Morgunblaðið - 02.02.1963, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.02.1963, Blaðsíða 14
14 MORGVNBLAÐJÐ Laugardagur 2. febrúar 1963 tiðindi ÞEIK stjámmáiafréttairiíarar, sem xnest haia ritað um atburði þá, sem gerzt hafa í Evrópu und anfama daga, eru á þeirri skoð- un, að órói sá, er gert hefur vart við sig, eigi sér þirjár meg- inorsakir. Tvæ-r þeirra megi rekja að öllu leyti til DeGaulie, Frakklandsforseta, eina að hluta. Orsakirnar eru taldar þessar: • De Gaulle tók ákvörðun um að veita Bretum ekki aðild að EfnahagsbandatLagi Evx- ópu. • Porsetinn lét í ljósi þé skoð- un sína, að Bvrópa gæti, að sínu áliti, komizt vel af án Bretlands og Bandaríkjanna. Móðir okkar ÁSTRÍÐUR ÞÓRÐARDÓTT **. verður jarðsungin frá Dómkirkjunni mánud. 4. febr. kL 1,30. Einar B. Bessason, Jóhann Bessason, Sigvaldi Búi Bessason, Ólafía Bessadóttir Foged. Hjartanlegar þakkir til allra þeirra, er sýndu samúð í okkar sáru sorg, við andlát og jarðarför litlu dóttur okkar LÁRU Fanney Magnúsdóttir, Ólafur Brandsson, og böm. Alúðar þakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför föður okkar SKÚLA JÓNSSONAR trésmiðs. Aðalbjörg Skúladóttir, Axel Skúlason, tengdaböm og barnaböm. Maðurinn minn SVEINN BJARNASON frá Tungu, Neskaupstað, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 4. febrúar kl. 10,30 f. h. Athöfninni verðui' útvarpað. F. h. vandamanna. María Hjálmarsdóttir Köldukinn 30, Hafnarfirði. Innilegt hjartans þakklæti viljum við flytja ykkúr öllum, sem sýnduð okkur samúð í orði og verki við hið sviplega fráfall. KRISTJÁNS EYFJÖRÐ VALDIMARSSONAR Þökk fyrir allar minningargjafimar, skeytin, blómin, handtök og hlýjan hug. Sérstaklega óskum við eftir að mega færa söngfólki K.F.U.M. og K. beztu þakkir fyrir fagran söng við útför hans. Guð blessi vkkur öll. Bryndís Helgadóttir, Filippía Kristjánsdóttir, Ingveldur Valdimarsdóttir, Helgi Valdimarsson, og aðrir vandamenn. Móðir okkar GUÐRÚN SIGURÐARDÓTTIR Heggstöðum, Andakíl andaðist 31. janúar s.l Börnin. Útför hjónanna . INGA JÓNSSONAR og UNNAR BENEDIKTSDÓTTUh Hofteigi 18 sem létust 27. og 28. f. m. fer fram frá Fossvogsklrkju mánudaginn 4. febrúar kl. 1,30 e. h. — Blóm afbeðin, en þeim, sem vildu minnast þeirra er bent á félag fatl- aðra og lamaðra. — Fyrir hönd vandamanna. Rósmundur Guðmundsson. Edward Heath, varautanríkisráðherra Breta, og aðalfulltrúi í viðræðunum í Brússel, — fyrir miðju. T. v. er Christopher Soames, landbunaðarráðherra, og t. h. Duncan Sandys, nýlendu- málaráðherra. — Myndin var tekin á þriðjudag, er ljóst var, að viðræðum við Breta yrði hætt. INIýtt hlutverk Evrópu? • 22. janúar undirrituðu Aden- auer, kanzlari V->ýzkalands, og DeGaulle Parísarsamning grundvöllinn að sérstöku bandalagi innan bandalags Atlantshafsríkjanna. Hvert þessara atriða hefði nægt til að koma róti á stjórn- málalíf álfunnar. Þessi þrjú skref, hvert á eftir öðru, hafa hins vegar gert stjórnmálamönn- um ljóst, að DeGaulle hefur lagt út á þá braut, er