Morgunblaðið - 07.02.1963, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.02.1963, Blaðsíða 10
10 MORCVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 7. febrúar 1965 Landið okkar MBR HAFÐI ekki verið Ijóst að í Vestmannaeyjum er mesta símamiðstöð á norðanverðu Atlantsibaii fyrr en ég hafði skoðað hana í fylgd Magnúsar Magnússonar símstjóra og Þor varðar Jónssonar verkfræð- ings hjá Stóra norræna síma- félaginu. Á leið okkar í heimisófcn til símstjórans göngum við í gegnum afgreiðslusalinn þar sem símastúlkurnar sitja við Skiptiborðin. Þær líta glað- lega til okkar Sigurgeirs Ijós- myndara og við sjáum engan sútarsvip á þeim, þótt brátt muni sjálfvirki síminn leysa Broshýrar símameyjar í Vestmannaeyjum. Sjálfvirka símstöðin leysir þæf af hólmi eftir nokkra mánuði. - Myndirnar tók Sigurgeir Jónasson. Litiö inn í mestu símamið- stöð á Norður-Atlantshafi mun sjálfvirk símstöð leysa af hólmi skemmtilegar símastúlkur þær flestar frá störfum. Við sem oft þurfum að hringja til Eyja vitum að þessar stúlk- ur eru einstaklaga liprar og taka bæði geðvonzku þess sem hringir og gamansemi með brosi og léttum hlátri. Þær eru orðlagðar fyrir lip- urð og góða afgreiðslu, sem kemur sér einkar vel fyrir fréttamann, sem eyðir hálfri æfinni við símatækið. Magnús Magnússon sím- stjóri tekur okkur með alúð og fræðir okkur um það sem við viljum vita. — Nýja sjálfvirka stöðin er komin hin-gað til Eyja, segir hann, — byggt hefir verið yfir hana og er það nýibyggingin hér við stöðvarhúsið, sem fyrir var. Henni var raunar ætlaður staður hér í aðalbyggingunni, en nýju sæsímarnir Scot-Ice og Ice-Can þurftu á húsrým- inu að halda, svo þeir voru settir' upp í stöðvarsalnum, sem sjálfvirku stöðinni var ætlaður, en byggt yfir stöð- ina í staðinn. — Það er gert ráð fyrir að það muni taka um 6 mánuði að setja nýju stöðina upp og allt verði komið í gang í haust. Á sama tírna er svo áætlað að lokið verði að koma á sjálfvirku sambandi við Akureyri. Getur því símnot- andi hvort sem er hér eða fyrir norðan hringt beint frá sér í það númer er hann ósk- ar sér hér í Vestmánnaeyjum eða norður á Akureyri. Sama gildir svo auðvitað um Reykja vífc og Suðurnes. Sá sem vill velja númer í Vestmannaeyj- um vélur fyrst tölustafina 9ö, en síðan innanbæjarnúmerið hér. — Stöðin verður 1500 núm- er til að byrja með, en hægt verður síðan að stækfca hana upp í 5000 númer. Hún er byggð hjá Ericson í Svíþjóð. í>að má gera ráð fyrir að þegar í upphafi verði tekin í notkun hér 1000—-1100 númer eftir því sem fyrir er og pant- að hefir verið af nýjum núm- erum. Til þess að geta annað þeirri miiklu auikningu, sem orðin er og verður í náinni framtíð á símaþjónustu hér við Vestmannaeyjar hefir ver- ið byggð hér ný loftskeyta- stöð, en um hana fara símtöl- in milli lands og- Eyja. — Fyrir 15 árum voru að- eins tvær talrásir milli lands og Eyja en nú verða þær 100 eftir 2—3 mánuði. Þessar rás ir verða þó ekki allar teknar í notkun fyrr en nýja stöðin hefir verið sett upp. — í raun réttri átti hin nýja símagtöð að vera tekin til starfa um síðustu áramót, en sakir veikinda sænska sér- fræðingsins, sem sjá mun um uppsetningu stöðvarinnar hef- ir þetta dregizt. Hann er nú kominn heill á húfi hingað til lands. Það er ekki ofmælt, segir Magnús, — að Vestmannaeyj- ar séu nú orðnar mesta síma- miðstöð á Norður-Atlantshafi. Auk fyrrgreindra 100 talrása sem liggja til lands enda hér 50 talrásir, austan og vestan yfir hafið. Þar af eru 6 þjón- usturásir. 