árum fyrir fæðingu Henrys. Móðirin, Mary, var af holl- enzkum ættum, en fædd í Bandaríkjunum. Erfitt var um skólagöngu og mikið að starfa á nýbýli Williams Fords, en þó fékk Henry Ford að sækja skóla til 15 ára alduris. Snemma kom í ljós, Ihann var hagur mjög við smíð ar og laginn. Var hann aðeins 13 ára þegar hann tók að sér að gera við úr og klukkur ná- grannanna, ekki fyrir greið- slu, heldur af áíhuga og for- vitni. Ekki líkaði Hemy Ford sveitalífið nógu vel. Sextán ára fór hann að heiman og (hélt til Detroit, og fékk þar vinnu sem lærlingur í járn og vélsmíði. Launin voru tveir og hálfur dollar á viku, og vinnudagurinn tíu stundir. En þar sem húsnæði og fæði kostaði 3% dollar á viku, fékk Henry Ford sér auka- vinnu hjá úrsmið. Vann hann Iþar fjóra tíma á dag fyrir tvo dollara í vikulaun . • Fyrsta bifreiðin. Árin liðu og þekking Fords jókst. Hann kvæntist árið 1887, og réðist skömmu seinna í þjónustu Edison félagsins á Detroit. En áhugi á gufuvél- um var ríkur í Pord og gerði Ihann margar tilraunir til að smíða ódýrar dráttarvélar knúnar gufuvél. Bftir að fyrstu bifreiðimar komu til Bandaríkjanna skömmu fyr- ir aldamótin, sá Ford mögu- leikana framundan, og fyrsta bíl sinn smíðaði hann 1896, meðan hann enn starfaði hjá / Edison. Og þar með var tening unum kastað. Henry Pord keypti 1899 hlut í bílasmiðju, sem nefnist Det- roit Automobile Company, og starfaði þar í' þrjú ár. En hann dreymdi um að smíða bifreið fyrir almenning, ekki aðains fyrir auðmenn eftix pöntun. Vegna ágreinings um þetta atriði hætti hann hjá félaginu, leigði sér múrsteins skúr og vann þar að tilraun 1 um auk þess sem hann smíð- aði nokfcrar bifreiðir. Vann hann sér mjög gott orð með smíðum þessum, ékki sízt eft 1 ir að honum tókst að smíða tvo sigursæla kappaksturs- bíla, „999“ og Örina („Arr- o\V“). Sérstakilegia var það „999“, sem jók hróður meist- arans, því sú bifreið kom á- valt fyrst í mark í öllum þeim keppnum, sem hún var send í. • Ford Motor Company Þegar hér var komið sögu, var Henry Ford búinn að afla smiður að hann akvað að koma á fót hlutafélagi til fjöldaframleiðslu á bifreiðum Var Ford Motor Company stafnað 16. jiúní 1903. Stofn- endur voru 12, en seinna varð félagið einkaeign Ford fjöl- skyldunnar. Þetta var þegar í upphafi umfangsmikið félag og fyrsta árið smáðaði Ford Motor Oo. 1708 bíla. Auk stofnendanna var 7 fjölda manns boðið að gerast J hluthafar. Hlutafjáirsöfnunin gekk mjög erfiðlega, og voru ekki allir jafn bjartsýnir á framtíð bifreiðarinnar og Henry Ford, sem lagði fram 25.500 dollara. Hvert hluta- bréf hljóðaði upp á 100 doll- ara, og meðal þeirra fáu, sem fengust til þess að kaupa hlutaibréf, var kennslukonan frú Rosetta Oouzens. Átti hún þetta 100 dollara bréf sitt þar til árið 1919 að Ford keypti það að henni fyrir 262.036 dollara. Og á þessum 16 árum hafði frú Couzens verið greidd ur arður af bréfinu sem nam alls um 80.000 dollurum. Árið 1908, eftir að Henry Ford hafði kynnzt nýrri og léttari stálblöndu sem notuð var á Evrópu hóf hann smíði á nýrri gerð bifreiða, sem hann nefndi „Model T“. Varð þetta