Morgunblaðið - 02.02.1963, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 02.02.1963, Qupperneq 20
20 MORCVNBLAÐIÐ Laugardagur 2. febrúar 1963 PATRICIA WENTWORTH: MAIID KEMUR í HEIMSÓKN — Hvemig fómð þér að því að gleyma kápunni. Það var þá sannarlega kalt þetta kvöld. Fallegu gráu augun horfðu a hana með fullkominni hrein- skilni. — Mér datt hún bara ekki i hug. — Og þér komuð út í kuldann og munduð ekki eftir, að þér vOruð yfirhafnarlaus? — Já, þótt ótrúlegt sé. — Eg er ekki að rengja yður, en mig langaði bara að vita, hvað það var, sem gat fengið yður til að gleyma kápunni. Þér fóruð frá hr. Lessiter og beint út í kulcfann, án þess að finna fyrir honum. Skilduð þér við hr. Lessiter lifandi? Reiðiroðinn kom upp í kinnar Riettu. — Vitanlega gerði ég það! — Og skilduð þið sátt? Rietta bar höfuðið hátt. — Nei, það gerðum við ekki. Eg var reið. Þéss vegna gleymdi ég káp- unni. — Og .út af hverju urðuð þér reið? — Hann gerði mig vonda. En það var alveg óviðkomandi þessu ......þessu með Carr. Maud Silv.er horfði á hana og lét ekki hugfallast. — Ætlaði hann að láta vel að yður? — Nei, .... það var ekkert í þá átt. Það var viðskiptamál, sem um var að ræða .... og ekki einusinni fyrir sjálfa mig, heldur fyrir vinkonu mína. Maud Silver horfði á hana enn um sinn. Svo laut hún fram og rakti talsverða lengd af bláa bandinu upp úr töskunni. Síð- an tók hún aftur að prjóna, og spurði svo, með svip þess, sem slær úr óviðfelldnu efni yfir í annað: — Þér segið, að þér hafið ver- ið kallaðar í símann meðan hr. Carr og ungfrú Bell, voru að skoða blöðin, sem séra Ainger hafði skilið eftir. Þar sem þetta getur haft þýðingu fyrir tíma- ákvörðun, gæti ef til vill sá, sem hringdi yður upp, staðfest orð yðar, hvað þetta snertir? — Fancy segir, að klukkan hafi verið tuttugu mínútur yfir átta. Hún hlustar stöðugt á út varpið, svo að hún fylgist alltaf með tímanum. Hún segir, að við Carr höfum farið út klukkan hálfníu. Maud Silver glaðnaði á svip- inn. — Sá, sem hringdi gæti þá staðfest það? Hver var það, með leyfi? — Það var Katrín Welby. — Og þið töluðut í tíu mínút- ur? Hvað voru þið að tala um, ungfrú Cray? Riettu fannst eins og hún hefði misst af tröppu í dimmu. Þarna hefði átt að vera eitthvað fast undir fæti, en var ekki. — Allur litur hvar úr andliti henn- ar. Ólíkindalæti eru list, sem krefst mikillar æfingar, og þá list hafði hún aldrei lært. Hún hofð vandræðaleg á ungfrú Silv- er, og leitaði í huganum að ein- hverju til að segja. En hún fann ekkert betra en: — Við vorum að tala saman. — Var það um viðskiptamál? — Já, það getur maður líklega kallað það. — Stóð það í sambandi við hr. Lessiter? Rietta gat engu svarao nema: Óh! Það kom svo flatt upp á hana, að það var nægilegt svar við spurningunni, Maud Silver prjón aði af mesta ákafa, meðan hún velti fyrir sér ýmsum smáatrið- um í huganum — fölvanum á Katrínu Welby og sýnilegri geðs- hráeringu hennar — þeirri staðreynd, að James Lessiter hafði gengið- heim að dyr- um með Riettu Cray og tal- ynsla hérlendis SIM111400 EGGERT KRISTJANSSON &CO HF að við hana — ekki þó um gamla daga heldur um ein- hverjar ráðstafanir móður hans, sennilega viðvíkjandi einhverj- um eignum hennar - tíu mínútna samtal hennar við Katrínu Wel- by um „viðskiptamál“ — reiði Riettu og James, þegar þau skildu, eftir