Morgunblaðið - 02.02.1963, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 02.02.1963, Blaðsíða 5
Laugardagur 2. febrúar 1963 MORCVIVBLAÐIÐ s Sendisveinn óskast hálfan eða allan daginn. Smifh og Norland lif. Suðurlandsbraut 4. Ssndssveinn 'óskast allan daginn. G. Helgason & Melsted h.f. Hafnarstrætl 9. Trésmiðir óskast til að slá upp mótum á þakhæð á húsi í Vestur- bænum. — Upplýsingar eftir kl. 20 í síma 10976. Stúlka óskast til afgreiðslu í kvenfataverzlun. Tilboð með ) mynd og meðmælum ef fyrir eru, sendist Mbl. merkt: „Rösk — 6465“. Til sölu er íbúð, 4 herb. og eldhús innarlega við Hverfis- götu væri tilvalin fyrir skrifstofur eða lækninga- stofur. Tilboð sendist Mbl. fyrir n.k. þriðjudags- kvöld merkt: „Hornhús — 3963“. Iðnaðarhúsnæði — Lager 120 — 150 ferm. húsnæði Bergþóru- götu 3 til leigu nú þegar. Upplýsingár í síma 14200. AD CEFNU TILEFNI skal félagsmönnum í FI.B. og öðrum bifreiðaeigendum bent á 1. að vér höfum þegar sértryggingu á fram- og afturrúðum bifreiða fyrir aðeins 2Vz% af andvirði. 2. að vér höfum árum saman útvegað GREEN CARD (alþjóðlega bifreiðatryggingu). þeim sem far utan með bifreiðir sínar. ^LMENNAR TRYGGINGAR Messur á morgun Dómkirkjan. Messa kl. 11. Séra Jón Auðuns. Messa kl. 5 e.h. Séra Óskar J. jÞorláksson. Barnasamkoma 1 Tjarn arbæ kl. 11. Séra Óskar J. I>orláksson. Elliheimilið: Guðsþjónusta kl. 10 ár- degis. Ólafur Ólafsson, kristniboði pre- dikar. Heimilispresturinn. Kaþólska kirkjan. Sunnudaginn 3. febrúar. Kyndilmessa kl. 10. árd. kerta vígsla og kertaskrúðganga, eftir skrúð gönguna messa. Menn geta komið með sín eingin kerti að heiman eða keypt kerti á udan kertavígslunni aftast í kirkjunni. Háteigssókn: Barnasamkoma I Sjó- mannaskólanum kl. 10,30. Messa kl. 2. Séra Jón Þorvarðsson. Grindavík: Messa kl. 2 e.h. Sóknar- prestur. Hallgrímskirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 10, Messa fcl. 11. Séra Sigurjón P. Árnason. Engin síðdegismessa. Mosfellsprestakall: Messa að Lága- felli kl. 2. Séra Bjarni Sigurðsson. Kirkja óháða safnaðarins: Messa kl. 2 e.h. Barnasamkoma kl. 10,30 Séra Emil Björnsson. Kópavogskirkja: Messa kl. 2. Barna- samkoma í Félagsheimilinu kl. 10,30 f.h. Séra Gunnar Árnason. Langholtsprestakall: Barnaguðsþjón- þjónusta kl. 10,30. Messa kl. 2 e.h. Séra Árelíus Níelsson. Laugarneskirkja: Messa kl. 2 e.h. Barnaguðsþjónusta kl. 10,15 f.h. Séra Garðar Svavarsson. Kvenfélag Laugarnessóknar: Aðal- fundur félagsins verður Mánud. 4. febr í fundarsal kirkjunnar kl. 8,30. Skemmtiatriði. — Stjórnin. Hafnarfjarðarkirkja: Messa kl. 2 e.h, Séra Garðar I>orsteinsson. Keflavíkurkirkja: Messa kl. 2 síðdeg is.. Innri-Njarðvíkurkirkja: Barnamessa kl. 11 árdegis. Séra Björn Jónsson. Útskálaprestakall: Messa að HvaU nesi kl. 2 árdegis. Sóknarprestur. Aðventkirkjan: Julíus Guðmundsson flytur erindi kl. 5. Einar Sturluson syngur. Neskirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 10,30. Æskulýðsmessa kl. 2 e.h. Frú Hrefna Tynes, varaskátahöfðingi talar, sóknarprestur þjónar fyrir altari. Svo sem skýrt var frá í Mbl. í gær, eru Elísabet Englands- drottning og maður hennar á leið í opinbera heimsókn til Fij'-eyja, Nýja-Sjálands