Morgunblaðið - 01.02.1963, Síða 22

Morgunblaðið - 01.02.1963, Síða 22
22 MORCVIS BLAÐIÐ Fostudagur 1. Jebrúar 1963 Hjalti hélt marki FH hreinu í 20 mín. gegn Víking í gær Og FH vann yfirburðarsigur 23-13 ÞAI) VIRÐIST nú einsýnt að það verði Fram og FH sem berj ast um íslandstitilinn í hand- knattleik. FH liðið átti í gær- kvöldi mun auðveldara með Vík- inga, sem voru eina liðið er ógn aði hinum tveim efstu, en búizt var við fyrirfram. I»að var mikil barátta í leiknum en undir lokin náði FH algerum tökum á leikn- um og vann 33:13. ÍR hafði og allt af örugg tök á Þrótti og vann með 32 gegn 23. Virðist fallið í 2. deild nú blasa við Þrótti. • FH hafði yfirburði. FH menn náðu fljótt 2 marka forskoti (örn Hallsteinsson) en hættan vofði yfir FH markinu og tvö hörkuskot í stöng átti Jóhann. Pétur Antons bætti 3. marki FH við en Rósmundur HEIMSMETHAFINN í hástökki Valeri Brummel hefur sett upp trúlofunarhring og mun að sögn ganga í það heilaga í næstu viku. Það er Tass-fréttastofan sem sendir þessa fregn út um heiminn. Segir fréttastofan að unnusta Brummels heiti Marina, hún sé kennslukona og hafi hlotið titilinn „sovézkur íþrótta- meistari". skoraði tvívegis fyrir Viking og baráttan var tvísýn mjög. En þá náðu FH menn mjög góðum kafla byggðum á hraða og öryggi og koimust 9:2. En jafnvel það for- skot braut ekki Víkinga, heldur tóku þeir smám saman leikinn í sínar hendur og í hálfleik stóð 11:9 fyrir FH. Vel af sér vikið hjá Víkingum eftir hina erfiðu byrjun. í síðari hálfleik hafði FH öll tök á leiknum. Vörn þeirra var afarþétt, svo að varla varð í gegn toomizt og ofan á bættist að Hjalti markvörður FH varði betur en kannski nokkru sinni fyrr. Hann varði m.a. 3 vítaköst auk margra annarra hörkuskota og átti Hjalti ekki minnstan þátt í þessum glæsilega sigri FH. Fyrstu 20 mín. síðari hálfleiks tókst Víkingum ekki að skora en skoruðu 4 á síð ustu 10 mín. FH breytti markatöl unni í 18:9 áður en Víkingar fengu rönd við reist — og reynd ar var þá útgert um leikinn. FH-liðið átti mjög ákveðinn leik og veitti Víkinguim aldrei stundartækifæri. Með þessari á- kveðni brutu þeir niður allt spil Víkinga nema á kafla í fyrri hálf leik. Bezti maður FH var Einar Sigurðsson þó dálítið leiðinda handapat sé á honum í varnar- leik. örn Hallsteinsson átti og mjög góðan leik að ógleymdum Hjalta í markinu eins og áður segir. Víkingsliðið missti af öllum tækifærum fyrir ákveðni FH- manná. Línuspil var drepið nið- ur og aldrei sekúnduhlé til lang skota veitt. Bezti maður liðsins var Pétur Bjarnason. I • ÍR — Þróttur ÍR-liðið átti auðvelt með Þrótt og hafði örugga forystu all an leikinn. í hálfleik stóð 9:14 og síðari hálfleik vann ÍR með fjögurra marka mun. Gunnlaug ur Hjálmarsson bar ægishjálm yfir alla aðra leikmenn. Hann skoraði 18 mörk í leiknum en slíkt er fádæmi. Leikurinn í heild var heldur lélegur, mikið um fum og fálm, mistök í gripum og ónákvæmni í sendingum. Hótelið og lyftan í Salfonn Hópur skíðafótks flýgur til skíðakeppni í Noregi t Þar verður bæjakeppni Reykjavlk- Bergen - Glasgow Chamberlaia bezti körfu knattleiksmaður heims HANN stóð þarna, aðeins hægra megin við körfuna, hæglátur 2il6 sentimetra risi, sem horfði rólegur á félaga sína leika knettinum um bak- völlinn. Leikmenn New York Nickerbockers reyndu að króa hann af. Þeir toguðu í peysuna hans, lögðust upp að honum, stóðu á tánum á honum. Allt í einu tók Wilt Chamberlain fjörkipp. Með svipaðri sálarró og maður stífir epli úr hnefa, rétti hann út risavaxna hönd og greip körfuboltann úr lausu lofti. Leiftursnöggur snúningur los- aði hann við olnbogaskot varnarliðsins, hann tók skref í áttina að körfunni og stökk. Augnablik virtist hann standa kyrr í loftinu með höfuðið í haeð við körfuhringinn 305 sentimetra frá gólfinu. Hægt og mjúklega rann knötturinn fram af fingurgómum hans, niður í gegn um netið og San Francisco Warriörs sigruðu með 142 Stigum gegn 134. New York þjálfarinn Ed Donovan hristi höfuðið þung- búinn og andvarpaði: „Hann er stórkostlegur. Hvernig er hægt að stöðva Wilt Chcunb- erlíiin?