Morgunblaðið - 02.02.1963, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.02.1963, Blaðsíða 6
MORCVNBLAÐIÐ Laugardagur 2. febrúar 1963 Attræður í dag: ölafur Ólafsson NÆR er mér að halda, að á upp- vaxtarárum minum og raunar lengi frameftir hafi flestir Reyk- vikingar þekkt eða a.m.k. kann- azt við Ólaf Ólafsson. Hann var slíkur íjörmaður og áhugamál hans svo margvísleg, að fáum gat dulizt. í dag þegar Ólafur verður áttræður, er hann búinn að dvelja mörg ár í sjúkrahúsi og hafði þegar áður nokkuð dreg ið sig í hlé úr skarkala og um- svifum. Engu að síður er hann enn hugstæður fjölmörgum vin- um sínum, sem senda honum kveðjur á Elliheimilið Grund, þar sem hann býr nú. Ólafur er fæddur 2. febr. 1883 í Hafnarfirði og voru foreldrar hans þau Geirlaug Eyjólfsdóttir og Ólafur Sigurðsson. Sjálfur flutti hann hingað til Reykjavík- ur þegar nokkru fyrir aldamót og má því segja, að hér hafi hann lifað allan sinn langa starfsald- ur. Hér kvæntist hann og á ár- inu 1926 sinni góðu konu, Sús- önnu Hansen, hjúkrunarkonu, sem hann missti fyrir rúmu ári eftir ástríkt og farsælt hjóna- band. Þjóðhættir voru aðrir á æsku árum Ólafs en nú. Þá þótti það t.d. slík nýlunda, að nokkur skyldi hafa framtak til að gefa út póstkort, að Ólafur hlaut af því viðurnefni, sem hann varð alþekktur undir. En það var ekki þetta framtak eitt, sem gerði Ólaf víðkunnan. Lengi vann hann hjá Sturlu-bræðrum, sem þá höfðu margháttaðan rekstur hér í bæ. Eftir það setti Ólafur upp eigin verzlun, gerð- ist síðar ráðsmaður Franska spítalans, rak vinsæla kolaverzl- un um nær tveggja áratuga skeið og varð loksins 1947 og síð jn meðan heilsan entist fram- kvæmdastjóri fulltrúaráðs Sjálf- stæðisfélaganna hér í bæ. Af þessu ófullkomna yfirliti sézt, að Ólafur hefur verið sí- starfandi um dagana. Hygg ég þó, að önnur störf hafi verið honum hjartfólgnari en þau, sem hann vann sér til lífsfram- færis, því að Ólafur hefur ætíð mjög látið ýmis konar félags- mál til sín taka. Hann var t.d. lengi í Lúðrasveit Reykjavíkur og gjaldkeri Dýraverndunarfé- lagsins nokkuð á þriðja áratug. Þá var hann á sínum tíma í stjóm Frjálslynda safnaðarins. Langvinnastur og ríkastur hef ur áhugi Ólafs þó verið á stjóm málunum. Um það get ég flest- um betur dæmt, því að í bernsku minni voru þeir Ólafur og faðir minn nánir samherjar og síðar urðum við Ólafur samstarfs- menn í mörg ár. Oft heyrði ég Ólaf og pabba ræða um eldheita baráttu þeirra fyrir málstað Landvarnarmanna og rifja upp sögur úr uppkasts- kosningunum 1908. Skildist mér snemma, að Ólafur mundi eiga fáa sína líka í öflun atkvæða og umsjá kosninga. Á þeim árum voru raunar samfundir af fleira tilefni en kosningum einum, því að ekki hefi ég verið gamall þegar ég fékk að fara með föð- ur mínum og Ólafi til fiskveiða hér út á sundin. Reru þeir þá út íyrir Akurey og síðan kring- um Engey. Öfluðu allir eitthvað og mun ég seint gleyma því fagra vorkvöldi. í starfi sínu fyrir fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna sýndi Ólaf- ur sívakandi