brýtur nær algerlega í bága við stefnu Vest- urvelda, eins og hún hefur ver- ið frá stríðlokum. Þeirrar skoðunar hefur víða gætt, að nú, þegar „þriðja veld- ið“, Evrópa DeGaulle, fer að segja til sín, sé rétt að hafa í huga, að framtíð hennar sé fyrst og fremst undir því komin, hvexn ið stjórnir V-Þýzkalands og Frakklands halda Parísarsátt- mélann. Bent hefur verið á, að það muni hafa úrslitaþýðingu í fram tíðinni, hver heldur í stjórnar- taumana. Fáir efast um, að Aden auer og DeGaulle muni gera það, sean í þeirxa valdi stendur, til að framfylgja samningnum í hví- vetna — meðan þeir sitja við i völd. Hins vegar var um það samið, er gengið var til nú- verandi stjórnarsamstarfs í V- Þýzkaiandi, fyrr í vetur, að Adenauer dragi sig í hlé síðar á þessu ári. Þá eru valdatáma De Gaulle og takmörk sett. Ljóst er af skrifum margra stjómmálafréttaritara, að þeir telja það hafa sérstaka þýðingu, að Frakkar og V-Þjóðverjar muni nú ræða ÖK meixiháttar il, er snúa að sambúð við aðrar þjóðir, sín á milli, áður en þeir ræða við aðra banda- menn sína. Þótt slíkar viðræður eigi sér stað, þá sé það ljóst, að enginn samningur getur knúið fram sömu skoðun á öllum mál- um. Báðamenn í Frakfklandi telja Parisarsamninginn mjög þýðing- cirmikinn fyrir DeGaulle, þar eð áætlanir forsetans muni ekki ná fram að ganga, án náinnar sam- vinnu við V-Þjóðverja. Án að- stoðar þeirra geti DeGaulle vart vænzt þess að gegna forystu- hlutverki í Evrópu. Stjórnmáls/.iehn og fréttarit- arax velta nú mjög fyrir sér þeirri spurningu, hvort v-þýzka þingið muni samþykkja samn- ing þjóðarleiðtoganna. Gert er xáð fyrir, að DeGaulle muni gera allt, sem hann getur, til að reyna áð tryggja, að svo verði. Fari svo, að samningurinn hljóti ekki samþykki þingsins, er janfvel talið hugsanlegt, að DeGaulle leggi til þjóðajratkvæða greiðslu um málið, bæði í Frakk landi og V-iÞýzkailandi — þá með væntanlegum stuðningi Ad- enauers. Þá kæmi í ljós, hvort úrslit slíkrar atkvæðagreiðslu yrðu DeGaulle jafnt í yil og raun varð á í Frakklandi, fyrr á þessum vetri. 2 Bíkjandi skoðun meðal stjórn- ir.tólamanna — annarra en franskra — beggja vegna Atlants hafsins, er sú, að afstaða De Gaulle marki tímamót. Samstaða vestrænna ríkja hafi verið rof- in, á fleirum sviðum en einu. Loku sé nú fyrir það skotið, að af nánu efnahagssamstarfi verði með Efnaihagsbandalaginu og enskumælandi löndunum, Bretlandi og Bandaríkjunum. Frakkar hafa lýst vantrausti sínu á Bandaríkjunum, með því að halda því fram, að þeir verði að feoma sér upp eigin kjarn- orkuher, þar eð því sé ekki að treysta, að Bandaríkjamenn standá við sfeuldbindingar um vamir Evrópu. Sú spurning, sem hæst ber nú, er þessi: Hvað veldur þessari stefraubreytingu, og hvað er það, sem fylgismenn stefnu DeGaulle vilja — og hvað vilja þeir ekki? Hver er hugur þeirra? Svarsins rná m.a. leita í skrif- um franskra blaða að undan- förnu, en þau opna augun fyrir nýjum þætti í afstöðunni til Bandaríkj anna. Vifeublaðið „Candide" segir: „Hver er það, sem stendur í leynimakki við Rússa?