vinsælasta bifreið, sem Pord Motor Co. hefur smíðað til þessa, og var smíði „Model T“ haldið áfram til ársloka 1926. Fyrstu bifreiðarnar af þessari gerð kostuðu tæpa sex hundruð dollara, en fljótlega eftir að færibönd voru tekin í notkun hjá bílasmiðjunni (1913) lækkaði verðið niður í tæpar fjögur hundruð doll- ara .Var þessi lækkun mögu- leg þrátt fyrir það að Ford rúmlega tvöfaldaði vinnulaun verkanmnna sinna snemma á áfinu 1914 og fækkaði vinnu- stundum á dag úr 9 í 8. • Tvær milljónir á ári. Það má segja að með „Mod el T“ -hafi draumur Fords um almenningsbifreið ræzt .Síð- asta árið sem þessi gerð var smiíðuð, seldust af henni tvær mill-jónir bíla. Að vísu var þetta ekki sama bifreiðin öll 18 árin. En breytingar voru það litlar að ýmsa varahluti úr fyrstu árgöngunum mátti nota í þann siðasta. Það tók nærri tólf ár að smíða fyrstu milljón bílana. Og' nú, 60 ár- um eftir stofnun Ford Motor Co.‘ tekur það ekki nema sex mánuði að smíða milljón bíla. Seinna kom meiri fjöl- breytni í smáðina. Kröfurnar jukust með sam-keppninni. Bílarnir stækkuðu, vélaorkan jókst. Nú er svo komið að ótal gerðir' af Ford, Mercury og Lincoln bifreiðum renna á færi-böndunum út frá Pord bílasmiðjunum í Bandaríkjun um, auk þess sem sjálfstæðar Ford bílasmiðjur eru víða ut an Bandaríkjanna til dæmis í Kanada, Englandi o-g Þýzka- landi. E. J. STARD AL: FRA KARLAMAbNUSI TIL DE GAULLE Stutt yfirlit um sugu Frakka og Þjóðverja frá 800-1963 Richelin aldiar. Og sá maður kom, þó lausn sú sem hann fann væri kannski ekki hin heppilagasta fyrir Þjóð verja né Evrópu. JÁRN, BLÓÐ OG PÓLITÍSK SKÁKSNILLI. Árið 1862 gerði Vilhjálmur Prússakonungur sendiherra sinn í París, Otto von Bismarcik að ríkiskanslara. Bismarck var þá á bezta aldri með vítæíka reynslu sem stjórmmálamaður og dipló- mat. Hann hafði þeigar sett sér það tafcmark að sameina Þýzka- land í eitt ríki, en hans hug- mynd um sameinað Þýzkaland var að stækka Prússlamd svo það næði um allt Þýzkaland. Emginn seinni tíma stjórnmála- maður hefur eins vel kunnað að notfæra sér þá fornu rómverzku list að deila og drottna sem hann. Sameining Þýzkalands og stotfnun þýzks keisaradæmis er röð snillarleikja á hinu pólitíska skálkborði Evrópu, þessa maohía vellska skáksnillings. Bismarck byrjaði á því að veita stórum fjárfúlgum til hersins í trássi við þingið, efla herinn sem mest og búa nýtízku hergöign. Hann keypti sér velvild Rússa með óþokkabragði með því að hjálpa þeim. til að berja niður pólsku uppreisnina 1863. Næst kom spurningin um þýzku her- to-gadœmin Slésvík oig Holstein, sem lutu Dönum Bismarck var ákveðinn í því að losa þau und- an oki Danakonungs til þess að innlima þau í prússneska ríkið. í Slésyík-Holstein stríðinu fékk hann Austurríki í lið með sér, sem ógjarnan vildi láta Prússa eina um heiðurinn af því að berj ast fyrir málstað kúgaðra Þjóð- verja. En þegar hinir auðsi-gruðu Danir höfðu neyðst til að af- hendia hertogadæmin versnaði allur vinskapur sigurvegaranna og styrjöld milli þeirra varð ó- umflýjanleg. Bismarck var það síður en svo óljúft, því þar hugð ist hann fá úr því skorið, hrvoru