Morgunblaðið - 07.02.1963, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.02.1963, Blaðsíða 6
MORGVNBLAÐIÐ Flmmtudagur 7. febrúar 1963 m n Slökkv stöð Reykja víkur tTM KVÖLDIÐ 24. janúar sl. var veglegt hof haldið í Þjóð- leikhúskjall'aranum til að minn- ast 50 ára afmælis slökkvistöðv- ar Reykjavíkur. Þetta virðulega samkvæmi sátu borgarstjóri og frú, borgarráðsmenn, slokkviliðs stjóri, brunaverðir og slökkvi- liðsmenm, ásamt konum sínum. (Þessi mannfagnaður var ölium sem bann sátu til óblandinnar tánægju. Já, það hefiur sannarlega oft verið meiri óþarfi um hönd hafð ur en sá, að minnzt sé 50 ára afmælis Slökkvistöðvar Reykja- irókur, svo fyrirfea^armikil er Ihún í vitund borgarinnar. Og (þegar ég nú renni huganum til baka og lít yfir 40 ára starfstíma minn á þessari stofnun, er sann- arlega margs að minnast og verð ur mér þá fyrst hugsað með vin- semd og þakklæti til margra á- gætra manna, Mfs og liðinma, sem ég hefi starfað með bæði á ©lökkvistöð Reykjavíkur og í varaliðinu, um lengxi eða skemmri tíma. Slökkvistöðin hefur alltaf ver- ið svo lengi ég man virt og vel metin stofnun í okkar höfuð- Kjartan Olafsson (borg. Starfsmenn slokkvisfcöðv- arinnar éru og hafa alltaf verið öryggisverðir borgarbúa, ef elds voða bar á böndum, og þar má aldrei slaka á að allir leggi fram krafta sína eftir beztu getu til að slökkva eldana, áður en þeir ná að valda allt of miklu tjóni. Er margra signa að minnast í því stríði, en við hvert útkaH að eldi finnst mér al'ltaf eitthvað vera hægt að læra, ekki sízt ef óhöpp eða mistök eiga sér stað, og ættu menn vel að hafa það í (huga, þ.e.a.s. læra af reynslunni Slökkvistöðin er ein þýðing- armesba stofnun þessarar borgar, sem al-varlegu hlutverki hefur að gegna fyrir borgarana, og þar jþarf helzt að vera valinn maður í hverju rúmi. Borgin hefur vax- ið og færzt út, svo víðátta henn- ar er margföld á við það sem var fyrir 20-30 árum, og fólkinu hefur fjölgað að sama skapi. En mér finnst, að í samræmi við Oft er tagurt við Viðeyjarsund á vetrum, ekki síffur en á sumrum, einkum þó á kyrrum frosíiíögum. — f fjörunni er flakið af bátnum Islendingi, en á Viðeyjarsundi má sjá ísfláka. — Fjær er Áburðarverksmiðjan í Gufunesi, og loks rís Esja í bak- sýn, tignarlegr og vetrarfögur. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) þennan vöxt borg:arinnar hafi útköllun að eldum ekki fjölgað, og getum við áreiðanlega þakkað það hitaveitunni, bættum húsa- kosti og betri umgengni fóiks, og svo má minnast á eld'varnareft- irlit af hendi borgarinnar, sem áreiðanlega hefur haft sitt að segja. Starfsroenn slökkvistöðvóir innar hafa ekki aðeins haft á hendi eldvarnir Reykjavíkur- borgar og nágrennis, heldur hafa þeir og nú um 30 ára skeið haft á hendi alla sjúkraflutninga hér í borg, og fyrir nærliggjandi kaupstaði, svo sem eins og Kópa vogskaupstað, Seltjarnarneshrepp og að miklu leyti fyrir Hafnar- fjarðarbæ. Fara þessi störf sí- fellt vaxandi með afuknu sjúkra- húsrými. Er þetta mikill drengskapur af hendi ráðamanna Reykjavík- urborgar að liána þessa starfs- menn sína endurgjaldslaust tii þessarar þjónustu fyrir nágrann- ana. En mér þætti ekki ósann- gjarnt, þó að því komi fyrr eða síðar, að starfsmenn slökkvistöðv arinnar gerðu kröfu um aukna greiðslu fyrir þessi störf sín, af hendi þeirra byggðarlaga utan Reykjavíkur, sem þeirra njóta. í>ví má og við bæta, að sjúkra- bílar frá Slökkvistöð Reykjavík ur eru ofit sendir í sjúkraflutn- inga út um sveitir landsins í all- ar áttir og er ekki dæmalaust að sllíkar ferðir hafi tekið mikið á annan sólarhring. Þetta veikir öryggi stöðvarinnar og þyrfti að hreytast með því að önnur byggð arlög eignuðust sjálf sína eigin sj'úikrabíla og gætu eitthvað létt undir með þessari þjónustu. Tíminn hefur liðið fljótt eina og alltaf þegar litið er til baka, mikil tíðindi hafa gerzt í sam- bandi við tækni og nýjar