Morgunblaðið - 07.02.1963, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.02.1963, Blaðsíða 11
Fimmtudagtrr7. febrúar, 1963-1 MORGlimBLUÐIÐ 11 Uiy BÆKIJR Ferðarolla Magnúsar Sfephensens Þessi bók lítur þannig út, að auð sætt er, að útgefandinn kann að meta Magnús Stephensen, fyrsta dómstjóra íslenzks yfirréttar og forgöngumann um ýimis mikil- væig mál íslendinga. Það er Jón Guðnason cand. mag., sem séð hefur um útgáfuna, en bókin er prentuð í Odda, og er hún jafnt þeim til sóma, sem til útgáfunn ar hafa stofnað, og hinum, sem frá henni hafa gengið. Framan við Ferðarolluna er ritgerð, sem dr. Þorkell Jóhann- esson prófessor skrifaði í Skjrni árið 1933, um Magnús og störf hans. Hún er mjög vel skrifuð, og sitthvað á henni að græða, en enn hefur ekki verið skrifað að gagni um þennan stórmerka mann, sem var sístarfandi að þeim málum, sem hann hugði að koma mættu þjóð hans að haldi og um margt var engu síðri en Tómas Sæmundsson, en sitthvað hliðstætt um áhugamál þeirra og hæfileika. Hitt var svo ahnað, að Magnús naut ekki sam starfs við neinn Jónas Hallgríms son, ekki heldur neinn Konráð Gíslason og hann hafði ekki í (fcringum sig hóp álhugasamra ungra náms- og menntamanna, sem hrifizt hefðu af stefnu og straumum, og séð, hve langt þjóð þeirra var á eftir öðruim þjóðum é flestum sviðum, og hve illa var að henni búið. Ferðarollan er dagbók, sem Magnús skrifaði í för sinni til Kaupmannahafnar haustið 1825, og meðan hann dvaldist í þeim stóra stað, en þaðan fór hann ekki fyrr en 23. maí 1826. Mest- an hluta dagbókarinnar — eða allt, sem hann skrifaði frá og með 7. sept. til 6. apríl — sendi hann konu sinni til lestrar með fyrsta vorskipi. Þetta handrit er enn til, en það, sem hann skráði frá og 9. apríl til brottfarardags, er aðeins að finna í danskri þýð- ingu. Sá hluti ferðarollunnar hef ur svo verið þýddur á íslenzku, og er hann birtur í bókinni sem viðbætir, ásamt bréfi frá Magn- úsi til vinar hans í Kaupmanna- höfn, en þar er sagt frá því, hvern ig ferðin gekk út til ísJands. Þá eru Skýringar og viðaukar eftir Jón Guðnason, síðan fróðlegur eftirmáli og loks skrá yfir nöfn þeirra manna, sem nefndir eru í dagbókinni. Innan á spjöldum og á saurblöðum eru birtar ljós- mynduð dagbókarbrot, sem sýna rithönd Magnúsar og stafsetn- ingu. Þá ber þess að geta, að í bókinni eru nokkrar myndir, sumar af mönnum, aðrar af höll- um og kirkjum í Kaupmanna- höfn og enn aðrar af borgar- hlutum. Ferðin frá ReykjavSk til Gauta borgar á briggskipi Bjarna ridd- ara Sívertsen, „Þingeyri" tók hvorki meira né minna en 47 daga, en þaðan fór Magnús land- veg í hestvögnum til Helsingja- bongar, hlaut hrakninga á sund- inu og kom loks til Kaupmanna- hafnar að kvöldi þess. 29. okt. Magnús lýsir afar nákvœm- lega veðri og veðrabrigðum á ferð sinni, tekur fram, hvort skipið varð að láta reka eða gat siglt, getur þess, að aftur og aftur komust skipverjar og farþegar í bráða lífshættu og lætur les- andann fylgjast með því, hvern- ig viðurværið var, en það varð því naumara, sem lengra leið — og loks var orðin alger mat- nauð. Gefur frásögn Magnúsar nútíðarmönnum ærið Ijósa hug- mynd um, hver heilsu- og þrek- raun það gat verið að komast milli íslands og