20 rásir eru að vest an um sæsímann Ice-Can og 24 að austan um Scot-Ice. Það þyrfti ekki minna en verkfræðing til að útskýra allar þær fjölbreytilegu masÞ ingar og athuganir, sem fara fram í Vestmannaeyjum á öllum þessum talrásum. Þeir Magnús og Þorvarður leiddu okkur nú um sali sæsímastöðv arinnar. Það vildi einmitt svo til að landtak Iee-Can símans á vestur Grænlandi við Fred- reksdal var slitinn vegna ísa, sem lagzt höfðu á strenginn. Samtöl og þjónusta við Amer íku þurftu því að fara um Bretlandseyjar. Mjög þýðing- armikið er allt öryggi í sam- bandi við símaþjónustuna yfir hafið. Þetta gildir þó fyrst og fremst um flugið. Síminn hefir skuldlbundið sig til að geta afgreitt alla þ>''"3tu fyrir flugið fim-m mú.úí.’.m eftir að bilun verður einhvers staðar. Auðvitað er það ljóst hve geysi þýðingarmikið er að samiband náist tafarlaust yfir Atlantshaf þar sem svo mJkill fjöldi flugvéla þarf á slífcri þjónustu að halda og engu má skeifca á öld hrað- ans og þotuflugsins. Samstundis og bilunin varð við Grænland var símtölunum héðan beint um Bretland vest- ur yfir, og þannig vom tækin stillt á sæsímastöðinni í Eyj- um þegar við komum þangað. En þetta er ebki einasta stöð, sem beinir símtölum og þjón- ustu inn á nýjar brautir þegar bilanir verða, heldur er þarna fylgzt með mælingum á hvernig samböndin em bæði með sjálfritandi mælum og ljósmælum. Hver talrás hefir sitt fjölbreytta mœlikerfi. Þá er fylgzt með því bvort firð- ritar taka rétt við skeytum og hvort truflanir em á rásum þeirra. Allt er þetta gert með einstakri nákvæmni. Þetta fullkomna kerfi á að tryggja að símnotandi hér á íslandi geti notið hinnar full- komnustu þjónustu og heyri jafnvel hvort sem hann símar til fjærstu landa í Evrópu eða Ameríku. Að sjálfsögðu gildir það sama um þá sem nota símann fná Evrópu til Amer- íku eða öfugt. Hins vegar ligg ur annar sæsímastrengur yfir Atlantshafið frá írlandi til Bandaríkjanna og skapar það hið mikla öryggi í þjónust- unni. Lagning sæsímans um ís- land er að sínu leytinu jafn mikið stökk á þróunarbraut- inni eins og lagning símans var hingað til lands fyrir hart nær hálfri öld. Það piá því með sanni segja að maður sé kominn inn í miðdepil alþjóð legra samskipta, þegar maður skoðar furðutæki þau sem sett hafa verið upp á sæsíma- stöðinni í Vestmannaeyjum. — vig. í vélasal sæsímastöðvarinnar. ússon, símvirkjaverkstjóri og Talið frá vinstri: Magnús Magnússon, símstj., Hermann Magn- Þorvarður Jónsson, verkfræðingur. Aðalfundur Lúðra- sveitar Reykjavíkur AÐALFUNDUR Lúðrasveitar Reykjavíkur var haldinn í Hljóm- skálanum 28. janúar síðastliðinn. Magnús Sigurjónsson, er verið hefur formaður sveitarinnar und- anfarin tíu ár, baðst eindregið undan endurkjöri og var Björn Guðjónsson kjörinn formaður. Aðrir í stjórn voru kjörnir: Þór- arinn Óskarsson ritari, Óskar Þorkelsson gjaldkeri, Jóhannes Eggertsson varaformaður og Halldór Einarsson meðstjórnandi. Lúðrasveit Reykjavíkur hyggst auka starfsemi sína til muna á þessu ári, en það sem aðallega hefur staðið Lúðrasveitinni fyrir þrifum á undanförnum árum hef- ur verið skortur á rekstursfé. Lúðrasveit Reykjavíkur vonast nú til að með auknum skilningi ráðamanna Reykjavíkurborgar og ríkisins á nytsemi sveitarinnar, takist í framtíðinni að afla sveit- inni nægs rekstursfjár, þannig að starfsemi hennar geti aukist að mun, og að hún megi á kom- andi árum halda áfram að setja svip sinn á hátíðahöld borgar- búa og skemmta þeim og öðrum landsmönnum. Þess má geta að hinn nýkjörni formaður er sonur Guðjóns heit- ins Þórðarsonar, er lengst af öll- um var formaður sveitarinnar, eða samtals 20 ár. Bjöm hefur leikið með Lúðrasveit Reykjavík- ur síðan árið 1943, eða frá þvi hann var 13 ára gamall. Lúðrasveit Reykjavíkur á því láni að fagna að fá áfram að njóta handleiðslu hins unga og snjalla stjórnanda Páls Pamp- ichler Pálssonar. (Fréttatilkynn- ing frá Lúðrasveit Reykjavíkur). EGGERT CLAESSEN og GUSTAV A. SVEINSSON hæstaréttarlögmenn Þórshamri. — Simi 11171. Málfiutningsskrifstofa JON N SIGURÐSSON Símj 14934 — Laugavegi 10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.