“ Það hefir engum tekizt. Chamiberlain 26 ára gamall, er bezti körfuknattleiksmað- ur, sem nokkurntíma hefir verið uppi. Einn getur Chamberlain ekki fært liði sínu stöðuga sigra, en hann veitir stuðningsmönnum San Franciscoliðsins næg tækifæri til að vera stoltir. Árið 1960, fyrsta árið sem Chamiberlain lék sem atvinnu maður, var hann kosinn bezti nýliði ársins í atvinnuliði og einnig bezti körfuknattleiks- maður ársins. Engum hafði áður tekizt að skora að meðal- tali 42 stig í leik meðal at- vinnuliða né heldur tekizt að skora 100 stig í einum leik. Og enginn leikmaður hafði fyrr leikið jafn margar mín- útur á einu leikári (3882) né skorað jafn mörg stig á sama tíma (4029) eða hirt jafn marga knetti í" frákasti (2il49), allt voru þetta ný met, sem Chamiberlain hefir síðan bætt árlega. Metaskrá N.B.A. (Samiband atvinnuliða í körfuknattleik) nær yfir nöfn 86 körfuknatt- leiksmanna, sem hafa skorað yfir 50 stig í einum leik. Þar af heita 57 Wilt Chamberlain. „Það er eitthvað við Wilt, sem aðskilur mikilmennið frá hinum -þessum næstum því stóru“, segir vinur hans og keppinautur, Bill Russel, leik- maður Boston Celtics. „Það er einskonar eftirvænting. Það er aldrei hægt að vita hvað hann gerir næst. Þú veizt aðeins að þú átt von á einhverju óvanalegu. Hann er fyrst og fremst frumlegur. Það hefir enginn fyrr leikið körfuknattleik á svir aðan hátt og Chamberlain.“ F1 e s t a r körfuknattleiks- stjörnur hafa yfinburði á ein- hverju einu sviði. Russel er varnarleikmaður, Elgin er skytta, Bob Cousy skipulegg- ur leikinn og matar samherj- ana. Chamberlain gerir næst- um allt betur, heldur en allir hinir. í frákasti er hann sterk asti atvinnumaðurinn og þeg- ar kemur að því að skjóta, þá er hann sérfræðingur í nokkrum óeftirlíkjanlegum skotum eins og t. d. „Dipper Dunk“ ( þegar hann aðeins teygir sig upp og lætur knött- inn renna niður í körfuna) eða „Stuff Shot“ (hann stekk ur upp og rekur knöttinn nið- ur í gegn um netið) eða þá „Fadeaway Jump“ stórkost- legt körfuskot úr 5 metra fjarlægð, sem varnarleifcmenn geta ekki stöðvað nema að fremja víti. Á vítakastlínunni líður Cham'berlain illa og hann hef ir verið gagnrýndur fyrir vítaköst sín, en samt sýnir hann yfirburði þar líka. Hann hefir slegið öll'fyrri met í vítaköstum í deildarkeppninni og skorað úr 835 vítaköstum á einu leikári. Eitt sinn skor- aði hann úr 28 af 32 vítaköst- um í einum leik. Sá eini, sem hefir slegið það met, er Bob Cousy, sem skoraði 30 stig úr vítaköstum, en sá leikur var framlengdur fjórum sinnum. „Wilt er öruggur í lang- skotum af bakvelli“, segir þjálfari Warriorliðsins Boto SKÍÐARÁÐ Reýkjavíkur fékk síðast liðið haust boð um að senda reykvíska skíðakeppendur til bæjarkeppni (Bergen — Glasgow — Reykjavík) í Solfonn í Noregi dagana 23.—24. marz. Mót þetta er haldið fyrir Vestur-Noreg. Keppt er í svigi og stórsvigi. Sem aukakeppni er umrædd bæjar- keppni höfð samtímis. 1 bæjar- toeppnissveitunum eru 4 menn og 2 konur fyrir hvem aðila. Fyrirhugað er, að reykvízkir skíðamenn og konur fjölmenni á þetta mót þar eð hér er um mjög gott tækifæri að ræða til að kynn ast hinu skemmtilega skíðalandi Norðmanna. Héðan skal flogið fimmtudag- inn 21. marz, að morgni og koma aftur þriðjudaginn 26. marz. Ferðaskrifstofan Saga annast alla fyrirgreiðslu fyrir Skíðaráð ið í ferð þessari og þar eð kostn- aði við för þessa verður mjög stillt í hóf eru það tilmæli Skíða- ráðsins, að sem flestir skíðatnenn taki þátt í þessari ferð. Ferða- skrifstofan Saga er i Ingólfsstræti beint á móti Gamla bíói, simi 1-76-00. Chamberlain Feerick. „En hann notar þau aðeins við og við tíl að sýna hvað hann getur.“ Þegar Chamiberlain var í unglingaskóla, skoraði hann að meðaltali 36,3 stig í leik í þrjá vetur samfleytt. Þegar að því kom að hann færi í háskóla var slegizt um að fá hann. Yfir 200 skólar buðu honum ýmis fríðindi eins og bíl til eigin afnota, 60 dali á viku í vasapeninga, fríar flug ferðir ef hann langaði að skreppa heim og heimsækja fjölskylduna. En Wilt hafnaði öllum þessum boðum. Hann kaus háskólann í Kansas vegn* þess að þjálfarinn þar var sá eini, sem gat þess að í skólanum væri hægt að læra annað en körfuknattleik. Lýst eftir bílstjóra í Hafnarfirði FIMMTUDAGINN 24. janúar kl. 7.55 árdegis ók vörubifreið á fólks bifreiðina G-795, sem stóð I Lækjargötu í Hafnarfirði, skammt frá Strandgötu. Bílstjóri vörubifreiðarinnar átti tal við hinn bílstjórann og kvaðst koma aftur á staðinn, en hann væri að sækja fólk. Bifreiðarstjóri fólks- bifreiðarinnar beið á staðnum I 10—16 mín., en hinn kom ekki. Ekki er vitað um númer vöru- bílsins, og er stjórnandi hennar vinsamlega beðinn að hafa sam- band við lögregluna í Hafnar- firði. -

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.