Morgunblaðið - 07.02.1963, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.02.1963, Blaðsíða 10
10 MORCVNBLAÐIÐ Fimmtíidagur 7. febrúar 1963 I Landið okkar MÉR HAFÐI ekki verið Ijóst að í Vestmannaeyjum er mesta símamiðstöð á norðanverðu Atlantshaii fyrr en ég bafði skoðað hana í fylgd Magnúsar Magnússonar símstjóra og Þor varðar Jónssonar verkfræð- ings hjá Stóra norræna síma- félaginu. Á leið okkar í heimisókn til símstjórans göngum við í gegnuim afgreiðslusalinn þar sem símastúikurnar sitja við skiptiborðin. Þær líta glað- lega til ökkar Sigurgeirs ljós- myndara og við sjáum engan sútarsvip á þeim, þótt brátt muni sjálfvirki síminn leysa I Broshýrar símameyjar í Vestmannaeyjum. Sjálfvirka símstöðin leysir þæT af hólmi nokkra mánuði. - Myndirnar tók Sigurgeir Jónasson. eftir ð inn í mestu símamið- stðð á Norður-Atlantshafi Brátt mun sjálfvirk símstöð leysa af hólmi skemmtilegar símastúlkur þær flestar frá störfum. Við sem oft þurfum að hringja til Eyja vitum að þessar stúlk- ur eru einstaklega liprar og taka bæði geðvonzku þess sem hringir og gamansemi með brosi og léttum hlátri. Þær eru orðlagðar fyrir lip- urð og góða afgreiðslu, sem kemur sér einkar vel fyrir fréttamann, sem eyðir hálfri æfinni við símatækið. Magnús Magnússon sám- stjóri tekur okkur með alúð og fræðir okkur um það sem við viljum vita. — Nýja sjálfvirka stöðin er komin hingað til Eyja, segir hann, — byggt hef ir verið yf ir hana og er það nýbyggingin hér við stöðvarhúsið, sem fyrir var. Henni var raunar ætlaður staður hér í aðalbyggingunni, en nýju sæsímarnir Scot-Ice og Ice-Can þurftu á húsrým- inu að halda, svo þeir voru settir' upp í stöðvarsalnum, sem sjálfvirku stöðinni var ætlaður, en byggt yfix stöð- ina í staðinn. — Það er gert ráð fyrir að það muni taka um 6 mánuði að setja nýju stöðina upp og alit verði komið í gang í haust. Á sama tíma ef svo áætlað að lokið verði að koma á sjálfvirku sambandi við Akureyri. Getur því símnot- andi hvort sem er hér eða fyrir norðan hringt beint frá sér í það númer er hann ósk- ar sér hér í Vestmánnaeyjum eða norður á Akureyri. Sama gildir svo auðvitað um Reykja vík og Suðurnes. Sá sem vill velja númer í Vestmannaeyj- um velur fyrst tölustafina 95, en síðan innanbæjarnúmerið hér. — Stöðin verður 1500 núm- er til að byrja með, en hægt verður síðan að stækka hana upp í 5000 númer. Hún er byggð hjá Ericson í Svíþjóð. Það má gera ráð fyrir að þegar í upphafi verði tekin í notkun hér 1000—1100 númer eftir því sem fyrir er og pant- að hefir verið af nýjum núm- erum. Til þess að geta annað þeirri miklu aiaikningu, sem orðin er og verður í náinni framtíð á símaþjónustu hér við Vestmannaeyjar hefir ver- ið byggð hér ný loftskeyta- stöð, en um hana fara símtöl- in milli lands og-Eyja. — Fyrir 15 árum voru að- eins tvær talrásir milli lands og Eyja en nú verða þær 100 eftir 2—^3 mánuði. Þessar rás ir verða þó ekki allar teknar í notkun fyrr en nýja stöðin hefir verið sett upp. — f raun réttri átti hin nýja símagtöð að vera tekin til starfa um síðustu áramót, en sakir veikinda sænska sér- fræðingsins, sem sjá mun um uppsetningu stöðvarinnar hef- ir þetta dregizt. Hann er nú kominn heill á húfi hingað til lands. Það er ekki ofmælt, segir Magnús, — að Vestmannaeyj- ar séu nú orðnar mesta síma- miðstöð á Norður-Atlantshafi. Auk fyrrgreindra 100 talrása sem liggja til lands enda hér 50 talrásir, austan og vestan yfir hafið. Þar af eru 6 þjón- usturásir. 20 rásir eru að vest an um sæsímann Ice-Can og 24 að austan um Scot-Ioe. Það þyrfti ekki minna en verkfræðing til að útskýra ¦:¦:•:-:¦:-:¦: -.- -.-/ - - ->>>¦¦: ¦¦¦¦: ¦ ¦¦ '':' ywí :y.