“ Svarið er: „Kennedy, Bandaríkjafor- seti“. Síðan segir: „Bandarífein, sem ásamt Rúss- um eiga nær öll kjarnorkuvopn heims, draga efefci lengur- dul á þá stefnu sína að drottna ein“. Síðan er bætt við, að DeGaulle sé mjög andvígur hvers konar baradalagi Rússa og Bandaríkja- manna. Sama blað heldur því fram, að eina skýringin á því, að Banda ríkin ætli nú að fjarlægja eld- flaugar sínar frá Tyrklandi og Ítalíu, (ekfei er minnzt á Pólaris- eldflaugar á Miðjarðarhafi) sé sú, að þau hafi gert leynisamn- ing við Sovétríkin. „Því hefur þegar heyrzt fleygt, að Banda- ríkin séu að fjarlægja kjarn- orkuvopn frá V-Þýzkalandi“, segir „Candide" loks. Dagblaðið „Combat“ segir: „Varautanríkisráðherxa Banda- ríkjanna hefur staðfest (hér ræð ir blaðið um síðasta fund æðetu manraa NATO), að hlutverk okik ax (Frafefea) sé að vera fallbyssu- fóður, þannig, að Bandarífein geti haldið áfram að leggja á- herzlu á siðfexði og mennlun, sem ekki er fyrir hendi“. í sömu grein segir: „Annars vegar haida Bandaríkin uppi áróðri gegn Sovétríkjunum, og slíkt' á að hvetja okfeur til að færa fórn- ir. Hins végar er okkur Ijóst, að þeir eru reiðubúnir að ganga til samninga við Moskvuvaldið — á kostnað bandamanna sinna og hlutlausra landa Þótt ekki sé hægt að segja, að þessd skrif séu einkennandi fyrir þau blöð, em halda því fram, að Bandaríkin séu að seil- ast til heimsyfirróða, þá eru þau engu að síður athyglisverð. Þeir menn í Frakklandi, sem mestu ráða um skipulagningu efnahagsmála, hafa oftar en einu sinni lýst því yfir við fréttarit- ara, að þeir hafi áhyggjur af bandarískum áhrifum í Evrópu. Þeir álíta,. að mikil kaupgeta almennings leiði til efnishyggju, en hana telja þeix einkenni Bandaríkjanna. Parísarblaðið „Le Monde“ seg- ir: „Evrópa er ekki lengur þiggj- andinn í viðskiptum sínum við Bandaríkin — hún er keppinaut- ur. Bandaríkin Hta á sameinaða Evrópu sem fyrsta skrefið til bandalags ríkjanna beggja vegna Atlantshafsinis, sem stjiórnað verði frá Washington". 3 Hugur só, sem birtist í þessum skrifum og öðrum, sem ræða til- hneigingu Bandaríkjanna til yfir ráða í Evrópu, þótt í vægari tón sé, gefur að nokkru til kynna, hvað býr að baki frönsku af- stöðunnar. Hver er hugux manna í öðr- um ríkjum Efnahagsbandalags- ins, þeim, sem opinberlega hafa tekið afstöðu með Bretum, í um- ræðunam í Briissel uim aðild þeirra. Stjórnmálafréttaritarar í Brúss el og höfuðborgum annarra Janda EBE hafa lagt sig mjög fram við að reyna að komast að skoð- unum ráðamanna og almennings á því, hvað sé æskilegt — og óæskilegt í samstarfi Vestur- landa. Spurningaxnar, sem leitað hef ux verið svara við, eru m.a. þessar: • Eru Bretar reiðubúnir að ganga til samstarfs við lönd in á meginlandi Evrópu? Vilja þeir sverja sig í banda- Xag með Evrópumöranum, öðrum fremur? • Á Efnaihagsbandalagið að verða undir stjórn Frakka,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.