Morgunblaðið - 01.02.1963, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.02.1963, Blaðsíða 16
16 r MORCVWBLAÐIÐ - ■ ' >i 1 .i \s, i t ; , i)i ..y. Fostudagur 1. febrúar 1963 ---—------------------ Billiardborð Billiardborð óskast til kaups. Upplýsingar gefur Árni Jónsson, sími 15863. Verkstjórn Húsgagnasmiður eða maður vanur verkstæðisvinnu óskast til að annast verkstjórn á trésmíðaverkstæði. Tilboð merkt: „Trésmíði — 3954“ sendist blaðinu fyrir 4. þ. m. Lönguhlíð milli Miklubrautar og Barmahlíðar. Samkvæmiskjólar INGIBJÖRG ÞORSTEINS. Saumastofa — Sími 18996. Rýmingarsalan ★ Nælonundirpils kr. 85.— ★ Nælonundirkjólar — 95.— ★ Telpnabuxur — 98.— ★ Vinnuskyrtur — 89.— ★ Sportskyrtur — 129.— Margt annað á hálfvirði. Miklatorgi. V A N T A R beifingamenn Upplýsingar á herbergi nr. 6 Hótel Skjaldbreið eftir klukkan 8. A * Utsala — Utsala Seljum frá verksmiðjum og heildsölum á stórlækkuðu verði ýmsar vörur. Herra- og unglingaföt frá kr. 800.00 Herrafrakkar — 195.00 Telpnakápur — 95.00 Crepesokkabuxur — 98.00 Peysur — 25.00 Nærföt ýmiskonar og fleira. Ullargarn — 12.00 VERKSMIÐJUSALAN Laugavegi 25. — Karlamagnús Framhald af bls. 13 hafa lei'kið um varir Bismarcks, er hann hafði komið þessu til leiðar við Napóleon. Styrjöld Prússa og ítala við Austurríki stóð aðeins sjö vikur. Austurríki gafst upp og fékk frið með sæmd, en það varð að hætta öllum afskiptum innan Þýzikalands, afhenda ftölum Fen- eyjar, en til kasta Napóleons kom ekiki. Bismarck var að búa sig undir kollhríðina. Honum var ljóst að Frakkar myndu aldrei átakalaust leyfa Prússum að sameina Þýzkaland, styrjöld við Frakka sem fylkti Þjóðverjum saman var að hans dómi æskileg og nauðsyn, ef það var styrjöld við Frakka eina, og bezt var ef hægt vœri að láta Frakika eiga upptökin á yfirborðinu. Honum tókst þetta. Kanslarinn, sem var fastari í sessi en nokkru sinni fyrr, vegna nýunninna sigra, sneri sér að því að stofna Norð- urþýzka sambandið úr tuttugu og tveimur ríkjum; af þeim varð Prússland auðvitað kjarninn. Þett samband gekk síðan í tolla- og he r naða Pba nda 1 ag við ríki Suður-Þýzkalánds. Meðan hagur Prússlands blómstraði höfðu óveðursský safnazt að höfði franska keisar- ans. Hánn hafði reynzt meir en duigandi stjórnari á innanlands vettvangi, en jafn óheppinn í utanríkispólitík sinni. Krímstríð ið og Mexicoævintýrið höfðu rýrt álit Frakklands út á við, og þó hann hefði stuðlað að sameiningu Ítalíu og vænzt þakk lætis í staðinn, hafði hann bak- að sér hatur þeirra með þeirri smámunarsemi að krefjast fyrir hjálpina ítalskra bæja og héraða (Nizza) og vernda yfirráð páf- ans í Róm, höfuðborg Ítalíu. Við þetta bættist svo uggur Frakka við hið nýja stórveldi austan Rínar. Að rekja hér tilefni fransk- prússneska stríðsins yrði of langt mál, aðeins skal þess getið að Bismarck veifaði „rauðri dulu þessa möguleika framan í franska nautið," að frændi Vilhjálms Prússakonungs þægi boð Spán- verja að erfa spönsku kórónuna 1870. Hohenstaufar nú á tvo vegu í stað Habsborgara áður, ekki var sá kosturinn betri. Franska stjórnin setti sig upp á móti þessu og sendi Piússum úrslitakosti. Vilhjálmur konung ur Prússlands gaf þá eftir fyrir sitt leyti, en er franska stjórnin gekk enn lengra greip Bismarck inn í með þeim árangri að Frakk ar sendu Prússum stríðsyfirlýs- ingu 19. júlí 1870. - '-yi ' m . ' - •' av' ' ' Karlamagnús LEIKSVIÐIÐ FÆRIST VESTUR VFIR RÍN. Franskir hernaðarsinnar höfðu beðið þess með óþreyju að taka í lurginn á prússneska uppskafn- ingnum og töldu sig þess al- búna og umkomna. Reyndar var franski herinn illa undir styrjöld ina búinn og fálmandi í öllum átökum. Prússnesku herfpringj- arnir luku hinsvegar undirbún- ingi sínum á þrem vikum, ^óttu með V2 milljón manna her inn í Frakkland eftir þrem leiðum og innan mánaðar hafði franski herinn beðið úrsiitaósigur, keis- arinn tekinn til fanga og í jan- úar 1871 gafst París upp. Franska þjóðin hafði að vísu gripið til vopna hvarvetna og varizt hetju- lega en allt kom fyrir ekki. Frið ur var saminn um vorið 