áhuga og trú- mennsku. Á efri árum var að sjálfsögðu ekki eins létt ur á sér til áróðursferða um bæ- inn eins og áður fyrr, en lagni Ólafs hefiu- ætíð verið óbrigð- ul og vinsældir hans og traust meðal fulltrúanna óhagganlegt. Við, sem í forustu höfum verið eigum ekki sízt Ólafi að þakka einurð og hreinskilni, sem hann hefur ætíð éinkennt. Hann hef- ur aldrei látið undan fallast að Síldveiöarnar og Síldariönaöurinn eítir Finnboga Guðmundsson útgerðarm. FYRIR nokkru, er ég las fræðslu grein Davíðs Ólafssonar, fiski- málastjóra, um sjávarútveginn 1962, kom mér í hug ýmislegt athyglisvert og lærdómsríkt í sambandi við þennan þýðingar- mesta atvinnuveg þjóðarinnar á þessu aflahæsta ári, sem komið hefur. Eins og skýrslan ber með sér, er það síldveiðiaflipn, sem varð til þess að gera árið að aflahæsta segja það, sem segja þurfti við hvern sem er, hvort öllum lík- aði betur eða verr. Að lokum skal þess getið, að þrátt fyrir kappsemi sína, þá er Ólafur frjálslyndur maður, sem vel kann að meta mismun- andi skoðanir. Það kom t.d. fram í því, að á meðan hann hafði heilsu til var hann manna kirkju ræknastur og hlustaði þá með sömu ánægju á þá báða, séra Bjarna og séra Jón Auðuns. Og eftir að heilsunni hrakaði undi hann sér lengi bezt á meðal sinna kaþólsku vina á Landa- kotsspítala. Svona er Ólafur. Honum þykir gott að hlýða á aðra, metur þeirra orð en læt- ur eigin samvizku ráða. Bjarni Benediktsson árinu, sem komið hefur. En það er sérstaklega eftirtektarvert, að þessi glæsilegi árangur við síld- veiðamar varð ekki vegna þess að síldargöngurnar við strendur landsins hafi verið að sama skapi óvenju miklar og hagstæðar til veiði, heldur má þakka þetta full komnari tækjum og tækni við veiðarnar, og einnig kom hag- stæð veðrátta til hjálpar að verulegu leyti. Það er alveg víst, að ef síldveiðiflotinn hefði verið útbúinn á svipaðan hátt Og var fyrir ca. 15 árum, hefði sáralítið aflazt af síld, ,og er þá sama hvort eru hafðar I huga sumar- síldveiðarnar fyrir norður- og austurlandi eða vetrarsíldveiðar við suðvesturlandið. í sambandi við sumarsíldveiðarnar fyrir norðan og austan er það athygl- isvert, að svo til engin síld veidd ist á þeim venjulegu síldarslóð- um, sem aðallega var veitt á árin 1940—1950, sem voru mjög góð síldveiðiár. Nú veiðist aðal- lega mjög djúpt út af norður- landi og út af austurlandi. Vetr- arsíldveiðarnar við suðvestur- landið hafa nú verið stundaðar með mjög góðum árangri á 3 vetrum. Þeir, sem veiðar þessar hafa stundað, og þeir, sem fylgzt hafa með þeim, telja, að öll þessi ár hafi verið mjög mikil síld einhvers staðar á þessu svæði svo til óslitið haust- og vetrarmánuðina og frarn á vor, enda hafa aflabrögðin staðfest það. Þessar staðreyndir ættu að nægja til þess að fullvissa okkur um, að hér er óhætt að reikna með áframhaldandi vetrarsíld- veiði. En til þess að styrkja þessa skoðun enn frekar finnst mér rétt að benda á eftirfar- andi. — Ég og ýmsir, sem eru á svip- uðum aldri eða eldri, og búið hafa við þessi fiskimið í meira en