samtal um viðskipta mál — sem snerust um vinkonu hennar. í öllum þessum atriðum sam- anlögðum, komu þessi „við- skipti“ býsna Oft fyrir og með talsverðri áherzlu — viðskipti viðkomandi James Lessiter og eignum móður hans. Nú skaut 'upp glefsum úr tali Ceciliu Voy- cey og virtust gefa bendingar. Það small ótt og títt í prjónun- um. Þegar hún hóf máls aftur, var það til að snúa að fyrra um- talsefninu. — Þér segist hafa komið úr Melling-húsinu án þess að hafa regnkápuna með yður? — Já. — Þá geng ég út frá, að hún sé í höndum lögreglunnar. Hikið á Riettu Cray, er hún svaraði, var svo áberandi, að þegar hún loksins játaði þessu varð hún fyrir hvössu, spyrj- andi augnatilliti. Ungfrú Silver hóstaði, svo sem í uppörvunar skyni, og sagði: — Hvers vegna fannst yður svona erfitt að svara þessari spurningu minni. Eruð þér kannski ekki viss um, að lögreglan hafi kápuna í sínum vörzlum? í þetta sinn kom svarið alveg hiklaust: — Jú, það hefur hún. — Hefur hún tilkynnt yður það? — Lögreglan tók kápuna hérna. — Fóruð þér þá aftur og sótt- uð hana? Varirnar á Riettu hreyfðust, en gáfu ekki frá sér neitt hljóð. Hún hristi höfuðið. Ungfrú Silver hætti að prjóna sem snöggvast og hallaði sér fram í sætinu. — Ungfrú Cray, þér vitið um atriði, sem geta verið mikilvæg í þessu máli. Þér getið skýrt frá þeim eða þagað yfir þeim, en ef þér ekki treystið mér, get ég ekki hjálpað yður. Svo bætti hún við, eftir skamma en þýðingar- mikla þögn: — Ef þér hafið ekki farið heim sjálf með káp- una, þá er greinilegt, að hr. Carr hefur gert það. Rietta fölnaði eins og hún hefði fengið löðrung. ' En svo steig roðinn upp í andlitið aftur á einni svipstundu. Það þýðir ekki að imýnda sér, regnkápuna og spurði mig, hvers að það komi ekki fram, hvort sem er. Carr fór gangandi til Lenton. Hann fór að hitta Elísa- bet Moore. Þau voru trúlofuð áður en hann hitti Marjorie — konuna sína. Eg var að vona, að þau sættust, þegar þau hittust seinna. Þau eiga vel saman og þeim þykir vænt hvoru um ann- að. Marjorie var eins og hvert annað brjálsemiskast, sem varð þeim öllum til tjóns. í gærkvöldi fór Carr beina leið til Elísabet- ar. Eg trúi yður fyrir öllu .... sannast að segja var ég dauð- hrædd, að hann gripi til ein- hverra örþrifaráða, fyrst þegai hann þaut út úr húsinu. En það gerði hann ekki, heldur fór hann beint til Elísabetar. Og hún hefur játazt honum aftur. Skiljið þér ekki, að hann hefði aldrei farið að fremja glæp, strax á eftir. Hann var glaður ög ánægður. Og menn myrða ekki náungann í því skapi. Allt, sem hann vildi, var að reka enda hnútinn á þennan kafla ævi sinnar og ljúka honum fyrir fullt og allt. Hann fór svo upp í Mel- ling-húsið og fann þar James dauðan. — Til hvers fór hann í Mell- ing-húsið? — Eg spurði hann að þvl. Hann sagði, að það hefði verið eðlilegt og sjálfsagt. Hann vildi gera upp sakirnar við James, því að honum fannst hann þurfa að láta hann vita, að hann vissi allt um hann og Marjorie. Þá gátu þeir forðazt hvor annan, eins og siðaðir og kurteisir menn. — Eg skil, sagði ungfrú Sil- ver. Rietta bar höndina upp að höfðinu og löngu, vellöguðu fing urnir þrýstu að gagnaugunum. — Hann fór svo þangað og fann James. Regnkápan mín lá þar á stól. Hún var afákaplega blóðug. Hægri ermin gegnvætt 1 blóði. Röddin var nú orðin erf- ið og hljómlaus. — Ungfrú