annarra landa í þennan tíma. En fbrvitnilegust og trúlega nú i mangra augum dálítið hjákátleg, er lýsing Magn- úsar á heimboðuim þeim, er hann þáði fjöknörig hjá helztu mekt- armönnum Danmerkur, konungi, kónprins, ráðherrum, dómoir- um hæstaréttar, prófessorum, her foringjum — margt þessara manna aðalsmenn — og loks hjá kaupsýslumönnum^ einkum þeim er ráku verzlun á íslandi. Hann hefur tekið vel eftir klæðnaði tiginna karla og kvenna, heið- ursmerkjum, borðbúnaði, þjón- ustuliði, og síðast en ekki sízt öllu því, sem á borð var borið, og þótt aldrei kenni hann matar- æði kvilla sína, gengur lesandinn þess ekki dulinn, að oft hafi hinir gómsætu réttir, sem á borð voru bornir hjá mektarmönn- unum dönsku, valdið þeirri af- bragðskonu „vertinnu" hans, snúningum og fyrirhöfn. Þá er og fróðlegt að kynnast því, hverja elju, æfingu, manniþekk- ingu og lagni það kostaði að koma fram málum sínum við hin æðstu völd, en þar lét Magnús ekki deigan síga. Loks ber þess að geta, að ljóslega sýnir dagbókin, hver starfsmaður Magnús var, jafnvel veikur felldi hann ekki niður vinnu fyrr en ekki var annars kostur, og óþreytandi var hann, maður við aldur, að þeytast um borgina erinda sinna, ekki einu sinni. I»ví smávægilegasta gleymdi hann eða lét lönd og leið, — allt skyldi gert, sem gera þurfti. Þá verður og séð, að þótt ekki væri hann naumur á fé, þar sem þörf kall- aði að, var hann frábær reiðu- maður, sem fleygði auðsjáanlega aldrei út túskildingi, án þess að til þess væru góð og gild rök. Fyrst og fremst þetta tvennt var trygging aðstöðu hans og valda, þótt samheldni og áhrif mókillar ættar væru honum mikil stoð, á- samt glæsimennsku, mannþekk- ingu og skörpum vitsmunum. Og svo lágu honum á hálsi fyrir flest, sem hann gerði íslenzkir embættismenn, sem nenntu ekki að hreyfa hönd eða fót til annars en þess, sem embættisleg nauð- syn krafði — og ekki alltaf, að þar væri svo sem vel að verið — já, lágu honum á hálsi fyrir ráð- ríki, óþjóðleg sjónarmið og ó- tímabært reks um allt milli him- ins og jarðar. Mundi þessi saga ekki vera ærið oft endursögð í lifi og starfi íslenzkra embættis- og trúnaðarmanna enn þann dag í dag? Guðmundur Gíslason Hagalín EYJASELS-MÓRI ÞÁ get eg ekki stillt mig um að minnast lítillega á eina nokkuð sérstæða bók, en það er Ævisaga Eyjaselsmóra, gefiri út af ísa- foldarprentsmiðju. Engin þjóð á að vísu jafnmargar draugasögur og íslendingar, en draughollusta þeirra hefur aldrei áður birzt í slíkri ræktarsemi, sem Halldór Pétursson sýnir þessum fylgi- spaka kvalara ættau. sinnar. Frægð Þorgeirsbola og írafells- móra fölnar mjög, ef þeir eru bornir saman við þennan aust- firzka draug, sem drap bæði menn og skepnur, en þoldi þó illa, að aðrir h«fðu í frammi mótgerðir við ætt þá, er hann íylgdi En þessi draugur vaar eða er einnig einstakur í sinni röð, því að hann var ekki nár, sem vakinn hafði verið upp, heldur settur saman á kemískan hátt í lyfjaglasi af fjölkunnugum lækni, og vantaði þó í hann eitt frumefnið til þess að hann gæti sýnt mátt sinn fullan. Misbeiting Brynjólfs Péturssonar fjórðungs læknis á þeirri þekkingu, sem átti að verða öðrum mönnum til blessunnar, en hann notaði til þess að hefna sín á ungu stúlk- unni, sem