ríkinu bæri herradæmið á Þýzka landi. Austurríki hafði reitt sig á hjálp Frakklandákeisara Napó- leons III, en hin frægú hrossa- kaup Bismarcks og Napóleons á fundi þeirra í Biarritz komu I veg fyrir það. Napóleon gein þar ytfir þeirri flugu Bismarcks að láta átökin afskiptalau-s- en neyða Austurríki til þess að af- henda Frökkum Feneyjar. Napó- leon skyldi síðar afhenda ftalíu Feneyjar, ítalía skyldi hjálpa Prússum gegn Austurríki í stað- inn og svo gætu Frabkar kornið fram sem málamiðlarar, þegar báðir ófriðaraðilarnir væru orðn- ir þreyttir, og fengið fyrir snúð sinn nokkur Rínarhéruð. Það er leitt að engin ljósmynd er til ai glotti því, sem hlýtur að Framhald á bls. 16. UPPGANGUR PRÚSSA. Seinni hluti átjándu aldar varð uppgangstímabil prússneska rikisins. Friðrik Vilhjálmur var konungur 1713—1740, treysti fjárhagslegar og hernaðarlegar máttarstoðir þess. Frammistaða sonar hans, Friðriks II. mikla, í sjö ára stríðinu skóp hernaðar- frægð Prússanna og jók hann rfkið mjög að löndum á kostnað Austurríkis, og þó einkum Pól- lands. Við orrustuna við Ross- bach 1757 gjörsigraði prússneski herinn tvöfalt stærri her Frakka og Austurríkis. Það leið hálf öld þar til Napoleon greid-di Prúss- um aftur annað eins rothögg í orustunni við Jena 1806, en ára- tug síðar kom Waterloo orustan þar sem ensk-prússneskur her batt enda á valdadrauma hins milkla herkeisara. í tvo áratugi hafði vígahnöttur Napóleons svei-mað um gjörvalla álfuna, hann hafði auðmýkt og svínbeygt Prússa og Austurríkis- keisara, lagt stór landsvæði undir frönsk yfirráð og háð mikið af styrjöldum sínum á þýzkri grund. En Þjóðverjar höfðu einnig lært margt. Frelsishu-g- sjónir borgarastéttarinnar frönsku höfðu flætt inn í landið í kjöLfar franskra hersveita. Við friðargerðina í Vín 1815 fækk- aði stórlega þýzku smáríkjunum og Prússland jókst mjög að lönd urn. Ófarirnar urðu þeim hörð lexía um nauðsyn endurskipu- lagningar alls stjórnaríars. f Berlín hótf Fichte hina natfntog- uðu fyrirlestra sína um þýzka menningu og nauðsyn samstilltra átaka þýzku þjóðarinnar. Róm- antíska stefnan kynnti uindir þýzkum þjóðarmetnaði og und- irbjó jarðveg fyrir þan-n mann og það rííki sem gat og þorði að h-afa forystu um að láta hinn 'gamla draum um einingu þýzkr ar þjóðar rætast. Síðari hluti AUSTURRÍKI EÐA PRÚSS- LAND? Ljóst var að aðeins tvö ríki komu til greina, Austurríki eða Prússland. Austurríki var stærra og voldugra og meira menning- arríki og þar ríkti keisarinn. En mikill hluti landa hans var byggður þjóðum alls óskyldum Þjóðverjum að ætterni og tungu, og fyrstu áratugina eftir Vínar- fundinn réði þar öllu hinn gamli atfturhaldsseggur Metternich, sem 1 augum framfaraaflanna stóð sem holdtekinn ímynd ein- veldis, afturhalds og kúgunar. Stúdentasamtökin, uppþotin 1830, tollabandalagið, sem hleypti nýju lífi í þýzkan iðnað og við- skipti marzbyltingarinnar, 1848, allt voru þetta ótvíræð tímanna tákn, Þjóðverjar biðu eftir manni sem þyrði að höggva á Gordiíonshnútinn eða öllu held- ur flækju þýzkra stjórnmála 19.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.