-WK-K allar þær fjölbreytilegu masl- ingar og athuganir, sem fara fram í Vestmannaeyjum á öllum þessum talrásum. Þeir Magnús og Þorvarður leiddu okkur nú um sali sæsímastöðv arinnar. Það vildi einmitt svo til að landtak Ioe-Can símans á vestur Grænlandi við Fred- reksdal var slitinn vegna ísa, sem lagzt höfðu á strenginn. Samtöl og þjónusta við Amer íku þurftu því að fara um Bretlandseyjar. Mjög þýðing- armikið er allt öryggi í sam- bandi við símaþjónustuna yfir hafið. Þetta gildir þó fyrst og fremst um flugið. Siminn hefir skuldlbundið sig til að geta afgreitt alla þ^^-'stu fyrir flugið fimm mir.t.t.HTi ef tir að bilun verður einhvers staðar. Auðvitað er það Ijóst hve geysi þýðingarmikið er að samband náist tafarlaust yfir Atlantshaf þar sem svo mikill fjöldi flugvéla þarf á slikri þjónustu að halda og engu má skeika á öld hrað- ans og þotuflugsins. Samstundis og bilunin varð við Grænland var símtölunum héðan beint um Bretland vest- ur yfir, og þannig voru tækin stillt á sæsímastöðinni í Eyj- um þegar við komum þangað. En þetta er ekki einasta stöð, sem. beinir símtölum og þjón- ustu inn á nýjar brautir þegar bilanir verða, heldur er þarna fylgzt með mælingum á hvernig samböndin eru bæði með sjálfritandi mælum og ljósmælum. Hver talrás hefir sitt fjölbreytta mæliikerfi. Þá er fylgzt með því hivort firð- ritar taka rétt við skeytum og hvort truflanir eru á rásum þeirra. Allt er þetta gert nieð einstakri nákvæmni. Þetta fullkomna kerfi á að tryiggja að símnotandi hér á íslandi geti notið hinnar full- komnustu þjónustu og heyri jafnvel hvort sem hann símar til fjærstu landa í Evrópu eða Ameríku. Að sjálfsögðu gildir það sama um þá sem nota símann frá Evrópu til Amer- íku eða öfugt. Hins vegar ligg ur annar sæsímastrengur yfir Atlantshafið frá írlandi til Bandaríkjanna og skapar það hið mikla öryggi í þjónust- unni. Lagning sæsímans um fs- land er að sínu leytinu jafn mikið stökk á þróunarbraut- inni eins og lagning símans var hingað til lands fyrir hart nær hálfri öld. Það má því með sanni segja að maður sé kominn inn í miðdepil alþjóð legra samskipta, þegar maður skoðar furðutæki þau sem sett hafa verið upp á sæsima- stöði'nni í Vestmannaeyjum. t — vig. f vélasal sæsímastöðvarinnar. Talið frá vinstri: Magnús Magnússon, símstj., Hermann Magn- ússon, símvirkjaverkstjóri og Þorvarður Jónsson, verkfræðingur. Aðalfundur Lúðra- sveitar Reykjavíkur AÐALFUNDUR Lúðrasveitar Reykjavíkur var haldinn í Hljóm- skálanum 28. janúar síðastliðinn. Magnús Sigurjónsson, er verið hefur formaður sveitarinnar und- anfarin tíu ár, baðst eindregið undan endurkjöri og var Björn Guðjónsson kjörinn formaður. Aðrir í stjórn voru kjörnir: Þór- arinn Óskarsson ritari, Óskar Þorkelsson gjaldkeri, Jóhannes Eggertsson varaformaður og Halldór Einarsson meðstjórnandi. Lúðrasveit Reykjavíkur hyggst auka starfsemi sína til muna á þessu ári, en það sem aðallega hefur staðið Lúðrasveitinni fyrir þrifum á undanförnum árum hef- ur verið skortur á rekstursfé. Lúðrasveit Reykjavíkur vonast nú til að með auknum skilningi ráðamanna Reykjavíkurborgar og ríkisins á nytsemi sveitarinnar, takist í framtíðinni að afla sveit- inni nægs rekstursfjár, þannig að starfsemi hennar geti aukist að mun, og að hún megi á kom- andi árum halda áfram að setja svip sinn á hátíðahöld borgar- búa og skemmta þeim og öðrum landsmönnum. Þess má geta að hinn nýkjörni formaður er sonur Guðjóns heit- ins Þórðarsonar, er lengst af öll- um var formaður sveitarinnar, eða samtals 20 ár. Björn hefur leikið með Lúðrasveit Reykjavík- ur síðan árið 1943, eða frá því hann var 13 ára gamall. Lúðrasveit Reykjavíkur á því láni að fagna að fá áfram að njóta handleiðslu hins unga og snjalla stjórnanda Páls Pamp- ichler Pálssonar. (Fréttatilkynn- ing frá Lúðrasveit Reykjavíkur). EGGERT CLAESSEN og GUSTAV A. SVEINSSON hæstaréttarlögmenn Þórsnamri. — Simi 11171. Málflutningsskrifstofa JÓN N SIGURÐSSON Símj 14934 — Laugavegi 10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.