Sil- ver, þér spurðuð mig, hvort ég væri viss um, að Carr hefði ekki gert það. Eg er alveg viss um, að hann gerði það ekki, og ég skal segja yður hvers vegna — Já, þetta er rétt hjá yður ég ér viss. Hann hélt að ég hefði ég verð að segja yður allt. gert það. Hann kom hingað með KALLI KUREKI WePAND UTTLE BEAVES MAKB A FASTKtPB TO TDWU-" * * ~ Teikncui; Fred Harman IF HE WAS GOlN'Otí SOMEBODV ELSES DESCBIPTIOM, HE COULD EASY TAKE YOU FOE. MOE&AM, BARRIM'TH’REP HAIC | Y6AH, I FI&tiRE HE'S A HIPEP 1 eUN.TOOf NOW, UUST SHOW \ ME WHEeE HE LEFT TOWWi AN' LITTLE BEAVEB. AN’I Ll PICkUPHlSTKAILf 'T" COULD TAKE ASWIWS- AROUWD, IN Cicc u= DOUBLED B -V Kalli og Litli Bjór flýta sér allt hvað af tekur til þorpsins. Davíð er illa særður, Kalli. Náung- inn egndi hann í slag og fékk hann til að grípa til byssunnar. Hann var einum of snöggur. Davíð segir að hann hafi aldrei séð náungann fyrr. Þetta er stór rum- ur, sem er erfitt að lýsa. Ég þekki hann. Ég lenti í stælum við hann líka og hann baðst svo fyrir- gefmngar. Sagði að hann hefði tekið mig fyrir annan. Hann kallar sig Bikkju-Bjarna. Ef hann hefur verið að reka er- indi sitt eftir lýsingu einhvers ann- ars hefði hann auðveldlega getað haldið að þú værir Davíð, nema bara vegna háralitarins. Já, ég held líka að hann sé leigu- morðingi. Sýndu mér nú bara hvaða leið hann fór úr bænum og við Litli Bjór skulum rekja slóð hans. Þú ætt- ir að hafa vakandi auga með hlut- unum ef hann skyldi koma aftur. vegna ég hefði gert það? Höndin féll aftur niður í kjöltuna. — Eg er alls ekki viss um, nema hann haldi það enn. I huga sín- um gerir hann það ekki, en ég held, að skynsemin telji honum trú um það. Það var þess vegna, að hann reyndi að hreinsa blóð- ið úr kápunni. — Guð minn góður, sagði ung- frú Silver. Þótt sjálf orðin væru í meira . lagi sakleysisleg, lá i þeim megn vanþóknun. Rietta dró snöggt að sér and- ann. v — Kápan var öll vot hægra megin, þegar lögreglan kom hing að í morgun. Og þeir fóru burt með hana. Ungfrú Silver hóstaði. — Það er ekki hægt að ná úr blóði nema með afskaplega vandlegum þvotti. Þér eruð alveg viss um, að þarna hafl verið meira blóð en hefði getað komið úr risp- unni á hendinni á yður? Það fór hrollur um Riettu. — Hún var öll gegnvot. Sfltltvarpiö Laugardagur 2. febrúar. 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp . 13.00 Óskalög sjúklinga (Kristín Anna Þórarinsdóttir). 14.40 Vikan framundan: Kynning á dagskrárefni útvarpsins. 15.00 Féttir — Laugardagslögin. 16.00 Veðurfregnir. 16.30' Danskennsla (Heiðar Ást- valdsson). 17.00 Fréttir. — Æskulýðstónleik- ar kynntir af dr. Hallgrími Helgasyni. 18.00 Útvarpssaga barnanna: „Todda frá Blágarði” eftir Margréti Jónsdóttur, X. lest- ur (Höfundur les). 18.20 Veðurfregnir. 18.30 Tómstundaþáttur barna og unglinga (Jón Pálsson). 18.55 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Einsöngur: Ástralskir söngv- arar syngja. 20.15 Leikit Þjóðleikhússins: „Sautj ánda brúðan" eftir Ray Law- ler, í þýðingu Ragnars Jó- hannessonar. — Leikstjóri Baldvin Halldórsson. 22.00 Féttir og veðurfregnir. 22.10 Danslög. 24.00 Dagskrárlok. 16250 VINNINGAR! Fjórði hver miði vinnur að meðaliali! Hæsiu vinningar 1/2 milljón krónur. Lægstu 1000 krónur. Dregið 5.*hvers mánaðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.