upp- finníngar, menn hafa komið og farið, ný borg hefiur risið, ná- lega allt hefur breytzt nema eitt: gamla slökkvistöðvarhúsið við Tjamargötu 12, sem byggt var árið 1912 stendur enn og er not- að sem aðalslökkvistöð borgar- innar Oft hefur verið talað uim nauðsyn á byggingu nýrrar slökkvistöðvar, staðir undir slika Framhald á bls. 8. • Ættleiðingar Hér er bréf frá ABC: „Á undanförnum árum hafa allmargir menn kvatt sér hljóðs um ættleiðingar, þ. á. m. lögfræðingarnir Guðm. Vignir Jósefsson, Ármann Snævarr, Sigurður Ólason og Hákon Guðmundsson og sálfræðingur- inn Símon Jóh. Ágústsson. Hafa þeir allir haft sitt af hverju við ættleiðingar að at- huga, og þeir Guðmundur, Sig- urður og Hákon gagnrýnt þær harðlega og viljað feigar. Loks hefur heilt kvenréttindasam- band gengið í lið með þeim fé- lögum. Til sanns vegar má ef- laust færa, að tryggilegar mætti búa að formskilyrðum ættleiðingar og veitingum ætt- leiðíngarleyfa, og má fastlega búast við, að með þeim hætti yrði unnt að koma í veg fyrir langflesta þá vankanta, sém fundnir hafa verið ættleiðing- urh til foráttu. í umræðum um þessi mál virðist gömlu setningunni um, að undantekningar sanni regl- una, hafa verið snúið við og fágætustu undantekningum eða ímynduðum möguleik- um verið teflt fram til þess að sanna, að ætt- leiðingar ættu ekki rétt á sér. En er ekki full ástæða til að ætla, að þegar hinum marg- hömpuðu undantekningum sleppir, sé almenna reglan sú, að ættleiðingar hafi haft marg- háttaða og ómetanlega blessun í för með sér? Ættleiðingar eru ekki svo margar hér á landi, að eigi væri unnt að kanna allnákvæmlega, hvaða áhrif ættleiðing hefur haft á andlega og stundlega hagi hinna ættleiddu. Ættu áhugamenn um þessi mál, svo sem sálfræð- ingar, guðfræðingar og lög- fræðingar, að beita sér fyrir slíkri athugun í stað þess að espa fljóthuga konur til „álykt- unar"-gerða, að vanhugsuðu og lítt könnuðu máli. Eina rödd hefur algerlega vantað í þenn- an vísdómskór, rödd þeirra sem málið er skyldast: hinna ættleiddu. Væri fróðlegt, ef einhverjir þeirra létu til sín heyra um efnið á opinberum vettvangi. Vangaveltur fræði- manna og ályktanir hópfunda eru oft að vísu stórmerkileg fyrirbrigði, en reynslan ætti samt að vera ólygnust. ABC". • Mjólkurhyrnur rétt einu sinni Frú á Laugarásvegi send- ir Velvakanda þetta bréf um hinar óvinsælu mjólkurhyrn- ur, og bóndi hennar bætir við athugasemd: „Kæri Velvakandi! Fáir taka upp penna og hrósa því sem vel er gjört, én margir eru reiðubúnir að kvarta, ef þeir hinir sömu sjá einhvers staðar veikan punkt. Þetta veit ég og hef því beðið lengi þolin- móð í von um að úr rættist, Áhyggjuefni mitt er gerð og frágangur mólkurhyrnanna. —- Þær eru svo illa límdar, að ég er hætt að geyma þær í ís- skápnum. Það er ekki gaman fyrir húsmóður, sem kaupir 3—4 hyrnur á dag og geymir í ísskáp, að eiga alltaf á hættu að ein þeirra rifni, og jafn- framt drjúga vinnu framundan við hreinsun þess, sem niður fór. Ég á heima á Laugarásvegi og verzla við mjólkurbúðina á Reykjum, en þar er sjálfsaf- greiðsla og eingöngu um mjólk urhyrnur að ræða. Nú hef ég frétt, að margar mjólkurbúðir hafi flöskumjólk á boðstólum. Er mér því óskiljanleg óliðleg- heit ráðamanna á Reykjum, Aftur á móti er þessi frágang- ur á mjólkurhyrnunum óaf- sakanlegur. Reynslan hjá mér er sú, að 1 af 10 hyrnum leki að meðaltali. Ef við segjum að 1 af þeim 10 hyrnum fari til spillis og setjum svo heildar- töluna upp í þríliðu, eru æði margir lítrar sem fara í súg- inn og væru betur komnir í Alsír. Máli mínu til sönnunar vildi ég skora á stjórn Mjólk- ursamsölunnar að athuga hversu margar grindur af ó- nýtum hyrnum koma daglega endursendar frá mjólkurbúð- unum. Frú á Laugarásvegi". Húsbóndinn hefur svo hnýtt þessu neðan við: „Ég, maður hennar, myndi taka betur up(» í mig, ef ég þrifi pennann".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.