1871. Frakkar létu af hendi Elsass, Austur-Lóthringen, Metz og Strassburg og skyldu greiða 5 milljarða gullfranka í stríðs- skaðaibætur. En áður en það yrði hafði þýzki herinn "haldið sigurgönigu inn í París og í Ver- sölum, höll Loðvíks XIV, háborg hins franska ríkis frá glæsileg- asta tímabili þess, komu saman fulltiúar allra þýzku ríkjanna til þess að ganga endanlega frá sameininigu Þýzklands undir keisaralegri stjórn Prússakon- ungs. Staðurinn vár án efa val- inn með það fyrir augum að ger atburðinn ennþá eftirminni- legri í augum Frakka og auð- mýkja þá svo sern kostur var. Hinn langíþráði sigur var þá loks ins fenginn, Þýzkaland var orðið eitt ríki. Nýtt stórveldi var kom ið til sögunnar. Hvert yrði hlut- verk þess sem leiðandi stór- veldis í heimsmálefnum komandi tíða? Síðan eru liðin tæp hundrað ár og geta menn nokkuð svanað spurningu þessari sjálfir. Hið unga keisaradæmi naut um ÁVEXTIR 1 IMiðtBrsoðnír PERUR FRUIT COCKTAIL FERSKJUR í heilum og hálfum dósun.. JARÐARBER PLÓMUR GRÁFÍKJUR ANANAS í hálfum dósum. Þurrkaðir SVESKJUR í pökkum og lausu. RÚSÍNUR og PERUR í lausu. BLANDAÐIR pakkað og laust. EPLI pakkað og laust. APRIKÓSUR pakkað. GRÁFÍKJUR pakkaðar. DÖÐLUR pakkaðar og lausar. KÚRENUR í lausu. BLÁBER í pökkum. EGGERT KRISTJANSSON &CO HF SÍM111400 skeið forystu þess' manns, sem átti mestn þátt í sköpun þess. Og meðan hans naut við var við litlu hætt. Þó köld raunsæi þessa stjórnvitrings kæmi honum til að orða þann ömurlega sannleika í þessari margvitnuðu setningu, að úr deilum vorra tíma yrði að- eins ráðið með blóði og járni en ekki málalengingum á ráðstefn- um, reyndist hann þó um tveggja áratuiga skeið einmitt hinn slyngn asti samningmaður og ríkjasætt- ir í stórdeilum. Skylt er líka að mun, að styrjaldir fram að hans tímurn voru ennþá raunverulega „kóngasi>ort“, miðað við hvað síðar varð. Orðið „heimsstyrjöld“ var í rauninni óþekkf, hvað þá heimseyðing“ eins og nú er meir en hugsanlegur möguleiki. HEFND OG AFTUR HEFND. Hinn særði þjóðarmetnaður Frakka frá 1870 beið auðvitað aðeins kærkominnar hefndar- •stundar. Sú stund kom í Versöl- um 1919, eftir heimstyrjöldina fyrri, en var þá varla mjög kær- komin, því að stór hluti Frakk- lands lá þá eyddur eftir átökin. Sá maður, sem las Þjóðverjum fyrir hefndarskilmálana þar, hafði verið unglingur fullur af hatri til Þjóðverja 1871 og sáði nú því fræi úlfúðar sem villi- mennska nazismans spratt upp úr og leiddi enn á ný ógæfu yfir Frkkland og alla Evrópu árin 1939—1945. Hinar aldagömlu deilur milll Þjóðverja og Frakka hafa eins og reynt hefur verið að sýna fram á í þessu greinarkorni, risið af tvennu: hvar séu landamærin milli þessara ríkja og hvort þeirra skuli hafa forræði á meg- inlandinu. Hin gjörbreytta sam- göngutækni vorrar ldar er nú sem óðast að gera öll slík landa- mæri hlægileg minnismerki lið- ins tíma og Þjóðverjar og Frakk- ar þurfa nú ekki lengur að deila um, hvort ríkið sé stærst eða voldugast á meginlndi Evrópu. Hvorugt þeirra kemur þar til greina. En í sameiningu og í bandalagi við önnur ríki Vestur- Evrópu viðskiptalegs og stjórn- málalegs eðlis gætu þessar þjóð- ir ef til vill orðið það. Og nú velta menn því fyrir sér, hvort hóvaxni, þrjóski hershöfðinginn franski, sem sigurvegamir frá 1945 minnast svo fyrirlitlega í endurminningum sínum, muni koma því til leiðar nú þegar fennir sem óðst í spor hinna mikillátu samherja hans frá þeim tíma. EJS. Athugid! að borið saman við útbreiðslv er langtum ódýrara að auglýsa í Morgunblaðinu. en öðrum blöðum. Félagslíf Víkingar Knattspymumenn M. I og II fl. munið úti- æfinguna á sunnud. kl. 10 fh. Verið með frá byrjun. Þjálfarar. Þróttur Handknattleikur. Meistara I og II fl. Æfing kl. 10 að Hálogalandi í kvöld. Þjálfari. Valsmenn. Fjölmennum í skálann um helgina. Ferðir frá B.S.R á laugardag kl. 2 og 6 og sunnu dag kl. 10 og 1. Skíðadeild Vals. Valur skíðadeild. Farið verður í skálann i laugardag kl. 2 og 6. Sunnudag kl. 10 og 1. Ath. skíðakennsla á sunnu- dag. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.