og Ástralíu. Það bar við á leið þeirra í. gær, að flugvélin varð að leita lendingár í Vancouver sökum veðurs. Höfðu þau þá verið á flugi nærfellt 20 klst. í Vancouver varð uppi fótur og fit, því þar hafði enginn átt von á því að hýsa svo tigna gesti. Hvergi var laust her- bergi í gistihúsi — en til þess að ráða bót á vandræðunum vax fundarsalur í bezta gisti- húsinu ruddur. Þar voru menn í áköfum umræðum um lands ins gagn og nauðsynjar og urðu þeir að gera hlé á þeim og hverfa á brott með öll sín gögn. Fundarsalurinn var bú- inn beztu fáanlegu svefnher- bergishúsgögnum og skreyttur blómum hátt og lágt, til þess að gera svolítið vistlegt fyrir hina konunglegu gesti. Þúsundir manna höfðu safn azt saman við höfnina í Lau- toka á Fiji-eyjum til þess að hylla drottninguna #og mann hennar, er þau færu um borð í snekkjuna Britania, er þar beið til að flytja þau til Suva á Fiji-eyjum. En ráðamenn á Fiji-eyjum létu þetta ekkert á sig fá, sögðu fólk sitt reiðu- búið að biða dögum saman eftir drottningu sinni. Mundu væntanlega fáir geta hugsað sér að hverfa heim f-yrr en þau væru komin og farin aftur og heldur sofa þar sem þeir væru komnir. Fyrirhugað var að hjónin dveldust tvo sólarhringa á Fiji eyjum, 11 daga á* Nýja-Sjá- landi og fimm vikur í Ástra- líu, en þar munu þau víða fara. Ljósmyndari blaðsins brá sér í þorrablót suður á Álfta- nesi í fyrri viku, þegar Sjálf- stæðisfélögin á Seltjarnarnesi og í Kópavogi héldu sitt ár- lega blót. Eins og til siðs er í slíkum blótum voru margvís- legar kræsingar á boðstólum og menn neyttu óspart þess er fram var borið. Þetta er fjórða árið í röð, sem þessi félög halda sameiginlegt þorrablót, og hefur þar alltaf ríkt ósvi'k- in ánægja, og menn skemmt sér vel, enda mikill einhugur í félagsmönnum og allt starf þeirra eftir því. Pennavinir 16 ára gamall hollenzkur mennta- skólapiltur vill skrifast á við jafn- aldra, pilt eða stúlku á Íslandi. Heim- ilisfangið er: Ron van Andel Egidiusstraat 115 III. Amsterdam West II. Netherlands. Japaaiskur kennari óskar eftir að skrifast á við íslending. Heimilisfangið er: Hiromitsu Nobumori 1 Mikawa-clio Hiroshima, Japan. 3>ýzkur frímerkjasafnari vill komast í bréfasamband við íslending. Heim- ilisfangið er: Ingolf Thomas Rodleben Ckosslan Hv. der Jugend 8, Deutschland. 22 ára gömul ensk stúlka óskar eftir bréfaskiptum við jafnaldra ís- lending. Áhugamál hennar eru: tónlist leikhúsmál, tennis og ferðalög. Heim- ilisfangið er: Catherine Clark, * 76, Ruden Way, Epsom Downs, Surrey, England. 17 ára gamall ungverskur mennta- skólanemi vill skrifast á við íslenzkan jafnaldra sinn. Ahugamál hans eru teknik, bókmenntir, heimspeki og list- ir. Heimilisfangið er: Szabó Piroska Budapest-Csepel, XXI. Kiss Janos alt. ucta 48, Magyarorszag (Hungary) Hver ríður svo geyst á gullinbrúvu, hávan of himin hesti snjálitum, hnálega hristanda hrímgan makka, eldi hreifanda undan stálsköflum? Glóir á gunnsnörpum grásteind brynja, hangir ísaskjöldur hal á öxlum, vindur stendur svalur af veifan sklámar, norðljósa brúskur blaktir á hjálmi. (Bjarni Thorarensen: Veturim — brot

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.