hálfa öld, erum þeirrar skoð- unar, að síldargengdin við suð- vesturlandið þessa 3 aflamiklu vetra hafi verið minni en flest önnur ár, 3—4 áratugi aftur f tímann. Að vísu höfum við ekki vísindalegar sannanir fyrir þessu, en sú staðreynd, að ekki hefur tekizt að ná neinum telj- andi afla í reknet þó að reynt væri á þessum árum, gefur þeim, sem til þeirra veiða þekktu á fyrri árum, sterka vís- bendingu í þessa átt. Það hefur því miður oft verið svo, að þegar mikill afli hefur borizt, skyndilega eða óvænt, hefur orðið erfitt um markaðs- öflun fyrir hann. Þótt komið hafi fyrir tregða á afsetningu aflans í mestu aflahrotunum, má segja, að furðuvel hafi tekizt að fá markaði fyrir þennan mikla afla. Og það er sérstak- lega ánægjulegt, að tekizt hefur að nýta verulega mikið af hon- um til manneldis. Þótt ég hafi ekki athugað það tölulega, tel ég nokkuð víst, að hlutfallslega hafi mun meira af suðvesturlandssíld inni farið til manneldisfram- leiðslu en t. d. norður- og austur Fraotrihald á bls. 11 Garðyrkjustjóri Reykjavik- urborgar skrifar Velvakanda svofellt bréf vegna umræðna um áburðinn Skarna og störf garðyrkj umanna. • Áhrif Skarna á rækt- un í höfuðborginni Skarni hefur að undanförnu og oft áður verið umræðuefni bæði í blöðunum og manna á meðal. Ástæðan hefur verið, sú hvimleiða lykt, sem jafnan hef- ur fylgt þessum ágæta áburði. Eins og allir vita er „Skarni“ unninn úr þeim úrgangsefnum sem falla til hjá heimilum í Reykjavík og.flutt eru í Sorp- eyðingarstöðina á Ártúnshöfða, og það er einmitt vegna tilkomu þessa lífræna áburðar sem mögulegt hefur reynzt að stór- auka ræktun ýmissa opinna svæða innan borgarinnar, nú hin síðari ár. Sfcarni kom fyrst til sögunn- ar um miðjan júní 1958, en þá var stærð hinna ræktuðu svæða í borginni 32.11 ha., en er nú orðin 65.74 ha. eða aukningin orðið heldur meiri en öll sú ræktun sem fyrir var, þegar „Skarni" var tekin í notkun. Ég er engan veginn að halda því fram, að ræktunaraukning- in sé eingongu að þákka til- koma þessa áburðar frá Sorpeyð ingarstöðinni, en ég fullyrði að Skarni hafi átt ríkastan þátt i því að gera þessa stórfeldu aukn ingu mögulega. Reynslan hefur þegar sannað ágæti Skarna sem áburðar, enda verða fáir til þess að mæla gegn notkun hans af öðrum ástæðum en þeim, hinum sterka þef, sem notkun hans hefur verið samfara. Vonir standa til að úr þeim leiða daun megi nokkuð draga, með því að afgreiða ekki yngri framleiðslu, en 7—8 mánaða gamlan Skarna frá verksmiðj- unni á Ártúnshöfða, en það mun að sjálfsögðu orsaka veru- lega aukningu á geymslurúmi fyrir áburðinn í nágrenni við Sorpeyðingarstöðina, og óneit- anlega hefur það einnig í för með sér einhverjar tafir á áframhaldandi ræktunaraukn- ingu í borgarlandinu. • Forstjóra Alaska svarað Mér þykir rétt að það sem að framan er sagt komi fram í sambandi við skrif þau og um tal. sem átt hafa sér stað að undanförnu, og þó einkum í sam bandi 'við bréf það sem for- stjóri Alaskagróðrarstöðvarinn- ar skrifar í þátt Velvakanda 30. jan. s.l. Þeim