ekki vildi þýðast hann, er þvi dæmigerð mynd af því, hvernig nota má vísindin mannfólkinu til bölvuna. og sýn ir sig þar eins og Oftar það mannvit og speki, sem fólgin er í þjóðtrúnni. Minnir þetta á lýs- ingu Einars Benediktssonar á Svarta skóla, þar sem guðdóms- eðlið er gert að synd og „böls og hels í blökku gáttum birtist öfug drottins mynd." Ekki það ómerkilegasta við þessa bók er formáli höfundar- ins, sem mun vera lítt eða ekki skólagenginn sveitamaður. Hann varpar fram þeirri skoðun, að hugsunin, trúin, einkum sam- stillt eins og hún gerist í frum-. stæðu umhverfi, ósnortnu eða lítt snortnu af efahyggju rót- leysingja eða sjálfbyrginga, geti „materialiserast", tekið á sig efniskennda mynd og orðið or- sök til fysiskra orkufyrirbæra. Þetta eru að vísu mín túlkun á orðum hans, en á þennan mögu- leika hefur áður verið bent af prófessor Price í Oxford, eins og eg drap á í erindi minu um sál- arrannsóknir á umræðufundi Stúdentafélags Reykjavíkur fyr- ir tæpum tveimuæ árum, og dró þá ályktun af, að ef jl vill yrði hægt að hitta Grasa-Guddu eða Bjart í Sumarhúsum „material- iseruð" í fjallgöngum uppi á heiði. Hafi Haraldur Pétursson fundið þessa skýringu upp hjá sjálfum sér, 'þá er skemmtilegt að sjá íslenzkan alþýðumann komast að sömu hugsanlegri nið urstöðu um flókið viðfangsefni og hinn enski prófessor komst. Kjarni málsins er sá, að mann- leg hugsun er máttur, blessun- arríkur eða voðalegur, eftir því, hvernig á er haldið. P. G. Kolka. NYKOMNER: EIMSKIR KVEIMKLLDASKÓR -^g^*- Félagslíf Skíðamót Reykjavikur Þátttökutilkynningar síkulu hafa borizt skrifstofu ÍR fyrir mánud. 11. febr. Dregið út kl. 7. Þátttökugjald kr- 10,00 fyrir hvern þátttakanda í hverri grein greiðist um leið. Skrifstofan er opin alla virka daga milli kl. 17—19. Mótsstjórnin. Skíðafólk, munið að þátttökutilkynn- ing í Bergensferðina á að vera komin fyrir 15. febrúar, til Ferðaskrifstofunnar Sögu, Ingólfsstræti, sími 17600. Körfuknattleiksfélag Rvíkur Æfingataflan hljóðar svo: Hálogaland: Þriðjud. kl. 22.10—28 M. og 2. fl. karla. Fimmtud. kl. 19.40—20.30 4. fl. karla. Laugard. kl. 15.30—17.10 * M. og 2u fl. karla. Langholtsskóli: Þriðjud. kl. 20.30—21.20 3. fl. karla. Föstud. kl. 18.40—19.30 3. fl. karla. Háskólinn: Sutmud. kl. 11.10—12.00 4- fl. karla. . Þjálfarar eru: Einar Markús- son hjá 3. fl. og Marinó Sveinsson hjá 4. fl. Nýir félagar velkomnir, eink- um eru 4. flokks piltar hvattir til að mæta. Stjórnin. SKÓSALAN LAUGAVEGI 1 Ibúð óskast til kaups Vil kaupa 3 herb. íbúð í háhýsi í Austur- bænum. — Uppl. í síma 3422 og 34676. Atvinna Stúlkur vanar kápusaum geta fengið vinnu strax. Ylur hf. Fatagerð — Sími 13591. Alifluglinn Framhaldsaðalfundur verður haldinn í Aðalstræti 12 föstud. 8. febr. kl. 20,30. Fundarefni: Félagsgjöld. Áríðandi að félagsmenn mæti. STJÓRNIN. Kaupmenn — Kaupfélög Fyrirliggjandi: Vleiseline millifóður Kr. Þorvaldsson & Co. heildverzlun, Grettisgötu 6 Sími 24730 og 24478. Kuupmenn — Kaupfélög Fyrirliggj andi: mjög ódýrt fóðurefni- Kr. Þorvaldsson & Co. heildverzlun Grettisgötu 6 Sími 24730 og 24478. VflNDUf 0 DtY R % '¦ v ;L • ¦¦ .-,„.¦ .. ¦"¦¦Wflí*-"" ¦ • -.,•¦- .-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.