skrifum ér ekki hægt að láta ósvarað, með því að þar er á ferðinni maður, sem mikið hefur að kveðið 1 sambandi við skrúðgarðarækt borgarbúa og jafnan verið tekið full tillit til. Nokkuð hefur þó borið á því nú hin síðari ár að Jón H. Björnsson, hafi gerzt ber að því að læða þeirri skoðun inn hjá almenningi að stéttarbræður hans væru það ófróðari honum um alla rsektun að þeir gæfu fólki hæpin ráð í sam- bandi við garðyrkjustörf. Nú virðist hann ætla að vinna sér almenna borgarahylli, með því að telja fólki trú um að garðyrkjumenn Reykjavík- urborgar séu að útata grasflatir með lífrænum áburði, í algjöru tilgangsleysi, aðeins í atvinnu- bótavinnu. Lífrænn áburður er með öllu óþarfur nema í flögin í upphafi ræktunar segir hann. Hann heldur því fram, að full- nægjandi sé fyrir allar grasflat- ir að bera á kemiskan áburð um alla framtíð. Um þessa skoðun mun Jón H. Björnsson vera einn í hópi garð yrkjumanna, og þykir mér næsta ótrúlegt að nokkrir reynd ir ræktunarmenn verði til að fallast á slíka fullyrðingu. Það er staðreynd, sem reynsl- an hefur sannað, að séu gras- flatir sviknar um lífrænan áburð í meira en 4—5 ár og að- eins látnar njóta tilbúins áburð- ar, eru þær ekki í góðu rækt- unarástandi og þyrftu sannar- lega á sterkum litarefnum að halda, ekki aðeins að vetrar- lagi heldur líka að sumrinu, og fengi Alaska-stöðin áreiðan- lega möguleika á góðri sölu amerískra gerfigrænku, ef hætt yrði með öllu að nota lífrænan áburð í skrúðgarða. Ráðlegg ég forstjóranum eindregið til að afla söluumboðs fyrir þetta lit- arefni um öll Norðurlönd, þar sem þetta litarefni mun algjör- lega óþekkt • Klipping trjáa og runna í bréfi sínu til Velvakanda gerir Jón H. Björnsson, að um- talsefni viðtal við tvo af starf- andi garðyrkjumönnum hér í Reykjavík, og sýnir gagnvart þeim það karakterleysi að full- yrða, að þeir séu að viðhafa auglýsingaherbragð með því að ráðleggja trjáklippingar um þetta leyti árs — það sé allt í lagi fyrir garðeigendur sem sjálfir vilja annast trjáskerð- ingu í görðum sínum að klippa tré og runna á hvaða tima árs sem er. Hér sýnir forstjórl Alaska- stöðvarinnar meiri óskamm- feilni í garð stéttarbræðra sinna, en jafnvel ?eir sem bezt þekkja hann, gátu af honum vænzt, og eru menn þó orðnir mörgu vanir. Garðyrkjumenn þögðu í sum- ar, er Alaska auglýsti dag eftir dag „Nýtt lyf er ekki dræpi fugla“ og gaf í skyn að garð- yrkjumenn almennt notuðu gömlu eiturefnin áfram. Vissu þó allir garðyrkjumenn að hið nýja lyf var „jafn banvænt“ hinum sem fyrr höfðu verið al- gengust í notkun. Ég þori að slá því föstu að þeir tveir garðyrkjumenn, sem Jón H. Björnsson staðhæfir að séu að fullyrða hluti er þeir viti ekki um, eru sízt ófróðari um trjáklippingar en hann, og hafa áreiðanlega séð trjám „blæða út“ á vordegi, vegna ógætilegrar skerðingar, enda þó Jón H. Björnsson telji slikt aldrei hafa verið sannað. Læt ég svo staðar numið I svari mínu gegn furðuskrifum Jóns H. Björnssonar. Hafliði Jónsson. |

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.